Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ljónið í dag ætla ég.að fjalla um hið dæmigerða fyrir Ljónsmerkið (23. júlí—23. ágúst). Lesendur eru minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki og að önnur merki en sólarmerkið hafa einnig áhrif hjá hveijum og einum. Hlýja og einlœgni Hið dæmigerða Ljón er hlýtt, einlægt og vingjamlegt. Það , er opið í framkomu, hreint og beint og falslaust. Það segir sína meiningu, en þó án þess að ætla sér að særa aðra, því Ljónið hefur stórt hjarta og er góðlynt í eðli sínu. í ákafa sínum, því Ljónið er ákaft merki, gætir það hins vegar ekki alltaf að sér, eins og t.d. þegar fjölmiðlamaður í Ljóns- merkinu talar tæpitungulaust um innanbúðarvandamál stofnunar sinnar með tilheyr- ami sárindum. Glœsileiki Ljónið hneigist til þess glæsi- lega og stórfenglega og vill hafa stíl á því sem það tekur <píí-, fyrir hendur. Smekkur þess er því dýr. Stöðugleiki Ljónið er viljasterkt, fast fyrir, stöðugt og ákveðið þegar það hefur á annað borð tekið af- stöðu til mála. Algengt er að Ljónið móti sér sérstakan stíl, t.d. í klæðaburði, sem það síðan heldur fast í. Það er því að mörgu leyti ósveigjanlegt og þijóskt í skoðunum. Sköpun Ljónið er merki lífs og skap- andi athaftia, ekki ryks og lognmollu. Það á ekki við það að standa við færiband og endurtaka sömu handtökin. I vinnu og lífínu þarf það að gefa af sjálfu sér. Það er því gjöfult. Hið dæmigerða Ljón er einnig hugsjónamaður. Það vill standa fyrir nýsköpun á sínu sviði og breyta útaf vana og hefðum. Þetta á við þó þeirra eigin persónuleiki sé fastur fyrir. Opnun og„hávaði“ í skapi er Ljónið opið og glað- fép.. Það er vingjamlegt og ið fyrir að velta sér uppúr vandamálum en reynir frekar að horfa á jákvæðu hliðar lífsins. Þegar Ljónið er hins vegar pánægt þá er það óán- ægt og sést það yfirleitt lang- ar leiðir. Oft fer mikið fyrir Ljóninu, það hlær t.d. hátt og innilega, eða öskrar. Segja má að það hafi vissa tilhneig- ingu til að draga að sér at- hygli eða vera í miðju, ef ekki með framkomu eða klæða- burði, þá í gegnum athafnir t.d. vinnu. Ljónið sækir því oft í störf sem gera það áberandi og að þungamiðju i umhverf- inu. Ég og göfuglyndi Ljónið á til að vera yfirþyrm- andi og þreytandi, sérstaklega þegar það fellur í þá gryfju að tala of mikið um sjálft sig og sín áform. Tilætlunarsemi er meðal veikleika Ljónsins sem stundum vill sitja hreyf- ingarlaust í miðju sólkerfisins og láta óæðri dýrin snúast í kringum sig. Ljónið er því stundum eigingjarnt en slíkt stafar oftar en ekki af hugsun- arleysí, eða því að oft virðist sem það blindist af krafti sól- argeislanna í eigin bijósti eða gleymi umhverfinu vegna stórra hugmynda sinna. Þegar Ljónið á hinn bóginn tekur eftir öðrum, getur það verið ósérhlífíð, gjöfult og hjálp- samt. Þegar það er í góðu jafn- vægi einkennist hegðun þess af hlýju, einlægni og göfug- lyndi. GARPUR GRETTIR FERDINAND SMAFOLK UUHEN VOU HIKE IN THE W00P5, VOU HAVE TO 5E PREPAREP FOR EMEK6ENCIE5... 2-18 THERE'S A 5PECIAL CALL WE USE IF WE NEEP HELP.. maður að vera viðbúinn við þörfnumst hjáipar. vandræðum .. . Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er almennt talin skyn- samleg stefna að gæta hófs í doblum á bútum í sveitakeppni. Finnanum Jari Erkillá varð hált á því að sveigja af þeirri stefnu í fyrri leiknum við Islendinga á Norðurlandamótinu. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 9732 ▼ G10643 ♦ D4 ♦ G5 Vestur Austur ♦ ÁD ♦ K865 *98 llllll ♦ ÁD5 ♦ 1087632 ♦ G9 ♦ K109 ♦ D832 Suður ♦ G104 ♦ K72 ♦ ÁK5 ♦ Á764 I lokaða salnum spilaði Sig- urður Sverrisson tvö hjörtu í norður og varð einn niður: 100 til AV. Meiri barátta var í sögn- um í lokaða salnum, þar sem Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjömsson sátu AV gegn Erk- illá og Kalervo Koistinen: Vestur Norður Austur Suður K.S. K.K. S.Þ. J.E. — — 1 lauf Dobl Pass 1 hjarta Pass Pass 2 lauf 2 hjörtu Pass Pass 2 grönd Pass 3 lauf Dobl Pass Pass Pass Ótrúlega hart dobl, þótt meija megi spilið einn niður með ná- kvæmri vöm. Vömin var hins vegar ekki upp á marga fiska. Erkillá byij- aði á því að taka ÁK í tígli og fella drottningu makkers. Hann skipti svo yfir í hjarta í örvænt- ingu og Sævar gat valið um vinningsleiðir. Hann tók þá öruggustu: hirti slagina í hliðarlitunum og fór svo út í víxltrompun. Suður fékk aðeins tvo slagi á tromp í lokin. 670 fékkst fyrir spilið og fs- land græddi 11 IMPa. resiö af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.