Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 19 Bergljót Hreinsdóttir „í slíkum tilfellum staldra f lestir við og um okkur fer ískaldur hrollur. Réttlát reiði gagntekur okkur, hvers vegna eiga svona óhugnanlegir atburðir sér stað? Hvað er að fólki? Hvernig getur nokkur maður leyft sér slíka hluti, sem svo granda öðrum er óvart áttu leið um sama veg á sömu stundu?“ stað? Hvað er að fólki? Hvernig getur nokkur maður leyft sér slíka hluti, sem svo granda öðrum er óvart áttu leið um sama veg á sömu stundu? Ekkert svar fæst við spurningun- um, það eina sem maður getur gert á slíkum stundum er að senda að- standendunum samúðarhug og biðja fyrir þeim. Fréttin er geymd, en ekki gleymd, er við höldum áfram lestri blaðsins. í þetta skipti var ekki hoggið nærri okkur. En lífið er hverfult og hver veit hvenær næsta högg ríður af, hver verður næstur? Þá er kannski komið að okkur að gráta. Nýlega v.ar stofnuð hreyfing sem hefur sett sér þau markmið að minnka slysafaraldurinn og reyna að koma á umferðarmenningu í litla landinu þar sem nú ríkir umferðar- öngþveiti. Það er sannarlega kominn tími til að bretta upp ermarnar og gera stórátak. Nú bruna um landið u.þ.b. 140.000 bílar. Hugsa sér hvílíkur fjöldi rúmast á jafnlitlu vegakerfi, eða rúmast í raun og veru ekki ef áfram heldur sem horfir. Einhver sagði að það mætti auðveldlega breyta umferðinni til batnaðar, það hefði tekist slysalaust að skipta yfir í hægri umferð árið 1968, en augnablik! Þá voru 40.000 bílar í umferð. Hundrað þúsund bílar hafa bæst við. Það er því óumflýjanlegt að byrja að vinna frá grunni. Og þá ber auðvitað að endurskoða ökukennsl- una. Inn í hana mætti bæta við einhverjum af þeim ijölmörgu punktum sem hafa komið fram, undanfarið. Þar er t.d. talað um — að hækka ökuleyfisaldurinn, — að þyngja prófið, — að lengja kennslutímabilið, — að fara með verðandi bílstjóra á fund einhvers sem hefur orðið illa úti í umferðinni, — að sýna öll illa útlítandi bílhræin sem nú „prýða“ bílakirkjugarð- Vindheimamelar: Hestamannamót um Yerslunarmannahelgma ana. Hér skulum við aðeins skoða of- angreinda punkta nánar. Það er sýnt, að sautján ára öku- maður er enn ekki kominn af „leik- skeiðinu", þ.e.a.s. bíllinn er nýtt, skemmtilegt leiktæki sem gaman er að nota í leik, eins og t.d. kapp- akstri, í sukkferðum og öðru álíka flippi. Fjörið felst helst í því að vera aðeins of margir í bílnum, allir að sukka og mana hver annan í alls konar vitleysu og loks bílstjórann, sem fílar í botn að vera svona stórt númer og getur því ekki verið þekktur fyrir annað en kitla pinn- ann almennilega. Svo er líka voða sportý að vinimir séu í næsta bíl og þá er auðvitað tekin létt spyrna. Afleiðingarnar eru ekki með í leikn- um. Það er hins vegar álitamál hve- nær við hættum að leika okkur, þó held ég að um tvítugt fari alvaran að ná valdi á flestum, menntaskóla- nám að baki og framtíðin að mótast. Ökukennslan á, að mínu viti, að vera mun stærra mál en hún er í dag. Inn í kennslu mætti bæta nokkurs konar slysakúrs, þar sem m.a. væm úrklippur úr blöðum, brot úr minningargreinum um fórn- arlömb hraðaksturs og ölvunar, gáleysis og fíflaskapar, myndir af illa förnum ökutækjum og viðtöl við fólk sem lent hefur í slysum. Eins yrði farið á fund þeirra sem hafa örkumlast í slíkum tilfellum. Lífið er stundum harður skóli, það þarf að læra af mistökum til þess að þau endurtaki sig ekki. Það er margsannað að herða þarf refsingar vegna brota á um- ferðarlögum. Mér líst vel á tillöguna um sektir í samræmi við aksturs- hraða, þ.e.a.s. ökumaður sem tek- inn er á a) 70 km hraða greiði 50% hrað- ans, þ.e. 35.000 krónur. b) 90 km hraða greiði 75% hrað- ans, þ.e. 67.500 krónur. c) 100 km hraða og þar yfir greiði 100% hraðans. Af því leiðir að náist einstakling- ur á 130 km hraða ber honum að greiða 130.000 króriur til þess að fá bifreið sína afhenta. Þá mun ég reikna með lagabreytingu, að öku- leyfissvipting í 3—6 mánuði eigi sér stað og ökutæki þess sem tekinn var verði geymt þann tíma og ekki afhent fyrr en í lok refsingar, þá gegn áður uppsettri greiðslu. Eg stórefast um að nokkur geti borgað yfír hundrað þúsund krónur miklu oftar en einu sinni. Hugmyndir fæðast hver af ann- arri er maður fer að velta fyrir sér jafn flóknum hlutum og orsökum og afleiðingu. Það væri t.d. ekki vitlaus hugmynd að merkja ökutæki nýrra ökumanna