Morgunblaðið - 29.06.1988, Page 36

Morgunblaðið - 29.06.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Fundur norrænna heilbrigðis-- og félagsmálaráðherra: Norræn samvinna gegn f íkniefnavandanum SAMSTARFSNEFND ráðuneyta um ávana— og fíkniefnamál hef- ur sent frá sér tilkynningu þar sem lögð er áhersla á samstarf Norðurlandanna i baráttunni gegn fíkniefnum og minnt á bar- áttudag Sameinuðu þjóðanna gegn fikniefnavandanum, 26. júní. í fréttinni segir m.a.: „Fíkniefna- vandinn fer sívaxandi í heiminum. -I mörgum löndum heims ógna ólög- leg fíkniefnaviðskipti og misnotkun fíkniefna efnahagslegum, félags- legum, stjómmálalegum og menn- ingarlegum stoðum þjóðanna. Á síðastliðnu ári stóðu Samein- uðu þjóðimar fyrir fyrsta heims- þinginu um fíkniefnavandann. Þá var m.a. ákveðið að 26.júní á hverju ári skyldi helgaður baráttu Samein- uðu þjóðanna gegn fíkniefnavá. Norrænir félagsmála— og heil- Borgarfj ör ður: Kaldur og úrkomusamur júnímánuður Grund, SkorradaJ. VEÐRÁTTAN hefur verið með eindæmum leiðinleg í Borgarfirði allan júnímánuð. Eftir óvenju úrkomusaman maimánuð, en þá rigndi sam- tals 168 mm, hefur nánast verið úrkoma og sólarlaust hvem einasta dag júnímán- aðar. Mesta sólarhringsúrkoma var 70,1 mm þann 18. júní og þegar 3 sólarhringar eru eftir af mánuðinum þá er heildarúr- koma _ mánaðarins orðin 141 mm. Ársmeðalúrkoma maí er 60 mm en 65 mm í júní. Loftkuldi er samfara þessari úrkomu og er algengt hitastig að deginum þetta 8—10°C, far- ið að næturlagi niður í 3,1°C. Þann 20. júní gránuðu fjöll niður í 500 m hæðarlínu en fjallatindar hafa gránað marga daga. Urkomu og hitamælingar þessar eru frá Andakílsvirkjun. Grassprettu miðar afar hægt, svo útlit er fyrir að slátt- ur hefjist almennt ekki fyrr en um 10. júlí, nema verulega hlýni næstu daga. - D.P. brigðisráðherrar, sem koma saman til fundar í Norrköping í Svíþjóð, dagana 27.— 29. júní, minntust Iþessa dags í upphafí fundar. í norrænni samvinnu eru fíkni- efnamál mjög ofarlega á blaði. Unnið er samkvæmt norrænni framkvæmdaáætlun að ýmsum þáttum þeirra mála, m.a. aukinni fræðslu, rannsóknum og meðferð fíkniefnaneytenda. Ráðherramir eru sammála um að halda áfram að þróa þetta samstarf. Norðurlönd- in hafa skipst á hagnýtum upplýs- ingum um framkvæmd baráttunnar gegn fíkniefnavandanum og tekist að samhæfa vamir gegn þeim sem dreifa fíkniefnum á norrænni grund. í norrænni samvinnu þarf að gefa framlagi Sameinuðu þjóðanna aukinn gaum. í sameiningu þurfa Norðurlandaþjóðimar að veita þeim meiri stuðning m.a. með því að hjálpa fátækari þjóðum að snúast til vamar ört vaxandi fíknefna- vanda. Baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn fíkniefnum á að vera dagur sem minnst er um allan heim. Við þurfum að leggja okkar af mörkum til eflingar þessu átaki alla daga ársins að mati norrænna fé- lagsmála— og heilbrigðisráðherra. “ Samstarfsnefnd um ávana— og fíkniefnamál var skipuð af forsætis- ráðherra hinn 10. september 1987 og eiga fulltrúar frá fímm ráðuneyt- um sæti í henni, en það eru: Dóms- mála—, félagsmála—, fjármála—, heilbrigðismála—, og menntamála- ráðuneytið. