Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 4

Morgunblaðið - 26.07.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Eltingarleikur end- ar í logum utan vegar OFSAAKSTUR ungs Reykvíkings endaði með ósköpum aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglunni barst tilkynning klukkan hálf tvö um nóttina að ekið hefði verið utan í kyrrstæðan bíl við Seljagranda og skömmu síðar ók bílsljórinn utan í annan bíl á Hringbraut. Öku- ferðin endaði í Mosfellsbæ með því að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni og ók upp á gangstéttarkant og þaðan á umferðarmerki sem skarst í sundur. Við það kom gat á bensíntank bifreiðarinnar og eldur braust út. Lögreglumönnum sem eftirförina veittu, tókst að slökkva eldinn með handslökkvitækjum. Eftir ákeyrsluna við Seljagranda ók ökumaðurinn austur Hringbraut á vinstri akrein. Á móts við Njarðar- götu ók hann utan í bíl á hægri akrein og síðan í burtu á móti rauðu ljósi. Ökumaður síðamefndu bif- reiðarinnar tilkynnti um atburðinn til lögreglunnar sem svipaðist um eftir þeim sem árekstrinum olli. Hann fór að húsi í austurbænum og braust inn í íbúð og tók þaðan lykla að Suzuki-bíl. Stuttu seinna fékk lögreglan tilkynningu um bílstuldinn og þá hófst eftirför. Til- kynnt var að til hans hefði sést á Suðurlandsbraut á ofsahraða á ljós- lausum bfl. Þrír lögreglubílar veittu honum eftirför með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Á móts við Kringlumýrarbraut ók bílstjórinn á móti rauðu og missti lögreglan sjón- ar af honum um stund en varð hans síðar vart í Ártúnsbrekk- unni og hófst þá eftirför enn á ný. Gerði lögreglan ítrekaðar tilraunir til að stöðva bílinn en allt kom fyrir ekki. Lögreglubfl í Mosfellsbæ var gert viðvart og gerði hann ráðstafanir til að hindra för Suzuki- bílsins. Á Vesturlandsvegi, á milli Korpúlfs- staða og Blikastaða, reyndi lögregl- an að aka fram úr Suzuki-bílnum en ökumaður hans ók þá utan í lögreglubílinn, staðráðinn í að halda háskaakstrinum áfram. Við Kaup- félagið í Mosfellsveit missti öku- maðurinn stjóm á bílnum og ók upp á gangstéttarkant og þaðan á um- ferðarskilti sem klipptist í sundur. Við það kom gat á bensín- tank Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson bílsins og eldur braust út. Lögreglu- menn hlupu strax að bílnum og tókst þeim að draga meðvitundar- lausan bílstjórann út úr flakinu áður en eldurinn læsti sig í sætið. Lögreglumenn slökktu síðan eldinn með handslökkvitækjum. Bílstjórinn var fluttur á slysa- deild en reyndist ekki mikið slasað- ur og fór þar betur en á horfðist. Hann fékk þó að dúsa í fangaklefa um nóttina og var tekinn til yfir- heyrslu morguninn eftir. Gmnur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Allar líkur em á að málið verði meðhöndlað sem sakamál og fari fyrir ríkissaksóknaraembættið. VEÐURHORFUR í DAG, 26. JÚLÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Milli (slands og Skotlands er víðáttumikil lægð sem þokast norðaustur en 1024 mb hæð yfir Grænlandi. Hiti verð- ur 5—10 stig norðanlands en 10—15 stig syðra. SPÁ: Norð-austan ótt um allt land, víðast kaldi eða stinningskaldi. skýjað og súld eða rigning á Norður- og Austurlandi, þurrt og sums- staðar léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 4—14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðan og norð- austanátt og fremur svalt í veðri. Víðast léttskýjað á Suður- og Vesturlandi og skýjað og dálítil rigning á Norður- og Austurlandi. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað mmsttfjb Alskýjað x, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * / * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CXD Mistur --Skafrenningur [T Þrumuveður ogj tar C á w m % " w T W' VEÐUR MÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 8 rignlng Reykjavík 11 skýjað Bergen 17 skúr Helslnkl 22 skýjað Kaupmannah. 