Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.06.1988, Blaðsíða 40
Hvemig líst þér á að bera út skó? SJÖTTA og jafnframt síðasta blaðberahátíð Morgunblaðsins var haldin á Egilsstöðum á sunnudag í sól og hita. 40 blað- berar og tæplega 20 umboðs- menn víðs vegar af Austurlandi, allt frá Seyðisfirði til Hafnar í Homafirði, mættu í Hótel Vala- skjálf þar þeir þáðu veitingar og horfðu á skemmtiatriði og myndbönd. Upp úr hádegi fóru blaðberamir að streyma að, flestir í stuttbuxum og bol enda hitinn um 25 stig í forsælu. Öllum hópnum voru af- hentar peysur með merki Morgun- blaðsins og blaðberamir myndaðir í bak og fyrir utandyra áður en sest var að borðum. Voru þeir þeirri stund fegnastir er þeir kom- ust inn úr hitanum og gátu gætt sér á hamborgurum og frönskum og íspinnum í eftirrétt. Lilja Leifsdóttir innheimtustjóri Morgunblaðsins setti hátíðina og bauð gesti velkomna. í ávarpi hennar kom fram að blaðberahátíð- imar em haldnar í tilefni af 75 ára afmæli Morgunblaðsins sem er á þessu ári og til þess að efla sam- band blaðsins við blaðbera og um- boðsmenn á landsbyggðinni. Síðan var sýnt myndband um starfsemi Morgunblaðsins og blaðberum boð- ið í skoðunarferð um prentsmiðjuna við tækifæri. Ómar Ragnarsson tók þá við og brást hann ekki áhorfendum sínum, frekar en fyrri daginn; söng og sagði brandara, hermdi eftir bílum og húsdýrum og hljóp út um allan sal. í mestu látunum flaug annar skórinn inn í miðjan áhorfendahóp- inn og þegar einn blaðberanna færði honum skóinn með æfðum handtökum, spurði Ómar hann hvemig honum litist á að bera út skó? „Ágætlega," svaraði stráksi og áfram hélt skemmtunin. Að henni lokinni stjómaði Ómar spumingakeppni fyrir blaðberana, ásamt starfsfólki blaðsins, og voru vegleg verðlaun í boði. Á meðan funduðu umboðsmennimir með Lilju innheimtustjóra og Jóhönnu Viborg verkstjóra í afgreiðslu. Þá vom blaðberar og umboðs- menn kvaddir og hver hópur hélt til síns heima að lokinni síðustu blaðberahátíðinni. Alls sóttu um 400 manns blaðberahátíðir Morg- unblaðsins sem vom sex talsins. Yfímmsjón með þeim hefur haft Hanna Björg Þrastardóttir starfs- maður afgreiðslu. Ómar Ragnarsson sýnir austfirskum blaðberum hvernig trítilóðar hænur láta. ■.« : . * * -V ' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Blaðberarnir tóku hraustlega til matar síns og 40 hamborgar- ar með frönskum hurfu eins og dögg fyrir sólu. Allur blaðbera- og umboðsmannahópurinn samankominn í sól og hita á Egilsstöðum á sunnudag. Morgunblaðið/Sverrir Mamma hjálpar okkur að gera upp „Ég keypti mér afruglara fyr- ir launin sem ég fékk fyrir blað- burðin en ég á eftir að borga hluta af honum." sagði Sigurður Halli Jónsson 8 ára, sem ásamt systkinum sínum ber út Morgun- blaðið í Neskaupstað. Þar eru 7 blaðberar, sem jafnframt eru umboðsmenn, hver fyrir sitt hverfi. Aðspurð sögðust krakk- arnir, sem eru á aldrinum 5-14 ára, njóta aðstoðar foreldra, og þá yfirleitt mömmu, við upp- gjörið. Þau Þórstína, María, Unnur, Anna, Sesselja, Sigurður og Ólafur sögðu blaðaútburð vera vel borgað- an og fannst þeim yngri hann skemmtileg vinna en eldri krakk- amir sögðu hann ágætan. Erfiðast þótti þeim að bera út þegar blaðið væri mjög þykkt en sögðu kaup- endur taka þeim vel þegar þeir væru rukkaðir. Frá Höfn í Homafírði kom vask- ur 8 manna hópur sem svaf í tjöld- um á Egilsstöðum nóttina fyrir skemmtunina. „Það var alveg frá- bært,“ sögðu þeir Stefán Rósar Esjarsson og Vigfús Þórarinn Ás- bjömsson. Mest þótti þeim varið í að sjá Ómar skemmta og ekki spillti fyrir að Stefán hélt á glænýju vasadiskói sem hann hafði unnið í spumingakeppninni. Þeir vom því harla ánægðir með blaðberahátí- ðina, þar sem þeir hefðu kynnst krökkum víða að og skemmt sér vel þennan sunnudagseftirmiðdag. Morgunblaðið/Sverrir Blaðberarnir í Neskaupsstað eru einnig umboðsmenn fyrir sín hverfi en njóta þó aðstoð- ar foreldra. F.v.: María Dögg Línberg, Anna Jónsdóttir, Unnur Asa Wilson og Sesselja Jónsdóttir. Fyrir framan þær standa Sigurður Halli Jónsson og Þórstína Hrönn Sigurðar- dóttir. En á innfelldu myndinni eru Stefán Rósar Esjarsson og Vigfús Þórarinn Ásbjörns- son frá Hornafirði kampakátir í lok blaðberahátíðarinnar á Egilsstöðum. Enda báru þeir úr býtum Morgunblaðspeysur og merki auk þess sem Stefán hélt heim með nýtt vasadiskó í farteskinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.