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að vömum og samræm- ingu ráðuneyta gegn ávana— og fíkniefnum og vera stjómvöldum til ráðgjafar varðandi þessi mál. (Úr fréttatilkynningu.) Verðlagsstofnun: Allt að 60% verðmunur er á öli og gosdrykkjum VERÐLAGSSTOFNUN gerði ný- lega könnun á verði á gosdrykkj- um og öli í matvöruverslunum víðsvegar á landinu og fer hér á eftir fréttatilkynning um niður- stöður könnunarinnar: I 14. tbl. þessa árs af Verðkönn- un Verðlagsstofnunar em birtar niðurstöður könnunarinnar og kem- ur þar fram hvert meðalverð ein- stakra tegunda af gosdrykkjum og öli var í hveiju kjördæmi og nokkr- um kaupstöðum. Verð á gosdrykkjum og öli er mjög mismunandi á landinu. Sem dæmi má nefna að í verslun á Akra- nesi kostaði innihald einnar lítillar flösku af Coca Cola 19,50 kr. en sama magn kostaði 40,00 kr. í verslunum á Þórshöfn og Bakka- fírði en það er 105% hærra verð. Pripps öl í 50 sl dós kostaði frá 34,00 kr. til 70,00 kr. (106% verð- munur). Munurinn á hæsta og lægsta verði einstakra tegunda af gosdrykkjum var að öllu jöfnu 50-90%. Meðalverð á einstökum gos- drykkjategundum í hveijum lands- hluta var mishátt. Þannig var t.d. meðalverð á 19 sl flösku af Coca Cola 21,80 kr. á höfuðborgarsvæð- inu en 31,30 kr. á Norðurlandi eystra sem var 44% hærra meðal- verð. Þegar litið er á einstaka lands- hluta var gos og öl að jafnaði ódýr- Nýtt hárrækt- arfyrirtæki NÝTT fyrirtæki, Heilsuval, hefur verið opnað að Laugavegi 92 í Reykjavík, við Stjörnubíósplanið. í Heilsuvali er boðið upp á nálarst- ungumeðferð, rafmagnsnudd og Ileysigeislatækni beitt við hárlosi, blettaskalla, líflausu hári og öðr- um svipuðum hárvandamálum. Hliðstæðum aðferðum er einnig beitt við að eyða hrukkum og vöðvabólgu. Hjá Heilsuvali eru einnig seldar snyrtivörur fyrir húð og hár, unnar úr lífrænum efnum. Þar má t.d. nefna Aloe Vera heilsuvörur frá G.N.C. sem einungis fást í Heilsuvali. Aðaleigandi Heilsuvals er Sigur- laug Williams sem áður veitti hár- ræktarstofunum Heilsulínunni og Hárræktinni forstöðu. Sigurlaug Williams, eigandi hárræktarfyrirtækisins Heilsuvals. ast á Suðurnesjum en dýrast á Vestfjörðum. Lægsta Hæsta meðalv. meðalv. Vesturland 2teg. Vestfírðir llteg. Norðurland v. 3teg. Norðurland e. lteg. 2teg. Austurland 7 teg. Suðurland 5 teg. Suðumes 14teg. í þeim kaupstöðum sem athugað- ir voru sérstaklega reyndist verð á gosdrykkjum og öli að jafnaði vera lægst í höfuðborginni en hæst á Sauðárkróki. Lægsta Hæsta meðalv. meðalv. lOteg. 3teg. Höfuðb.svæði Akranes ísaflörður Sauðárkrókur Akureyri Egilsstaðir Vestmannaeyjar I Selfoss Keflavík lteg. 4teg. 9 teg. 1 teg. 3 teg. 5 teg. lteg. 8teg. Mikill verðmunur er á ákveðnu magni af einstökum gosdrykkjateg- undum eftir því í hvers konar um- búðum þær eru seldar. Sem dæmi má nefna að einn sl af Coca Cola í 19 sl flösku kostaði að meðaltali 1,43 kr. en einn sl í 1,5 1 plast- flösku kostaði 0,78 kr. í litlu flösk- unni kostaði einn sl 83% meira en í þeirri stóru. (Fréttatilkynning) smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Sumarnámsk. í vélritun Ný námskeiö byrja 4. júlí. Vélritunarskólinn, simi 28040. Aðalfundur skiðadeildar Víkings verður haldinn i dag, miðvikudag 29. júni kl. 18.30 í félagsheimili Víkings v/Hæðargarð. