Morgunblaðið - 13.07.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.07.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 Bréf menntamálaráðherra til háskólaráðs: Alyktun háskólaráðs ein- kennist af rangfærslum, missögnum og stóryrðum Hér fer í heild bréf sem Birg- ir ísieifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, sendi háskólaráði Háskóla íslands í gær. Bréfið er ritað í tilefni af ályktun ráðsins þann 8. júlí sl. vegna veitingar iektorsembættis i stjórnmála- fræði við félagsvísindadeild há- skólans. Vísað er til bréfs yðar dags. 8. júlí sl., þar sem er að finna ályktun háskólaráðs í 7 liðum í tilefni af veitingu lektorsembættis í stjórn- málafræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands og vegna gagnrýni á málsmeðferð innan háskólans. Menntamálaráðuneytið telur að þessi ályktun einkennist af rang- færslum, missögnum og stóryrðum sem eru ekki sæmandi forystu- mönnum æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Ráðuneytið gerir eftir- farandi athugasemdir við ályktun háskólaráðs og er vikið sérstaklega að hveijum lið hennan 1) Rök menntamálaráðuneytis- ins fyrir áðumefndri veitingu lekt- orsembættis í stjómmálafræði em rakin í greinargerð ráðuneytisins frá 30. júní sl. og í bréfí til háskóla- ráðs frá 7. júlí.sl. Þeirri fullyrðingu háskólaráðs, að þessi embættisgerð bijóti „freklega þá meginreglu fijálsra háskóla að þar veljist menn til starfa á grundvelli hæfni til kennslu og rannsókna á tilteknu sérsviði", svo vitnað sé í ályktun- ina, er vísað á bug með tilvísun til þeirra röksemda sem ráðuneytið hefur þegar sett fram í greinargerð- um sínum. Hafi einhver „megin- regla fijálsra háskóla" verið brotin hlýtur það brot að vera fólgið í vinnubrögðum félagsvísindadeildar Háskóla íslands við skipun dóm- nefndar um hæfi umsækjenda um lektorsembættið í stjómmálafræði í apríl 1987. 2) Það er rangt, sem segir í ályktuninni, að ráðuneytið hafi ekki tilgreint neinar sérstakar ástæður fyrir vanhæfni dómnefndar í grein- argerð sinni fyrir stöðuveitingunni. Vísað var til bréfs sem lögmaður dr. Hannesar H. Gissurarsonar rit- aði félagsvísindadeild í maí 1987, en þar mótmælti hann öllum þrem- ur dómnendarmönnunum með rök- studdu áliti. A það var bent í þessu bréfí að í nefndina hefðu verið vald- ir þrír menn er ekki gætu talist óvilhailir gagnvart tveimur um- sækjendum, þar sem tveir þeirra höfðu lent í illvígum oinbemm deil- um við einn umsækjanda, sá þriðji væri náinn vinur annars umsækj- anda. Ráðuneytið telur að við slíkar aðstæður sé afar ólíklegt að for- sendur séu íyrir óhlutdrægu og fag- legu mati. Dómnefndin starfaði ein- göngu á vegum Háskóla íslands og ráðuneytið átti enga aðild að henni, enda var ekki að þágildandi reglum skylt að skipa dómnefndir við skip- un í leoktorsstöður. Hefði verið eðli- legt í framhaldi af bréfí lögmanns- ins að skipa nýja dómefnd. Þess í stað vom viðbrögð félagsvísinda- deildar þau ein að hafna beiðninni algjörlega án nokkurs rökstuðn- ings. Verða þau vinnubrögð að telj- ast ámælisverð. FVam kemur í ályktun háskóla- ráðs að eftir að félagsvísindadeild hafnaði kröfu lögmanns dr. Hann- esar H. Gissurarsonar skipaði há- skólarektor að beiðni félagsvísinda- deildar sérstakan fulltrúa sinn í nefndina. Hafí hann átt að gæta formsatriða og tryggja að fyllsta hlutleysis væri gætt við nefndar- störf. Ekki er ljóst hvaða ástæður vom fyrir því að þessi leið var far- in, eftir að kröfunni um endurskipan dómnefndar hafði verið hafnað. í dómnefndarálitinu kemur þetta af- markaða hlutverk fulltrúa rektors ekki fram, heldur undirritar hann það með sama hætti og hinir fag- legu dómnefndarmenn. Hlýtur það að teljast óeðlilegt í ljósi framan- greinds. Kjami