Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Hvammstangi: Verslun Sigurðar Pálma- sonar hf. lýst gjaldþrota VERSLUN Sigurðar Pálmasonar hf. á Hvammstanga var lýst gjald- þrota á föstudaginn, 22. júlí. Stjórn félagsins óskaði eftir gjald- þrotaskiptum eftir að ársreikning- ur fyrir árið 1987 og uppgjör fyrstu 5 mánaða þessa árs lágu fyrir. Skiptaráðandi féllst á beiðni stjórnar félagsins. í fréttatilkynningu frá stjóm versl- unarinnar segir að þeir erfiðleikar sem verslun og önnur atvinnustarf- semi á landsbyggðinni búa við hafi bitnað harkalega á verslun Sigurðar Pálmasonar hf. Félagið hefur stundað alhliða verslunarrekstur og rekið sláturhús um árabil. Á undanfömum misserum hafa rekstrarskilyrði farið síversn- andi. Stjórn félagsins treysti sér ekki til að halda rekstrinum gangandi lengur. Bókfært eiginfé félagsins var neikvætt um 56 milljónir króna um síðustu áramót og bráðabirgðaupp- gjör sýnir áframhaldandi rekstrartap eftir 5 fyrstu mánuði þessa árs. Því var ekki hjá gjaldþroti komist. Varúðar- lending á Sandskeiði FLUGMAÐUR fjögurra sæta eins hreyfils Jodel-vélar, TF- RJR, lenti í erfiðleikum vegna gangtruflana í vélinni yfir Svína- hrauni siðdegis á laugardag. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, tók þann kost að lenda vél- inni á flugvellinum við Sandskeið. „Það er varla hægt að tala um nauðlendingu, varúðarlending væri nær lagi,“ sagði Skúli Jón Sigurðar- son hjá Loftferðaeftirlitinu. Við at- hugun kom í ljós að ventilgormur hafði brotnað. Morgunblaðið/Guðmundur Steingrímsson Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Guðmundur Steingrimsson trommuleikari og Þórður Högnason bassaleikari léku jazztónlist í Jónshúsi í Kaupmannahöfn fyrir stuttu. Kaupmannahöfn: Jazztónleikar í Jónshúsi Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Jazztónleikar voru haldnir i Jónshúsi 20. júlí, annan miðviku- daginn í röð. Lék Tríó Guðmund- ar Ingólfssonar lengi kvölds við mikinn fögnuð gesta. Tríóið skipa, auk Guðmundar Ingólfssonar, Guðmundur Steingr- ímsson trommuleikari og Þórður Högnason bassaleikari. Eru þeir að koma frá Rostock, en þar léku þeir í Hljómsveit Hauks Morthens á „Musik Sommerfestival", sem hald- inn er árlega. Þeir voru greinilega í essinu sínu í félagsheimilinu, ekki síst Guð- mundur Ingólfsson, sem lék kvöldin á undan á La Fontaine og gerði mikla lukku. Hljómlistarmennirnir Leiðrétting HINN 22. júlí birtist í Morgun- blaðinu grein eftir dr. Benjamin H. J. Eiríksson, sem bar heitið Litið um öxl. í greininni er vitnað í grein eftir Árna Bergmann ritstjóra og hún sögð hafa birst í Þjóðviljanum hinn 11. júlí. Það var hins vegar ritvilla fyrir 1. júlí, en hið rétta er að grein- in birtist í Sunnudagsblaði Þjóðvilj- ans þann 3. júlí. Greinin heitir Þriðji dauði Stalíns. þrír náðu vel saman og nutu sín þó vel í einleik. Einkum hafa þeir nafnamir næmt samband sín á milli, enda hafa þeir leikið saman síðan 1978. Guðmundur Steingrímsson, sem kallaður hefur verið „Papa jazz“ heima, hefur ver- ið í tónlistinni í 45 ár, alla tíð í jazz, sem er hugsjón þeirra nafnanna, eins og hann komst að orði. í vetur lék Guðmundur trommuleikari á ný með KK-sextettinum í dagskránni sem nefnd var Gullárin með KK á Hótel íslandi og naut hann þess vel. Þórður Högnason er aðeins 25 ára gamall og hefur verið nemandi ýmissa bassaleikara Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og leikið með henni í 5 ár. í sumar hefur hann verið í Hljómsveit Hauks Morthens, en jazz hefur hann spilað með Guðmundi Ingólfssyni í 2 ár. Þórður hyggur á framhaldsnám í kontrabassaleik í Kaupmannahöfn í vetur. Er Tríó Guðmundar Ingólfssonar hverfur héðan tekur strax við Fær- eyjaferð með Hljómsveit Hauks Morthens. Mun hljómsveitin leika á mörgum stöðum í Færeyjum á veg- um Brands Ossurarsonar og fyrir íslendingafélagið í Færeyjum. Er ætlunin að „hita fólkið upp“ fyrir Ólafsvökuna sem hefst 28. júlí. - G.L.