Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 14 Athuganir hafa sýnt að tæplega fjórðungur af lofttegundum fjarlægra geymþoka samanstendur af helíum. Með því að notast við niðurstöður nýrra mælinga á helmingunartima nifteinda tekst frumsprengjukenningunni að segja fyrir um tilvist heliums með nákvæmni sem sýnir einungis 0,1 prósent frávik frá niðurstöðum mælinga. Nýjar mælingar á meðalævi nifteinda Teikningin sýnir nokkra mikilvæga kjarnaferla sem áttu sér stað þegar alheimurinn hafði náð u.þ.b. þriggja minútna aldri. Nift- eindir eru táknaðar með O en róteindir með •. Linuritið sýnir gróflega hlutfallið á milli nifteinda, tvívetnis og 2He4 sem fall af tíma og hitastigi á fyrstu minútunum eftir einstak. Vísindi Sverrir Ólafsson Nýlegar mælingar vísinda- manna í Grenoble, Heidelberg og Bonn sýna að meðalævi frjálsra nifteinda er skemmri en hingað til hefur verið talið. Niðurstöður þessar koma til með að varpa nýju ljósi á hugmyndir manna um myndun vetnis og helíums nokkr- um mínútum eftir upphaf frum- sprengingarinnar. Flestir eðlisfræðingar eru nú sannfærðir um að alheimurinn hafi þróast út frá ógnarheitum og orkumiklum „eldhnoðra" sem hefur blásið út og kólnað á mörg þúsund milljóna ára æviferli al- heimsins. Orka eldhnoðrans, sem myndaðist í frumsprengingunni eða stóra hvellinum, ummyndaðist í eindir sem síðar urðu uppistaða alls efnis í alheimsrúminu. Skömmu eftir einstak, en það markar upphaf frumsprengingar- innar, var eldhnoðrinn svo heitur og orkumikill að eindir og an- deindir ummynduðust stöðugt í geislun sem síðan gat endurum- myndast í eindir og andeindir. Sagt er að á þessu stigi hafi efni og geislun verið í jafnvægi. Um það bil einum hundraðasta hluta úr sekúndu eftir einstak, þegar hitastigið var u.þ.b. 1013 (tíumillj- ónmilljón) gráður Kelvin, tóku frumeindir er nefnast kvarkar að bindast og mynda þyngri kjama- eindir eins og róteindir og nift- eindir. Hreyfiorka kjamaeindanna var í upphafí svo mikil að þær gátu ekki tengst og myndað létta atómkjama. Þremur mínútum eftir einstak var hitastigið komið „niður í“ nokkrar þúsundmilljón gráður Kelvin, en við það hitastig tóku nifteindir og róteindir að bindast og mynda létta atómkjama eins og tvívetniskjama, jH2, sem sam- standandi af einni róteind og einni nifteind. Kjamasamruninn stöðv- ast ekki þar með, heldur leiða áframhaldandi kjamahvörf til myndunar þyngri kjama, eins og þrívetnis, jH3 (ein róteind og tvær nifteindir), helíumkjama, 2He3 (tvær róteindir og ein nifteind) og helíumkjama, 2He4 (tvær rót- eindir og tvær nifteindir). (Neðri talan framan við skammstöfun frumefíianna gefur upp fjölda rót- einda, en sú neðri gefur upp Iq'amatölu viðkomandi ísótópa, þ.e. samanlagðan flölda róteinda og nifteinda.) Ferillinn stöðvast að mestu við 2He4, sem er stöðug- astur allra léttra atómkjama. Frjálsar nifteindir „lifa“ ekki nema í takmarkaðan tíma, en þær ummyndast við s.k. betasundrun í róteindir, rafeindir og andlétt- eindir. Ævilíkur „stöðugra einda em gjaman geftiar upp í s.k. helmingunartíma, en það er sá tími sem helmingurinn af ákveðnu upphafsmagni einda hefur eyðst við geislasundmn. Fyrstu tölulegu niðurstöður