Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 19 Sprek og sprettfiskar eftir Tryggva Helgason í upphafi komu menn til landsins frá Noregi. Menn sem nokkrum öld- um áður komu til Norðurlandanna frá landsvæðunum við Svartahaf; frá Skýþíu — Svíþjóð hinni miklu; og nokkrum öldum þar áður frá löndun- um milli Miðjarðarhafs og Persaflóa. Við landnám var landinu lýst svo, að það væri viði vaxið milli fjalls og íjöru, sem var vafalaust rétt. I Nor- egi voru skógar og þar höfðu menn timbur í öll hús og skip. A Islandi var bara viður, en við kölluðu forn- menn greinar og hrís sem hægt var að brenna. Viður var það sem við þekkjum betur í dag undir nafninu eldiviður. Landið var sem sagt vaxið eldiviði milli fjalls og fjöru. Timbur allt til húsagerðar urðu menn að flytja með sér frá Noregi, og það var út úr neyð og timbur- leysi sem menn fóru að búa í moldar- kofum, það er torfbæjum. Astæðan var einföld; á Islandi var enginn skógur og ekkert timbur og hafði aldrei verið, bara viður, — eldiviður. Veðráttan var of köld fyrir þær trjá- tegundir sem hægt var að nota til húsagerðar og annarra smíða. Og veðráttan er nákvæmlega eins í dag, og hefur ekkert breyst. Það er því algjörlega, og jafn vonlaust nú sem áður, að ætla sér að rækta hérlendis suðrænar trjátegundir til timburgerðar. Á skjólsælustu og sumarhlýjustu blettum landsins geta nokkrar trjátegundir lifað, en þær eru allar ónýtar til timburgerðar. Þegar flogið er til norðurs yfir skógabelti Kanada kemur senn að þeim mörkum að skógurinn breytir um svip. Trén verða lágvaxnari, teg- undir breytast og trjálausir blettir fara vaxandi. Loks kemur að þeim mörkum að allur tijágróður hverfur, en við tekur graslendi mörg hundruð kólómetra til norðurs. Landslagið er þó alveg óbreytt, flatt land nokkra metra yfir sjávarmáli, með fjölda vatna og með moldaijarðvegi. Hvað er það þá sem hindrar skóg- inn að vaxa enn norðar; hann hefur haft árþúsundir til þess að færast út? Svarið liggur í augum uppi, en það er kuldinn. Veðráttan dregur mörkin. Mörk skógarbeltisins eru jafnframt mörk veðráttunnar. Stundum er sagt að norðurmörk skógarbeltisins séu jafnframt mörk hin byggilega heims. Island liggur rétt norðan við þessi mörk. Ræktun svokallaðra nytjaskóga á íslandi er með öllu óhugsandi, veðráttan setur mörkin. Margir þingmenn og ráðherrar fullyrða að íslendingar lifi um efni fram. Sagt með öðrum og einfaldari orðum, þá lifir þjóðin flott á útlend- um lánspeningum, sem hún getur aldrei að eilífu borgað til baka. Stefnir hröðum skrefum í það að þjóðin missi efnahagslegt sjálfstæði sitt, og Bandaríkin verði beðin af Alþingi að yfirtaka skuldir íslend- inga og taka við stjórn efnahags- mála, og þar með verður landið trú- lega gert að sérstöku verndarsvæði Bandaríkjanna. Þetta yrði þjóðinni vafalaust fyrir bestu. Sukk og sóun íslendinga er með ólíkindum, og eru fjárlögin órækasti Tryggvi Helgason „Marg-ir þingmenn og ráðherrar fullyrda að Islendingar lifi um efni fram. Sagt með öðrum og einfaldari orðum, þá lifir þjóðin flott á út- lendum lánspeningum, sem hún getur aldrei að eilífu borgað til baka.“ vitnisburðurinn þar um. Ég hvet alla til þess að kynna sér fjárlögin. Ár- lega er eytt milljörðum í alls kyns gæluverkefni og haldið uppi þúsund- um manna í einskisverðum störfum; langflestum í Reykjavík. Ef í alvöru á að taka á og koma lagi á efnahagsmálin, þá er brýn nayðsyn að loka nú þegar fjölda ríkisstofnana og segja tafarlaust upp öllum starfsmönnum þeirra sömu stofnana, en fækka hjá öðrum. Þjóð- leikhús, sinfóníuhljómsveit og lista- söfn eru aðeins hluti af þeim stofn- unum sem á að loka strax; þessar stofnanir eru aðeins sem kollurinn á ísjakanum. Skógrækt ríkisins er ein af þeim ótal mörgu stofnunum sem á að SKÁTAFÉLAGIÐ Vífill í Garðabæ heldur sitt árlega skátamót dagana 15.