Morgunblaðið - 13.07.1988, Side 20

Morgunblaðið - 13.07.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 4- Gangstétt með götu eftirPétur Pétursson „Stétt með stétt" — þannig kaus Varðarfélagið, landsmálafélag Sjálfstæðisflokksins og bijóstvöm í Reykjavík að orða ákall sitt og hvatningu til kjósenda á þriðja ára- tugnum og allt fram til nýliðins tíma. En svo líða dagar og ár og tíminn hefir endaskipti á öllum stefnum og hugtökum. Stétt rís gegn stétt. Jafnvel góðir og gegnir félagsmenn í Verði, forvígismenn í fremstu röð, standa verkfallsvörð og fljúgast á við félaga sína í Sjálf- stæðisflokknum. Hvað ætli forseti bæjarstjómar Reykjavíkur og eig- andi verslunarinnar Vísis, Guð- mundur Ásbjömsson, hefði sagt við félaga sinn, Sigurbjöm kaupmann Þorkelsson, dugmesta kosninga- smala og áróðursmann flokksins, um framferði núverandi forseta borgarstjómar, Magnúsar Sveins- sonar, ef hann hefði á sínum tíma reynt að hindra búðarþjóna Vísis, Agúst Hansen eða Grím Aðalbjam- arson, í því að afgreiða pakka af Vísiskaffinu góðkunna, sem gerði alia giaða, svo ekki sé minnst á þaðan af sterkari blöndu af sama kaffi? Hætt er við að þeim fomu félögum hefði þótt tími til kominn að endurskoða vígorðið, eða hreinsa til í hópnum. Að vísu hafði Ólafur Thors löngu lýst stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins með gaman- sömum hætti er hann ávarpaði fund félaga sinna og sagði: „Góðir Sjálf- stæðismenn og aðrir Alþýðuflokks- menn.“ Alþýðuflokkurinn má einnig játa fráhvarf fyrri stefnu. Kjörorð flokksins í bæjarstjómarkosningum var löngum „Bæjarútgerð bjargar Reykjavík“. Það var Alþýðuflokks- mönnum næstum hið sama og trú- ræknum „Drottinn blessi heimilið". En allt er hverfult. Þess er skemmt að minnast að meirihluti borgar- stjómar taldi að bjarga þyrfti Reykjavík frá bæjarútgerð og tók þann kostinn að hleypa til og rugla saman reitum borgar og einkafram- taka og stofna til Granda. Þá hefir Alþýðubandalagið hrakið fyrir straumi, reikult, sem rótlaust þang- ið. Muna má það og forverar þess flfll sinn fegri, er verkamenn fylktu liði í röðum Samfylkingar á fjórða áratugnum og bám í fararbroddi gunnfána og vígorð sitt skráð á rauðan borða: „Samfylkingin lyftir grettistökum." Höfundur vígorðsins var starfsmaður Reykjavíkurhafn- ar, Kristján Jóhannesson verka- maður. Hann vann við hafnargerð um áratuga skeið, hagur maður og listfengur. Auk verkamanna er gengu til liðs við Samfylkinguna hópuðust skáld og rithöfundar í samfylgd. Halldór Laxness talaði máli samtakanna 1. desember og 1. maí og lagði sig allan fram við ritstjóm málgagns Samfylkingar. Nú talar enginn um grettistak. Al- þýðubandalagsmenn lyfta naumast Amlóða, hvað þá Fullsterk. Nú virðist tímabært að spyija, meðan umþóttunartími pólitískra vígorða líður, hvort flokkamig gætu ekki sameinast um kjörorð til lausn- ar á brýnum vanda vegfarenda, þ.e.a.s. fótgönguliða, og skráð á skjöld sinn: „Gangstétt með götu.“ Ekki virðist nein von til þess að lögregla eða Umferðarráð amist við yfirgangi torfærutrölla og bryn- dreka er loka gangandi vegfarend- um leiðir um gangstéttir. Það er af sem áður var að lög- reglumenn sjáist á göngu í miðborg Reykjavíkur. Sú var þó tíðin að þeir fóru þar fylktu liði, eins og segir í revíuvísunum, gömlu og góðu: Það er nú flott okkar lögregliilið, sem labbar um Austurstræti. Það vantar ekki að á því sé snið og allir i bíó mæti. Þegar svo farið er þaðan á vakt, já, þá er nú gengið í takt. Augljóst er að stjómvöld ráða ekki við vandann og hafa kosið að fara leið villta vestursins og láta hvem og einn skammta sér sínar eigin ökureglur og hávaðamörk, að vild. Sýndarmennska birtist svo í því að fjarlægja öðru hveiju bifreið- ir af stæðum, meðan öngþveiti ríkir víðast án afskipa. Sjónvarpið leggur sitt af mörkum og hóar í lætin með hvatningu sinni og æsiþáttum auglýsenda, með geigvænlegum ökuhraða og lífs- hættulegum. Það birtir nær daglega auglýsingar þar sem allar reglur um hámarkshraða era þverbrotnar. Engar skorður