21 léttskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 9 þoka Ósló 20 skýjað Stokkhólmur 18 rigning Þórshöfn 10 rigning Algarve 31 heiðskfrt Amsterdam 19 skýjað Barcelona 27 hciðskírt Chicago 19 skúr Feneyjar 31 heiðskírt Frankfurt 23 léttskýjað Glasgow 13 rigning Hamborg 21 skýjað Las Palmas 23 léttskýjað London 17 rigning Los Angeles 18 léttskýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Madrld 29 heíðskírt Malaga 29 heiðskírt Mallorca 33 heiðskírt Montreal 21 skýjað New York 22 mistur Paris 23 léttskýjað Róm 30 heiðskírt San Diego 21 skýjað Winnipeg 16 skýjað Alþýðubandalagið: Hlynnt álveri með vissum skilyrðum ÓLAFUR Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að afstaða flokksins til byggingar nýs álvers sé að uppfylla beri viss skilyrði. Raforkuverð verði að vera viðunandi, arðsemin tryggð svo og forræði íslendinga í rekstrinum. Hann segir einnig að nýtt álver verði að stuðla að alhliða eflingu efnahagskerfisins og byggðaþróun- ar og liggja verði ljóst fyrir að umhverfisáhrifin af því séu ekki neikvæð. Olafur gagniýnir harðlega máls- meðferð Friðriks Sophussonar í ál- málinu og segir að vinnubrögð ráð- herrans séu ámælisverð. Þau hafi stofnað hagsmunum íslendinga í hættu þar sem ráðherrann hafi gert samning við erlend fyrirtæki um athugun á nýju álveri án þess að hafa til þess heimild frá Alþingi eða ríkisstjóm. Auk þessa hafi ekki verið nokkur umræða innan stjóm- ar Landsvirkjunar um raforkuverð- ið. „Það er furðulegt að ráðherrann skuli án umboðs frá Alþingi, ríkis- stjóm eða orkusölufyrirtækinu ganga svo langt í þessu máli sem raun ber vitni," segir Ólafur. „í raun er hér um einkaathugun Frið- riks Sophussonar að ræða.“ Ólafur gagnrýnir einnig Jóhann- es Nordal í þessu máli og segir sérstaka ástæðu til að kanna hvaða hlutverki hann er farinn að gegna í því. „Sem Seðlabankastjóri á hann að sjá um að skuldir þjóðarinnar fari ekki úr hófi fram. Engu að síður er hann nú aðalhvatamaður þess að steypa íslendingum í meiri skuld- ir en þekkst hefur á undanförnum áratugum." Ólafur segir að augljóst sé að Jóhannes Nordal gæti hagsmuna ráðherra í þessu máli en ekki Lands- virkjunar þar sem hann er stjómar- formaður. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafí ekki fengist umræða innan stjórnar Landsvirkjunar um hvað raforkuverðið eigi að vera til þeirra sem áhuga hafa á að reisa álver hérlendis. Gervihnöttur í fallhættu: Norðlendingar og Vestfirðingar öruggir NÝJUSTU spár benda til að kjamakljúfur úr sovéskum gervi- hnetti falli til jarðar 18. október, að sögn Þorsteins Sæmundssonar, stjörnufræðings. Hann tók það þó fram að þær spár væru ekki áreið- anlegar. Kjarnakljúfurinn getur fallið niður hvar sem er á milli 65. breiddargráðu norðurs og suð- urs og þvi ætti fólk norðan heiða að vera sæmilega öraggt. Hins vegar eiga allir Islendingar sunn- an Snæfellsness og Reyðarfjarðar kjaraakljúfinn yfir höfði sér. Hjá Almaniíavömum fengust þær upplýsingar að enn væri kjamakljúf- urinn ekki algerlega stjómlaus, þó svo að mistekist hefði að senda hann af braut sinni út í ómælisvíddir geimsins. Stýriflaugar hans munu brenna upp í ágústmánuði og upp úr miðjum mánuðinum verður farið að reikna út stöðu hans daglega. Kjamakljúfar úr sovéskum gervi- hnöttum hafa tvisvar fallið til jarðar á liðnum áratug; í annað skiptið í Indlandshaf og í hitt skiptið í óbyggð- um Kanada, þar sem geislavlrkur úrgangur dreifðist yfír stórt svæði. Hafnarfjörður: Fjórhjólaslys við Kleifarvatn UNGUR maður slasaðist nokkuð á hálsi er hann ók fjórhjóli sínu fram af barði við Kleifarvatn síðdegis á sunnudag. Maðurinn hafði, ásamt nokkrum félögum sínum, verið að aka fjór- hjólum um nágrenni Kleifarvatns. Félagar mannsins gerðu sjúkraliði og lögreglu viðvart um slysið og var maðurinn fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Meiðsli hans munu ekki vera talin alvarlegs eðlis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.