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Miðvikudagur 29. júnf: Kl. 8 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1200. Nú er rétti timinn til þess að dvelja í Þórsmörk. Ferðir föstu- daga, sunnudaga og miðviku- daga. Miðvikudagur 29. júnf: Kl. 20 GÁLGAHRAUN. Létt og skemmtileg kvöldganga á Álftanesi. Verð kr. 400. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag fslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Vitnisburðir. IHf útivist, Helgarferðir 1 -3 júlí: 1. Þórsmörk. Gist i skálum Úti- vistar í Básum. Fjölbreyttar gönguferðir við allra hæfi. Ath. Básar eru tilvalinn sumardvalar- staður fyrir alla fjölskylduna. Kynnið ykkur afsláttarkjör og ferðamöguleika. 2. Eiriksjökull. Gengiö á jökul- inn. Einnig skoðaður Surtshellir, farið að Húsafelli og viðar. Tjöld. Sértilboð til nýrra félagsmanna á ársritum Útivistar frá upphafi, kr. 5.780,- fyrir 13 rit. (Ársrit 1988 innifalið) Gildir til 1. ágúst. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofu Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. [BD útivist, o,—;. Miðvikudagur 29. júní. Kl. 20 kvöldferð f Viðey. Leið- sögumaður Guðmundur Guð- brandsson. Gengið um eyjuna og fræðst um sögu og minjar. Kynnist útivistarparadís Reyk- víkinga. Kaffiveitingar í Viðeyjar- skála. Brottför frá kornhlöðunni í Sundahöfn. Verð 400 kr., frítt f. börn yngri en 12 ára með for- eldrum sínum. Gönguferð á Heklu laugardag 2. júlf kl. 8. Sjáumst. útivist 1927 60 ára 1987 Æ\ FERÐAFÉLAG Æy ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafélagsins: 1.-3. júlí: Snæfellsnes - Ljósu- fjöll. Gist I svefnpokaplássi. Gengið á Ljósufjöll. 1.-3. júlf: Þórsmörk. Gist f Skag- fjörðsskála/Langadal. 1.-3. júlf: Fyrsta helgarferðin á sumrinu til Landmannalauga. Gist i sæluhúsi F.í. i Landmanna- laugum. 8.-10. júlí: Hagavatn - Jarihettur. Gist í sæluhúsi F.í. við Einifell og í tjöldum. 8.-10. júlf: Hagavatn - Hlöðu- vellir - Geysir (gönguferð). Gengið frá Hagavatni að Hlöðu- völlum og gist þar, siðan er gengið að Geysi. 15.-17. júlf: Þórsmörk - Teigs- tungur. Gist i tjöldum i Stóra- enda og gengið þaðan i Teigs- tungur og víðar. Brottför í helgarferðirnar er kl. 20.00. Farmiðasala og upplýs- ingar á skrifstofu Ferðafólags- ins, Öldugötu 3. Ferðafólag íslands. ÚtÍVÍSt, G'olinm , Notið sumarfrfið til Útivistarferða 1) 1.-6. júlf. Sumar á Suðaust- urlandi 6 d. Gist i svefnpoka- plássi á Stafafelli, f Lóni eða i tjöldum. Brottför kl. 8 þ. 1.7. Farið um tilkomumiklar göngu- leiðir í Lóni og nágrenni og skoð- unarferð um Suöurfirðina. Báts- ferð f Papey. Fararstjóri: Berg- sveinn Ólafsson. 2) 7.-15. júlf. Hornstrandir I: Hornvík. Tjaldað ( Hornvik. Gönguferðir um stórbrotið lands- lag m.a. á Hombjarg og í Hlööuvík. Fararstjórar Óli G.H. Þórðarson og Lovisa Christiansen. 3) 7.-12. júlf. Hornstrandir I: Hornvfk. Sama og ferð nr. 3, nema Hlööuvik. Undirbúnings- fundur þriöjudaginn 28. júni. 4) 7.-15. júlf. Hornstrandir II. Hesteyri - Aðalvík - Homvfk. Skemmtileg bakpokaferð. Farar- stjóri: Þráinn Þórisson. 5) 6.-10. júlf. Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Gengið milli skála. Fararstjóri: Rannveig Ól- afsdóttir. Aukaferð 28.7-1.8. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofu Grófinni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.