Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 52

Morgunblaðið - 13.07.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1988 FOLK ■ GORDON Strachan hefur framlengt samning sinn við Manc- hester United um tvö ár. Orðróm- ur var á kreiki um að hann væri á mg förum frá félaginu. Frá Strachan, sem er BobHennessy 31 árs og skozkur i Englandi landsliðsmaður, segir fjölskyldu sína una sér vel í Manchester. ■ TONY Coton, markvörður Watford, vill fara frá félaginu. Skozka félagið Aberdeen bauð 700 þús pund í hann en Watford hafn- aði því tilboði. Talið er líklegt að hann verði seldur á næstunni og þá fyrir um það bil 800 þús pund. ■ GRAHAM Souness, stjóri skozka liðsins Glasgow Rangers, er á góðri leið með að afsanna að Skotar séu einstaklega nízkir. Hann virðist haldinn miklu kaup- æði þegar leikmenn eru annars vegar og hefur keypt marga dýra leikmenn til liðsins frá Eng- landi á undanförnum árum. Nú er hann sagður vilja fá enska lands- liðsbakvörðinn Gary Stevens frá- Everton og er reiðubúinn að greiða 1 milljón punda fyrir hann. Það sem styður, að Gary Stevens, sem er 26 ára, sé á förum, er að Everton hefur áhuga á bakverðinum Neil McDonald frá Newcastle. ■ WEST Hamvill kaupa Alan Knight, varamarkvörð Glasgow Celtic og hefur verið talað um kaupverðið 300 þús. pund í því sam- bandi. Knight, sem er 23 ára, er nú aðalmarkvörður norður-írska landsliðsins í knattspyrnu. I MIKILL launamunur er við lýði í ensku knattspymunni. 75% leikmanna í deildunum §órum fá aðeins 250-300 pund á viku (jafn- gildi 20-24 þús ísl. kr.), 15% þeirra hafa um 800 pund en 10% þeirra meira en það. Aðeins 20 leikmenn hafa yfír 2000 pund á viku. KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Senna saxar á forskot Prost McLaren-liðið sleppir ekki taki sínu á sigursætinu í Formula 1 mótunum. Á sunnudaginn vann Brasilíu- maðurinn Ayrton Senna McLaren í breska kappakstr- inum á og tryggði liðinu átt- unda sigurinn í röð. Hann hefur unnið ífjórum mótum, en helsti keppinautur hans um heimsmeistaratitilinn, Frakkinn Alin Prost, hefur gert það líka og aka þeir í sama liði. Prost komst ekki í mark f breska kappakstrinum vegna bilunnar og þokaðist Senna því nær honum í stiga- keppninni um titilinn. Urhellisrigning á Silverstone- brautinni gerði það að verk- um að ökumenn áttu í mestum vandræðum með að hafa stjórn á bílunum, þó að Gunnlaugur þeir notuðu gróf- Rögnvaldsson munstruð dekk skrifar undir bílana. Hál brautin þýddi líka Reuter Ayrton Senna og Nigel Mansell beijast með kampavínsflöskumunum, en Senna hafði betur á brautinni og vann sinn fjórða sigur á árinu. Mansell lauk hinsvegar keppni í fyrsta skipti á þessu ári og náði öðru sæti. Tvívegls þeytist ítalinn AUesandro Nanini útaf, en náði samt í þriðja sætið á Benetton. að öflugustu bílarnir höfðu ekki sömu yfirburði og venjulega, spó- luðu aukaaflinu til einskis. Ferr- ari-ökumennirnir Gergard Berger og Michele Alboreto voru fyrstir af stað í rásmarkinu, en Senna var ekki lengi að losa sig við þá, enda biluðu Ferrari-bílarnir fljót- lega og fóru hægt yfir. Bretinn Nigel Mansell, sem