Morgunblaðið - 29.06.1988, Side 54

Morgunblaðið - 29.06.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1988 GOLF / ARCTIC OPEN Alþjóðlegt miðnæturgolf: Glæsilegt goHmót á Jaðarsvelli Björn Axelsson hlutskarpastur, lék á 156 höggum Það var alþjóðlegt andrúmsloft á Jaðarsvelli, golfvelli Akur- eyringa, um helgina. Þá fór þar fram alþjóðlegt golfmót, The Arctic Open. Akureyringar hafa með þessu móti rutt brautina fyrir alþjóðleg mót kylfinga á íslandi og á næsta sumri verð- ur á Jaðarsvelii stórmót er- lendra kvenna, sem allar hafa golfleik að atvinnu. Undirbúningur og kynning þessa miðnæturgolfmóts með þátttöku erlendra kylfínga hefur staðið í nokkur ár og Jaðarsvöllur komst fyrst veru- lega í heimsfréttirn- ar þegar Banda- nkjamaðurinn Pat O’Bryan fór um heiminn árið 1985 til að leika golf á nyrsta, syðsta, austasta, vestasta, hæsta og lægsta golfvelli jarðar. Jaðarsvöllur er sá nyrsti. Ári síðar var farið af stað með Arctic Open svo þetta var nú í þriðrja sinn sem mótið fer fram og Pat O’Bryan var einn fjölmargra þátttakenda. Akureyringar voru 36 og auk þeirra kepptu 13 íslendingar frá 8 golf- -^klúbbum víða um land, flestir frá ísafírði, 6 talsins. Flestir útlending- amir komu frá Lundúnum en þar hefur mótið verið kynnt sérstak- lega. Jóhann Sigurðsson og Flug- leiðir stóðu þar fyrir golfmóti í vet- ur, Pre-Arctic Open, en sigurvegar- inn þar, Desmond Sturdee, hiaut að launum ferð og þátttöku í mót- Sverrír Páll skrífar Morgunblaöið/Rúnar Þór Björnsson Jóhann Slgurðsson sagði að sig hefði lengi dreymt um að leika golf á bjartri sumamóttu og því hefði sér verið kappsmál að kynna og styðja þetta mótshald. Einkum hefði í draumi sínum verið fólgin sú þrá að slá svart- an golfbolta út í sólskinsbjarta nóttina og þess vegna væri til orðið tákn mótsins, svarta kúlan. Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson BJSrn Axelsson, GA, sigraði nokkuð örugglega og var sex höggum á undan næsta keppanda. inu hér. Jóhann sagði að sig hefði lengi dreymt um að leika golf á bjartri sumamóttu og því hefði sér verið kappsmál að kynna og styðja þetta mótshald. Einkum hefði í draumi sínum verið fólgin sú þrá að slá svartan golfbolta út í sól- skinsbjarta nóttina og þess vegna væri til orðið tákn mótsins, svarta kúlan. Töluverður hópur Grimsbyinga var meðal þátttakenda, en þeir komu nú flestir öðru sinni til að taka þátt í mótinu. Fyrir þeim hópi fór einkum Mike Haith. Þá tóku og þátt í mót- inu Mark Jones og Andrew Clark, sem voru öðrum þræði að kynna sér aðstæður vegna atvinnukvenna- mótsins næsta sumar. Þeir urðu meðal 10 efstu manna án forgjafar. Keppni hófst klukkan átta að kvöldi föstudags og þá var leikið fram til klukkan að ganga fímm að morgni. Seinni keppnisnóttin hófst klukkan átta á laugardagskvöld og iauk um þrjúleytið aðfaranótt sunnudags. Veður var þurrt en ákaflega hvasst á suðvestan. Seinni nóttina naut sólar að nokkru en þá var vindurinn slíkur að í verstu rokunum var varla stætt á vellinum. Þetta setti vissu- lega svip á mótið og árangur margra var verri en ella fyrir vikið. Keppt var bæði með og án forgjaf- ar. I keppni án forgjafar eftir fyrri keppnisnótt var röð efstu manna þessi: Þórhallur Pálsson GA (76), Bjöm Axelsson GA (77), Kristján Hjálmarsson GH (78), Sverrir Þor- valdsson GÍ (80) og Friðþjófur Helgason NK (81). í keppni með forgjöf voru eftir fyrri nótt jafnir og efstir Júlíus Haraldsson GA og Jón Friðriksson GA (69) og Guð- mundur Lárusson GA og Þórhallur Pálsson GA (71). Seinni nóttina urðu dálitlar tilfær- ingar milli efstu manna. Keppni án forgjafar lauk svo að samanlagt varð Bjöm Axelsson GA hlutskarp- astur (156). Næstir og jafnir urðu Friðþjófur Helgason NK og Þór- hallur Pálsson GA (162), en Þór- hallur gaf Friðþjófí eftir annað sætið. Fjórði varð Kristján Hjálm- arsson GH (165) og fimmti David Bamwell GA (168). í keppni með forgjöf urðu meiri sviptingar. Júlíusi Haraldssyni GA gekk illa, en Eiríkur tvíburabróðir hans skaut sér upp að hlið Jóns Friðrikssonar og þeir urðu jafnir samanlagt (145). Þeir léku til úr- slita á sunnudag 18 holur og Eirík- ur vann Jón með 4 höggum enda þótt Jón hefði 11 höggum meiri forgjöf. Því varð röð efstu manna sú að Eiríkur Haraldsson GA vann, Jón Friðriksson GA varð annar og Guðmundur Lámsson GA lenti i þriðja sæti. Eiríkur hlaut að launum aðalverðlaun mótsins, stórglæsilegt golfsett. I lokahófí mótsins á sunnudags- kvöld kvöddu margir hinna erlendu þátttakenda sér hljóðs og luku upp einum munni um það hvert ævin- týri það hefði reynst að leika mið- næturgolf á Akureyri. Þeir rómuðu mjög fegurð, ástand og gæði golf- vallarins og þeir sem áður höfðu leikið á honum sögðu framfarir og breytingar ævintýri líkastar. Þeir sögðu stjóm og framkvæmd móts- ins, þjónustu og gestrisni hafa ver- ið með eindæmum, en þeim gafst færi á að fara skoðunarferð til Grímseyjar og um nágrenni Akur- eyrar, sumir renndu fyrir lax og Grimsbyingum bauðst að veiða þorsk innan landhelgi(I), á smábát á Eyjafírði. Morgunblaöiö/Rúnar Þór Björnsson Miðnæturgolf Þátttakendur í Arctic Open á Jaðarsvelli voru að þessu sinni 72. Af þeim komu 23 frá útlöndum, Bretar og Bandaríkjamenn. Morgunblaöiö/Rúnar Þór Björnsson Krlstján Hjálmarsson púttar hér á Jaðvarsvelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.