um helmingunartíma nifteinda vom 12,5 mínútur. Mælingar á undanfömum ámm hafa bætt þessar niðurstöður og þangað til fyrir nokkmm mánuð- um var gert ráð fyrir því að helm- ingunartíminn væri 10,4 mínútur. Síðustu niðurstöður áðumefndra vísindamanna sýna að helmingun- artími nifteinda er ekki nema 10,12 mínútur. Nifteindir verða stöðugar eftir að þær tengjast róteindum og mynda vetnis- eða helíumkjama. Það magn helíums sem myndast er því háð helmingunartíma nift- eindanna, en því skémmri sem hann er því fleiri nifteindir eyðast áður en þær geta myndað helíum- kjama með róteindum og því minna verður til af helíum. Megin léttkjamamyndunin átti sér stað þegar hitastigið var á bilinu 5 * 108 — 109 gráður Kel- vin, en það var á tímabilinu 180— 1.700 sekúndum eftir einstak. Þessi tími er af svipaðri stærð- argráðu og helmingunartími nif- teinda og því er augljóst að jafn- vel smávægilegar breytingar á helmingunartímanum hafa afger- andi áhrif á lokamagn myndaðs helíums. Mælingar sem á undanfömum árum hafa verði gerðar á tilvist helíums í í hundruðum vetrar- brauta sýna að hlutur þess er 23,5% af lofttegundum vetrar- brautanna. Þetta er ekki alveg í samræmi við þau 24% sem fmm- sprengjukenningin sagði fyrir um, en hún hefur hingað til byggt forsagnir sínar á því að helming- unartími nifteinda sé 10,4 mínút- ur. Sumir munu telja að kenning sem segir fyrir um niðurstöður mælinga með þetta mikilli ná- kvæmni geti vissulega talist harla góð. Það er engu að síður ánægju- legt að ef niðurstöður vísinda- mannanna í Heidelberg, Grenoble og Bonn eru réttar þá munu for- sagnir frumsprengjukenningar- innar verða enn betri eða 23,6%. Ástæðan fyrir því að mæling á helmingunartíma nifteinda er jafn erfíð og raun ber vitni er fyrst og fremst sú hvað helmingun- artíminn er langur. Þeir gjafar sem venjulega eru 'notaðir til framleiðslu nifteinda senda eind- imar frá sér á miklum hraða. Mæling á helmingunartíma bygg- ist á því að mæla fækkun einda í nifteindageislanum þegar hann ferðast ákveðna vegalengd. Ef helmingunartíminn er langur þá minnkar magn eindanna í geislan- um lítið eftir að þær hafa ferðast vegalengd, sem er af svipaðri stærðargráðu og nútíma tilrauna- stofur og eindahraðlar. Þegar helmingunartíminn er hinsvegar skammur, ef til vill ekki nema nokkrir milljónustu hlutar úr sek- úndu, þá snarminnkar eindamagn geislans og niðurstöður mæling- anna verða langtum nákvæmari. Vísindamennimir í Bonn hafa þróað nýja aðferð sem gerir þeim mögulegt að mæla helmingun- artíma nifteindanna með áður óþekktri nákvæmni. Þeir nýta sér þá staðreynd að nifteindir hegða sér í ýmsu tilliti eins og „örlitlar segulnálar" og víxlverka því við segulsvið. Ef segulsviðið er af ákveðinni lögun er hægt að þvinga nifteindimar til hreyfingar innan takmarkaðs svæðis, þ.e. „kyrr- setja“ þær í s.k. „segulflösku", en eftir að það er gert er auðvelt að fylgjast með nifteindunum og því hvemig þær eyðast við geisla- sundmn eftir því sem tíminn líður. Mælingamar verða vissulega endurteknar á næstunni, en fyrstu niðursstöður styðja traustlega við bakið á frumsprengjukenning- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.