fer til Ferrari á næsta ári, gekk loks vel í keppni, hann náði öðru sqeti á Williams- bíl. Þetta var fyrsta keppnin sem hann lauk á þessu keppnistíma- bili, en hann varð í öðru sæti í heimsmeistarakeppninni í fyrra. Italinn Allessabdro Nanini var lánsamur að ná þriðja sæti eftir að hafa henst útaf í tvígang, eftir að hafa misst stjórn á bílnum í rigningunni. Hann þykir mikið ökumannsefni og ekur hjá Benet- ton-liðinu. Lokastaðan í breska kappakstrinum aktími klst. Ayrton Senna McLaren 1.33.16.387 Nigel Mansell Williams 1.37.42.456 Allesandro Nanini Benetton 1.38.04.978 Maurico Gugelmin March 1.34.40.379 Nelson Piquet, Lotus 1 hring á eftir Dereck Warwick Arrows 1 hring á eftir Staðan í keppni ökumanna Alain Prost, Frakklandi 54 Ayrton Senna, Brasilíu 48 Gerhard Berger, Austurriki 21 Nelson Piquet, Brasilíu 15 Michele Alboreto, ftaliu 13 DOMARAMAL / GUÐMUNDUR HARALDSSON Samskipti dómara og línuvarða Það er mjög algengt að áhorf- endur og leikmenn geri hróp að línuvörðum í leik er dómari dæmir ekki á brot sem á sér stað, að mati áhorfenda og jafnvel leik- manna. Hvort sem um brot eða ekki er um að ræða, þá liggur oft ástæða fyrir því að línuvörður gefur ekki merki um brot. Þá á ég við það, að fyrirmæli dómara tii línuvarða eru oft mjög misjöfn. Sumir dómarar vilja að línuverðir sínir gefi merki um öll brot sem þeir sjá, en aðrir dómarar gefa sínum línuvörðum ákveðin fyrir- mæli um hvernig þeir eigi að starfa. Oft eru þau fyrirmæli þannig, að Iínuverðir gefí merki um brot sem framin eru nálægtþeim og öll vel falin brot sem eru framin með lúmskum hætti. Nær undantekn- ingarlaust fá línuverðir þau fyrir- mæli, að gefa merki um brot sem eiga sér stað inn í vítatcignum, nema atvik sem eiga sér stað er leikmenn lenda í samstuði og sóknarleikmaður feilur eftir slíkt samstuð, eins er sóknarmaður fellur eftir baráttu við vamar- mann. Þetta eru atvik sem dómar- inn vill meta sjálfur og það vita iínuverðir og gefa þess vegna ekki merki. En þá taka áhorfend- ur og leikmenn við sér og láta linuvörðinn hafa það óþvegið. Oft kemur það líka fyrir er dómari missir af broti, að þá eru gerð hróp að línuverðinum, þó hann sé í miklu meiri fjarlægð frá brot staðnum en dómarinn. Á Bretlandseyjum starfa línuverð- ir aðeins sem slíkir þar til þeir fá tækifæri sem dómarar. Það sést því miður of mikið, að línuverðir í ensku knattspyrnunni reyni hreinlga að taka stjórnina af dóm- aranum með óþarfa merkjagjöf- uni. Þegar slíkt kemur upp er dómarinn ekki alltaf sammála línuverði sínum og verður þá að standa í því að veifa merki línu- varðar niður. Þegar sú staða kem- ur upp liggur það í augum uppi að virðingin fyrir dómaratríóinu tapast oftast nær. Ég get sagt það með sanni, að samstarf dómara og línuvarða í íslenskri knattspymu er mjög gott. Það er að segja, þar sem ákveðin fyrirmæli eru gefin fyrir leik og eftir þeim farið hvort sem leikmönnum eða áhorfendum líkar betur eða verr. í lokin ætla ég að láta tíu léttvæg „boðorð“ fylgja fyrir knattspyrnu- dómara: 1. Láttu ekki sjá þig með (flcraugu eða heyrnartæki. 