Morgunblaðið - 13.07.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 13.07.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 Reuter Sest að samningaborðinu í Genf Samninganefndir risaveldanna í viðræðum um fækkun lang- drægra kjamorkuvopna tóku til starfa á ný í Genf í gær en hlé var gert á viðræðunum eftir fund leiðtoga risaveldanna í Moskvu í lok maímánaðar. Á blaðamanna- fundi sem boðað var til af þessu tilefni sagði Max Kampelman, formaður bandarísku samninga- nefndarinnar, að allt kapp yrði lagt á að ná fram samkomulagi um fækkun langdrægra kjam- orkuvopna og bætti hann við að úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust myndu engu þar um breyta. Kampelman sagði á mánudag að enn væn hugsanlegt að samkomulag um fækkun þessara vígtóla, ógn- vænlegustu gerðeyðingarvopn- anna, yrði undirritað í valdatíð Ronalds Reagans Bandaríkjafor- seta, sem lætur af embætti í jan- úar á næsta ári. Kampelman var- aði þó við of mikilli bjartsýni og sagði að enn væri mikið starf óunnið. Myndin var tekin er fyrsti fundur þessarar samningalotu hófst í gær og sýnir hún Kampel- man (t.v) heilsa Alexei Obukhov, helsta samningamanni Sovét- stjómarinnar. Thornburgh valinn eftir- maðurMeese Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, útnefndi í gær Richard Thornburgh næsta dómsmála- ráðherra landsins. Hann tekur við embætti af Edwin Meese sem hefur tilkynnt að hann muni segja af sér innan mánað- ar. Thornburgh var fylkisstjóri Pennsylvaníu en þá var tekið til baráttu hans gegn glæpum. Hann hefur einnig gegnt starfi innan dómsmálaráðuneytisins þar sem hann hafði umsjón með rannsóknum sakamála og ákærum. Reagan sagðist hafa getað treyst á hann þá, og því sneri hann sér til hans núna. Öldungadeildin þarf svo að samþykkja útnefninguna. Pílagrímar væntanlegir til Mekku: Þúsund egypskir lögreglu- menn sendu* til Saudi-Arabíu Thornburgh var einn af þeim sem George Bush fannst koma til greina sem varaforsetaefni, en hann hefur verið virkur í starfi Repúblikanaflokksins. Bahrain, Reuter. FREGNIR bárust í gær frá sljóm- arerindrekum arabarikja, stað- settum við Persaflóa, að um það bil þúsund egypskir herlögreglu- menn væm komnir til Saudi- Arabíu vegna pílagrímastraums sem væntanlegur er til Mekku. í fyrra við sama tækifæri kom til blóðugra átaka milli lögreglu og pQagrima frá íran sem notuðu trúarhátíðina til að mótmæla stefnu Bandaríkjastjórnar. Stjómarerindrekar erlendra ríkja í Saudi-Arabíu segja að halda eigi komu egypsku lögregluþjónanna leyndri vegna viðkvæmni málsins. í fyrra létust 400 manns í átökum í Mekku. Stjómvöld í Saudi-Arabíu hafa í ljósi þess takmarkað flölda pílagríma sem koma í ár til hátíða- halda í Mekku og Medínu. íranir fengu leyfi til að senda 45 þúsund menn í stað 150 þúsunda í fyrra og hóta þeir að hunsa hátíðahöldin í ár. Ungverjaland: Sex ára bið eftir Skoda-bifreið Trabant fæst strax afhentur Búdapest. Reuter. HYGGIST menn festa kaup á sovéskri Lada-bifreið í Ungveija- landi eða tékkneskum Skóda verða þeir hinir sömu að auðsýna þolinmæði. Fimm til sex ár geta liðið frá því bifreiðirnar fást af- hentar, ef marka má fréttir hinn- ar opinberu ungversku frétta- stofu MTI. Trabant-bifreiðar, sem frétta- stofan segir hina „mestu mengun- arvalda" em hins vegar fáanlegar og rúmenskar bifreiðar af gerðinni Daica em afhentar fáeinum mánuð- um eftir að pöntun hefur borist. Um síðasnefndu bifreið’amar segir fréttastofan að „gæði þeirra séu umdeilanleg". I fréttinni segir að árlega bætist um 120.000 bifreiðar í flota Ung- veija og nægi sá fjöldi hvergi nærri til að anna eftirspurn, sem sé 180.000 til 200.000 bílar á ári. „Af þessum sökum er meðal biðtíminn eftir bifreið fjögur ár, að Trabant- bifreiðum þó undanskildum sem kaupendur fá afhentar nánast sam- stundis," segir þar einnig. Hyggist menn festa kaup á Trabant-bifreið þurfa þeir að reiða fram um 73.000 kr. ísl. og er ódýrari bifreið ekki fáanleg í Ungveijalandi. Fullyrt er í fréttinni að allar þær bifreiðar sem framleiddir em í ríkjunum austan járntjaldsins séu úreltar og að útblástur þeirra