Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 32
Fornleifagröftur á Granastöðum: Merkilegt jarðhýsi einangrað með torfi -BJARNI Einarsson fomleifafraeðingur hefur undanfarinn hálfa mánuð unnið að uppgreftri við eyðibýlið Granastaði í Eyjafirði. Morgunblaðsmenn heimsóttu Bjama sl. þriðjudagsmorgun þar sem hann var að ljúka störfum að sinni, en hann er á fömm tU Gauta- borgar í Svíþjóð þar sem hann hefur stundað doktorsnám í fom- leifafræðum. Bjarai hefur síðustu daga grafið niður í jarðhýsi, sem verið hefur aldursgreint í Kiel í Þýskalandi. Talið er að jarðhýsið hafi verið í notkun á tímabilinu 795 til 1030. Það þýðir þó ekki að jarðhýsið hafi verið í notkun allan þennan tima, en þó má gera ráð fyrir að það hafi farið í eyði einhveratímann á þessu tíma- skeiði. Það sem er merkUegast og einstakt við þetta jarðhýsi er að það er fóðrað að innan með mjög þunnum torfveggjum, sem ekki em berandi heldur tU upphitunar og einangrunar frá nán- asta umhverfi, að sögn Bjarna. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kolbrún Guðmundsdóttir og Magnús Vilmundarson á heimUi sínu eftir að þau fundust heil á húfi eftir „tveggja sólarhringa bíltúr“. Festu fólksbíl uppi á hálendinu: „Ætluðum bara í sunnudagsbfltur“ „ÞETTA átti bara að vera sunnudagsbíltúr hjá okkur, en við fest- um bUinn svona kyrfUega uppi á hálendinu og urðum þvi að bíða eftir aðstoð sem kom um það bU sólarhringi eftir að í óefni var komið,“ sagði Kolbrún Guðmundsdóttir 38 ára Akureyringur í sam- tali við Morgunblaðið sem ásamt sambýlismanni sínum Magnúsi Vilmundarsyni 50 ára fór í bíltúr á sunnudaginn. Bjami hóf uppgröft að Grana- stöðum í fyrrasumar og kom hann þá meðal annars niður á bein, sem 4fann taldi miklar líkur á að væru kuml - gröf frá heiðnum sið. Bein- in voru send til greiningar í Reykjavík þar sem þau voru greind sem stórgripabein. Þá sendi Bjami þau til sérfræðings í Gautaborg sem vinnur að frekari greiningu þeirra. Bjami sagðist viss um að hér væri kuml á ferðinni og hefði hann sannfærst enn betur um það fyrir nokkrum dögum er hann fór að róta í gröfinni á ný og fann þá bein úr hesti við hlið mannabein- anna, en sá siður var f heiðni að stórgripur skyldi grafín með hinum látna og er helmingur kumla í Eyjafírði með hross 'sér við hlið. Bjami kallar doktorsverkefnis- itt„Islensk-indlands busetning" og hefur hann ávallt hafa haft mikinn áhuga á íslenskum hálendisbyggð- um. „Ég fór í göngur með bændum hér í Eyjafirði og bað ég bóndann á Haildórsstöðum að sýna mér all- ár þær rústir, sem hann þekkti til hér um slóðir. Hér eru tveir mjög áhugaverðir staðir til að grafa upp fyrir utan Granastaði, Hólasel og Márstaðir. Bændur í sveitinni segja Granastaði hafa farið í eyði árið 1402 með svartadauða, en það gat ekki staðist. Ég tel ákveðið sam- hengi milli upphafs Seljabúskapar og eyðingar Granastaða og að upphaf Hólasels hafí verið á kostn- að Granastaða þar sem ákveðnir aðilar sóttust eftir afrétt í Eyja- fjarðardal. Þessa tilgátu langar mig að kanna á næsta ári. Mikill jámaldarbragur er yfír öllu hér sem sést í jarðhýsinu, túngarðinum og í íbúðarhúsinu sjálfu. Yfírleitt voru þijár orsakir fyrir því að býli fóm í eyði á þessum tímum, eld- gos, kólnandi veðurfar eða svarti- dauði. Eldsumbrot voru engin í Eyjafirði, veður fór ekki kólnandi fyrr en á 13. öld og svartidauði kom ekki til sögunnar fyrr en 1402. Því hlaut hér að vera á ferðinni samfélagslegt vandamál sem ég vil rekja til Seljabúskapar." Bjami sagði að jarðhýsi hefðu fundist á tveimur öðrum stöðum á landinu til þessa, við Grelutóttir á Vestfjörðum og á Hvítárholti við Skálholt. „Fomleifafræðingar þeir, sem grófu upp þau jarðhýsi, telja að jarðhýsi þessi hafí verið notuð sem baðhús eða jafnvel vinnustofur fyrir vefnað, en ég vil alls ekki fallast á baðhúsaskýringuna þrátt fyrir eldstæði og rennur sem fund- ust. Ég held að jarðhýsin hafí ver- ið fjölnota hús og er að gæla við ákveðna hugmynd, sem ég vil at- huga nánar.