Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Af rosknum þvottakonum og fljótandi lúxushótelum Temppeliaukiojn-kirkjan í Helsinki. Morgunblaðið/Björg H. Bjamason Hluti af Suomenlinna-virkinu sem er vinsæll útivistarstaður meðal Helsinkibúa. Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson Minnismerki um tónskáldið Sibelius í samnefndum garði. Ferðapistill frá Finnlandi, eftir Svein Guðjónsson ÞEGAR íslendingnr gengnr á götu í Helsinki, höfuðborg Finn- lands, verður hann ekki greindur frá öðrum vegfarendum. A veit- ingahúsi, yfir mat og drykk, verða Finnar og íslendingar heldur ekki greindir sundur, svo líkir sem þeir eru í orðum og tiltektum. Raunar á samlíkingin ekki aðeins við um ytra borðið heldur virðist hún einnig ná til hins innri manns. Þess vegna vekur það furðu, þegar maður i fyrsta skipti drepur fæti á finnska grund, að samgangur þessara tveggja vinaþjóða skuli ekki hafa verið meiri en raun ber vitni, einkum með hliðsjón af því hversu náin tengsl hafa verið milli Islendinga og annarra Norðurlandabúa. Hluti af skýr- ingunni er sögulegs eðlis og eins vegur hitt þungt, að samgöngur milli Finnlands og íslands hafa lengst af verið stopular. Þetta kann þó að breytast eitthvað til batnaðar i framtíðinni með til- komu áætlunarflugs Flugleiða til Helsinki, og er full ástæða til að vona að svo verði. Undirritaður er nefnilega sannfærður um að íslendingar eigi jafnvel meira til Finnlands en annarra Norður- landa og ef að likum lætur gætu Finnar einnig hafa gagnkvæma ánægju af því að sækja okkur heim. I eftirfarandi pistli verður reynt að leiða rök að þessum staðhæfingum og er þar byggt á stuttri, en lærdómsríkri reynslu greinarliöfundar, í heimsókn til Finnlands nýverið. Helsinki er falleg og hreinleg borg, ekki síst á sólbjörtum degi í 25 stiga hita. Það sem fyrst vekur athygli er mikil gróðursæld, há- vaxnir skógar umhverfis borgina, og reyndar einnig á víð og dreif innan borgarmarkanna. í sjálfu sér þarf það ekki að koma á óvart þar sem skógamir eru helsta náttúru- auðlind landsins og gegna svipuðu hlutverki í efnahagslífi Finna og fiskimiðin hjá okkur Islendingum. I því sambandi má geta þess að pappírsiðnaðurinn einn nemur rúm- um 30% af heildarútflutningi Finna. Hér skal ekki farið mörgum orð- um um hina rómuðu náttúrufegurð upp til sveita í „þúsund vatna landinu", enda verða menn að úpp- lifa slíkt sjálfir. Sjáif höfuðborgin, Helsinki, veldur heldur ekki von- brigðum hvað þetta snertir. I Finn- landi öllu búa um 5 milljónir manna, þar af um hálf milljón í Helsinki. Maður verður þó lítt var við hinn yfirþyrmandi stórborgarbrag, sem svo víða er að finna í höfuðborgum annarra Evrópulanda, þótt því fari víðs fjarri að yfir Helsinki sé ein- hver kotungsbragur. Borgin er nýtískuleg að yfirbragði og þar er fátt um mjög gamlar byggingar. Leiðsögumaðurinn okkar, kona nokkuð við aldur, hafði þetta í flimt- ingum og sagði að þar sem engar gamlar byggingar væru í Helsinki væru leiðsögumenn hafðir gamlir, svo að ferðamenn færu ekki alveg varhluta af „finnskri antik“. I skugga sovéska bjarnarins Finnland er fimmta stærsta land í Evrópu, en eitt hið strjálbýlasta. Þéttbýlast er í suðurhiuta landsins og um 60% af íbúunum búa í borg- arsamfélagi. Hluti landsins liggur fyrir norðan heimskautsbaug og er meðalhiti í Lapplandi um 14 gráður á Celsíus í júlí en mínus 12 gráður í kaldasta mánuðinum, í febrúar. Samsvarandi tölur í Helsinki eru um 17 gráður í júlí og mínus 6 gráður í febrúar. Landamæri Finn- lands og Svíþjóðar í vestri eru um ,586 km. löng, mót Noregi í norðri um 716 km. löng og mót Svoétríkj- unum í austri um 1.269 km. að