Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 45

Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 45 Minninff: Margrét Jóns- dóttir, Blönduósi Fædd 23. janúar 1915 Dáin 19. júní 1988 Hún Margrét, vinkona mín og skólasystir frá Blönduósi, lést 19. júní. Þetta var mikið áfall, þó ég vissi að hún gengi ekki heil til skóg- ar síðustu árin. Ég var nýbúin að hitta hana hressa og glaða. en sem betur fer sjáum við dauðlegar manneskjur svo skammt fram á veginn. Margrét fæddist á Akureyri 23. janúar 1915. Foreldrar hennar voru Jón Þorvarðarson kaupmaður og kona hans, Margrét Valdimars- dóttir, ein fremsta leikkona sinnar tíðar á Akureyri og þó víðar væri leitað. Hún lést daginn eftir að barnið fæddist og var Margrét skírð við kistu móður sinnar og hlaut hennar nafn. Þá tóku hana í fóstur heiðurshjónin Jakob Karlsson for- stjóri Eimskips á Akureyri og kona hans, Kristín Sigurðardóttir. Þau voru búin að búa nokkur ár bam- laus og langaði að fá telpuna sem kjörbarn, en faðir hennar treysti sér ekki til að gefa hana. En það kom í sama stað, því þau ólu hana upp sem sitt barn og hún leit alla tíð á þau sem sína foreldra. Þegar Magga var tveggja ára eignuðust þessi góðu hjón sitt fyrsta barn, Guðnýju. Hún varð Möggu strax mjög kær. Hún bjó alla sína ævi á Akureyri og lést fyrir nokkrum árum. Næst fæddist Sigurður, en hann lést af slysförum á bams- aldri. Þriðja í röðinni var Bergljót, hún býr á Akureyri og yngst er Kristbjörg, sem búsett er í Hafnar- firði. Það mátti heyra á tali Möggu að hún unni systmm sínum og af- komendum þeirra af heilum hug. Faðir Möggu kvæntist aftur og eignaðist tvær dætur með seinni konu sinni, þær Sigurlaugu og Sigríði. Þær voru henni líka mjög kærar. Þegar Magga var innan við ferm- ingu keyptu foreldrar hennar býlið Lund, sem þá var nokkuð vestur af Akureyri, og ráku þar stórt kúa- bú og seldu mjólkina til Akureyrar. Það voru mikil umsvif á heimilinu, margt vinnuhjúa. Jakob hélt þó starfi sínu áfram hjá Eimskip en hafði ráðsmann á búinu. Þetta þótti í þá daga svo langt frá Akureyri og systurnar gengu ekki í skóla á Akureyri heldur fékk Jakob heimil- iskennara handa þeim. Haustið 1934 fór Magga á kvennaskólann á Blönduósi og þar hittumst við í fyrsta sinn. Við urðum herbergisfélagar og urðum fljótlega mjög samrýmdar. Mér geðjaðist strax svo vel að henni og hefur okkar vinskapur haldist alla tíð síðan. Hún var vel gefin og myndar- leg í öllum sínum störfum. Þegar árshátíð skólans var æfðum við 7 stelpur með hjálp og aðstoð tveggja leikara á Blönduósi, þeirra Tómasar Jónssonar og Bjarna Einarssonar, leikritið „Upp til selja“. Þar lék Magga aðalhlutverkið og kom þá vel í ljós að hún hafði meðfædda leikhæfileika og var hún óumdeilan- lega stjarna kvöldsins. Þá sáu Blönduósbúar hana í fyrsta sinni á sviði, en þar átti hún eftir að koma meira við sögu síðar meir. Þessi vetur verður mér alltaf minnisstæð- ur ekki síst fyrir allar vinkonurnar, sem ég eignaðist þar, en nánastar urðu mér þær Magga og Lára Böðv- arsdóttir frá Laugarvatni. Þó ég nefni ekki fleiri nöfn urðu mér margar kærar. Þarna hitti Magga mannsefnið sitt, Agúst Jónsson bílstjóra. Þau gengu í hjónaband árið 1937 og byrjuðu búskap í kjall- ara sjúkrahússins. Þar gerðist Magga matráðskona og fórst það mjög vel. Það var gaman að sjá hana vinna. Það var eins og hún hefði ekkert fyrir neinu. Þetta lék allt í höndunum á henni. Og svo var reglusemin alveg einstök