“ Bjami hafði gert sér góðar vonir um styrk til verkefnis- ins úr sjóðum hérlendis og hafði hann meðal annars sótt um fé til Vísindasjóðs, en fékk synjun. Ak- ureyrarbær styrkti verkefnið um 50 þúsund krónur auk þess sem Bjami hlaut ferðastyrk frá Svíþjóð. Ég ætlaði mér að ljúka þessum greftri af á sem stystum tíma svo ég gæti séð fram úr náminu og farið að snúa mér að öðrum við- fangsefnum." Bjami sagði að at- hyglivert væri við Granastaði að ekki hefði enn fundist tangur né tetur af jámi og í öðru lagi væru allir gripir fyrir utan bein gerðir úr steintegundum úr dalnum. Eng- inn málmur væri innfluttur. í jarð- hýsinu fundust tvö snældusnúða- brot fyrir utan stórgripaleggjar- bein. I bæjarhúsinu, sem er um 15 metra langt, fundust bein úr kind, svíni, hesti, nautgripi og geit sem eru hreinar matarleifar. Þá fannst snældusnúður, tafla úr hnefatafli, slípsteinn, eldsláttu- steinn og ferhymingslaga steinn með krossmarki á báðum hliðum sem Bjami sagði að væri óútskýr- anlegur. Flestir þessara gripa bæru með sér tálguför eftir hníf sem benti til að á Granastöðum hefði verið jám. Helgi magri var land- námsmaður í Eyjafírði og landið átti hann að hafa gefíð syni sinum Hrólfí, en Grani á Granastöðum var eitt af bömum Hrólfs er Land- náma skýrir frá. Bjami sagði íslenska fomleifa- fræði sífellt færast nær höfuð- borginni og nær okkur í tíma. „Við vitum litið um landnámið og söguöldina og þrátt fyrir það er verið að eyða fjármunum og tíma í að grafa upp 100 ára gömul lík nánast í höfuðborginni, sem allt vill soga til sín. Þjóðhátíðarsjóður og Vísindasjóður fjármagna fyrst og fremst slíkar rannsóknir og fínnst mér fjármagninu misvel skipt. Landsbyggðin verður gjör- samlega afskipt og elstu tímar jafnframt, auk rannsóknastarf- semi Þjóðminjasafnsins, sem er gjörsamlega að verða hungur- morða," sagði Bjami að lokum. Kolbrún og Magnús lögðu af stað um klukkan 11.00 á sunnu- dagsmorgun og fóru sem leið lá austur frá Akureyri og inn í Bárðardal og upp úr honum hálend- ismegin og stefndu á Laugafell, þar sem skáli Ferðafélags Akureyrar stendur. Hægt er að velja um tvær leiðir inn að Laugafelli, önnur leið- in er beint fram úr Eyjafírði en hin er upp úr Bárðardal og er sú leið yfírleitt fyrr fær. Leiðin er hinsveg- ar ekki orðin fær nú og þegar kom- ið var að bíl þeirra, sem er af gerð- inni Subaru Station, sat hann fast- ur í drullupytti og náði leðjan bílnum upp að hurðum. Magnús Einarsson varðstjóri hjá lögregl- unni á Akureyri sagði að það hefði ekki verið fytr en um kl. 11.00 á mánudagskvöld að lögreglan hefði fengið vísbendingu um hvar skyldi leita að ferðalöngunum. „Þá kom til okkar maður, sem hafði talað við þau í síma áður en þau lögðu af stað og hafði rúntur í Bárðardal- inn verið á dagskrá hjá parinu og gæti verið að þau litu inn á hálend- ið. Við kölluðum strax í flugvél frá Flugfélagi Norðurlands sem fór af stað ásamt lögreglumanni um kl. 1.30 aðfaranótt þriðjudags og fann bflinn um kl. 3.30. Matarföngum og teppum var fljótlega hent niður til þeirra þar sem þau höfðu haldið kyrru fyrir í bflnum allan tímann og félagar úr Flugbjörgunarsveit- inni á Akureyri fóru strax á bíl inn á hálendið og sóttu bæði fólkið og bílinn og voru þau komin til Akur- eyrar klukkan 11.00 í gærmorg- un.