lengd.. Finnar námu land á þessum stað í kjölfar þjóðflutninganna miklu frá austri í upphafi miðalda. Lappamir sem fyrir voru í landinu fluttu sig þá norður á bóginn og nú eru um 2.000 hreinræktaðir Lappar í hinum fínnska hluta Lapplands. Á tólftu öld flæddu skarar sænskra kross- fara úr vestri yfir landið og lögðu það undir sig. I sex og hálfa öld heyrði Finnland undir konungsríkið Svíþjóð en árið 1809 neyddust Svíar til að láta landið af hendi við Rússa og Finnland varð þá stórfurstadæmi með ákveðna sjálfstjórn innan vé- banda rússneska keisaradæmisins. Með byltingunni í Rússlandi 1917 losnað Finnland undan yfirráðum Rússakeisara og lýsti yfir sjálfstæði sínu, en í kjölfarið fylgdi hatrömm innanlandsstyijöld áður en stjórnar- skrá fínnska lýðveldisins var sam- þykkt árið 1919. Vegna legu sinnar og landamæra hefur Finnland dreg- ist inn í styrjaldir á síðustu öldum og átti meðal annars í styijöld við Sovétríkin í vetrarstríðinu 1939 og 1940 og á árunum 1941 til 1944. Margra alda yfirráð Svía yfir Finnum hafa markað djúp spor í daglegt líf í Finnlandi og lög og samfélagsgerð landsins má rekja til sænska tímabilsins. Auk finnska tungumálsins er sænska opinbert mál í Finnlandi og um 7% af íbúun- um telja sænsku vera sitt móður- mál. Nálægðin við sovéska björninn hefur einnig haft sín áhrif og Finnar umgangast hinn volduga nágranna sinn af stakri varúð. I samræðum við Finna um tengslin við Sovefrík- in nú til dags örlar þó á góðlátlegu gríni af þeirra hálfu í garð Sovét- manna, en þeir passa sig þó á að ganga aldrei of langt í þeim efnum. Nálægðin við Sovétmenn hefur því sett svip sinn á utanríkispólitík Finná, en þar er lögð áhersla á hlut- leysi til að tryggja velferð og ör- yggi finnsku þjóðarinnar. Þessi stefna, sem kölluð hefur verið „Paa- sikivi-Kekkonen stefnan", eftir for- setunum J.K. Paasikvi og Urho Kekkonen, felur í sér þann vilja þjóðarinnar að halda sig utan við stórveldaátök og að rækta vinsam- leg samskipti við allar þjóðir heims, einkum grannlönd sín, Sovétríkin og Norðurlönd. Samband Finnlands og Sovétríkjanna er grundvallað á sérstökum samningi um „vináttu, samvinnu og gagnkvæma aðstoð“ frá árinu 1948, sem framlengdur var 1973 og aftur 1983 til tuttugu ára. Finnar hafa löngum haft góða samvinnu við hin Norðurlöndin og hafa verið meðlimir í Norðurlanda- ráði frá árinu 1956. Klettakirkja og annað markvert Helsinki státar af ýmsum mark- verðum stöðum, sem ástæða er til að benda fólki á. Samkvæmt úttekt Finnska ferðamálaráðsins fyrir árið 1987 höfðu fimm staðir áberandi sterkasta aðdráttaraflið fyrir ferða- menn í Helsinki. Efst á blaði er Linnanmáki- skemmtigarðurinn, sem er svar Helsinkibúa við Tívolígarðinum í Kaupmannahöfn. Garðurinn er staðsettur á hæð skammt frá Olympíuleikvanginum og býður upp á flest það sem gott „tívolí“ má prýða, með tilheyrandi hringekjum, parísarhjóli og útiveitingastöðum. Helsta tromp Linnamáki-garðsins er „rússíbaninn“, byggður á tré- verki eingöngu, sem að sögn sér- fróðra manna eykur mjög á marrið og brakið og veldur þar af leiðandi mun meiri skrekk og spennu en ella, en það mun vera það sem „rússíbanafarar" sækjast svo mjög eftir. Sjálfír segja Finnar að vissara sé að fara í kirkju til að biðjast fyrir áður en farið er í „rússíbanan" og benda þá gjarnan á Temppel- iaukio kirkjuna, sem reyndar er í hópi þeirra staða, sem markverðast- ir þykja í Helsinki. Temppeliaukio kirkjan er byggð inn í klett og hlýtur að teljast til frumlegri kirkjubygginga í saman- lögðum kristindómi. Ég skal játa að ég varð allsnortinn af þessari byggingu og er mér sagt að guðs- þjónustur þar séu sérlega hátíðleg- ar, einkum þegar