Morgunblaðið - 13.07.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 13.07.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna ísafjörður Blaðbera vantar víðsvegar um bæinn til sumarafleysinga. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 94-3884. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla: Að framhaldsskólanum á Húsavík vantar kennara í íslensku og stærðfræði í fullar stöð- ur og í þýsku og frönsku sem jafngildi heillar stöðu. Að Fjölbrautaskólanum í Keflavík vantar kennara í vélritun. Um er að ræða hálfa stöðu. Við Myndlista- og handíðaskóla íslands er staða fulltrúa á skrifstofu skólastjóra laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 20. júlí. Menntamálaráðuneytið. Organisti Staða organista við Skálholtskirkju er hér með auglýst til umsóknar. Starfið verður fullt starf og skal organistinn hafa búsetu í Skál- holti. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1988 en stefnt er að ráðningu í starfið 1. janúar 1989. Frekari upplýsingar veitir biskupsritari í síma 91-621500 og undirritaðir: Guðmundur Óli Ólafsson, 98-68860, Páll Skúlason, 98-68904, Sveinbjörn Finnsson, 91-54908. Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður félagsráðgjafa og forstöðumanns dagheimil- isins Víðivalla rennur út þann 25. júlí nk. Umsóknum ber að skila til félagsmálastjóra, Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, Strand- götu 4, 220 Hafnarfirði. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. Tollstjórinn f Reykjavík auglýsir Eftirtalin störf eru laus til umsóknar nú þegar: Staða aðstoðarlögfræðings í eftirstöðvadeild. Staða fulltrúa í eftirstöðvadeild. Störf við tölvuskráningu í tolladeild. Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 600447. Tollstjórinn í Reykjavík, Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, Reykjavík. Féiagsmálastofnún Reykjavikurtoorgar' iff Vonarstræti 4 — Sími 25500 Laus staða í ellimáladeild 50% staða (gæti verið full staða til áramóta) er nú laus til umsóknar. Staðan er laus nú þegar og er tilskilin mennt- un félagsráðgjafa eða sambærileg menntun. Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur er til 27. júlí. Allar nánari upplýsingar veitir Anna S. Gunn- arsdóttir í síma 25500. wm Garðabær Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings við heilsugæsluna í Garðabæ er hér með auglýst laus til umsókn- ar. Starfið felst einkum í skólahjúkrun við Flata- skóla í Garðabæ. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Magnússon, yfirlæknir heilsugæslunnar í Garðabæ, ásamt undirrituðum. Umsóknarfrestur er til 19. ágúst nk. Umsókn- ir óskast sendar á bæjarskrifstofur Garðabæj- ar, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg. Bæjarstjórinn í Garðabæ. Frá grunnskólunum á Akureyri Næsta skólaár er fyrirhugað að bjóða áfram upp á náms-, starfs- og jafnréttisfræðslu í 9. bekkjum grunnskólanna. Starf umsjónar- manns með þessa fræðslu er laust til um- sóknar. Umsóknir sendist til skólafulltrúa bæjarins fyrir 1. ágúst nk. Hann gefur einnig nánari upplýsingar um starfið. Sími 96-21000. Skólanefnd Akureyrar. Vélsmiðja - verkstjóri Verkstjóri óskast í vélsmiðju á Akranesi. Nýsmíði og alhliða viðgerðarþjónusta. Umsóknir sendist til Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness hf. Umsóknum fylgi upplýsingar um aldur og fyrri störf. Skrifstofustarf Starf skrifstofumanns við landlæknisemb- ættið er laust til umsóknar frá og með 1. september 1988. Reynsla í almennum skrifstofustörfum er nauðsynleg. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist skrif- stofu landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu embættisins. Landlæknir Ritari Við leitum að ritara í hlutastarf hjá útflutn- ingsfyrirtæki. Starfið felst m.a. í ritvinnslu, móttöku pantana, vörusendinga og gerð út- flutningspappíra. Starfið krefst góðrar kunnáttu í ofangreind- um störfum og að auki að viðkomandi: - Geti starfað sjálfstætt. - Komi vel fyrir og sé lipur í umgengni. - Hafi góða tungumálakunnáttu. Vinnustaðurinn er ekki stór og starfið því fjöl- breytt. Vinnustaðurinn er vel staðsettur. Ein- göngu þeir, sem eru að leita að starfi til lengri tíma, koma til greina. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar og er þar svarað frekari fyrirspurnum. Hannarr RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA Síðumúla 1 108 Reykjavfk Sfmi687317 Rokstrarráðgjöf. Fjárfostlngamat. Skipulag vfnnuatafla. Markaðsráðgjöf. Aætlanagerð. Framleiðahiatýrikerfi. Tölvuþjónusta. Launakerfi. Stj6makipulago.fi. Búnaðarbankinn, Kringlunni Óskum eftir duglegu og áreiðanlegu fólki til framtíðarstarfa í nýtískulegu bankaútibúi okkar í hjarta nýja miðbæjarins. Um er að ræða bæði heilsdags- og hlutastörf. Umsóknareyðublöð eru hjá starfsmanna- stjóra, Austurstræti 5, 3ju hæð og hjá útibús- stjóra í Kringluútibúi. (Íbúnaðarbankinn V /I / TRAUSTUR BANKI Matreiðslumaður Vinsælt veitingahús í Reykjavík óskar að ráða matreiðslumannn sem fyrst. í boði er vellaun- að starf hjá traustu fyrirtæki. Upplýsingar um starfið verða gefnar í síma 91-31843 milli kl. 14 og 16 í dag og næstu daga. Með allar umsóknir verður farið méð sem trúnaðarmál. Aðstoð óskast á tannlæknastofu í Austubænum frá og með 10. ágúst. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „T - 2252“. Byggingameistari getur bætt við sig verkefnum bæði úti og inni. Skrifa upp á teikningar. Upplýsingar í síma 73095 eftir kl. 18.00 á kvöldin. Matsmenn Tveir matsmenn með löggildingu frá sjávar- útvegsráðuneytinu óskast á frystitogara. Reynsla í sjómensku áskilin. Upplýsingar í síma 95-4690. Hárskeranemi óskast á hársnyrtistofu í Reykjavík. Upplýsingar í síma 10619, eftir kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.