í 1 ár eftir að prófi hefur verið náð, slíkt tíðkast í mörg- um löndum, t.d. í Englandi. Mér þykir einnig kominn tími til að svonefnd ökuferilsskrá verði virk, þar sem sérhæfðir lögreglu- menn fylgjast með Stjórnvöldum og sjái um að senda fólk í sérstakt hæfnispróf á 10 ára fresti fram að 55 ára aldri. Þeir myndu einnig kalla í það fólk sem ætti aðeins einn punkt eftir i ökuferilsskránni og sjá til þess að það fari líka í þetta hæfnispróf. Að því loknu fengi það aftur 10 punkta kvótann í skránni. Eftir 55 ára aldurinn yrði að meta hæfni ökumanna á 4—5 ára fresti. Þá er ég komin að svokölluð- um „hattaköllum". Þessir, sem ekki eru alveg með á nótunum í um- ferðinni, aka alltof hægt (já, það er líka vandamál), eru svifaseinir og stórhættulegir margir hveijir. Það hlýtur að þurfa að vega og meta viðbragðsflýti og ökuhæfni eldri borgaranna líkt og þeirra ungu, eða hvað? Þá ætti að sjálfsögðu að hafa hæfnispróf fyrir þá sem hafa misst skírteinin sín, þ.e. að þeir fái ekki skírteinið sitt fyrr en eftir þetta próf. Þá er eftir að taka fyrir þá al- hættulegustu, þ.e.a.s. ökumennina sem láta Bakkusi eftir stjórnina á ökutæki sínu. Þegar til slíkra öku- þóra næst ber að sjálfsögðu að stinga þeim inn í a.m.k. 2—3 daga, svipta þá ökuréttindum í lágmark 12 mánuði og sekta í samræmi við hraða. Valdi menn í slíku ásigkomulagi slysi eða dauða er sjálfsagt að þeir sæti þyngstu refsingu (6 ár í dag) auk fjársektar. Þetta þykir e.t.v. harkalegt og ekki mitt að dæma eða bera upp slíkar hugmyndir, en öllum er annt um eigið skinn og auðvitað vill enginn verða næstur. En við vitum öll að slysin gera ekki boð á undan sér og þess vegna er okkur öllum skylt að gera okkar besta til þess að til þeirra þurfi ekki að koma. Þetta er mér mikið hjartans mál, og sem starfskraftur á barna- heimili kvíði ég því að þurfa e.t.v. einn daginn að bera bami þau tíðindi að einhver komi ekki aftur. Ég vil ekki að til þess þurfi að koma og styð heilshugar alla þá baráttu og allan þann áróður er kann að geta haft áhrif og valdið hugarfars- breytingu meðal bílstjóra. Bíllinn okkar þárf ekki að vera banvænn, hann er arftaki þarfasta þjónsins sem skilaði okkur óhultum á leiðarenda og þannig á hans hlut- verk að vera. í leikstofunni er allt orðið hljótt. Litlu krakkamir eru famir út í sól- skinið. Umræðan er úti, en í huga barnanna er hún greypt og geymd. Þau muna vel það sem sagt var og eiga öll eftir að segja mömmu og pabba frá öllu sem þau heyrðu í dag. Til þess að hin dýrmæta umræða glatist ekki verða foreldrarnir að taka þátt í henni, spýija, svara og vera virkir. Þeirra hlutverk er jú að ala upp bílstjóra framtíðarinnar. Höfundur er starfsmaður dag- heimilisins Marbakka. Varmahlíð. Skagfirðingar halda sitt ár- lega hestamannamót á Vind- heimamelum um Verslunar- mannahelgina. Dagskrá mótsins verður með svipuðu sniði og siðastliðið ár, kappreiðar, gæð- ingakeppni, unglingakeppni og hestaíþróttir, bæði í flokki ungl- inga og fullorðinna. Síðastliðið ár var sú nýbreytni áhöfð að haldin var opin keppni í A og B flokki gæðinga fyrir öll hestamannafélögin á Norðurlandi vestra og keppni í hestaíþróttum opin þátttöku öllum félögum innan Landssambands hestamanna. Mæltist þessi skipan vel fyrir og verður sami háttur hafður á í ár. Skráningu er nú að ljúka og eru þegar skráðir til leiks flestir bestu kappreiðahestar landsins. Vegleg verðlaun eru í boði, svo sem jafnan á þessum mótum. Gæðingakeppnin er að sjálfsögðu hápunktur á hverju hestamannamóti og þar sem keppn- in nú er opin þátttakendum frá mörgum félögum verður sérstak- lega spennandi að fylgjast með. Búist er við fjölmenni á Vindheima- mela um Verslunarmannahelgina. P.D. ÚTSALA Afsláttur af öllum karlmannafötum, jökkum, terylenebuxum og ýmsum öðrum vörum. k Karlmannaföt kr. 3.995 - 5.500 - 8.900 og 9.900. + Jakkarkr. 4.995. k Terylenebuxurkr. 1.195-1.595 og 1.795. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Útsölustaðir: PENNINN, Hallarmúla • PENNINN, Austurstræti • PENNINN, Kringlan • GEYSIR, Aðalstræti • HAGKAUP, Skeifunni og Kringlunni •MIKLIGARÐUR v/Holta veg • BÓKABÚÐ KEFAVÍKUR, Keflavík • BÓKABÚÐIN HLÖÐUM, Egilsstöðum • Kf. HÉRAÐSBÚA, Egilsstöðum • TÖLVUTÆKI-BÓKVAL, Akureyri • Kf. HÚNVETNINGA, Blönduósi • Kf. BORGFIRÐINGA, Borgarnesi • BÓKABÚÐ ANDRÉSAR NÍELSSONAR, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.