Morgunblaðið - 21.07.1988, Side 13

Morgunblaðið - 21.07.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 13 Lóð í Stigahlíð Til sölu 914 fm eignarlóð á besta stað við Stigahlíð í Reykjavík. Upplýsingar í síma 82055 á skrifstofutíma. Ú FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF. 68-55-80 Norðurfell Glæsilegt raðhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr samtals um 220 fm. Uppi: M.a. sjónvarpshol, 3 rúmgóð svefnherb., flísalagt baðherb. með baði, sturtu- klefa og gufubaði og frábær 60 fm blómastofa með parketi. Niðri: Stofa með arni, borðstofa, svefnherb., eldhús, búr og þvottaherb. Sérlega vel innréttað hús. Upplýsingar á skrifstofu. Einkasala. Ármúla 38. - 108 Rvk. - S: 68-55-80 Lögfræðingar: Pétur Þór Sigurðsson hdl., Jónína Bjartmarz hdl. I árekstri við sovéskan sendiráðsmann: Telur siff í rétti en fær ekki tjónið bætt m Metsölublað á hverjum degi! „MER FINNST harkalegt að þurfa að sætta mig við þetta en úr þessu er sennilega ekki um annað að ræða,“ segir Aðal- steinn Guðmundsson læknir, sem fyrir nokkru lenti í árekstri við sovéskan sendiráðsstarfs- mann. Stendur staðhæfing gegn staðhæfingu um tildrögin. Atburður þessi átti sér stað á mótum Túngötu og Garðastrætis. Lögreglan var kvödd til og skýrsla var tekin af bæði Aðalsteini og sovéska sendiráðstarfsmanninum. Aðalsteinn hélt því fram að rútan hefði bakkað á sig en sá sovéski að Aðalsteinn hefði ekið aftan á rútuna. Engin vitni voru að þess- um atburði og stendur því orð gegn orði. Báðir bílamir voru tryggðir hjá Sjóvá og þar var ákveðið að skipta sjálfskuldaábyrgð aðila jafnt nið- ur. Sovéska sendiráðið sætti sig við þá niðurstöðu málsins og Aðal- steinn segir að h'ann hafí í sjálfu sér ekkert út á niðurstöðu trygg- ingarfélagsins að setja eins og málinu er komið. Hinsvegar fær hann ekki bættan þann skaða að missa bíl sinn á verkstæði í tæpa sex daga. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru allir bílar sem sendiráðin nota tryggðir og skráð- ir hér á landi. Bótaskyldan ef um árekstra er að ræða er skýr og skiptir ekki máli hvort viðkomandi nýtur friðhelgi eður ei. Lögreglan má aftur á móti ekki hafa nein afskipti af sendiráðsstarfsmönn- um er njóta friðhelgi önnur en að koma í veg fyrir að þeir fremji lögbrot. Ef ökumaður nýtur t.d. friðhelgi sem starfsmaður sendi- ráðs og ekur undir áhrifum áfeng- is getur lögreglan aðeins stöðvað þann akstur en má ekki hafa nein önnur afskipti af manninum. Loftbrú til Vestmannnaeyja LEIGUFLUG Sverris Þórodds- og Reykjavík. Nánari upplýsingar sonar verður með loftbrú til ’fást á skrifstofu Leiguflugsins í Vestmannaeyja um verslunar- Reykjavík og á umboðsskrifstof- mannahelgina. unni á Hellu. Flogið verður til Eyja frá Hellu (Fréttatakynning) STORUTSALA Buxur Bolir Blússur Pils Peysur Jogginggallar Barnafatnaður og margt, margt fleira Sjáumst ‘><v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.