málsins er þó sá að athugasemdir lögmanns dr. Hann- esar H. Gissurarsonar vörðuðu alla dómnefndarmennina þijá sem í upphafí vom skipaðir og það breyt- ir engu um vanhæfni þeirra tveggja sem eftir sátu, þótt nýr hafi komið er einn upphaflegra dómnefndar- manna hvarf úr nefndinni af per- sónulegum ástæðum. Einu dóm- nefndarmennimir með sérþekkingu og menntun í stjómmálafræði vom því eftir sem áður vanhæfír til starfa að mati lögmanns dr. Hann- esar H. Gissurarsonar. Háskóli Is- Iands hefur aldrei svarað með rök- studdu áliti þessum sjónarmiðum um vanhæfni einstakra dómnefnd- armanna. 3) Að mati menntamálaráðu- neytisins er sú niðurstaða dóm- nefndarinnar að doktor í stjóm- málafræði þurfi að sýna sérstaklega fram á hæfni til að kenna byijend- um almenn atriði greinarinnar ósannfærandi. Ætla verður að nám og þjálfun til doktorsprófs í stjóm- málafræði feli í sér þessa hæfni, enda þótt undirstöðumenntun í há_- skóla sé á öðmm fræðasviðum. Á það er einnig að líta að enginn fræðimaður getur haft sýn yfir öll atriði fræðigreinar sinnar og sífellt em nýjar hugmyndir og kenningar að koma fram. Við skipan manna í kennarastöður í háskóla er gengið að því vísu að þeir hafí öðlast hæfni til að kynna sér nýjungar í fræðum sínum og þau atriði sem þeir hafa ekki sérstaklega lagt sig eftir og geti miðlað þessari þekkingu til nemenda sinna. Ráðuneytið leitaði sérstaklega til dr. Johns Grays, kennara í stjóm- málafræði við Háskólann í Oxford, er var leiðbeinandi dr. Hannesar er hann stundaði nám við skólann, og lagði þá spumingu fyrir hann hvort doktorspróf Hannesar H. Gissurar- son í stjómmálafræði frá skólanum fæli í sér hæfni til að kenna byijend- um almenn undirstöðuatriði. Svar hans var afdráttarlaust játandi, svo sem rakið hefur verið í fyrri greinar- gerðum ráðuneytisins. 4) Sú fullyrðing háskólaráðs að ráðherra hafí gefíð í skyn að um- sagnir fyrrverandi kennara dr. Hannesar H. Gissurarsonar séu frá hlutlausum aðila er röng. í greinar- gerð ráðuneytisins er á engan hátt reynt að leyna tengslum þeirra við hin nýskipaða lektor. Til dr. Johns Grays var sérstaklega leitað vegna tengsla hans við dr. Hannes H. Gissurarson svo sem að framan er rekið. Þessi ábending sýnist hins vegar fela í sér viðurkenningu há- 'skólaráðs á því að tengsl milli manna geti valdið vanhæfni þeirra til dómnefnarstarfa. Sú niðurstaða háskólaráðs að ráðherra hefði getað með rökstuddu áliti hafnað dómnefndarálitinu og krafist þess að ný dómnefnd yrði skipuð á miklu frekar við um há- skólann en ráðherra. Háskólinn kaus sjálfur að starfa ekki í anda þeirra laga sem hann vitnar til. Háskólinn átti sjálfur að endurskipa dómnefnd í anda hinna nýju laga. 5) Röng er ennfremur sú stað- hæfíng háskólaráðs að lektorsstað- an í stjómmálafræði hafí verið veitt á grundvelli sérskoðana eins um- sækjenda á eðli og hlutverki stjóm- málafræði. Ályktun ráðsins í fram- haldi af þessari rangfærslu um virð- ingarleysi ráðuneytisins fyrir kennslufrelsi Háskóla íslands fær ekki staðist. Staðan var veitt þeim umsækjanda sem besta menntun hafði eins og eðlilegt er í háskólum. Hannes H. Gissurarson var eini umsækjandinn sem lokið hefur doktorsprófí í stjómmálafræði. Leynir það sér ekki í greinargerð- inni frá 30. júní sl. að staðan var veitt á þeim grundvelli. Menntamálaráðherra hefur síðan fulla heimild til að láta í ljós skoðan- ir sínar á öllum málefnum háskól- ans, þ. á m. um æskilega fjöl- breytni í_ kennslu tiltekinna fræði- greina. í því felst engin óeðlileg íhlutun um kennslufrelsi háskólans. Ráherra ber lagaleg, siðferðileg og pólitísk skylda til að fylgjast með öllum þeim stofnunum er undir menntamálaráðuneytið heyra. Ráð- herra ber fulla virðingu fyrir sjálf- stæði Haksóla íslands og vill veg skólans sem mestan. Háskólinn, kennarar hans og forystumenn eru hins vegar hvorki óskeikulir né hafnir yfír gagnrýni. 