ógni lífríkinu. Ungveijar framleiða sjálf- ir ekki bifreiðar en samningavið- ræður standa nú yfir við japanska fyrirtækið Suzuki, sem lýst hefur yfir áhuga á að reisa samsetningar- verksmiðju í Ungveijalandi. Hryðjuverk undan Grikklandsströndum <S^TYRK Eyjahaf Leiö iferjunnar. GRIKK- LAND Bifreið springur við höfnina Saronikos MiðjarÓarhaf Ottast að hryðjuverka- mennirnir hafi sloppið Ellefu létust og 98 sárir eftir árásina Aþenu, Daily Telegraph. GRÍSK yfirvöld skýrðu frá því í gær að leitað væri fimm araba, sem grunaðir væru um aðild að hryðjuverkaárásinni á feijuna Poros-borg á mánudag. Sam- kvæmt siðustu fregnum hafa létust 11 ferðamenn af völdum árásarinnar og 98 menn eru taldir alvarlega sárir. Talsmað- ur stjórnarinnar sagði að gífur- leg leit væri nú gerð að hryðju- verkamönnunum, en enn sem komið væri hefði hún engan árangur borið. íhaldsflokkur- inn, sem er í stjórnarandstöðu, sakaði stjórnina um „aðgerða- leysi“ og sagði hryðjuverka- mennina vafalaust komna úr landi. Ónafngreindir heimildar- menn innan grísku leyniþjón- ustunnar staðfestu að það væri ekki ólíklegt. annan og mér kæmi ekki á óvart þó það væri tengt skotárásihni á Airbus-vélina," sagði ónafngreind- ódæðinu loknu. Hafi þeim því ver- ur heimildarmaður innan grísku ið bjargað úr sjónum sem hveijum lögreglunnar. Hryöjuverkamenn hefja skothrtð um borð í ferjunni Aþena ★ Paleo aliron KRGN / Morgunblaöiö/ AM # Reuter Áhöfn björgnnarskips reynir að slökkva eldana um borð í ferjunni Poros-borg eftir hryðjuverkaárásina. Eins og sjá má á efri myndinni voru skemmdirnar á skipinu talsverðar. Á blaðamannafundi sagði An- astassios Sehiotis, ráðherra al- mannareglu, að tvö lík til viðbótar hefðu fundist í sjónum og um borð, svo að alls eru fórnarlömbin 11, en ekki níu eins og áður var talið. Hann sagði það rétt að meðal hinna látnu væru tvær fimmtán ára stúlkur, en ekki hefur enn verið gefið upp hveijar þær eru. Meðal annarra fómarlamba eru 25 ára gamall Dani og 55 ára gamall Svíi. Samkvæmt fréttum BBC í gær- kvöldi er nú talið að hryðjuverka- mennimir hafi ekki komist undan á hraðbát eins og fyrst var talið, heldur hafí þeir kastað vopnunum frá sér og hent sér í sjóinn að öðrum ferðamönnum og tekist að týnast í mannþrönginni. 471 mað- ur voru um borð í feijunni þegar árásin var gerð og beittu hryðju- verkamennimir vélbyssum og handsprengjum óspart við verkn- aðinn. Enginn hefur enn sem komið er lýst ábyrgðinni á hendur sér, en lögreglan sagði að ekki væri ósennilegt að hér ræddi um hefnd vegna írönsku farþegaþotunnar, sem bandarískt herskip skaut nið- ur yfír Persaflóa hinn 3. júlí síðast- liðinn. „Þetta atvik beinist á engan hátt gegn Grikklandi. Arabar tengjast þessu á einn hátt eða íransstjórn hét á sínum tíma hefndum fyrir vélina, en 290 manns létust þegar bandaríska herskipið Vincennes skaut þotuna í misgripum fyrir íranska herþotu. Ber Hizbollah ábyrgðina? Sem fram kom að ofan eru uppi getgátur um að Iranir tengist hryðjuverki þessu og hafði aþenska blaðið Eleftþerotypia það eftir ónafngreindum heimildar- mönnum innan lögreglunnar að hér hafi hryðjuverkamenn Hiz- bollah-hreyfíngarinnar í Líbanon verið á ferðinni, en sú hreyfing fylgir íransstjóm ákaft að málum. Aðrir hafa þó orðið til þess að reifa kenningar um að hryðjuverk- ið standi í sambandi við framsals- beiðni Bandaríkjanna á Palestínu- arabanum Mohammed Rashid, sem grunaður er um aðild að hryðjuverki árið 1982, en þá sprakk sprengja um borð í þotu flugfélagsins Pan Am. Iransstjórn hefur þó aðrar skoð- anir á þessu og sagði Bandaríkja- menn standa að baki árásinni í því skyni að beina athyglinni frá árás Bandaríkjaflota á írönsku farþegaþotuna. Sagði Ríkisútvarp- ið í Iran að CIA hefði skipulagt hryðjuverkið til þess að koma illu af stað í heiminum og kenna írön- um_ um. Árásin hefur hvarvetna verið fordæmd og hafa fjölmargar ríkis- stjómir heims lýst viðbjóði sínum á hryðjuverkinu. Frelsissamtök Palestínu (PLO) hafa einnig for- dæmt verkið og sagði að PLO hefði hvergi komið þar nærri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.