Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Peningar og peningamagn eftirJóhann Rúnar Björgvinsson Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á þýðingu peninga í hagkerfinu. Tilefnið er meðal ann- ars nýlegar kröfur um frelsi til er- lendrar lántöku og að tengja íslensku krónuna myntvoginni ECU. I. Peningar a. Hvers vegna peningar? Erfitt er að hugsa sér samfélag þar sem ekki eiga sér stað viðskipti í einhveiju formi, þegar höfð er í huga sú mikla margbreytni sem til- veran býður upp á. Ætla má að því flóknara og margbrotnara sem samfélagið er því nauðsynlegri séu viðskipti manna á milli. Þá má ætla að viðskiptaskilyrði þróist á þá vegu að þau verði sem hagkvæmust. Vöruviðskipti eru einfaldasta form viðskipta, en það eru viðskipti þar sem einstaklingar skiptast á vörum. Slík viðskipti eru mjög tímafrek þar sem einstaklingurinn þarf ekki aðeins að selja vöru sína einhverjum öðrum sem vill kaupa hana, heldur verður kaupandinn að bjóða í staðinn vöru sem einstakl- ingurinn samþykkir. Líkurnar fyrir því að fínna kaupanda sem býður heppilega vöru og að hún hafí sama verðgildi eru hverfandi. Vöruvið- skipti eru því afar kostnaðarsöm, þar sem þau hafa í för með sér mikinn kostnað við upplýsingaöfl- un, flutningskostnað og fórnar- kostnað (tíminn er takmarkaður). Líkur eru því á að viðskiptaskilyrði þróist í þá veru að þessi kostnaður verði í lágmarki. Fýrsta skrefið í þá átt er að ein- staklingur samþykkir sumar vörur frekar en aðrar í viðskiptum, ekki vegna þess að hann hafi þörf fyrir þær til neyslu eða til eignar, heldur vegna þess að það er auðveldara að selja þær fýrir aðrar vörur, þ.e.a.s. fleiri einstaklingar sam- þykkja þær. Ef slík þróun á sér stað hefur orðið til gjaldmiðill í við- skiptum, þ.e. fyrir vöru fæst gjald- miðill og fyrir gjaldmiðil fæst vara. Slík þróun lækkar til muna flutn- ings- og fórnarkostnað og gerir við- skipti mun hagkvæmari, og er því mikilvægt skref í þróun viðskipta. Dæmi um slíkar vörur eru ýmsir málmar, s.s. gull og silfur, og jafn- vel framleiðsluvörur, s.s. vaðmál og fískur. Slíkir gjaldmiðlar (1), sem hafa innra virði eða neysluvirði, hafa þó marga ókosti, s.s. nauðsyn á gæðarannsókn og tímafrekri mælingu við verðákvörðun, mikla þyngd sem er ókostur við stærri viðskipti, mikinn framleiðslukostn- að, og að lokum takmarkað fram- boð miðað við eðlilega framþróun viðskipta. Gjaldmiðlar þróast því enn frek- ar, sem enn eykur á hagkvæmni í viðskiptum. Tvenns konar gjald- miðlar koma fram á sjónarsviðið, annars vegar gjaldmiðlar sem lof- orð um greiðslu á verðmætum og hins vegar eins konar yfirlýsingar. Dæmi um gjaldmiðla sem loforð um greiðslu á verðmætum eru ávís- anir og ýmiss konar skuldaviður- kenningar. Slíkir gjaldmiðlar (2) öðlast samþykki vegna þess trausts sem samþykkjandinn ber til útgef- andans og/eða greiðandans. Slíkt traust styrkist við jákvæðar upplýs- ingar og rénar við neikvæðar. Ymis tæki hjálpa til við að efla slíkt traust; tæki eins og bankastofnan- ir, forvaxtamarkaðir, tölvutækni, greiðslukort og ýmis lagaákvæði, svo eitthvað sé nefnt. Við eðlilegar aðstæður er gjaldmiðill (2) mjög eftirsóknarverður sem gjaldmiðill í viðskiptum, þar sem hann getur túlkað háar fjárhæðir á fyrirferð- arlítinn og öruggan