Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.06.1988, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 fclk f fréttum Það er auðséð að skíðakennarinn er skemmtilegxir. KERLINGARFJÖLL Skíðaferðalag Nemendur í gunnskólunum að Varmalandi og Kleppjáms- reylqum í Borgarfírði fóru í skíða- ferðalag dagana 18.-21. júní og var dvalið í Skíðaskólanum í Kerlingar- Qöllum. Borgfírskir nemendur hafa farið í slíkar ferðir undanfarin 2-3 ár og fer þetta því að verða árviss atburður. Að þessu sinni bættust nemendur í 7.-9. bekk Bamaskólans á Eyrar- bakka í hópinn. Eitthvað munu Borgfirðingar hafa óttast að þessi viðbót yrði til að spilla stórkostlegri dvöl þeirra. Ekki bar þó á öðm en að unglingunum kæmi bráðvel sam- an og allir skemmtu sér konung- lega. Þó að veður væm válynd á stund- um, var skíðað af miklum krafti undir stjóm hinna mestu snillinga. „Það er merkilegt hvað skíðakenn- arar em miklu skemmtilegri en aðrir kennarar", sagði einn nem- andinn, en bætti svo við kennara sínum til huggunar, „Þið hinir emð svo sem ágætir líka, á ferðalögum u A hveiju kvöldi vom raddböndin þanin og leikið við hvem fingur á kvöldvökum. Síðan var dansað við undirleik hljómsveitarinnar „Skíða- brot“. Unglingamir vom mjög ánægðir með ferðina og ákváðu Borgfírðing- ar og Eyrbekkingar að hittast aftur í KerlingarQöllum að ári. Á kvöldin voru haldnar kvöld- vökur og dansað við undirleik hljómsveitarinnar „Skíðabrot". Morgunblaðið/Silli Sigrún Kristjánsdóttir bóndi með minkinn sem hún drap með ístaði. Minkur veginn í Öxarfirði BÓNDINN Sigrún Krisyánsdótt- ir, Vestara-Landi, Oxarfirði, tók ístað frá hnakk sínum og drap með því mink. Sigrún var á hesti sínum í leit að lambi, sem villst hafði frá móður sinni, og var heimilis- hundurinn með í för. Ekki langt frá bænum varð á vegi hennar minkur, óboðinn gestur í landareigninni, og henni kom ekki annað til hugar en að hann skyldi veginn og ekki um annað að tala en að treysta á sig sjálfa, því „ég hræðist hvorki mýs né mink“, sagði Sigrúh. Henni kom strax til hugar að hún yrði að halda minknum frá læk, sem þama var nálægur, því ef hann kæmist í lækinn væri orustan töpuð. Fyrst datt henni í hug að siga hund- inum á minkinn, en er þeir stóðu andspænis hvor öðrum sneri hundur- inn undan. Þá datt Sigrúnu í hug að reyna að láta hestinn stíga ofan á minkinn, en sú tilraun tókst ekki, því það var eins og blessaður hestur- inn forðaðist að stíga á það, sem lifandi var. Vopn voru nú fá til orustu en þá kom Sigrúnu til hugar, að lýja min- kinn, eins og veiðimenn lýja laxana og þar sem hún var ríðandi þeyttist hún á eftir honum og tókst að halda honum frá læknum. Þegar hún sá að hann var farinn að lýjast fór hún af baki, tók annað ístaðið frá hnakknum og lagði til orustu með hríslu í annarri hendi og ístað I hinni. Hún þóttist ætla að beija hann með hríslunni og blekkti hann þannig, þar til hún reiddi ístaðið til höggs og felldi hann I fyrsta höggi, og þar með var hún laus við varginn úr landareign sinni. - Fréttaritari MÓNAKÓ Karólína prinsessa Fyrir nokkrum árum var Ka- rólína prinsessa af Mónakó sífellt á ferð og flugi í samkvæmum og skemmtunum um allan heim. Hún var í