Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 26.07.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 „Tíu nektarmiir á tíkall“ Þegar við komum út úr flugr- útunni koma þeir á harðastökki eftir götunni, stórstígir og hlæj- andi. Hárið er sítt og andlitið hulið skeggi. Þeir eru tveir. Bux- urnar eru alltof stórar og girtar upp um þá með snæri. Kafloðnir bjórmagarnir standa út úr frá- hnepptum skyrtunum. Verndar- gripirnir dingla um hálsinn. Sá fyrri keyrir gamlan barnavagn með búslóðinni. Hinn kemur á eftir á hjóli. Fjöldinn allur af plastpokum hangir á hjólinu. Upp úr þeim standa bjórflöskur fullar og tómar. Góðan daginn, kæra frú. Má bjóða þér bjór? Þeir stoppa, draga upp bjórfl- öskur og brosa breitt. Svo rétta þeir flöskumar upp í nefið á mér. Ég hrekk undan og dreng- urinn rekur upp stór augu. Hann stendur við hliðina á mér í nýju gallabuxunum og myndabolnum, hreinn og strokinn. Addidas- skómir em ennþá eins og nýir. Allt keypt í tilefni ferðarinnar. í útlöndum verður maður að vera fínn! — Mamma, þekkirðu þá? — Nei, vinur minn. Þeir em bara svona kurteisir. — Af hveiju em þeir svona skrýtnir? Tja, af hveiju? Em þeir skrýtnir? Ég veit ekki alveg hveiju ég á að svara... — Ætli þeir vilji ekki bara hafa þetta svona. — Hafa þetta svona! Sérðu ekki hvað þeir em skitugir. — Juuuúúú ... — Og hvar eiga þeir heima? Hann er bæði undrandi og skelkaður í senn. — Á þjóðveginum, vinur minn! Flakkararnir drekka ölið. Það freyðir um munnvikin. Þeir röpa, þurrka sér um munninn með handarbakinu, hlæja. Þeir rétta flöskuna í áttina til okkar með góðlátlegum athugasemdum. En ég hristi höfuðið brosandi. Ég finn að lítil hönd læðist inn í lófa mér og togar í. — Komdu mamma. Kannski höfum við bara lent í vitlausu útlandi... En við höfum ekki lent í vit- lausu útlandi og von bráðar emm við stödd á Strikinu. Sólin bak- ar. Mannfjöldinn er ægilegur. Þama er fólk af öllum stærðum og gerðum. Litlir krakkar á stuttbuxum, hvítir, svartir og brúnir. Frúr með hatta og perlu- festar, ungar stúlkur í pínupils- um og leðurfatagengi með bláar og bleikar hárskrýfingar. Alls- kyns trúbadúrar beija hljóðfæri og kyija misjafnlega angurværa söngva. Vegfarendur staldra við, meta stöðuna og henda pening- um í opna hljóðfærakassa snill- inganna hafi þeir unnið til þess. Sonurinn vill öllum gefa. Hann eys tuttuguog fimmeyringum með gati á báða bóga. Að lokum gemm við með okkur samkomu- lag um að gefa bara barnamúsík- öntum. Og við höfum ekki lengi gengið þegar við beinlínis dettum um tvo unga harmóníkuleikara. Það klingir í dönskum krónum. Svo er brosað á tveimur tungu- málum. — Tíu nektarínur á tíkall! æpir feitlaginn götusali með skalla. — Gerið bestu innkaup ársins. Tíu yndislegar ferskjur á aðeins tíkall! hrópar enn feitari kona með strítt stutt hár. Hún þurrkar svitann með handarbakinu. — Tíu ferskjur á sjötíu kall íslenskar! Sá litli fyllist jötunmóði. Hann veður á milli ávaxtastandanna og reikar á eldihraða. — Maður fær eina í mesta lagi tvær ferskjur fyrir þetta verð heima. Vá. . . kiwi og avokado. Af hveiju er grænmeti svona dýrt á íslandi? —Tja, er það ekki þessi maka- lausa sérstaða íslands enn einu sinni... — Þetta er svo hollt, eða — þetta er svo ódýrt er viðkvæði hans í hvert sinn sem ég ætla ekki að kaupa meira. Á endanum setjumst við utan í Kirkju heilags anda með ótal bréfpoka og úðum í okkur A-, B- og C-vítamíum. Hann er farinn að hallast að því að þetta sé ekki sem verst útland þegar við sjáum konuna ... Hún er lítil