6) Stóryrðum háskólaráðs um valdhroka ráðherra og tilraun til kúgunar er algjörlega vísað á bug. Háskólaráð setur niður við ummæli af þessu tagi. Þau eru háskólayfir- völdum ekki sæmandi. Það er rangt að fjölmiðlar hafi fengið tilkynningu um veitingu lekt- orsstöðunnar og bréfið til háskóla- ráðs á undan háskólayfirvöldum. Tilkynningin um veitinguna fór samtímis til háskólarektors og fjöl- miðla. Bréfið til háskólaráðs var boðsent að morgni dags, en afritið til ijölmiðla var sent seint síðdegis. Ekki er annað að sjá en að ályktun háskólaráðs 8. júlí hafi verið kynnt fjölmiðlum um sama leyti og hún barst menntamálaráðuneytinu. Segja má hins vegar að háskólinn hafí sjálfur sett leikreglumar í þess- um efnum, því niðurstaða dóm- nefndar og deildarfundar félagsvís- indadeildar í umræddu lektorsmáli var kynnt fjölmiðlum 29. apríl, tíu dögum áður en menntamálaráðu- neytinu bárust gögn málsins. Sann- ast hér enn að betra er að gefa heilræði en að halda þau. 7) Menntamálaráðherra var í fullum lagalegum rétti er hann veitti dr. Hannesi H. Gissurarsyni lektorsstöðu í stjómmálafræði. Hót- anir háskólaráðs um að reyna að hnekkja þessari stöðuveitingu fyrir dómstólum em einsdæmi í sam- skiptum Háskóla íslands og menntamálaráðuneytisins. í bréfi háskólaráðs frá 8. júlí er ekki vikið einu orði að bréfí mennta- málaráðherra frá 7. júlí og þeim eindregnu tilmælum ráðherra að taka efni þess til umfjöllunar á fundi háskólaráðs. Spurt er af þessu til- efni, hvort álykta megi að háskóla- yfirvöld vilji að menntamálaráðu- neytið eigi allt frumkvæði að óhjá- kvæmilegum breytingum á lögum og/eða reglugerð um Háskóla ís- lands varðandi hæfni manna er taka sæti í dómnefndum. í fjölmiðlum hefur verið haft eft- ir háskólarektor að einsdæmi sé í sögu Háskóla íslands að ráðherra hefí gengið gegn dómnefndaráliti um hæfni umsækjenda um kenn- arastöður við skólann. Þetta er rangt. Árið 1968 setti þáverandi menntamálaráðherra mann í dós- entsstöðu í heimspekideild eftir að dómnefnd á vegum deildarinnar hafði lýst því yfír að hann væri ekki hæfur til að gegna starfinu. Lét ráðuneytið þá í ljós mikla undr- un á niðurstöðu nefndarinnar og kvaðst líta hana svo alvarlegum' augum að ákvæði háskólareglu- gerðar um störf dómnefnda í sam- bandi við skipun í dósentsembætti yrði tekin til athugunar. Þá er ástæða til að vekja at- hygli á því að Háskóli íslands hefur sjálfur. gefíð fordæmi um það að dómnefndarálit um hæfni umsækj- enda um kennarastöður við skólann sé ekki endanlegur úrskurður. Árið 1986 komst dómnefnd á vegum heimspekideildar að þeirri niður- stöðu að umsækjandi um lektors- embætti við deildina væri hæfur „með nokkrum fyrirvara", eins og það var orðað. Á deildarfundi heim- spekideildar var hins vegar sam- þykkt að umsækjandinn væri hæfur fyrirvaralaust. Með því var fyrirvari dómnefndar gerður að engu. Árið 1985 taldi dómnefnd á vegum læknadeildar að einn þriggja um- sækjenda um prófessorsembætti við deildina væri hæfur. Deildarfundur læknadeildar treysti sér ekki til að fylgja dómnefndarálitinu og óskaði eftir því að staðan yrði auglýst á ný. Ýmis dæmi eru einnig um það frá fyrri árum og áratugum að ráðuneytið hefur ekki treyst sér til að fylgja meðmælum meirihluta deildarfunda við setningu og skipan í kennarastöður við Háskóla ís- Iands. Hafa nær allir menntamála- ráðherrar sem setið hafa siðustu tvo áratugina átt hlut að máli. Ekki þykir að sinni ástæða til að rifja þau mál upp né rekja ýtarlegar en hér er gert fyrri ágreiningsmál menntarnálaráðuneytisins og Há- skóla Islands