uppáhaldi hjá slúður- dálkahöfundum og umtöluð fyrir lífemi sitt. Það voru einkum tveir atburðir sem gjörbreyttu lífí Karólínu. Fyrst kom áfallið þegar Grace prinsessa, móð- ir hennar dó í hræðilegu umferðar- slysi. Þá varð Karolína að takast á herðar alla þá ábyrgð sem fylgir því að vera elsta dóttirin og þurfa að koma í stað móður sinnar bæði opinberlega og innan fjölskyldunn- ar. Síðan giftist Karoifna seinni eig- inmanni sínum, Stefano Cashiragi og á hún 3 böm með honum. Sem betur fer reyndist Stefano ekki vera sama mannleysan og Philippe Ju- not, glaumgosinn, sem var fyrri eiginmaður Karólínu. í dag er ímynd Karólínu gjörbreytt. í stað skemmtana og óreglulegs lífemis, lifír hún nú farsælu flöl- skyldulífí og hamingjan blómstrar. Hún er gífurlega vinsæl í Mónakó og í fjölmiðlum í Frakklandi, Spáni og Ítalíu er henni nánast lýst sem dýrlingi. Auðvitað býr þar að baki vel skipulögð ijölmiðlaherferð sem á upptök sín í Mónakó en sú her- ferð bæri aldrei árangur ef prinsess- an væri ekki verðug hennar. Ka- rólína hefur passað sig á að gefa ekki höggstað á sér í íjölmiðlum og aflað sér virðingar þjóðar sinnar. Grimaldifjölskyldan hefur alla tíð tilheyrt kaþólsku kirkjunni og því geta fylgt ýmis vandamál. Karólína prinsessa var áður gift glaumgosan- um, Philippe Junot, en hann sveik hana og þá var skilnaður óhjá- kvæmilegur. Lagalega séð var ekk- ert því til fyrirstöðu að Karólína fengi skilnað og gifti sig aftur en páfínn og kaþólska kirkjan líta öðruvísi á málið. Frá bæjardyrum páfans séð er Karólína enn gift Philippe Junot og þar af leiðandi lifír hún í synd og á óskilgetin böm með Stefano Cashiragi. Þetta kem- ur sér mjög illa fyrir Karólínu sem flestir búast við að verði arftaki krúnunnar eftir foður sinn. Nú von- ast Karólína til þess að páfínn skipti um skoðun og lýsi hjónaband henn- ar og Philippes ógilt. Philippe Junot hefur fengið að kenna á því að hafa nokkum tíma hitt Karólínu. Hann hefur féngið mjög neikvæða umflöllun í fjölmiðl- um um allan heim og nú þegar hann er loksins tilbúinn til að lifa rólegu Qölskyldulífí kemur þetta sér afar illa fyrir hann. Hann er nýgift- ur Ninu Wendelboe sem er af dönsk- um og sænskum ættum og er talin bæði forkúnnarfögur og gáfuð. Þau hjónin hefðu helst kosið að búa í París en það hefði orðið þeim óbæri- legt vegna þess illa mannorðs sem Philippe hefur eftir skilnaðinn við Karólínu. Hann er sífellt minntur á þetta misheppnaða hjónaband sitt með prinsessunni og vegna þess hversu vinsæl Karólína er, hefur hann eignast ófáa fjendur á heima- slóðum. Nú hafa þau hjónin fundið sér heimili á Marbella á Spáni og lifa þar nokkum veginn í friði og ró. Stefano seinni eiginmaður Karólínu er af ítölsku bergi brotinn. Faðir hans er mikill auðjöfur og nú hefur Stefano fetað í fótspor hans og byijáð ir\eð’ sitt eigið fyrirtæki. Nú flýgur hann um allan heim í við- skiptaerindum. Stefano hefur alla tíð verið mjög ábyrgur og alvarleg- Stefano og Karólína giftust ekki af ást en samband þeirra verður betra ineð hveiju árinu sem líður. Mónakóbúar eru mjög hreyknir af Karólinu og hún er liklegur arftaki föður síns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.