Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 9

Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 9 SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 21.JÚLÍ EININGABRÉF 1 3.113,- EININGABRÉF 2 1.791,- EININGABRÉF 3 1.982,- LÍFEYRISBRÉF 1.565,- SKAMMTlMABRÉF 1.103,- f KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar. sími 68 69 88 Miðstöð verðbréfaviðskiptanna / Láttu peningana vinna? Sérfræðingar Kaupþings í verðbréfaviðskiptum aðstoða þig við kaup á hagstæðustu verðbréfunum hveiju sinni. Á þann hátt lætur þú peningana vinna fyrir þig. Kaupþing býður allar gerðir verðbréfa. Einingabréf 1,2,3 Lífeyrisbréf Bankabréf Veðskuldabréf Skuldabréf stærstu fyrirtækja Spariskírteini ríkissjóðs Hlutabréf í fyrirtækjum Skammtímabréf rtnk i þJÓÐVILJINN Mi,gag, | Ja \m rðarfö jlýst s ■§J Jarðarför hvers?! Þjóðviljinn tilkynnir í forystugrein í gær, að ríkisstjórnin sé dauð en jarðarförin verði auglýst síðar! Um þessa staðhæfingu Þjóð- viljans verður fjallað í Staksteinum í dag og einnig verður vitnað til ummæla í forystugreinum Tímans og Þjóðviljans í gær um stöðu ríkisstjórnarinnar. Er Albanía enná ferðinni? Hér fyrr á árum, þcg'- ar deilur voru harðastar milli kommúnistaflokk- anna í Sovétríkjunum og Kína, brugðu Sovétmenn gjarnan á það ráð að skamma Albaníu, sem var eina sósíalíska ríkið í Evrópu, sem studdi Kínverja — ef þeir vildu koma gagnrýni á fram- færi án þess, að hún vekti of mikla athygli. I forystugrein Þjóðvilj- ans í gær segir svo: „Það er einhver ógæfulegur þreytusvipur á forystu- mönnum ríkisstjórnar- innar. Þeir hreyta úr sér ónotum hver i annan, eins og strákar í fótbolta- liði, sem gengur illa, fyr- irliðinn skammast i framlínunni, framlínan i markmanninum, mark- maðurinn i vöminni, vömin í tengiliðunum og allir saman í dómaranum ... Ríkisstjómin er að vísu dauð en jarðarförin verð- ur auglýst síðar.“ Þessi forystugrein Þjóðviljans hefði alveg eins getað byijað á þenn- an veg: Það er einhver ógæfulegur þreytusvipur á forystumönnum Al- þýðubandalagsins o.sv.frv.1 Ef þreytusvipur er á ríkisstjóminni er hann ekki siður á for- ystumönnum Alþýðu- bandalagsins. Hvar er Ólafur Ragnar eigin- lega?! Ekki er hann að boða frið í útlöndum! Svavar hefur tekið við þvi hlutverki. Hvenær verður jarðarför Alþýðu- bandalagsins auglýst? Fór hún kannski fram i kyrrþey?!! Tíminnog ríkisstjómin Tíminn fjallar i for- ystugrein i gær um stjómarsamstarfið og segir: „Ef þessi ríkis- stjóra ætlar að lifa, þá dugir ekki, að þannig sé unnið innan hennar, að sifellt þurfi að skerast i odda og hvergi sé slakað á. Þriggja flokka ríkis- stjóm er i sjálfu sér vandmeðfarið stjómtæki og háð málamiðlunum. Eigi að síður er nauðsyn margflokkastjómar aug- ljós í fjölflokkaþjóðfé- lagi. Ábyrgir stjómmála- flokkar hjjóta að ganga út frá þvi í raunhæfri pólitík, að oft og iðulega verði ekki þjá þvi komizt að margir flokkar, og varla færri en þrír, eigi aðild að ríkisstjóm. Ef sú viðurkenning liggur fyrir þá hjjóta forystu- menn slíkra flokka að gera sér grein fyrir þvi, að stjómarstefnan verð- ur að byggjast á mála- miðlun og eðlilegri tillits- semi gagnvart sam- starfsflokkumun. En fyrst og fremst verður ríkisstjóm að koma sér saman um hveraig hún ætlar að bregðast við brýnustu vandamálum efnahagslifs og fjár- mála." Alþýðublaðið og ríkis- stjómin Alþýðublaðið flnnur líka hjá sér þörf til þess að fjalla um ríkisstjóm- ina i forystugrein í gær og segir: „Þvi miður hafa stjómarflokkamir ekki náð nægjanlegri sam- stöðu um hin stóm undir- stöðuatriði; eflingu og umbyltingu ríkistekna, endurskipulagningu at- vinnuveganna og eflingu þjóðartekna samfara nið- urskurði á rikisútgjöld- um. Alþýðuflokkurinn hefur einn i núverandi ríkisstjómarsamstarfi haft til að bera hinar viðfeðmu hugsjónir að umbreyta þjóðfélaginu i þá vem að efla og tryggja jöfnuð og rétt- læti. Hin sterku hags- munatengsl Sjálfstæðis- flokksins og Framsókn- arflokksins hafa staðið i vegi fyrir einlægum ásetningi þessara flokka að beijast fyrir hag ein- staklinganna S þjóðfélag- inu. Einstaka atvinnu- greinar og fyrirtæki samtvinnuð við ríkiskerfi og skömmtunarkerfl ey- steinskunnar hafa haft pólitiskan forgang. Það er ennfremur dapurlegt, að hugsjónaeldi Alþýðu- flokksins i núverandi ríkisstjómarsamstarfl, sem lyft hefur Grettis- tökum, skuli hafa verið snúið upp i andhverfu sína og traðkað niður i fjölmiðlum. Enn nötur- legra er til þess að hugsa, að andstæðingar ríkis- stjómarinnar hafa hlotið dyggan stuðning alþing- ismanna stjómarflokk- anna þriggja til að rifa niður gjörðir Alþýðu- flokksins og reyndar rikisstj ómarinnar i heild. Dæmi: umbylting tekju- öflunarkerfis ríkissjóðs, aðskihiaður rikis og sveitarfélaga, kaupleigu- kerflð og skattabreyting- in.“ Borðbúnaður - sem ber af — SUOMI matar- og kaffistell frá Rosenthal. Hnítapör í sama stíl. Hönnun: Timo Sarpaneva. studiohúsið A HORM LAUGAVEGS OG SNORRABRAUTAR SIMI 18400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.