á öll- um sviðum. Þegar hún bar matinn til sjúklinganna hafði hún þann háttinn á að vera alltaf hár- stundvís. Um hádegið var hún alltaf búin að setja matinn á bakkann fyrir kl. 12 og um leið og klukkan byijaði að slá lagði hún af stað upp stigann og kom inn í stofurnar þeg- ar klukkan sló 12. höggið. Þetta brást aldrei. Mér var sagt að sjúkl- ingamir hefðu kunnað að meta þetta eins og allt annað í hennar fari. Þarna bjuggu þau hjónin þar til þau fluggu í nýbyggt hús, sem nú er nr. 4 við Blöndubyggð. Þar áttu þau fallegt heimili. Fljótlega eftir að Magga kom til Blönduós fór hún að syngja í kirkjukórnum. Þar söng hún i 50 ár eða á meðan heilsan leyfði. Þá var hún gerð að heiðursfélaga kórsins. Svo var það leikfélagið, sem átti hug hennar allan, þar vann hún mikið starf, lék oftast aðalhlutverkin og þar að auki hannaði hún og saumaði leik- búninga og ýmislegt annað, sem þurfti til leiksýningar. Henni var þetta allt í blóð borið. Hefur þetta verið hennar móðurarfur. Hún sagði mér að þetta hefði hún ekki getað ef Agúst hafði ekki verið eins skiln- ingsríkur og hjálplegur og hann var alltaf. Hún var gerð að heiðurs- félaga leikfélagsins á Blönduósi. Með bílstjórastarfínu stundaði Ágúst fjárbúskap, hafði oftast um 100 fjár. Þau afgreiddu líka bensín fyrir Shell og ráku smá sjoppu í sambandi við það. Magga hafði allt bókhald þessu víðvíkjandi. Þau eignuðustu þrjú góð og myndarleg börn. Elst er Kristín, hún er gift Val Snorrasyni rafvirkjameistara, þau eiga fjögur börn, næstur er Jakob, kaupmaður í Reykjavík, hann er kvæntur Auði Franklin, þau eiga tvö börn, yngstur er Sigurður Jóhannes tæknifræðingur, rafveitu- stjóri á Sauðárkróki. Hans kona er Anna Rósa Skarphéðinsdóttir. Þau eiga þijú böm. Margrét, dóttir Kristínar býr á Hellu, hún á tvö börn. Svo bamabörnin eru níu og Fædd 23. apríl 1912 Dáin 3. júlí 1988 Mannkostir em í senn eðlislægir og áskapaðir. Að vera manneskja krefst óslitinnar elju frá vöggu til grafar. Fagurt mannlíf í fábreyti- leika reynist mörgum erfitt að rækja í tíðaranda sem ríkir. Metn- aður er oft misskilinn. Hann er ekki klifur í ímynduðum metorða- stiga heldur að rækja skyldur sínar. Trúmennska í starfi og góð um- gengni við annað fólk, án allra undanbragða, er guðsgjöf sem vert er að viðhalda alla daga, alltaf. Þetta skapar hreina samvisku sem er undirstaða lífsfyllingar og falslausrar gleði yfir velgengni ann- arra og hæfileika til að veita öðrum hjálp. Þetta ásamt mörgu öðru leitar á hugann þegar Hjönna frænka er látin eftir erfiða sjúkdómslegu en hún lézt í Landspítalanum að morgni 3. júlí, æðrulaus til hinstu stundar, meðvituð að hverju dró. Trúuðu fólki veitist einatt auðveld- ara að mæta örlögum sínum. í bernsku fékk ég að heimsækja ömmu Elínu og Hjönnu og dvaldi þar oft daglangt. Þetta voru ævin- týraferðir og vistin án efa betri en á venjulegi dagheimili. Spurningum í síbilju var svarað af stakri þolin- mæði og ekki minnist ég leiða í litla barnabarnabörn tvö. Árið 1984 missti Magga manninn sinn. Eftir það seldi hún kindurnar og hætti bensínafgreiðslunni en bjó áfram í húsinu sínu. Síðasta ferð Möggu til Suðurlands var 6. maí. Hún fór í afmæli dótturdóttur sinnar og nöfnu á Hellu. Þá kom hún til mín og stóð við í tvo daga og fyrir það er ég þakklát. Þá ráð- gerðum við það að ég kæmi norður í sumar og dveldi nokkra daga hjá henni. Hun lést norður á Akureyri, þar sem hún ætlaði að hjálpa Berg- ljótu systur sinni