2. Gerðu línuverðinum það ljóst að það ert þú sem hefur völdin - bentu aldrei i sömu átt og hann. 3. Gættu þess að vingast við fyrirlið- ana fyrir leikinn - þú gætir þarfnast aðstoðar þeirra seinna. 4. Ef þú er ekki viss um hver á innk- astið/frisparkið, dæmdu þá heimalið- inu í hag. 5. Hugsaðu áður en þú flautar. 6. Viðurkenndu aldrei mistök. 7. Gættu þess að hafa sterka teygju í stuttbuxnastrengnum. 8. Kannaðu fyrir leikinn hvort ekki séu bakdyr á vallarhúsinu. 9. Ef sjónvarpið er á staðnum, brostu og reyndu ávallt að vera nálægt bolt- anum. 10. Gættu þess að ekki séu nein vitni til staðar þegar þú segir leikmönnum og/eða þjálfurum álit þitt á þeim. Þessa léttu punkta er að fínna í bókinni: Jimmy Greaves with Norman Giller - The book of foot- ball lists. Með dómarakveðju Guðmundur Haraldsson KNATTSPYRNA / NOREGUR „Gerir frfið okkar að martröð“ - sagði Teitur Þórðarson eftir að Brann tapaði fyrir neðsta liði deildarinnar TÍUNDA umferð norsku 1. deildarinnar í knattspyrnu fór fram á sunnudaginn. Þetta var jafnframt síðasta umferð fyrir sumarfrí leikmanna. Brann lék á útivelli og mátti þola tap, 2:0, fyrir neðsta liði deildarinnar, Strömmen. Mossgerði jafn- tefli við Lilleström. Ífyrri hálfleik í leik Strömmen og Brann var leikurinn jafn en sóknarmenn Brann skutu hvað eftir annað lélegum langskotum að marki Strömmen sem ýmist enduðu hjá áhorfendum eða í höndum markvarð- arins. Brann breytti um leikaðferð í seinni hálfleik, hættu langskotunum og reyndu þess í stað að spila sig inn að mark- inu. Sóknarmenn Brann misnotuðu hvert dauðafærið á fætur öðru. Frá Sigurjóni Einarssyní ÍNoregi Strömmen, sem annars spilaði í fullu samræmi við stöðu sína í deild- inni, fór þó betur með færi sín. Knut Meiningen skoraði tvívegis fyrir Strömmen og gerði úti um vonir Brann. Brann fer því í fríið með bontninn á hælunum. Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, lét mörg þung orð falla að leik loknum. „Þessi leikur var sakmmarlegur að okkar hálfu og þetta gerir fríið okkar að martröð." Forráðamenn Brann hyggjast reyna að bjarga liðinu á örlagastundu og kaupa tvo sókndjarfa leikmenn „Við getum ekki setið með hendur í vösum og horft á Brann liðið hrynja eins og spilaborg," sagði Johan Reigstad, stjórnarmaður Brann. I Moss er öllu léttara hljóð í mönn- um, enda liðið í toppbaráttunni. Moss fékk Lilleström, efsta lið deildarinnar, í heimsókn og lauk leiknum með jafntefli, 1:1. Jan Kristjan Fjærestad skoraði fyrst fyrir Moss á 23. mín. en að- eins átta mínútum síðar jafnaði Jan Fjortoft fyrir Lilleström. í seinni hálfleik fóru bæði liðin var- lega í sakirnar. Gunnar átti góðan leik og heldur Moss þriðja sætinu í deildinni eftir jafnteflið. Á sunnudag var dregið í 4. umferð bikarkeppninnar og drógst Moss gegn nágrönnum sínum, Dröbak- Frogn úr 2. deild, og Brann leikur við Strindheim einnig úr 2. deild. Leikið verður 3. ágúst. Önnur úrslit á sunnudaginn: Tromsö-Rosenborg....................1:2 Volleringen-Sogndal.................1:1 Bryne-Djerv 1919..................-.5:2 Konsvinger-Molde....................0:0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.