Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 og fólk vill hafa Bruce Springsteen, kannski af því að hann er þarna of persónulegur, of nálægur? En hefur Bruce Springsteen ekki alltaf verið persónulegur? Er það ekki einmitt þess vegna sem vin- sældir hans hafa verið með þessum ólíkindum; hann er álitinn heiðarleg- ur, sjálfum sér samkvæmur og að lög hans beri í sér einhvem sann- leika um hans líf sem aðrir eigi auð- velt með að tileinka sér, samsama sínu eigin lífi, að hans gleði og hans sorgir virðist ekki á nokkum hátt vera frábmgðnar sorgum og gleði þeirra sem kaupa plötur hans, sækja tónleika hans, tilbiðja hann og dýrka. En Tunnel of Love virðist marka breytingu á ferli Springsteens, sjálf- sagt dýpri en flesta órar fyrir. Og ég leyfi mér að efast um að hann eigp nokkru sinni eftir að gera plötu sem slái við þeim vinsældum sem Bom in the USA hlaut — hann á örugglega eftir að gera betri plötu en hana, en líklega ekki vinsælli. Sem betur fer segi ég. Vinsældir hans hafa verið með ólíkindum, hafa neytt hann til að halda tónleika fyr- ir ailt að hundrað þúsund áheyrend- ur í einu, hafa firrt hann öllu raun- verulegu sambandi við sína áheyr- endur, gert andlit hans að söluvöru, tákni sem á lítið sem ekkert skylt við tónlist hans. Hamborgarar, kadiljákar og Levi’s-gallabuxur Eins ög að líkum lætur hefur mikið verið fjallað um Bruce Springsteen og tónleika hans hér í Stokkhólmi, bæði fyrir og eftir tón- leikana. Frá því að ljóst var að Springsteen kæmi til Svíþjóðar þá hefur geisað einhvers konar Springsteen-æði, ekki síst í fjölmiðl- unum. Viku áður en forsala að- göngumiða á tónleikana hófst, mættu þeir fyrstu í röðina sem teygði svo fleiri hundruð metra þegar miða- salan loksins hófst. Vitaskuld varð uppselt svo að segja samstundis. Blöðin hafa fylgst með tónleikaferð hans um Evrópu, talið dagana þar til stóra stundin hér rynni upp. Morgunblöðin hafa verið með gáfulegar krufningar á tónlist Springsteens, hampað honum sem alþýðuhetju samtímans númer eitt, vegsamað hreinlyndi hans og föður- landsást, lofsungið tónlist hans og texta (sem vitaskuld er miklu meira en lofgjörð um hamborgarann, kad- iljákinn og Levi’s-gallabuxur) og hrósað honum sem einum verðug- asta fulltrúa Bandaríkjanna á er- lendri grund. Síðdegisblöðin hafa annan stíl. Þau hafa látið einkalíf Springsteens sig miklu varða, yfirstandandi hjóna- skilnað hans og Julianne Philips, samband hans við söngkonuna Patti Scialfa, brotið heilann um hvort þau myndu hafa sama hátt á hér og í Hollandi þar sem þau gistu ekki á sama hóteli og aðrir í þessu hundrað manna föruneyti. Og fleira í þeim dúr, minna skrifað um tónlistina. Þá hefur verið dregið fram allt það sem á einhvem hátt gerir Bruce Springsteen dálftið sænskan. Jú, gítarleikari E Street Bandsins, Nils Lofgren, er sænskættaður, saxófón- Úr þeirri órafjarlægð sem ljósmyndarar fengu að taka myndir sást rétt grilla í Bruce og sveit hans. Þurfti fieiri hundruð millimetra linsur til að gera þessum litlu verum skil. Aðeins var leyfilegt að ljósmynda í níu fyrstu iögunum; áður en Brúsi fór að svitna. Að öðru leyti var öil ljósmyndun bönnuð. Eins og þessi mynd ber með sér eru Brúsi og menn hans (það sem sést af þeim) hinir stilltustu, en mannfjöldinn þakklátur. Eftir hlé hitnaði og hitnaði... Vinsældimar dvína og gæfan blasir við „Brúsa“ í tilefni af tónleikum Bruce Springsteens í Stokkhólmi 2. júlí sl. Það er mér lítið tilhlökkunareftii að fara á rokktónleika þegar áheyr- endafjöldinn skiptir tugþúsundum, það er að segja, ef ég ætla mér að njóta tónlistar. Tónlistin verður nán- ast aukaatriði á þessum risaleikvöll- um þar sem stórstjömumar í rokk- bransanum koma fram nú til dags. Hinn „raunverulegi" Bruce Springsteen Á fullsetinn Ólympíuleikvanginn voru um 30 þúsund manns mættir 2. júlí, á fyrri tónleika Bruce Springsteens í Stokkhólmi að þessu sinni. Jafnmargir voru einnig mættir á leikvanginn daginn eftir. Þrátt fyrir að ég hafi notið þeirra „forrétt- inda“ að vera skipað á bekk með blaðamönnum og því mátt prísa mig nokkuð sælan með þá fjarlægð sem ég var í frá sviðinu, þá var fjarlægð- in samt sem áður óheyrileg — frá sviðinu séð var ég aðeins punktur í mannhafinu. Hins vegar gat ég vissulega greint þær verur sem stóðu á sviðinu, útlínur og háralit, og með hjálp sjónvarpsskemis var boðið upp á nærmyndir frá sviðinu. En allt varð svo óraunverulegt, þetta hljóm- aði jú Bruce Springsteen og svona leit hann víst út, þessi