-17. júlí næstkomandi. Mótið verður hald- ið í Efridal, sem er rétt fyrir ofan Heiðmörkina, Garðabæjar- megin. Að þessu sinni er rammi mótsins „Vertu með“ og miðast öll dagskrá- in við það að allir skátarnir kynnist sem flestum. Á mótið koma skátar frá Þýskalandi og Danmörku og einnig bandarísku skátarnir frá Keflavíkurflugvelli. Á mótinu verða fjölskyldubúðir og eru gamlir skátar hvattir til að koma og taka þátt. Þeir sem ekki geta verið allan tímann eru hvattir til að koma á grillhátíðina, ,sem hefst um kl. 19.00, og kvöldvökuna, sem verður um kl. 20.30 laugardagskvöldið. Mótsgjald er 500 krónur og eru innifalin í því mótsmerki, mótsbók, leggja niður, enda óhugsandi að rækta nytjaskóga hér á landi. I hafinu umhverfis landið er að fínna eina mestu uppeldisstöð fyrir fisk, og eitthvert mesta matbúr fyr- ir fisk sem fyrirfinnst í víðri veröld, enda hefur verið ausið ótæpilega úr þeim nægtabrunni gegnum árin. En nú er farið að ryðja sér til rúms eitt nýjasta gæluverkefnið, og það er að mata fiska í búrum, uppi á landi. Þetta virðist mér algjör fá- sinna, þótt annars staðar geti þetta gengið, svo sem í Kína 300 km frá sjó. Og þótt hvert áfallið reki annað, og alilaxinn drepist af öllum mögu- legum og ómögulegum ástæðum, þá er stöðugt verið að mála gróðatöl- urnar á vegginn, í fögrum litum; og stjómmálamennirnir virðast nánast sem heillaðir upp úr skónum. Það á bara að slá nokkra milljarða að láni erlendis, — til viðbótar, — og þá fer allt að ganga fínt. Stjórnvöld eiga, að mínu áliti, að taka fyrir allan þennan alifiskabú- skap, en klak seiða til sleppingar í „alibúrið" umhverfis ísland á að geta skilað miklum gróða. Þá má minna menn á hrikaleg- asta gæluverkefni allra tíma, en það er gerð íslenskra raforkuvera. Síðan er megnið af rafmagninu selt útlend- ingum á undirmálsverði, en íslenskur almenningur er látinn borga mis- muninn með margföldu rafmagns- verði. Skynsamlegasta leiðin væri vita- skuld sú, að útlendingarnir kostuðu sjálfir sínar rafvirkjanir; keyptu til dæmis virkjanir, svo sem Blöndu- virkjun, og lykju við hana á sinn kostnað, leggðu línu á sinn kostnað til Straumsvíkur (eða Eyjafjarðar) og reistu sína verksmiðju á sinn kostnað. íslendingar eignuðust síðan virkj- un, línu og verksmiðju að vissum árafjölda liðnum, samkvæmt samn- ingi. En útlendingarnir greiddu frá upphafi vissan skatt ásamt fram- leiðslugjaldi af hveiju útfluttu tonni, samkvæmt samningi, — en annað ekki. mótsblað, kakó og kex o.fi. Þau skátafélög sem enn hafa ekki tilkynnt þátttöku sína eru beð- in að gera það sem allra fyrst til Bandalags íslenskra skáta í síma 23190. (Fréttatilkynninu) Skátamót Vífils Varatengingu gætu þeir fengið, á sinn kostnað, við almenna kerfið og greiddu þeir fyrir vararafmagnið það sama verð og við verðum að borga. Og spyija má: hvar í heiminum eru ráðherrarnir og þingmennirnir niðurkomnir; eru þeir allir farnir af landi brott? Hví gera þeir ekki eitt- hvað í þessum málum öllum? Er það furða þótt kröfurnar um að stjórnin segi af sér séu orðnar ansi háværar, en maður einn sagði svo hnyttilega um daginn, að stjórn- in gæti hvorki lifað né dáið. Það er kannski eitthvað til í því, sem gárungarnir segja, að ráðherr- arnir geti ekki hugsað sér að stjórn- in deyi strax, — laxveiðitíminn sé rétt að byija, og svo liggi fyrir „svoddan hellingur" af utanlands- ferðum og heimboðum, að hinni þeg- ar sjálfdauðu ríkisstjórn verði haldið lifandi í pólitískri öndunarvél, út lax- veiðitímabilið. Gömul kona fór í dýrabúð og keypti lítinn kjölturakka. Þegar hún hafði borgað spurði hún afgreiðslumanninn til frekara öryggis hvort hann væri nú ekki tryggur greyið. „Hvort hann er“ sagði hann og glotti, „ég er búinn að selja hann sex sinnum og alltaf kemur hann aftur til mín“! KÓKÓmJÓLX F-klKiK 6LATT FÓLK / MJÓLKURSAMSALAN I REYK|AVÍK T~ EINS OG ALLIR VITA þá höfum við í Hótel Holti haft það að leiðarljósi í 20 ár að bjóða aðeins Ijúffenga rétti úr besta hráefni dagsins fyrir lágt verð. Auk hins hefðbundna matseðils, sem inni- heldur 7-10 rétti daglega, þá minnum við jafnframt á aðalmatseðilinn, sem hefur að geyma 50 rétti. Dæmi: Ljúffengir fiskréttir verð frá kr. 560,- Úrvals kjötréttir verð f rá kr. 995,- Bergstaðastræti 37 - Sími 257Ö0 Það borgar sig að borða i Holti. Hjá okkur er, og hefur verið, opið allan daginn, alla daga, allt árið um kring. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.