Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 29.06.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐÍÐ, MIÐVÍKÚDAGUR 29. JÚNI 1988 44 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Krakkarnir frá Árósum á tröppum Hótels Arkar þar sem þau komu við á leið um Hveragerði. Lásu Njálu fyrir íslandsferð Nemendur 7. bekkjar í Lisbjerg skólanum í Árósum í Dan- mörku ákváðu að fara í skólaferða- lag til íslands, eftir að piltur frá íslandi, Jóhann Bragi Oddsson, hafði verið í skólanum í þrjú ár. Krakkarnir lásu Njálu fyrir ferðina og undirbjuggu sig einnig með því að kynna sér efni um ísland. Jóhann Bragi fór til Danmerkur með foreldrum sínum 1983, þá 8 ára. Hann var þá í bekk hjá Ullu Buhl kennara sem kom með krökk- unum. Ulla sagði að Lisbjerg skól- inn væri í útjaðri Árósa, með um 100 nemendur. Einn bekkur er í hveijum árgangi og sjöundu bekk- ingamir eru elstir í skólanum. Eftir þann bekk fara nemendumir í aðra skóla. Ulla sagði að það væri venja að Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jóhann Bragi Oddsson með kennurunum Ullu Buhl og Mathiasi Hansen. fara með elsta bekkinn í ferðalag og þegar Jóhann flutti til íslands ákvað bekkurinn að safna fyrir ís- landsferð til að heimsækja hann. Krakkarnir söfnuðu fé með ýmsu móti og fengu auk þess styrki, frá sjóði um dansk/íslenska samvinnu, frá sveitarfélaginu og frá Norræna félaginu í Árósum. „Þetta hefur verið mjög spenn- andi verkefni að koma hingað," sagði Ulla. Hún sagði að þau hefðu tekið ísland fyrir í tímum í nokkrar vikur áður en farið var og í lokin var Njáia lesin. Hún sagði að upplif- unin við að koma hingað væri allt önnur en bara að lesa um landið, þó krökkunum hefði þótt það fróð- legt líka. Hún kvaðst álíta að krakk- amir ættu öll eftir að koma aftur til íslands og þá með foreldrum sínum því það væri erfitt fyrir þau að segja frá því sem hér væri að sjá án þess að þeir sem hlustuðu vissu hvað átt væri við. Krakkamir vom mjög ánægðir með ferðina og sögðust hafa upplif- að Njálu aftur þegar farið var á söguslóðimar, um Fljótshlíð og í Þórsmörk. Þau gista í skóla skammt frá heimili Jóhanns í Reykjavík en heima hjá honum er eldað í hópinn. -Sig. Jóns. Karólína ásamt bömunum, Andrea, Pierre og Karlottu. 4. I ur í framkomu. Kunnugir segja að Karólína hafí ekki gifst honum af ást, heldur þótti það skynsamlegt og svo urðu þau tvö mjög góðir vinir. Samband þeirra hefur styrkst með ámnum og í dag em þau mjög hamingjusöm. Rainer fursti er einn- >g mjög ánægður með tengdasoninn og bömin em honum allt. KÖFUNARNÁMSKEIÐ Nú gefst einstakt tækifæri til að kynnast undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun. Námskeiðið er haldið á Reykjanesi við ísafjarðardjúp og stendur í 8 daga. Því lýkur með prófi sem miðast við tveggja stjörnu alþjóðleg réttindi til sportköfunar. Næsta námskeið hefst 9. júlí 1988. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Bandalagi íslenskra farfugla, sími (91)10490. - Halló, er þetta á lögreglustöðinni? - Jújú, þetta er þar. - Viljið þið koma strax út á hornið á Kríustíg og Skógarstíg, staerðfræðikennarinn minn hefur lagt bílnum sínum þar ólöglega!! KÓkÓAAJÓLK FJjRJR 6LATT FÓLK /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.