Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 27 Morgunblaðið/Siguröur Jónsson Landgræðsluflugrélarnar eru stórvirk uppgræðslutæki og vöktu verðskuldaða athygli. — Yngstu gestímir höfðu mikinn áhuga á flugvélunum. Hér situr einn Högum grandar blásturssandur Vel heppnaðir landgræðsludagar í Gunnarsholti Selfossi. „ÞAÐ hefðu nú þótt tiðindi að fullyrða það fyrir sextíu árum að hér væri hægt að uppskera svo mikið gras sem raun ber vitni,“ sagði innfæddur eldri Rangæingur sem var meðal fjöl- margra gesta sem komu i Gunn- arsholt um helgina og kynntu sér starfsemi Landgræðslu ríkisins. Landbúnaðarráðherra var meðal gesta og gaf sér eins og aðrir góðan tíma til að njóta veðurblíðunnar. Gunnarsholtsjörðin og upp- græðslustarfíð sem þar hefur verið unnið er glöggt dæmi þess hvaða árangri er unnt að ná í upp- græðslu lands sem er örfoka. Fýr- ir 60 árum var þar nánast svartur sandur og ef hreyfði vind þá stóð rykmökkurinn upp af jörðinni. Gunnarsholt hefur verið miðstöð landgræðslustarfsins síðan 1930. Jörðin er nú 12.315 hektarar og eru þá meðtaldar margar eyðijarð- ir sem allar fóru í eyði af völdum sandfoks. Gestum var um helgina kynnt saga Gunnarsholts sem er um margt merkileg. í Landnámu seg- ir frá afa Gunnars á Hlíðarenda, Gunnari Baugssyni, sem fyrstur reisti bú í Gunnarsholti. Gamlar heimildir sýna að stór- býli hafí verið á jörðinni fyrr á öldinni en sandgangur spillt gróð- urlandi jarðarinnar. Kirkja var 5 Gunnarsholti og er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Sóknin var lögð niður 1837 enda kirkjugarðurinn þá orðinn sandi orpinn. í sölubréfí frá árinu 1398 er getið um skógarítök Gunnarsholts i Næfurholti. Það bendir til að skógur í Gunnarsholti hafí verið á þrotum. í jarðabókinni 1711 er landkostum Gunnarsholts svo lýst: „Slægjuland utantúns er ekkert. Högum grandar blásturssandur." I sóknarlýsingu Keldnasóknar frá 1840 segir um Gunnarsholt: „Sandur gengur þar mikið á og enginn veit nær það fer af með öllu. Landkostir eru þar einir þeir bestu meðan nokkur skiki er eft- ir.“ Það eru slíkar lýsingar sem varpa ljósi á það hvemig snúa má óheillaþróun landeyðingar við á skömmum tíma með markvissum aðgerðum. Gunnarsholtsbærinn stóð upp- haflega sunnan í holti um 300—400 metra norðan við núver- andi bæjarstæði. Sá bær stóð til ársins 1854 en þá var hann fluttur vegna sandágangs. Jörðin lagðist í eyði 1923 en reynt var að hefja búskap að nýju ári síðar en fór að fullu í eyði vegna uppblásturs 1925. Árið 1928 gerði Sand- græðsla íslands Gunnarsholt að miðstöð starfsemi sinnar. Tijágróðurinn sem umlykur Gunnarsholt á rætur sínar að rekja til þess að fyrsti sandgræðslustjór- inn, Gunnlaugur Kristmundsson, fékk árið 1938 og 1944 birkifræ úr Bæjarstaðaskógi og sáði þeim undir hraunbrún norðan við holtið þar sem íbúðarhúsin stóðu fyrr á öldum eða um 1.000 metra norðan við núverandi bæjarstæði. Þar óx upp vöxtulegt birkikjarr sem síðan hefur sáð sér út og nefnist Gunn- laugsskógur. Þaðan eru birkitrén í garðinum í Gunnarsholti sem hafist var handa við að planta 1950. Byijað var að planta slgol- beltum 1959 og alls hefur veið plantað í 8 kílómetra af tveggja til fimm raða beltum. Búrekstur hófst í Gunnarsholti 1947 á vegum Sandgræðslunnar og varð það eitt af mestu stórbýl- um landsins á miðjum sjöunda áratugnum með kýr og sauðfé. Búið sjálft hefur verið dregið sam- an síðan þá og nú eru þar 130 kýr af Galloway-holdakyni. Fram- leiðsla grasmjöls og grasköggla kófst 1964 hjá Fóður- og fræfram- leiðslunni og voru 8Ö0 hektarar af örfoka sandi ræktaðir upp til hráefnisöflunar. Frá 1987 hefur framleiðsla legið niðri sökum sam- dráttar í sölu. Stóðhestastöð ríkisins flutti að Gunnarsholti 1981. Þar eru um fímmtíu stóðhestar sem notaðir eru til kynbóta. Frá Því Runólfur Sveinsson flutti inn nokkrar grastegundir til prófunar í uppgræðsluskyni á fímmta áratugnum hefír Rann- sóknastofnun landbúnaðarins haft með höndum rannsóknir og sam- anburðartilraunir á grastegundum af innlendum og erlendum uppr- una. Ræktun grasfræs hófst í Gunnarsholti 1975, aðallega af beringspunti, og ræktun alaskal- úpínu árið 1985 og hefur henni verið sáð í 75 hektara. Allt melfræ sem safnað er í landgræðslugirðingum er flutt að Gunnarsholti þar sem það er þurrkað og þreskt. Þar hefur fræ- verkunaraðstaða stórbatnað með tilkomu nýrra tækja til húðunar og meðhöndlunar á melfræi og öðru grasfræi, lúpínu og birkifræi. Það er fróm ósk Landgræðslu- manna og allra sem áhuga hafa á uppgræðslu lands að með auknum áhuga landsmanna og ráðamanna megi endurtaka dæmið frá Gunn- arsholti í öðrum byggðum landsins þar sem enn rýkur úr rofabörðum. — Sig. Jóns. Jón Helgason landbúnaðarráðherra klæðist einkennistreyju Átaka í Iandgræðslu og nýtur við það aðstoðar Kristínar Aðalsteinsdóttur framkvæmdastjóra átaksins. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri til vinstri. Spjallað um uppgræðslu lands í garðinum í Gunnarsholti. Andrés Arnalds beitarþolsfræðingur Land græðslunnar, fyrir miðju, ræðir við gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.