hátt, og þar sem hann er mjög deilanlegur, varanleg- ur og stöðugur að verðgildi, en bæði er hægt að skrá hann í hvaða verðgildi sem er, í hvaða mæliein- ingu sem vera skal. Þá er einfalt að breyta framboði hans, og að lok- um eru sumar tegundir hans aðeins frestun á endanlegri greiðslu, sem getur verið eftirsóknarvert og hent- ugt í vissum viðskiptum. Aukin tækni og þekking í nútíma hag- kerfi hefur einnig stóraukið notkun hans. Hins vegar er hann lítt eftir- sóknarverður við óeðlilegar aðstæð- ur, s.s. þegar lítið traust ríkir milii einstaklinga. Gjaldmiðill (3), sem er eins konar yfirlýsing, öðlast samþykki vegna lagaákvæða um að hann eigi að samþykkja sem endanlega greiðslu í viðskiptum eða sem greiðslu á m.a. sköttum. Einnig hefur það traust sem einstaklingar bera til ríkisvaldsins, og sömuleiðis vissa um samþykki annarra einstaklinga, mikla þýðingu fyrir samþykki þessa gjaldmiðils. Hann hefur ýmsa kosti fram yfir aðra gjaldmiðla. Meðal annars þann að lög segja að ein- staklingar skuli samþykkja hann sem greiðslu í viðskiptum og nota 1 GALTALÆKTARSKÓGI VERSLUNARMANNAHELCIN 29. JULI - l.ACUST GUNNA 15ÁRA Eitthvað FYRIR ALLAi DANSSYNING UNjGLINGA- , HLIQMSVEITIR I STORATJALDINU DÖNSK UNGLINGAHLJOMSVEIT SÉR UNGLINGA- TJALDSTÆÐI HÆFILEIKAKEPPNI SIGGI 39ARA ALLI 9 ARA ARA FRITT FYRIR 12 OG YNGRI BARNADANSLEIKIR HJÓLREIÐAKEPPNI BARNASKEMMTUN TÍVOLÍ FRÁBÆR LEIKTÆKI ÚR dAGSkRÁNNI HLJÓMSVEIT BIRGIS GUNNLAUGSSONAR ÓMAR RAGNARSSON PÁLMI GUNNARSSON FJÖRKARLAR KVASS QUE JÓN PÁLL JÓHANNES KRISTJÁNSSON ÖKULEIKNI BRÚÐUBÍLLINN ÞORVALDUR HALLDÓRSSON FINE COUNTRY KIDS LEIKIR OG KEPPNI ÍSLANDSMEISTARAR ■ í DANSI O.M.FL. _______ GOÐ JJALQ- OG HJOLHYSASTÆÐI 3 DANSJLEIKIR A PALLI KVÖLDVÖKUR GÖNGULJilÐIR í NAGRENNI KEPPNI í ÖKULEIKNI AÐ ÓGLEYMDU... AN An;N.»s Q8 VEITINGAHUS VATNSSALERNI FLUGELDASÝNING VARÐELDUR HELGISTUND RÚTUFERÐIR BSÍ SVÆÐISÚTVARP talnaeiningu hans, sem þýðir að umreikna þarf aðrar mælieiningar yfir í hana. Annar kostur er að inn- byrðis samsvörun hans er algjör, sem þýðir að ekki þarf að eyða tíma í gæðarannsókn. Hann er því ávallt jafn gjaldgengur burt séð frá hand- hafa hans. Af öðrum eiginleikum hans má nefna að hann túlkar mikl- ar fjárhæðir á fyrirferðarlítinn hátt, er deilanlegur og varanlegur. Hann lýkur viðskiptum samkvæmt lögum, sem t.d. gjaldmiðill (2) gerir ekki nauðsynlega. Þá hefur hann stöð- ugt verðgildi í nútíð, sem t.d. vissar tegundir gjaldmiðils (2) hafa ekki; þ.e.a.s. að þær geta haft mismun- andi verðgildi vegna mismunandi upplýsinga einstaklinga. Líklegt er að notkun gjaldmiðils (3) aukist í hagkerfí þar sem traust milli manna fer minnkandi, en réni við aukið traust. Þá er líklegt að aðstæður eins og óðaverðbólga og veikt ríkisvald dragi verulega úr notkun hans, en ýti aftur undir notkun gjaldmiðils (1). í flestum hagkerfum verða til stofnanir, s.s. seðlabankar, sem sjá um útgáfu gjaldmiðils (3) og eftirlit með lögum og reglum varðandi gjaldmiðla al- mennt. b. Hvað eru peningar? Gjaldmiðlar sem einstaklingar samþykkja sem endanlega greiðslu í viðskiptum eru kallaðir peningar til aðgreiningar frá öðrum gjald- miðlum, sem notaðir eru í viðskipt- um. Slíkt samþykki hvílir á innra virði gjaldmiðilsins, trausti til útgef- andans eða valdi hans. Þannig