Morgunblaðið - 13.07.1988, Side 47

Morgunblaðið - 13.07.1988, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 47 Enskir áhorfendur horfðu á Önnu í forundran en hún gat ekki annað en skellihlegið. SUÐUR-AFRÍKA I klausturskóla í Jóhannesarborg Henrietta Karólína ásamt skólasystrum sínum í Belgravia-klausturskólanum. Þær dansa og syngja við guðsþjónustu til heiðurs heilagri Katrínu frá Siena sem er verndardýrling- ur skólans. Hjónin Peter Ernst og Hildur Lárusdóttir von Schilling hafa verið búsétt í Jóhann- esarborg í Suður-Afríku í 14 ár. Upphaflega fluttu þau þangað vegna þess að Peter bauðst starf við stórfyrirtækið Siemens. Þau ætluðu aðeins að vera þarna í nokkur ár en þeim líkar dvölin svo vel að þau hafa ekki hug á að flytja. Hildur Lárusdóttir von Schilling er íslensk að uppruna en eiginmaður hennar, Peter Emst, er danskur. Þau eiga dótturina Henri- ettu Karólínu sem hefur stundað nám við Belgravia-klausturskólann í Jóhannesarborg. Belgravia-klausturskólinn er einkaskóli og er þ.a.l. óháður settum reglum um kynþætti nemenda, sem ríkisreknir skólar verða að hlíta. Skólinn er ekki styrktur fjárhagslega af ríkinu heldur standa nemendur straum af öllum kostnaði með skólagjöldum. í Belgravia-klausturskólanum eru 525 nem- endur af mörgum kynþáttum. Árið 1985 fjölg- aði nemendum um helming þegar svört börn fengu inngöngu í skólann og nú eru þau 85% af nemendum skólans. Árið 1983 var Henrietta Karólína komin á skólaaldur og varð Belgravia-skólinn fyrir valinu vegna íjölbreyttrar kennslu sém ekki var hægt að fá í nærliggjandi ríkisreknum 'skólum. Eftir að svörtum börnum fjölgaði við skólann, tóku nokkrar hvítar fjölskyldur börn- in sín úr skólanum af ótta við að gæði kennsl- unnar yrðu ekki hin sömu. Foreldrar Henri- ettu töldu hínsvegar að það væri gott fyrir börn af ólíkum kynþáttum að kynnast, því að það væri grundvöllur fyrir samvinnu í framtí- ðinni. Reyndin er sú að börnunum kemur vel saman og námið gengur vel hjá Henriettu Karólínu. ENGLAND Ensk Marylin Monroe IEnglandi verður mönnum nú tíðrætt um hina konunglegu Marylin Monroe sem sýndi á sér fótleggina við Windsor-kastala um daginn. Það er engin önnur en Anna prinsessa sem hefur hlotið þetta viðurnefni. Hún var að horfa á póló- leik og skyndilega kom vindhviða og feykti pilsinu hennar upp fyrir velsæmismörk. Anna prinsessa var svo hlessa að hún gat ekki annað en hlegið og flissað áður en hún náði að toga pilsið niður á sinn stað. Eins og vanalega lá lævís ljós- myndari í leyni og náði myndum af þessu neyðarlega atviki. Eftir mikinn barning tókst Önnu að hemja pilsið. 1989 árgerðirnar af MAZDA eru nú væntanlegar innan skamms og þess vegna lækkum við verðið á síðustu bílunum af árgerð 1988. Dæmi um verð: MAZDA121 L 3 dyra 1.1 I.......’......................... MAZDA 323 LX 3 dyra 1.3 I............................... MAZDA 323 LX 5 dyra 1.3 I............................... MAZDA 323 GLX 5 dyra 1.5 I ............................. MAZDA 626 LX 4 dyra/vökvast. 1.8 I ..................... MAZDA 626 GLX 4 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I.............. MAZDA 626 LX 5 dyra sj.sk./vökvast. 1.8 I .............. MAZDA 626 GLX 5 dyra sj.sk./vökvast. 2.0 I.............. MAZDA 626 GTI 2 dyra vökvast. álfelgur vinsk. og sóllúga . Júlíverð Tilboðsverð nú 537.000 464.000 539.000 499.000 594.000 543.000 636.000 590.000 871.000 731.000 1.008.000 889.000 937.000 845.000 1.026.000 905.000 1.225.000 1.088.000 Þetta eru án efa bestu bílakaupin í dag. Tryggið ykkur bíl strax, því aðeins er um takmarkað magn bíla að ræða! BILABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI 68 12 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.