Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 40
Hvemig líst þér á að bera út skó? SJÖTTA og jafnframt síðasta blaðberahátíð Morgunblaðsins var haldin á Egilsstöðum á sunnudag í sól og hita. 40 blað- berar og tæplega 20 umboðs- menn víðs vegar af Austurlandi, allt frá Seyðisfirði til Hafnar í Homafirði, mættu í Hótel Vala- skjálf þar þeir þáðu veitingar og horfðu á skemmtiatriði og myndbönd. Upp úr hádegi fóru blaðberamir að streyma að, flestir í stuttbuxum og bol enda hitinn um 25 stig í forsælu. Öllum hópnum voru af- hentar peysur með merki Morgun- blaðsins og blaðberamir myndaðir í bak og fyrir utandyra áður en sest var að borðum. Voru þeir þeirri stund fegnastir er þeir kom- ust inn úr hitanum og gátu gætt sér á hamborgurum og frönskum og íspinnum í eftirrétt. Lilja Leifsdóttir innheimtustjóri Morgunblaðsins setti hátíðina og bauð gesti velkomna. í ávarpi hennar kom fram að blaðberahátíð- imar em haldnar í tilefni af 75 ára afmæli Morgunblaðsins sem er á þessu ári og til þess að efla sam- band blaðsins við blaðbera og um- boðsmenn á landsbyggðinni. Síðan var sýnt myndband um starfsemi Morgunblaðsins og blaðberum boð- ið í skoðunarferð um prentsmiðjuna við tækifæri. Ómar Ragnarsson tók þá við og brást hann ekki áhorfendum sínum, frekar en fyrri daginn; söng og sagði brandara, hermdi eftir bílum og húsdýrum og hljóp út um allan sal. í mestu látunum flaug annar skórinn inn í miðjan áhorfendahóp- inn og þegar einn blaðberanna færði honum skóinn með æfðum handtökum, spurði Ómar hann hvemig honum litist á að bera út skó? „Ágætlega," svaraði stráksi og áfram hélt skemmtunin. Að henni lokinni stjómaði Ómar spumingakeppni fyrir blaðberana, ásamt starfsfólki blaðsins, og voru vegleg verðlaun í boði. Á meðan funduðu umboðsmennimir með Lilju innheimtustjóra og Jóhönnu Viborg verkstjóra í afgreiðslu. Þá vom blaðberar og umboðs- menn kvaddir og hver hópur hélt til síns heima að lokinni síðustu blaðberahátíðinni. Alls sóttu um 400 manns blaðberahátíðir Morg- unblaðsins sem vom sex talsins. Yfímmsjón með þeim hefur haft Hanna Björg Þrastardóttir starfs- maður afgreiðslu. Ómar Ragnarsson sýnir austfirskum blaðberum hvernig trítilóðar hænur láta. ■.« : . * * -V ' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 Blaðberarnir tóku hraustlega til matar síns og 40 hamborgar- ar með frönskum hurfu eins og dögg fyrir sólu. Allur blaðbera- og umboðsmannahópurinn samankominn í sól og hita á Egilsstöðum á sunnudag. Morgunblaðið/Sverrir Mamma hjálpar okkur að gera upp „Ég keypti mér afruglara fyr- ir launin sem ég fékk fyrir blað- burðin en ég á eftir að borga hluta af honum." sagði Sigurður Halli Jónsson 8 ára, sem ásamt systkinum sínum ber út Morgun- blaðið í Neskaupstað. Þar eru 7 blaðberar, sem jafnframt eru umboðsmenn, hver fyrir sitt hverfi. Aðspurð sögðust krakk- arnir, sem eru á aldrinum 5-14 ára, njóta aðstoðar foreldra, og þá yfirleitt mömmu, við upp- gjörið. Þau Þórstína, María, Unnur, Anna, Sesselja, Sigurður og Ólafur sögðu blaðaútburð vera vel borgað- an og fannst þeim yngri hann skemmtileg vinna en eldri krakk- amir sögðu hann ágætan. Erfiðast þótti þeim að bera út þegar blaðið væri mjög þykkt en sögðu kaup- endur taka þeim vel þegar þeir væru rukkaðir. Frá Höfn í Homafírði kom vask- ur 8 manna hópur sem svaf í tjöld- um á Egilsstöðum nóttina fyrir skemmtunina. „Það var alveg frá- bært,“ sögðu þeir Stefán Rósar Esjarsson og Vigfús Þórarinn Ás- bjömsson. Mest þótti þeim varið í að sjá Ómar skemmta og ekki spillti fyrir að Stefán hélt á glænýju vasadiskói sem hann hafði unnið í spumingakeppninni. Þeir vom því harla ánægðir með blaðberahátí- ðina, þar sem þeir hefðu kynnst krökkum víða að og skemmt sér vel þennan sunnudagseftirmiðdag. Morgunblaðið/Sverrir Blaðberarnir í Neskaupsstað eru einnig umboðsmenn fyrir sín hverfi en njóta þó aðstoð- ar foreldra. F.v.: María Dögg Línberg, Anna Jónsdóttir, Unnur Asa Wilson og Sesselja Jónsdóttir. Fyrir framan þær standa Sigurður Halli Jónsson og Þórstína Hrönn Sigurðar- dóttir. En á innfelldu myndinni eru Stefán Rósar Esjarsson og Vigfús Þórarinn Ásbjörns- son frá Hornafirði kampakátir í lok blaðberahátíðarinnar á Egilsstöðum. Enda báru þeir úr býtum Morgunblaðspeysur og merki auk þess sem Stefán hélt heim með nýtt vasadiskó í farteskinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.