að undirbúa brúð- kaupsveislu dóttur hennar. Þar hneig hún niður og missti meðvit- und. Hún lést í sjúkrahúsinu á Akureyri nokkrum dögum síðar. Margrét var jarðsett á Blönduósi við hlið mannsins síns 25. júní að viðstöddu miklu fjölmenni. Við Lára fylgdum okkar kæru vinkonu til grafar og ekki er að efa að allar skólasysturnar hafi hugsað til henn- ar með þökk í huga. Við komum ætíð við hjá henni ef leið lá um Blönduós. Vináttán og gleðin var sú sama hvenær sem við hittumst. Þannig voru ungdómskynnin góðu. Á kveðjustund eru þakkir í huga fyrir allt í langri samfylgd hér í heimi. Innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og íjölskyldna þeirra og systra hinnar látnu. Blessuð sé minning mætrar konu. Helga I. Helgadóttir húsinu við Klapparstíg þar sem þær héldu heimili saman í áratugi enda einkar samrýndar. Þegar ég komst á táningsárin áttu þær eftir að hafa góð og áhrifarík áhrif. Þá var oft leitað þangað, m.a. héldu þær okkur feðg- um gleðileg jól um árabil. Hjönna vissi hvert hugur minn stefndi um þær mundir og léði mér sparisjóðsbókina sína svo ég gæti eignast mitt fyrsta hljóðfæri. Gjaldddagar, vextir og verðbætur voru óþekkt fyrirbæri og heimtur slæmar þó þeim lyki með fullum skilum. Ekki var eftirgangi fyrir að fara. Hjördís Fríður Pétursdóttir fædd- ist í Reykjavík 23. apríl 1912. Dótt- ir hjónanna Péturs Guðmundssonar vélstjóra og Elínar Eyjólfsdóttur. EFtir nám hóf hún störf í Skóversl- un Lárusar G. Lúðvíkssonar, þar sem hún starfaði lungann úr lífi sínu, eða allt þar til verzlunin var lögð niður. Eftir það gerði hún stuttan stanz á skrifstofu Iðnskól- ans í Reykjavík og starfaði síðan til æviloka hjá Sælgætisgerðinni Nóa-Sírius. Ung missti hún föður sinn og eftir lát móður sinnar 1956 keypti hún íbúð á Njálsgötu 59 í samvinnu við náfrænku sína, Valborgu Sand- holt, sem um þær mundir varð eins Hjördís F. Péturs- dóttir — Minning Amnesty International: Samviskufangar júnímánaðar Mannréttindasamtökin Am- nesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í júni. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn því að slík mannréttinda- brot séu framin. Islandsdeild Amnesty gefur einnig út póst- kort til'stuðnings föngum mánað- arins og fást áskriftir á skrif- stofu samtakanna. Tyrkland: Dr. Nihat Sargin (61 árs) og Haydar Kutlu (43 ára) eru báðir meðlimir í stjórnmálasamtök- um sem eru bönnuð í Tyrklandi. Þeir voru handteknir þann 16. nóv. 1987 þegar þeir snéru heim úr nokkurra ára útlegð. Tilgangur heimkomunnar var að reyna að fá friðsamlega stjórnmálaþátttöku lögleidda. Sargin og Kutlu var hald- ið í varðhaldi í 19 daga, sem er umfram löglegan varðhaldstíma. Þeir fengu ekki að hitta fjölskyldu- meðlimi eða lögfræðinga. Þegar þeir loksins fengu að ræða við lög- fræðinga, þann 7. des., sögðust báðir mennirnir hafa hlotið mis- þyrmingar við yfirheyrslur. Sargin skrifaði m.a. í kvörtunarbréfi til saksóknara að honum hafi verið meinað um svefn í 170 klst., hann hafi verið barinn og gefin lyf til að brjóta niður mótstöðu hans. Kvört- unum hans og Kutlu var hafnað af saksóknaranum. Sargin fékk seinna læknisvottorð vegna áverka á hægri öxl. Ákærur á hendur Sarg- in og Kutlu eru m.a. aðild að ólög- legum samtökum, kommúnista- áróður, áróður gegn ríkinu á er- lendri grundu, vanvirðing við yfir- völd og að hvetja til afbrota. Ef þeir verða fundnir sekir geta þeir fengið langan fangelsisdóm. Benin: Anselme Ágbahoundo er 33 