Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Hrefna Sigmjóns dóttir - Minning Fædd 11. mars 1907 Dáin 16. júií 1988 Hrefna Siguijónsdóttir, Barma- hlíð 53, lést laugardaginn 16. júlí eftir tæpa vikudvöl í Borgarspíta- lanum. Hún var fram til þessa heil- sugóð að því er virtist. Annað lét hún ekki í ljós. Ekki var hún þó laus við liðagigt eða slitgigt, enda var hún í uppvexti í sveitinni í margskonar erfiðisvinnu eins og algengt var á fyrrihluta þessarar aldar. Því fylgdi vosbúð og slit fyr- ir aldur fram. En Hrefna lét þó ekki á neinu bera, var sívinnandi meðan dagur entist að sínu heimili og hugðarefnum. Hún var okkur nágrönnunum ætíð nálæg ef um lasleika eða annað var að ræða. Hún hafði margt í fari sínu, sem gerði hana aðlaðandi og kæra í kynnum. Hrefna var fædd í Hrísey 11. mars 1907, dóttir hjónanna Kristín- ar Benediktsdóttur og Sigurjóns Gunnlaugssonar. Þegar Hrefna var á fjórða ári fluttist fjölskyldan að Bröttuhlíð á Árskógsströnd og átti Hrefna þar heima til 17 ára aldurs. Faðir hennar lést 1923 og fluttist þá móðir hennar aftur til Hríseyjar. Hrefna átti þijú systkini, þau Láru, fyrrverandi stöðvarstjóra Pósts og síma í Hrísey, Steinunni sem lést 1940 og Þóri, deildarstjóra hjá Skattstofu Reykjavíkur. Næst lá leið Hrefnu til Akureyrar og vann hún um árabil í Hanska- gerð Iðunnar á Akureyri. Hrefna hafði góða söngrödd og hafði yndi' af góðri tónlist. Hún söng í Kant- ötukór Akureyrar um tíma. Það voru henni ógleymanlegar stundir. Síðan fluttist hún til Reykjavíkur. Árið 1946 giftist Hrefna Gunnari Elíassyni, húsasmið. Þau eignuðust Æk K*”W eina dóttur, Auði, fyrrverandi hótel- stjóra á Húsavík, nú gjaldkeri í Samvinnubankanum þar. Auður er gift Gunnari Höskuldssyni kennara og eiga þau þijú börn, Gunnar Hrafn, Þóri Örn og Hrefnu Regínu. Auður er vel gefin dugleg og elsku- leg kona og fjölskyldan öll verið gleðigjafi foreldra hennar. Kynni okkar Hrefnu hófust fyrir tæpum 40 árum er við urðum ná- grannar hér í Barmahlíðinni. Flutt- um inn um líkt leyti í nýbyggð hús okkar. Haukur minnist góðs félags- skapar er verið var að byggja hér efst við Barmahlíð. Þá komu sér vel hjálpsemi og góð ráð reynds húsasmiðs eins og Gunnars Elías- sonar. Ætíð síðan hefur okkur þótt gott að leita til Gunnars. Hrefna var ein af stofnendum Kvenfélags Háteigssóknar, er það var stofnað 1953. Hún tók þátt í félagsstarfinu af miklum áhuga allt fram á þetta síðasta vor, er við fórum saman í hina árlegu sumar- ferð félagsins. Hrefna vann mikla handavinnu fyrir basarinn og tók þátt í köku- og kaffisölu. Allt var lagt fram af gleði og kostgæfni. Hún átti miklum vinsældum að fagna í þessu samstarfi. Sjálfboða- liði var hún á vegum Kvenfélagsins í Lönguhlíð 3 við félagsstarf aldr- aðra. Það hvarflaði ekki að henni að notfæra sér þessa þjónustu sér til handa þótt hún hefði fullan rétt á því. Nú var 81 ár að baki, ekkert mál, bara kveðja að kveldi og þakka vináttu er þessi þjónusta hennar gaf henni og áhuga til að lifa lífinu lifandi meðan stætt var. Félags- fundi sótti hún flesta öll þessi ár. Taldi það skyldu sína. Hún mat líka mikils þann góða félagsanda er þar hefur ávallt ríkt. Ég var nýbúin að líta inn til þeirra hjóna áður en Hrefna veikt- ist. Það hvarflaði ekki að mér að þetta væru okkar síðustu viðræður. Ég var með myndir úr ferðalaginu okkar, þar á meðal svo góða mynd af Hrefnu. Mér fannst þau bæði að sjá við líka heilsu og glöð að vanda. Það er aðeins yfir götu að ganga milli heimila okkar og því oft litið inn án erindis. Þannig var gott að eiga þau að og njóta trygg- lyndis, sem öllum er kærkomið. Nú er þessi hógværa artarkona svo snögglega horfín sjónum. Ég hefði viljað vitja hennar er hún háði sitt síðasta hér í heimi, vera henni eitthvað og nálæg. Mér finnst ég standa í þakkarskuld við hana iífs og liðna. Við áttum mikið sam- an að sælda. Náin kynni öll þessi ár verða okkur hjónum þakkarefni ævilangt. Ég vissi ekki um veikindi Hrefnu fyrr en kvöldið áður en hún lést vegna fjarveru minnar uppi í sveit. Ég vonaði og trúði að hún fengi bata og tækifæri gæfist til að sjást og talast við. Öll viljum við frest á því er veldur trega. Nú hafa þrír góðir nágrannar hér í Barmahlíðinni kvatt á þessu vori. Við Haukur kveðjum þetta fólk með söknuð í huga og þakkir fyrir allt. Innilega samúð vottum við Gunn- ari, Auði og fjölskyldu. Biðjum Guð að blessa þeim ókomin ár. Lára Böðvarsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. VERÐBRÉFAVTÐSKIPTI SAMVINNIJBANKANS Á NÝJUM STAÐ AÐ SUÐURLANDSBRAUT 18 Við hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnu- bankans erum nú flutt í nýtt húsnæði að Suðurlandsbraut 18. Sem fyrr kappkostum við að veita faglega og persónulega ráðgjöf um allt það sem við kemur verðbréfaviðskiptum, hvort sem fólk er að hugsa um að ávaxta peninga eða þarf á fjármagni að halda. Verið velkomin! VT> - ffármál eru okkar fag! IIEBÐBBfeFfllllÐSKIPTI SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568 29. júlí. Flogið á klukkutíma fresti frá kl. 08.00 og til baka 1. ágúst. Getum útvcgaö gistingu fyrirþá eróskai Verða kr. 8.020,- pakka T ryggið ykkur sæti strax f dag! mannahelgina Brottför frá Ferðaskrifstofu Reykjavikur, Aðalstræti 16, föstudaginn 29. júli kl. 13.00. Komið heim um mið- hætti mánudaginn 1. ágúst. Verð á pakka kr. 8.500,- FERÐASKRIFSTOFA RÉYKJAVÍKUR AÐALSTRÆT116 - SÍMI621490
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.