um stöðuveitingar enda um viðkvæmt efni að ræða fyrir fjölmarga einstaklinga. Rétt er og að geta þess að núver- andi menntamálaráðherra hefur orðið fyrir því oftar en einu sinni að kennarar við háskólann hafi reynt að hafa áhrif á ráðherra og fá hann til að skipa í stöður í and- stöðu við vilja meirihluta viðkom- andi háskóladeilda. Menn úr þess- um hópi eiga nú aðild að ásökunum um að ráðherra gangi gegn vilja háskólans. Enginn vafí leikur á því að menntamálaráðherra hefur sam- kvæmt gildandi lögum ákvörðunar- vald um skipan í lektorsstöðu þá sem hér er til umræðu. Því ákvörð- unarvaldi fylgir sú ábyrgð að taka sjálfstæða afstöðu til efnisþátta málsins áður en ákvörðun er tekin. Hin vanstilltu viðbrögð forystu- manna Háskóla ísland benda til þess að þeir vilji hafa meiri völd við veitingu kennaraembætta en lög ákveða. Þeir verða þó eins og aðrir að hlíta landslögum. Það styðst raunar við veigamikil rök að fela ráðherra skipunarvald um kennara- stöður við Hákóla Islands, en ekki kennurum skólans. Er það fallið til þess að koma í veg fyrir rangindi og mismun við stöðuveitingar, sem stafað geta af kunningsskap eða öðrum ófaglegum sjónarmiðum. Er sérstök hætta á slíku í hinu smáa íslenska kunningjaþjóðfélagi. Háskólaráð er í hugum flestra virðuleg stofnun hinna vitrustu manna. Ekki ætti því að vera þörf á að brýna einföld lífssannindi fyrir ráðinu. Hin dæmalausa ályktun sem er full af rangfærslum gefur þó til- efni til að minna á þekkta predikun Jóns meistara Vídalíns um reiðina, en þar segir m.a.: „Heiftin er eitt andskotans reiðarslag. Hún af- myndar alla mannsins limi og liði, hún kveikir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasimar, bólgu í kinn- amar, æði og stjómleysi í hugsun- ina, deyfu fyrir eyrun. Hún lætur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með höndunum, æða með fótunum. Hún skekur og hristir all- an líkamann og aflagar, svo sem þegar hafíð er upp blásið af stór- viðri." Það er vilji menntamálaráðuneyt- isins að þrátt fyrir þann mikla ágreinihg sem nú er kominn upp geti áfram orðið gott samstarf milli ráðuneytisins og Háskóla íslands. Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Salan á Grímu gerir kleift að ljúka framkvæmdum í haust „ÞETTA hefur mikla þýðingu og gerir okkur kleift að ljúka framkvæmdum við listasafnið fyrir vígsludaginn í haust,“ seg- ir Birgitta Spur, ekkja Sigur- jóns Ólafssonar myndhöggvara, um kaup Reykjavíkurborgar á höggmynd Sigurjóns, „Grímu“, sem sett verður upp við Borgar- leikhúsið. Listasafn Siguijóns Ólafssonar verður að sögn Birgittu vígt 21. október næstkomandi en þá hefði Sigurjón orðið áttræður. Hafist var handa haustið 1985 um að lagfæra og byggja við vinnustofu listamannsins, skammt sunnan gamla bæjarstæðisins í Laugar- nesi. Ríki, borg og Þjóðhátíðar- sjóður hafa styrkt verkið auk ýmissa fyrirtækja og einstaklinga sem greitt hafa í styrktarsjóð safnsins. Þriggja milljóna króna gjöf frá ónafngreindum aðila erlendis um síðustu áramót gerði að verkum að hægt var að hefja byggingar- framkvæmdir aftur eftir tíu mán- aða hlé og nú hefur sala „Grímu“ til Reykjavíkurborgar fyrir aðrar þijár milljónir tryggt að unnt verði að ljúka verkinu á næstunni. Að sögn Birgittu Spur líður að líkindum hálft annað ár þar til „Grímu“ hefur verið komið fyrir við Borgarleikhúsið. Höggmynd- ina þarf að stækka úr 42 sm í 260 sm og steypa í brons að svo búnu. „Grímu“ Siguijóns Ólafssonar verður komið fyrir við Borgar- leikhúsið. Andvirði höggmyndar- innar verður notað til að ljúka framkvæmdum við listasafn Sig- uijóns í Laugarnesi. Verkið mun Erlingur Jónsson, fyrrum aðstoðarmaður Siguijóns, annast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.