“ Kolbrún kvað þau engan veginn hafa verið nægilega vel búin til langrar útidvalar enda hefðu þau talið ráðlegast að halda kyrru fyrir í bílnum þar til aðstoð bærist enda engir mannabústaðir nálægir. Hún vildi sérstaklega þakka félögum Flugbjörgunarsveitarinnar veitta aðstoð, en fjórir þeirra hófust strax handa við að grafa bflinn upp og voru þeir klukkutíma við verkið áður en lagt var af stað til byggða.„Aðstandendur fóru að grennslast um leið og við vorum ekki komin heim í tæka tíð enda átti ég að mæta til vinnu klukkan 8.00 á mánudagsmorgun. Vegur- inn var ágætur nema þessi drullup- yttur, sem við komumst ekki yfir. Við ætluðum að fara að snúa við þegar við sukkum á kaf í pyttinn. Við reyndum að losa bflinn eins og við gátum, en hann haggaðist ekki. Við vorum alltaf viss um hjálp svo við sátum þar til hún barst. Það var til nóg bensín svo við gátum annað slagið kynt bílinn. Hinsvegar er ég óneitanlega svolítið stirð nú eftir alla setuna, en Magnús þoldi þetta miklu betur," sagði Kolbrún að lokum. Vinnuslys hjá Möl ög sandi Tveir fluttir á sjúkrahús Vinnuslys varð í steypistöð- inni Möl og sandi á Akureyri um kl. 14.00 í gær þegar verið var að undirbúa strengjasteypu- mót. Vír lenti á höfði tveggja manna, 18 ára og 37 ára, og vom þeir báðir fluttir á Fjórð- ungssjúkrahúsið með áverka á höfði og annar með áverka á hendi að auki. Talið var í gær að meiðsl væm ekki alvarlegs eðlis. Danfel Snorrason rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær að þegar verið væri að undirbúa strengjasteypu væru strengdir vírar eftir 28 metra löngum mótun- um. Víramir væru síðan festir með svokölluðum kónum sem féllu sam- an við átak. Festingar gáfu sig hinsvegar þegar búið var að strekkja vírinn til hálfs og fara átti að fullstrekkja hann með fyrr- greindum afleiðingum. Þá slóst vírinn til og í höfuð mannanna tveggja er stóðu við hinn enda steypumótsins. Þess má geta að þegar búið er að strekkja vírinn í mótinu til fulls er um að ræða tólf tonna átak. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjami Einarsson foraleifafræðingur í jarðhýsi Granastaða í Eyja- firði sem hann segir vera frá tímabilinu 795 til 1030. Jarðhýsið er hlaðið þunnum torfveggjum til einangrunar sem er einstakt hérlendis. Ibúasamtök sett á stofn í Síðuhverfi ÍBÚASAMTÖK Síðuhverfis vora stofnuð á fundi í safnaðar- heimili Glerárkirkju 9. júni. Tilgangur þeirra er að vinna að framfara-, hagsmuna- og menningarmálum hverfisins og bæjar- ins í heild. Þá vilja félagsmenn auka samstarf og samhug íbú- anna, vinna að fegmn og prýði hverfisins, eins og segir i frétta- tilkynningu. lokið þar grunnskólanámi. Þá vilja þeir efla opinbera þjónustu á Akureyri, þannig að hún gagn- ist öllum íbúum bæjarins. Einnig lögðu fundarmenn áherslu á að uppbyggingu hverfísins verði hraðað, komið þar upp aðstöðu til íþróttaiðkana, frágangi gatna lokið og öryggi skólabama og gangandi vegfarenda tryggt með bættri lýsingu og frágangi gatna. Á stofnfundinum var kjörin 10 manna stjóm. Hún hefur ákveðið að senda stofnfélagaskrá inn á hvert heimili í hverfínu til þess að gefa þeim sem ekki mættu á fundinn kost á að gerast stofnfé- lagar. Fundarmenn samþykktu álykt- un um að leggja áherslu á áfram- haldandi uppbyggingu Síðuskóla þannig að böm í hverfínu geti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.