era reistar við ósvífni olíufélaga, sem kosta til þess stórfé að hvetja óhamaða unglinga og áhrifagjama til þess að láta gamminn geisa og hirða hvergi um hættur á fjallvegum. Svo langt gekk ófyrirleitnin, að einmitt þegar alþingismenn og oddvitar umferðarmála ræddu úrbætur í sjónvarpsþætti var skotið auglýs- ingu í lok umræðnanna. Þar ók ein- hver olíufantur á ólöglegum hraða og kærði sig kollóttan. Af hendi auglýsanda var allt reynt til þess að hafa vísindalegt yflrbragð á brellunum. Skeggjaður spakvitring- ur með torræðan svip skoðaði mæli- tæki f krók og kring og lét sem hann sæti við viskubrann og hefði fararheill mannkyns í hendi sér. Var helst að skilja að allt ylti á því að hraða för sem mest eftir hel- vegi. Með slíkum framgangsmáta deila sjónvarp og olíufélög ábyrgð á óhöppum sem verða af gálausu framferði er ungir ökumenn taka sér til fyrirmyndar hetjur kvik- mynda og sjónvarps. Brýn nauðsyn er að Umferðarráð og lögregla hjakki ekki alltaf í sama fari og japli sífellt á sömu tuggu um bflbelti og ljós, en láti allt ann- að lönd og leið og loki jafnvel aug- um fyrir meginatriðum öryggismála og persónuvemdar. Þessi malandi um bflbelti og ökuljós fer að verða þreytandi. Manni liggur við að segja um fulltrúa fyrmefndra eins og sagt var í revíunni, að þeir væra „óðamála í svefni". Ákvæði Iögregiusamþykktar era mörg hver skýr og einföld. Hvað segir þar um rétt gangandi vegfar- enda og skyldur, og jaftiframt um skyldur ökumanna og réttindi? Hvað um velferð þeirra sem aldrað- ir era og sjóndaprir? Og hvað um hátalara og glymskratta sem belja í sífellu? Hefír ákvæðum lögreglu- samþykktar verið breytt? Carl Olsen, merkur danskur kaupsýslumaður, sem fluttist hing- að til lands snemma á öldinni, þá Pétur Pétursson „Brýn nauðsyn er að Umferðarráð og lög- regfla hjakki ekki alltaf í sama fari ogjapli sífellt á sömu tuggu um bílbelti og ljós, en láti allt annað lönd og leið og loki jafnvel augum fyrir meginatriðum ör- yggismála og persónu- veradar. Þessi malandi um bílbelti og ökuljós fer að verða þreytandi. Manni liggur við að segja um fulltrúa fyrr- nefndra eins og sagt var í reviunni, að þeir væru „óðamála í svefni“. rétt um tvítugt, sagði frá því í sam- tali við „Vikuna" að hann hafí unn- ið sér inn sína fyrstu slcildinga með því að sópa stéttir kaupmanna I Kaupmannahöfn. Þar var borgara- leg skylda að „gera hreint fyrir sínum dyram“ dag hvem og vora Minnismerki á rúst Skarðskirkju Meðallandi MINNISMERKI var reist á rúst Skarðskirkju í Meðallandi sl. laugardag. Guðmundur Sveins- son tók sér þetta fyrir hendur, en hann var uppalinn á Feðgum í nágrenni við rústina. Minnis- merkið er sterkbyggð gijót- varða. Steinarnir eru límdir saman með sementi, svo lítið ber á, og efst er þykk hella. Ofan á hana er fest krossmark úr stuðlum og eru ryðfríir stál- boltar notaðir í festingar. Minn- ismerkið stendur austast á norðurvegg kirkjunnar. Skarðskirkja var rifín 1751 og það sem var nýtilegt notað í Hólmaselskirkju sem 1783 fór í Skaftárelda, eða rúmlega 30 árum sfðar. En 1685 er landnámsjörðin Skarð farin í eyði vegna sand- foks. En þama er kirkja eftir a.m.k. í 66 ár. Mun svæðið að nokkra hafa verið vaxið melgrasi. Heitir svæðið enn í dag Kirkjumel- ar. Nú er þetta svæði innan land- græðslugirðing-ar og fáir sem vissu um kirkjurústina. Var því full nauðsyn á að sjá til þess að staðurinn gleymdist ekki. En þama var sóknarkirkja Meðal- lendinga árið 1200 og eflaust fyrr. Þama hefur því margur verið lagður til hinstu hvíldar. Sáust oft bæði mannabein og kistuleifar í sandinum. Helgiathöfti var við minnis- varðann sl. sunnudag og fram- Minnismerki kvæmdi hana sr. Sigurjón Einars- kirkju. Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson Við minnismerkið um kirkjuna. Frá vinstri: Sr. Siguijón Einars- son á Kirkjubæjarklaustri, ásamt Guðmundi Sveinssyni, Karli Magnússyni og Páli Sveinssyni. Þeir sögðust vera tæknimenn. Þeir settu minnismerkið upp. um Skarðs- son á Kirkjubæjarklaustri, sem messaði á eftir í Langholtskirkju. Á eftir sáu kvenfélagskonur um kirkjukaffí í félagsheimilinu þar sem Guðmundi Sveinssyni var sérstaklega þakkað þetta fram- tak. Veður var ágætt og fór þetta allt piýðilega fram við almenna ánægju. — Vilhjálmur því sett tímamörk, annars beitt sektum. Hér í borg óttast yfírvöld borgarana, en líta jafnfram niður á þá. Framfylgja ekki sjálfsögðum kröfum um hreinlæti og snyrti- mennsku. Enda blasa daglega við sjónum fjallháir hraukar af rasli og drasli, sem hrekst, rétt eins og rót- laust þangið, frá gangstétt á götu, og hina leiðina líka, svo sem væra það gagnvegir, uns vindamir vinna miskunnarverkið og blása því út í hafsauga, á vit sjávarútvegsráð- herra og Landhelgisgæslunnar. Að því er varðar viðhorf borgar- valda til íbúa, einkum aldraðra, kemur það hvað skýrast í ljós þegar vetur fer að með fannkyngi og frosthörku. Þá koma til skjalanna sveitir gatnamálastjóra og úrskurða aldraða borgara, marga hveija, í stofufangelsi og átthagafjötra. Það gerist með þeim hætti, að til þess að halda akbrautum opnum, svo bifreiðahersveitir einstaklings- hyggjumanna komast leiðar sinnar án teljandi tafar, er snjó og klaka ratt upp á gangstéttir og hvergi skeytt þótt við það lokist leiðir íbúa. Starfsmenn Áhaldahúss og véla- deildar koma með skögultönn og ryðja íshröngli og snjósköflum, án minnsta tillits, og kæra sig kollótta þótt við það aukist vandræði öld- ungadeildar. Eina úrræði borgar- yfírvalda er að dreifa vænum skammti af Sprengisandi yfír Ódáðahraun sitt og Leggjabijóta sem myndast vegna tiltekta þeirra. Svo era bara krosslagðir armar og slappað af, allt til leysinga. Þá fer nú að styttast f vorvinda glaða, glettna, sem fá það hlutverk að feykja sandkomum af sjávarströnd Reykjavíkur. Þau láta nú ekki segja sér tvisvar að bregða á leik, laus úr vetrarprisund og klakaböndum, krydduð óhreinindum götunnar fljúga þau og smjúga, fylla vit borg- aranna, leita sér húsaskjóls, hreiðra um sig í teppum og tjöldum, glugg- um og göngum og valda áhyggjum og óhreinindum, samfara sótt- kveikjum og sjúkdómum. Vonandi er viðhorf gatnamála- stjóra ekki dæmigert um afstöðu embættismanna borgarinnar til Reykvíkinga. Hann sagði í dálki Velvakanda „í seinni tíð hefir hreinsun á akbrautum íbúðar- gatna mikið til verið látin sitja á hakanum með tilliti til versnandi færðar fyrir gangandi." „Ekki veiður komist hjá því að snjór... hrannist út með kantsteini og upp á hluta gangstéttanna og — einnig fyrir innkeyrslur hjá fólki." „Engin tök era á því að hreinsa allar gang- stéttir, bæði vegna umfangs og kostnaðar. Gangandi vegfarendur verða því að sætta sig við tíma- bundna erfíðleika hvað þær varð- ar.“ Ennfremur segir gatnamála- stjóri: „Gangstéttir eru sandbomar eftir því sem við verður komið.“ Sérhver er nú rausnin og til- hlökkunarefnið að eiga von á sand- kökusneið Gatnamálastjóra. Áratugir era liðnir síðan Þór- bergur Þórðarson varaði við sand- burði þeim er gatnamálastjóri hótar Reykvíkingum. Það var í samtals- bókinni „I kompaníi við allífíð" er Matthías Johannessen ritstjóri skráði. Þórbergur nefnir árstíðir í Reykjavík; Ryktíð, ístíð og saurtíð. Aldrei hefír þess orðið vart að borg- aryfirvöld tækju mark á vamaðar- orðum Þórbergs og vora þau þó skráð af Morgunblaðsritstjóra, og skáldi, á bls. 137-138 í bók sem út kom árið 1959. „Rykið hér á götunum getur orðið Reykvíkingum afdrifaríkt gaman, ef það er rétt að geislaverkanir hafí magnast mikið yfír landinu. Geislavirku efnin falla til jarðar og setjast meðal annars í rykið og með rykinu þyrl- ast það ofan í menn og um þá alla.“ Þetta sagði Þórbergur við Matthías fyrir nærfellt þremur áratugum. Auðvitað ættu borgaryfirvöld, fulltrúar og embættismenn að hvetja til átakst og úrbóta. Færa sér í nyt heitt vatn og snjóbræðslu til þess að halda stéttum hreinum af snjó og klaka, jafnframt því sem leitað væri samvinnu við borgara um að hver einasti hreinsi sína eig- in stétt. Höfundur er þulur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.