Ásg. 3f> Rekstrarstaða ríkissjóðs í lok hvers mánaðar 1988. MILLJ. KR. Áætlun fjármálaráðuneytisins um rekstrarstöðu ríkissjóðs i lok hvers mánaðar 1988. Til samanburðar er staða ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins. Horfur á auknum halla ríkissjóðs í ár ÝMSAR blikur eru á lofti í heil- brigðiskerfinu og i landbúnaði sem gætu haft áhrif á afkomu ríkissjóðs á síðari hluta ársins og aukið á rekstrarhalla hans, samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins. Nú þegar stefnir í um 700 milljón króna halla. í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir hallalausum ríkis- búskap. Fyrstu sex mánuði ársins var rekstrarhalli ríkissjóðs um 2,9 millj- arðar króna, en gert er ráð fyrir að tekjuafgangur á síðari hluta árs- ins nemi 2,2 milljónum. Samkvæmt upplýsingum §ár- málaráðuneytisins hafa verðlags- hækkanir valdið samdrætti í veltu sem meðal annars dregur úr sölu- skattstekjum ríkissjóðs. Hækkun á launum, gengi og verðlagi hafa hins vegar vegið þyngra í útgjöldum, og auk þess hafa verið teknar ákvarð- anir um að hækka ýmis útgjöld umfram það sem ákveðið var í fjár- lögum sem nemur um 450 milljón- um króna. Alls eru tekjur ríkissjóðs nú tald- ar munu nema 67,5 milljörðum, sem er um 4,5 milljörðum hærra en §ár- lög gerðu ráð fyrir. Gjöld eru talin munu nema 68,14 milljörðum, sem er 5,1 milljarði hærra en ijarlög gerðu ráð fyrir. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu stefnir í 2,5 til 3 millj- arða króna halla á ríkissjóði á næsta ári, samkvæmt frumdrögum að fjárlögum næsta árs. Til viðbótar því misgengi sem þegar er orðið á rekstri ríkissjóðs er gert ráð fyrir minni tekjum vegna niðurfellingar tekjustofna. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um 1,5 millj- arð vegna þessa, þrátt fyrir tekjur af bjórsölu. Auk þess er búist við auknum útgjöldum til skólamála og heilbrigðismála. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra, uppýsti á blaða- mannafundi að sérstakar athuganir yrðu gerðar á því hvemig koma megi við lækkun ríkisútgjalda með aukinni hagræðingu og aðhaldi. Vinnuhópar munu taka til starfa á vegum fjármálaráðuneytisins og viðkomandi ráðuneyta sem geri út- tekt á íjárfrekum málaflokkum oe komi með tillögur um leiðir til lækka útgjöld. Sérstök nefnd at- hugar leiðir til að draga úr útgjöld- um í límdbúnaði. Þá nefndi fjár- málaráðherra að í undirbúningi væru frumvörp um breytingar á ýmsum ríkisreknum þjónustu- og rannsóknarstofnunum, þannig að rekstur þessara stofnana yrði sjálf- stæðari. I Neðstakaupstað var hátíðarstemmning og flaggað á öllum fjórum húsunum. Á Krambúðinni var hvítbláinn við hún, á Tjöruhúsinu fálkafáni Sigurðar málara, á Turnhúsinu þorskafáni Jörundar hunda- dagakonungs og íslenski fáninn blakti við hún á Faktorshúsinu. Búið er að opna Turnhúsið fyrir almenn- ing. Báturinn í fjörunni er frægur úr Bolungarvík en safninu hlotnaðist hann á síðasta ári. ísafjörður: Fallbyssa á Sjóminjasafnið VARÐSKIPIÐ Týr kom til ísa- fjarðar föstudaginn 22. júlí með 25 mm fallbyssu og víraklippur sem dómsmálaráðherra, Jón Sigurðsson, færði Sjóminjasafni ísa- fjarðar að gjöf. ■Hátíðarstemmning var í Neðsta: kaupstað þar sem Sjó- minjasafnið er til húsa í elstu hús- um landsins, byggðum á 17. öld. Fallbyssan sem er sömu gerðar og var á Maríu Júlíu, björgunar- skipi Vestfjarða, er um aldargömul en í góðu standi. Víraklippurnar eru af þeirri gerð sem mest voru notaðar til að klippa togvíra bre- skra togara í þorska- stríðunum. Sigurður Þ. Árnason skipherra á varðskipinu Tý afhenti Sjóminja- safninu gripina fyrir hönd ráð- herra en Jón Páll Halldórsson for- stöðumaður safnsins tók við þeim. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Afhending fallbyssunnar og klippanna fór fram á þyrluþilfari varð- skipsins Týs. Sldpherra er lengst til hægri, en frá honum talið eru Daníel Sigmundsson, en hann hefur þjónað skipum Landhelgis- gæslunnar á ísafirði um áratuga skeið, Jón Páll Halldórsson og Jón Sigurpálsson safnvörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.