Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Kk Bylgjan fækkar starfsmönnum: Endurskipulagning á rekstr- inum og aukin hagræðing - segir Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri ÚTVARPSSTÖÐIN Bylgjan mun í næsta mánuði fækka tölu- vert starfsfólki sínu bæði í dag- skrárgerð og fréttum. Nú eru 15 dagskrárgerðarmenn starf- andi á Bylgjunni en verða 10. Á Steve Marriott á sviðinu í Hollywood. Morgunblaðið/Árni Sœberg Steve Marriot í Hollywood: Kom hressi- lega á óvart Tónlist Sveinn Guðjónsson SEGJA má að Steve Marriott, fyrrum liðsmaður „Small Fac- es“ og „Humble Pie“ hafi kom- ið hressilega á óvart í Holly- wood um helgina. Þó er viðbúið að sumir samkomugesta hafi orðið fyrir vonbrigðum því kappinn harðneitaði að taka „Sha La La La Lee“ þrátt fyrir mikinn þrýsting viðstaddra. Þess í stað hellti hann yfir liðið mergjaðri blús-tónlist og sýndi þar að hann er i toppformi sem söngvari í þeirri tegund tónlist- ar. Hljómsveit Marriotts, „The DT’s“ hóf leikinn og á fyrstu tón- unum var ljóst að það stefndi í skemmtilega blústónleika með hressilegu rokkívafi. Hljómsveitin var með þéttan og góðan hljóm og þeir félagar stóðu allir vel fyr- ir sínu seni hljóðfæraleikarar. Þegar þeir höfðu „hitað upp“ með nokkrum lögum birtist Mariott á sviðinu, lágvaxinn, í smekkbuxum og hárið tekið að þynnast. Við komu hans á sviðið þyngdist tón- listin svolítið og óneitanlega voru viðtökurnar dálítið blendnar. Þeir sem á annað borð vissu hvar þeir voru staddir þetta kvöld létu sér vel líka og margir höfðu á orði að Marriott væri mun betri en þeir höfðu átt von á. Ég get vel tekið undir það og í hreinskilni sagt eru ár og dagar síðan ég hef heyrt og séð betri blússöngvara á sviði hér á landi. Þær misjöfnu væntingar sem menn gerðu til Marriotts þetta kvöld eru þó skiljanlegar í ljósi þess að hann var á sínum tíma stórstjama í breskri popptónlist og bæði Small Faces og Humble Pie þóttu með merkari rokksveit- um hér í eina tíð. Af útvarpsaug- lýsingum fyrir helgina, þar sem meðal annars var leikið stef úr „Sha La La La Lee“, mátti líka ráða að Marriott myndi taka eitt- hvað af gömlu topplögunum frá þessum árum. Þeir sem komu í Hollywood í þeirri trú urðu því að vonum fyrir vonbrigðum og fóru að ókyrrast þegar líða tók á tónleikana. Mér er kunnugt um að forráðamenn hússins hafí lagt nokkuð hart að Marriott að láta undan þessum þrýstingi „gömlu aðdáendanna" en hann verið ófá- anlegur til þess á þeim forsendum að hann stæði og félli með þeirri tónlist sem hann leikur í dag. Hann tók þó lagið „All or Not- hing“ með miklum titþrifum og við mikinn fögnuð viðstaddra. I/agið er enda „klassísk" perla í rokktónlistinni og líklega það besta, sem Marriott og Ronnie Lane, sömdu á Small Faces tíma- bilinu. Óhætt er þó að fullyrða að hörðustu aðdáendur Steve Marri- otts og aðrir blúsaðdáendur, sem staddir voru í húsinu fyrir tilvilj- un, áttu þarna hina ánægjule- gustu kvöldstund. Það er því full ástæða til að þakka forráðamönn- um Hollywood fyrir það merka framtak að fá þennan ágæta tón- listarmann hingað til lands. Það er ekki á hverjum degi sem menn fá svona „trakteringar" á öldur- húsum borgarinnar. fréttastofunni fækkar frétta- mönnum úr 6 í 3. Páll Þorsteins- son útvarpsstjóri segir að hér sé um endurskipulagninu á rekstrinum að ræða og að með þessu sé stefnt að aukinni ha- græðingu í starfsemi stöðvar- innar og bættri dagskrá. „Með þessum breytingum stefn- um við að því að allir starfsmenn við dagskrárgerð og fréttir séu í fullu starfi hjá stöðinni,“ segir Páll. „Með fækkun fréttamanna munum við hverfa frá því frétta- formi sem verið hefur og taka upp ýmsar nýjungar í fréttaflutningi." í máli Páls kemur fram að þetta hafi í för með sér að fréttatímum fækki úr því að vera á klukkutíma fresti í að þeir verði á tveggja tíma fresti en á móti komi aukið frétta- tengt efni í dagskrárgerðinni sjálfri. „Það má segja að við séum að gera sama hlutinn og Stjarnan gerði fyrir nokkru er sú stöð fækk- aði starfsmönnum sínum,“ sagði Páll. Minnisbók í veganesti til Óslóar Bókaforlagið Bókrún hf. gefur öllumm konum, sem fara á Norr- ænu kvennaráðstefnuna í Ósló, minnisbók í veganesti. Á mynd- inni er Björg Einarsdóttir (t.v.) formaður Bókrúnar hf. að af- henda Kristínu Mantylíi skrifstofustjóra ASÍ Minnisbók Bókrúnar 1988. Á annað hundrað konur frá Alþýðusambandi íslands fara á ráðstefnuna. Alls fara héðan um 700 konur og getur hver og ein þeirra fengið þessa minnisbók, svo lengi sem birgðir endast. Vilja má bókanna hjá forlaginu. Norræna kvennaráðstefnan, „Nordisk Forum“ stendur yfir dagana 31.7. - 7.8. næstkomandi. (Úr fréttatilkynningy) Menn með sjálfstœðan crivinnurekstun HÆKKUN Á LÁGMARKI REIKNAÐS ENDURGJALDS íSTAÐGREÐSLU Viðmiðunartekjur reiknaðs endurgjalds hækkuðu 1. júlí sl. í samræmi við þróun launa og tekna, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1987. Þannig hœkkar lágmark viðmiðunartekna íöllum flokkum (A-G) um 6.7% mánuðina júlí-desember frá þvísem það var fyrir júnímánuð. Ekki þarfað hœkka viðmiðunarfekjur þeirra sem áðurhafa reiknað sér endurgjald viðmiðunarfekna 6,7% hœrri en iágmark. Dæmi um lágmarks mánaðarlaun í flokki B1: Mánaðarlaunjanúar-júní lágmark 137.750 Mánaðarlaun júlí-desemberlágmark 146.979 RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI Vb ingawOnustan/SIa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.