ára gamall jarðfræðingur. Hann var handtekinn í júlí 1985 og hald- ið í stuttan tíma á lögreglustöðinni í Cotonou. Þar var hann spurður um afstöðu hans til stjórnarinnar og leynilegs kommúnistaflokks. Þremur mánuðum síðar var hann handtekinn aftur af tveimur lög- ástatt hjá. Bjuggu þær saman um aldarfjórðung unz Valborg lézt fyr- ir skömmu eftir áralöng veikindi. Hjördís var nýflutt í íbúð sína á Mánagötu 4 þegar veikindi hennar fóru alvarlega að gera vart við sig. Bræður hennar þrír, þeir Emil, Garðar Óskar og Arnold, lifa hana allir. Fyrir stóran frændgarð og vinahóp er það huggun harmi gegn að minningin um góða konu mun lifa. Sverrir Garðarsson reglumönnum til frekari spurninga. Tveimur dögum seinna var hann fluttur í herfangelsi í Parakou. Mánuðina á eftir var hann yfir- heyrður margsinnis og oft barinn af hermönnum. Þann 9. nóvember var hann fluttur í venjulegt fang- elsi. Hann var þó seinna fluttur tvisvar sinnum til Parakou til yfir- heyrslna og misþyrminga. Þegar þessu lauk var honum haldið áfram í varðhaldi án þess að hljóta ákæru eða dóm. Hann hefur ekki fengið að hafa samband við fjölskyldu sína eða fengið lögfræðilega aðstoð. Agbahoundo er giftur og á eitt barn. Fyrir handtökuna vann hann við ríkisnámufélag Benin sem jarð- fræðiverkfræðingur. Frá handtök- unni hefur hann ekki fengið greidd laun og virðast þau hafa farið í að borga fangavist hans. Skv. upplýs- ingum Amnesty-samtakanna eru um 80 samviskufangar í haldi í Benin vegna friðsamlegra stjórn- málaaðgerða, s.s. þátttöku í verk- föllum, samskipta við aðila sem eru grunaðir um andstöðu við stjórnina, þátttöku í stúdentastjómmálum o.fl. Mörgum er lýst af stjórnvöldum sem „vinstrisinnuðum stjórnleys- ingjum". Enginn hefur verið ákærð- ur eða dæmdur og margir eru tald- ir hafa hlotið misþyrmingar. Kína: Yang Wei er 32 ára gam- all námsmaður frá Shanghai. Hann lauk mastersgráðu í sameindalíf- fræði frá Arizona-háskóla í maí 1986. Hann giftist þegar hann kom heim frá námi. Konan hans fór til Bandaríkjanna í nóv. sama ár í nám en Wei beið eftir að fá leyfi til að fara líka og klára doktorsnám. Mik- il mótmæli áttu sér stað meðal stúd- enta í helstu borgum Kína í des. 1986 og jan. 1987. Farið var fram á aukið lýðræði og fijálsræði. Þann 11. jan. var Wei handtekinn eftir að öryggissveitir höfðu rannsakað íbúð foreldra hans og fundið bækl- inga og persónuleg skrif sem áttu að sýna stuðning hans við stúdenta- hreyfinguna. Konan hans sagði seinna að foreldrar Wei hefðu feng- ið skipun um að þegja yfir hand- tökunni og að þau hafi ekki fengið upplýsingar um afdrif hans né leyfi til að heimsækja hann. I réttar- höldunum yfir Wei var hann ákærð- ur fyrir að hafa tengsl við róttæka hreyfingu frá New York (CAD, Chinese Alliance for Democracy), sem er bönnuð í Kína, að hafa skrif- að undir dulnefni í tímarit CAD, að hafa æst stúdenta með upplýs- ingum frá CAD og gefið CAD vill- andi upplýsingar um stúdentamót- mælin. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Islandsdeildar Amn- esty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá kl. 16—18 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilis- föng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfa- skriftir ef óskað er. (Fréttatilkynning) Blóma- og W skreyíingaþjónusta © hvertsemtilefnider. ** GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74.sími 84200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.