rignir úti og vat- nið seytlar niður bera klettaveggina að innanverðu. Seurasaari þjóðgarðurinn er einnig fjölsóttur af ferðamönnum en í honum er safn gamalla timbur- húsa, sem þangað hafa verið flutt víðs vegar að úr Finnlandi, eins konar Árbæjarsafrf þeirra Hels- inkibúa. Garðurinn er á eyju skammt frá höfninni og er um- hverfið allt skógi vaxið. í hveiju húsi er leiðsögumaður í þjóðbúningi sem segir sögu hússins og innan- stokks er allt óbreytt frá því sem áður var. Seurasaari-garðurinn gef- ur því gott yfirlit yfir daglegt líf í Finnlandi fyrr á öldum. Á sumar- kvöldum gefst fólki tækifæri til að sjá þjóðdansasýningar á eyjunni. Þrátt fyrir útbreiddan orðróm ganga skógarbirnir ekki lausir á götum Helsinki. Þá má hins vegar finna í Korkeasaari-dýragarðinum, sem er einn hinn norðlægasti í heimi. Garðurinn er staðsettur á einni af eyjunum úti fyrir Hensinki og þar er að finna flestar dýrateg- undir frá norðlægum breiddargráð- um auk hinna hefðbundnu dýra sem sjá má í slíkum görðum víða um heim. Skammt frá þessari eyju er önnur, þar sem Suomenlinna-virkið er, en það var í fímmta sæti hvað vinsældir snertir meðal ferðamanna á síðasta ári. Virkið var uppruna- lega byggt af Svíum árið 1748 og gegndi fyrr á öldum þýðingarmiklu hlutverki í landvörnum Finna. Nú á tímum heyrist þar ekki lengur skothríð nema frá myndavélum ferðamanna. Á eyjunni getur að líta ýmislegt fleira en þetta virki, allt frá dyflissu til dúkkuhúsa og meðal Finna sjálfra er staðurinn vinsæll bað- og „nestisferðastaður“ ( þ.e. picnic). Af öðrum markverðum stöðum í Helsinki sem vert er að skoða má nefna Þinghúsið, Finlandia-tónlist- ar og ráðstefnuhöllina, sem hinn þekkti finnski arkitekt Alvar Aalto hannaði, turninn á Ólympíuleik- vanginum, forsetahöllina og Sibel- iusar-minnismerkið í samnefndum garði, svo nokkuð sé nefnt. Auk þess má benda á að kirkjur eru margar og fagrar í borginni fyrir áhugamenn um þau efni Að borða fisk með guðsgöflunum Verðlag í Finnlandi er svipað og hér á landi eða ívið hærra og vöru- úrval nánast það sama. Menn ættu því ekki að gera sér sérstaka ferð til Finnlands til að versla, nema auðvitað að um sé að ræða sér- hannaðar finnskar vörur svo sem loðfeldi, gler- og keramikvörur og þess háttar. Ef tíminn er naumur og menn vilja taka púlsinn á finnsku verslunar- og götulífi á sem skemmstum tíma ættu þeir að fara beint í Esplanadi-stræti, göngugötu sem staðsett er á milli markaðs- torgsins við höfnina og Sænska leikhússins. Þar eru verslanir sem gefa góða yfirsýn yfir finnska vöru- þróun og hönnun auk þess sem menn geta í leiðinni notið fínnskrar matargerðarlistar á fyrsta flokks veitingahúsum. Talandi um veitingahús er rétt að minna á að þau eru fjölmörg í Helsinki og í svipuðum gæðaflokki og tíðkast víðast hvar í Vestur- Evrópu. Á einu fínasta veitingahúsi í Helsinki, Galateia á Inter-Contin- ental hótelinu, sem sérhæfir sig í sjávarréttum, upplifði ég það í fyrsta skipti að borða fisk með ber- um höndum, án hnífapara og í stað diska var notast við dagblöð. Þetta þótti alveg óskaplega fínt og víst er að ekki hefur þurft fjölmennt starfslið í uppvaskið á þessum stað. Mörg veitingahúsanna í Helsinki eru með rússnesku yfirbragði og má í því sambandi benda á „Rússn- eska salinn“ á Hótel Hesperia, þar sem við dvöldum. Á því sama hót- eli er einnig næturklúbbur í kjallar- anum og lítið „innanhúss-spilavíti". Nætur- og skemmtanalíf stendur því traustum fótum í Helsinki eins og í öðrum höfuðborgum Norður- landa, - að Osló undanskilinnf að sjálfsögðu. Þess má geta að fyrir- huguð var mikil jasshátíð í borg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.