lágvaxni og stælti maður á sviðinu, og sjón- varpsskermurinn þandi andlit hans yfir heila 10-15 fermetra, en það var samt einhvem veginn ekki nóg.. Ég fann varla fyrir honum, það var einhver ósýnilegur veggur milli mín og hans. Og ég velti því fyrir mér hversu miklu raunverulegri hann hafi verið fyrir þeim sem stóðu í troðningnum allra fremst og urðu þeirrar „blessunar" aðnjótandi að fá leiftursnöggt klapp frá hetjunni á útréttar hendumar, þegar hann hljóp sjálfur einu sinni eða tvisvar með- fram girðingunni sem hélt áhorf- endaskaranum í skefium. Kannski var hann aðeins raunverulegur stúlkunni sem hann dró úr fjöldanum sem tróðst fremst við sviðið og bauð henniupp á svið f dans við undirleik E Street Bandsins sem lauk á meðan við Dancing in the Dark. Eða kannski allra síst henni. „It’s a Saturday Night“ Og sú hugsun hefur ekki vikið frá mér að þessum tónleikum loknum, að þetta hafi eiginlega ekki verið tónleikar með Bruce Springsteen, þetta hafí miklu fremur verið ein- hvers konar viðburður sem var nán- ast óháður þeirri tónlist sem þar var flutt. En það er ógemingur að segja nokkuð um það hversu margir vöru komnir sérstaklega til að hlusta á Springsteen og hversu margir voru þama aðeins af því að þetta var stór- viðburður og um að gera að láta sjá sig þama. En ég þykist sannfærður um að stór hluti þessa skara hefði ekki látið sig það miklu varða hvaða músík kom úr hátölurunum og hvort það hefði verið fjölleikafólk á sviðinu í kylfukasti í stað Bmce Springste- ens og E Street Bandsins. Og ég er sannfærður um að einmitt þetta fólk sem lét sig sjálfa tónlistina ekki svo miklu varða hafí eiginlega farið ánægðast heim. Það gat dansað, hamast, djöflast, svitnað, drukkið, æpt og öskrað. Allt það sem þarf til að fullkomna eitt laugardags- kvöld. Betri geta þau varla verið. Þótt ég hafi að þessu sinni ekki átt heima í þeim hópi, þá er ekki þar með sagt að ég hafí farið von- svikinn heim að loknum þessum tón- leikum Springsteens. Nei, langt í frá. „Gæsahúð" ’ Þrátt fyrir allt það sem ég get fundið að tónleikunum þá hrislaðist samt um mig hrifningarstraumur þegar hann flutti gamlar perlur eins og The River og Adam Raised a Cain nánast við upphaf tónleikanna. Það er alltaf ljúft að heyra þessi Iög, við hvaða aðstæður sem er. Og þrátt fyrir að þessi sami straumur viki aldrei langt undan meðan á tón- leikunum stóð og blossaði upp þegar komið var að lögum eins og t.d. Because the Night, Cover Me, I’m on Fire, Tenth Avenue Freeze-Out, þá var samt aldrei eins og tónlistin næði inn á þau djúp sem ég viidi svo gjaman, svo að ég gæti heils- hugar hrifist með. Mér tókst ekki að samlagast hópsálinni og verða eitt með öllu og láta aðeins tónlistina flæða og flæða yfir mig og inn í mig, og láta það gerast sem verða vildi. Nei, ég fann alltaf fyrir mér. Ég skynjaði alltof vel að ég var á tónleikum með Bruce Springsteen og var að hlusta, hlusta .,. Reyndar kom eitt andartak, sem var í senn fagurt og óvenjulegt fyr- ir þessa tónleika, stutt andartak sem leysti að verulegu leyti um einstakl- ingsvitundina, ekki aðeins hjá mér, örugglega hjá flestum. Eftir að hafa verið klappaður upp í fyrsta sinn mætti Springsteen einsamall á svið- ið, með kassagítar og munnhörpu og flutti Bom to Run. Fólk setti almennt hljótt og það var eins og að honum tækist þama að slá á fínlega eg ljóðræna strengi í bijóst- um svo að segja flestra og eins til að undirstrika fegurðina þá flaug stór fuglahópur yfir leikvöllinn og á eftir fylgdi kröftug regnskúr sem stóð lagið út og aðeins rúmlega það. Ástargöngin En Bmce Springsteen er jú rokk- ari og það er þannig sem fólkið vill hafa hann. Helst af öllu eins og hann var á Bom in the USA. Enda var það almennt fiutningur laga af þeirri plötu sem reif fólk upp. Og það er greinilegt að Springsteen veit að það er sú tónlist sem flestir vilja hlusta á og þeim jrerði hann til geðs svo um munaði. A tónleikun- um flutti hann allflest lögin af Bom in the USA, við bestu undirtektir kvöldsins. Og þrátt fyrir að þessi tónleikaferð Springsteens beri nafn síðustu plötu hans, The Tunnel of Love Express Tour, þá bar lítið á lögum af þeirri plötu á tónleikunum. Fyrsta lagið var vissulega Tunnel of Love en síðan var það varla meir, þau læddust inn í prógrammið svo að lítið bar á eitt og eitt, Brilliant Disguise, Tougher than the Rest og eitt eða tvö önnur. En þessi lög, þessi plata er greinilega ekki eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.