og samanrekin með skýluklút bundinn fast und- ir kverkinni. Þrátt fyrir steikj- andi hita er hún í kuldaskóm og úlpuræksni. Hún stendur álút yfír rusladallinum og gramsar í honum, finnur nokkrar hálftóm- ar kókdollur og sýpur úr þeim. Þegar hún er búin að svala þorst- anum seilist hún í einn af mörg- um plastpokum sem liggja við fætur hennar, dregur upp stóra flösku og hellir afgangnum úr dollunum í flöskuna. Þannig fer hún á milli rusladallanna, snuðr- ar, gramsar og safnar í pokann. Á samri stundu hefur græn- metið misst allt aðdráttarafl. Við sitjum og störum á þessa furðu- legu konu og ég á engin svör við öllum spurningunum sem hellast yfír mig. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir dýrtíð og rign- ingar vikum saman sé best að búa á Islandi því þar séu engar konur sem eigi svona hræðilega bágt, a.m.k. ekki á Akranesi... Svo röltum við áfram í átt að Nýhöfn. Inni á Hvít er margt um mann- inn eins og venjulega. Undir myndinni af Jónasi sitja íslenskir kennarar á sumarnámskeiði og syngja Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer ... ölið freyðir, aug- un eru rök. Allir komast í beina snertingu við listaskáldið góða á þessu bjarta sumarkvöldi, verða eins og hluti af honum, fara að tala í ljóðum og kasta fram kvið- lingum. Þegar upp er staðið er ótrúlega stutt í Jónas hjá flest- um... Og nú líður hver dagur í dýrð- legum fagnaði, sólin vermir, jarðarberin bragðast sem aldrei fyrr og bjórinn er alltaf að verða betri og betri. En allir dagar eiga kvöld og eins og hendi sé veifað er komið að því að fara aftur upp á klakann. Það er seinkun á flugi vegna hrakninga vélar- innar í roki við Grænland. Tíminn sniglast áfram. Á Kastrup er verið að loka öllu og kominn nótt. Dönsk hlaðfreyja útdeilir matarmiðum frá Flugleiðum. — Hver er fyrstur að drekka bjór fyrir 105 krónur danskar? Hópur vaskra manna þyrpist inn í kaffiteríuna. Og nóttin silast áfram, börnin eru sofnuð, full- orðnir móka. — Flugleiðir tilkynna brottför FI 213 til íslands, gengið út um hlið númer 17. Kaupmannahöfn liggur upp- ljómuð fyrir neðan okkur, heill- andi og ævintýraleg í senn. Svo stingur vélin sér inn í þrumuský- in og borgin er að baki. — Við hefðum átt að borða meiri jarðarber, mamma . . . Það örlar á klökkva í röddinni sem víkur þó fljótlega þegar flugfreyjumar bera fram ómælt gosið við það eitt að stutt er á bjölluhnapp. Það smábirtir og fyrr en varir er véiin böðuð í miðnætursól. Fyrir neðan velta hvítir skýja- bólstrar eins og nýþvegin ull. Þegar við fljúgum inn yfir Aust- urland greiðist úr skýjum og fjöll og fírðir blasa við. Og þar sem ég sit og horfi yfir landið þessa björtu júlínótt grípur mig sama tilfinningin og hjá Jónasi á Hvít. Þetta er hluti af sjálfri mér í blíðu og stríðu og öll jarðarber Danaveldis vega skammt á móti íslenskri júlínótt. Þokan gleypir okkur. Rödd flugstjórans kveður við í hátalar- anum. í Keflavík er súld og átta stiga hiti. Útlendingamir hrylla sig og renna úlpunum alveg upp í háls en ég leiði lítinn svefn- drukkinn mann inn í dýrastu flugstöð í heimi! Kristín Steinsdóttir 2ja, 3jaog4ra manna APOLLO nælontjöld. Verð frá kr. 7.800stgr. verð frá kr. 2500,- Bakpokar frá kr. 2.500,8gerðir. í tilefni 75 ára afmælis bjóðum við 10% staðgreiðsluafslátt aföllum vörum. Mikið úrvál af stólum og borðum í útileguna. Hringdu og við sendum þér bækling. Sendum í póstkröfu um land allt. ÆGIR EYJASLÓÐ 7 - SÍMl 621780 Verð29.995stgr. SEGLAGERÐIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.