Morgunblaðið - 13.07.1988, Side 46

Morgunblaðið - 13.07.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 um í gúmmíbátum. Krakkarnir leika sér í minigolfi. Á tjörninni gátu þeir yngfstu siglt í gönguferð á stultum. KÓPAVOGUR Hlíðargarðshátíð Fimmtudaginn 7. júlí var hin árlega Hlíðargarðshátíð, haldin í Hlíðargarði í Kópavogi. Það er Vinnuskóli Kópavogs sem stendur fyrir þessari hátíð og er hún yfirleitt haldin á góðviðris- degi í byijun júlí. Yfírleitt eru engir skemmti- kraftar kallaðir til heldur er þetta nokkurs konar leikjahátíð þar sem börn og fullorðnir koma saman og skemmta sér og öðr- um. Boðið er upp á ýmis leik- tæki og á svæðinu er einnig tívolíbás með öllu tilheyrandi. Á fímmtudaginn var mjög gott veður og margir komu til að taka þátt í hátíðinni. í tjöm- inni í garðinum gátu þeir yngstu siglt um í gúmmíbátum og aðrir fóru í minigolf, krikket eða bad- minton. Það var grillað úti og gengið um á stultum og allir virt- ust skemmta sér hið besta. Ágóði af hátíðinni hefur hing- að til verið gefínn til góðgerðar- starfsemi eða til að bæta aðstöð- una í Hlíðargarði. Líklega mun ágóði þessarar hátíðar fara í að kaupa bekki í Hlíðargarð til þess að fólk geti komið þangað og fengið sér sæti á sólbjörtum degi. HÓTEL KEFLAVÍK Viðurkemimg frá breska flughemum Keflavík. ____________________________ Sveitir úr breska flughemum hafa gist reglubundið hjá okk- ur undanfarin tvö ár og það var okkur sannkölluð ánægja að fá við- urkenningu af þessu tagi,“ sagði Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík. Fyrir stuttu var hótelinu veitt viðurkenning frá breska flug- hernum fyrir framúrskarandi góða þjónustu og gestrisni. Nýlega var tekin í notkun lyfta í hótelinu. Hefur umgjörð hennar vakið mikla athygli og hafa fram- leiðendur lyftunnar, sem eru vest- ur-þýskir, óskað eftir að nota mynd- ir af lyftunni og umgerð hennar í auglýsingabæklinga fyrirtækisins. Það voru þeir Steinþór Jónsson hótelstjóri og faðir hans Jón W. Magnússon sem hönnuðu útlit lyft- unnar í samráði við starfsmenn Bræðranna Ormsson sem sáu um uppsetningu. Morgunblaðið/Björn Blöndal Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík áisamt tveim starfs- stúlkum hótelsins, þeim Önnu Gunnarsdóttur til vinstri og Aldísi Garðarsdóttur með viðurkenningarskjalið frá breska flughernum. - BB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.