er gjaldmiðill (1) peningur vegna innra virðis hans og gjaldmiðill (3) vegna lagaákvæða þar að lútandi. Hið sama gildir ekki um gjaldmiðil (2), þar sem hann er loforð um greiðslu á gjaldmiðli (1) eða gjaldmiðli (3). Slík loforð eru aldrei algjörlega traust eða að minnsta kosti þurfa ekki allir einstaklingar að vera meðvitaðir um að svo sé. Þó má Jóhann Rúnar Björgvinsson „Það að byrja á öfugum enda og tengja krónuna við myntvog væri al- gjört glapræði og það mjög alvarlegt. Slík tenging myndi í fyrsta lagi hvetja mjög til er- lendrar lántöku og inn- lendrar peningaútgáfu og því ýta undir verð- bólgu.“ líta svo á að loforð sumra stofnana, s.s. banka og sömuleiðis fjársterkra fyrirtækja, séu því sem næst algjör- lega traust, og því notuð sem pen- ingar ef flestir einstaklingar eru meðvitaðir um traust þeirra. Þá ábyrgjast yfirvöld í sumum tilfellum að vissum loforðum verði fullnægt, sem gerir þau að peningum. Dæmi um slík loforð eru bankaávísanir og greiðslukort. II. Peningamagn Skilgreina má peningamagn sem summu þeirra gjaldmiðla sem ljúka Aldrei minna í Þórisvatni en í apríl Harður vetur og mikið álag aðalor- sökin, segir álagsstjóri Vatnsyfirborð Þórisvatns, sem er uppistöðulón Landsvirkjunar við Þjórsá og Tungnaá, hefur aldrei verið lægra en í lok april- mánaðar en þá fór það niður í 563,35 m yfir sjávarmáli. Það er 11 sm lægra en það hefur verið lægst en það var í mars 1981. Til samanburðar má geta þess að fullt vatn er 577,04 m. Að sögn Birgis Guðmannssonar, álagsstjóra Landsvirkjunar, er ekkert óeðlilegt að vatnsyfirborð fari svo lágt. „Veturinn var harð- ur og mikið álag á virkjunum, svo við áttum von á þessu. Svipað gerðist 1981, ári áður en Hraun- eyjarfossvirkjun var tekin notk- un, núna bíðum við Blönduvirkj- unar og þeirri bið ætti að ljúka innan 2 ára.“ Að sögn Birgis er nýbúið að dýpka frárennslisskurð við Vatns- föll og því meira vatn til miðlunar. Því sé í lagi að það lækki meira í vatninu á komandi árum. Birgir sagði að bjátaði eitthvað á, væri skorin niður afgangsorka en hún fer að mestu til stóriðju og kyndi- stöðva. Árni Benediktsson, stöðvarstjóri Búrfellsvirkjunar sagði ástæðu vatnsskortsins fyrst og fremst vera mikið álag, en það hafi aukist méira en gert hafí verið ráð fyrir í orku- spá. „Það hefur verið gert of mikið af því að tala um að við eigum svo mikla umframorku. Fyrir nokkrum árum var blásið út að við ættum allt of mikið af umframorkugetu og að slíkt kostaði þjóðarbúið svo mikið. Þá var gerð orkuspá þar sem gert var ráð fyrir mun minni orku- þörf en í fyrri spám. Síðan hefur orkunotkun aukist meira en sagði í orkuspánni og nú er selt meiri afgangsorka en gert var ráð fyrir.“ Ámi sagði að Þórisvatn hefði sjaldan fyllst eins vel og fyrir síðast- liðinn vetur en hann hafi verið frem- ur kaldur og snjóléttur. Því séu líkur á lélegu vatnsári í vetur þ.e. ef sumar og haust verði þurr. „Brugð- ið getur til beggja vona þar til Blönduvirkjun verður tekin í notk- un. Verði afgangsorka seld of lengi fram eftir vetri, getum við lent í vandræðum næsta vor.“ Graeoum Graéðum G'æðU"''tita is\and9i!±I ^ HLAUPAREIKNINGUR BUNAÐARBANKINN ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REYKJAVtK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.