Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 46

Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ljónið í dag ætla ég.að fjalla um hið dæmigerða fyrir Ljónsmerkið (23. júlí—23. ágúst). Lesendur eru minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki og að önnur merki en sólarmerkið hafa einnig áhrif hjá hveijum og einum. Hlýja og einlœgni Hið dæmigerða Ljón er hlýtt, einlægt og vingjamlegt. Það , er opið í framkomu, hreint og beint og falslaust. Það segir sína meiningu, en þó án þess að ætla sér að særa aðra, því Ljónið hefur stórt hjarta og er góðlynt í eðli sínu. í ákafa sínum, því Ljónið er ákaft merki, gætir það hins vegar ekki alltaf að sér, eins og t.d. þegar fjölmiðlamaður í Ljóns- merkinu talar tæpitungulaust um innanbúðarvandamál stofnunar sinnar með tilheyr- ami sárindum. Glœsileiki Ljónið hneigist til þess glæsi- lega og stórfenglega og vill hafa stíl á því sem það tekur <píí-, fyrir hendur. Smekkur þess er því dýr. Stöðugleiki Ljónið er viljasterkt, fast fyrir, stöðugt og ákveðið þegar það hefur á annað borð tekið af- stöðu til mála. Algengt er að Ljónið móti sér sérstakan stíl, t.d. í klæðaburði, sem það síðan heldur fast í. Það er því að mörgu leyti ósveigjanlegt og þijóskt í skoðunum. Sköpun Ljónið er merki lífs og skap- andi athaftia, ekki ryks og lognmollu. Það á ekki við það að standa við færiband og endurtaka sömu handtökin. I vinnu og lífínu þarf það að gefa af sjálfu sér. Það er því gjöfult. Hið dæmigerða Ljón er einnig hugsjónamaður. Það vill standa fyrir nýsköpun á sínu sviði og breyta útaf vana og hefðum. Þetta á við þó þeirra eigin persónuleiki sé fastur fyrir. Opnun og„hávaði“ í skapi er Ljónið opið og glað- fép.. Það er vingjamlegt og ið fyrir að velta sér uppúr vandamálum en reynir frekar að horfa á jákvæðu hliðar lífsins. Þegar Ljónið er hins vegar pánægt þá er það óán- ægt og sést það yfirleitt lang- ar leiðir. Oft fer mikið fyrir Ljóninu, það hlær t.d. hátt og innilega, eða öskrar. Segja má að það hafi vissa tilhneig- ingu til að draga að sér at- hygli eða vera í miðju, ef ekki með framkomu eða klæða- burði, þá í gegnum athafnir t.d. vinnu. Ljónið sækir því oft í störf sem gera það áberandi og að þungamiðju i umhverf- inu. Ég og göfuglyndi Ljónið á til að vera yfirþyrm- andi og þreytandi, sérstaklega þegar það fellur í þá gryfju að tala of mikið um sjálft sig og sín áform. Tilætlunarsemi er meðal veikleika Ljónsins sem stundum vill sitja hreyf- ingarlaust í miðju sólkerfisins og láta óæðri dýrin snúast í kringum sig. Ljónið er því stundum eigingjarnt en slíkt stafar oftar en ekki af hugsun- arleysí, eða því að oft virðist sem það blindist af krafti sól- argeislanna í eigin bijósti eða gleymi umhverfinu vegna stórra hugmynda sinna. Þegar Ljónið á hinn bóginn tekur eftir öðrum, getur það verið ósérhlífíð, gjöfult og hjálp- samt. Þegar það er í góðu jafn- vægi einkennist hegðun þess af hlýju, einlægni og göfug- lyndi. GARPUR GRETTIR FERDINAND SMAFOLK UUHEN VOU HIKE IN THE W00P5, VOU HAVE TO 5E PREPAREP FOR EMEK6ENCIE5... 2-18 THERE'S A 5PECIAL CALL WE USE IF WE NEEP HELP.. maður að vera viðbúinn við þörfnumst hjáipar. vandræðum .. . Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er almennt talin skyn- samleg stefna að gæta hófs í doblum á bútum í sveitakeppni. Finnanum Jari Erkillá varð hált á því að sveigja af þeirri stefnu í fyrri leiknum við Islendinga á Norðurlandamótinu. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 9732 ▼ G10643 ♦ D4 ♦ G5 Vestur Austur ♦ ÁD ♦ K865 *98 llllll ♦ ÁD5 ♦ 1087632 ♦ G9 ♦ K109 ♦ D832 Suður ♦ G104 ♦ K72 ♦ ÁK5 ♦ Á764 I lokaða salnum spilaði Sig- urður Sverrisson tvö hjörtu í norður og varð einn niður: 100 til AV. Meiri barátta var í sögn- um í lokaða salnum, þar sem Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjömsson sátu AV gegn Erk- illá og Kalervo Koistinen: Vestur Norður Austur Suður K.S. K.K. S.Þ. J.E. — — 1 lauf Dobl Pass 1 hjarta Pass Pass 2 lauf 2 hjörtu Pass Pass 2 grönd Pass 3 lauf Dobl Pass Pass Pass Ótrúlega hart dobl, þótt meija megi spilið einn niður með ná- kvæmri vöm. Vömin var hins vegar ekki upp á marga fiska. Erkillá byij- aði á því að taka ÁK í tígli og fella drottningu makkers. Hann skipti svo yfir í hjarta í örvænt- ingu og Sævar gat valið um vinningsleiðir. Hann tók þá öruggustu: hirti slagina í hliðarlitunum og fór svo út í víxltrompun. Suður fékk aðeins tvo slagi á tromp í lokin. 670 fékkst fyrir spilið og fs- land græddi 11 IMPa. resiö af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2 24 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.