Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Rannsóknir á norðurslóðum Þróunin á álmörkuðum fram til ársins 2001: Markaðshorfur Atlantal hagsta Rekstrarkostnaður nýs álvers í Straumsvík undir meðaltali [ úttekt James F. King kemur fram að rekstrarkostnaður Atlantal e önnur álver í heiminum á síðasta ári. Rekstrarkostnaður álvera árið 1987. Dollarar á tonnið 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 1 12 Framleiðslugetan í milljónum tonna á ári. Á þessari mynd sést hver rekstrarkostnaður Atlantal er miðað við önnur álver í heiminum. Vilhjálmur Stefánsson var einn helzti frumkvöðull rannsókna á norðurslóðum. Vísindastörf hans lögðu grunn að þeim rannsóknum, sem nú fara fram á þessum svæðum. Hann kom upp einu stærsta bókasafni um heim- skautasvæðin, sem til er og kom því fyrir til geymslu í Dartmouth-háskóla í Banda- ríkjunum. Það er því vel við hæfi, að ráðstefna nokkurra vísindamanna og sérfræðinga frá Bandaríkjunum, Kanada, Sovétríkjunum, Noregi, Dan- mörku og íslandi um þessi svæði skuli haldin hér á landi en hún er upphaf margra ára samráðs. í viðtölum Morgunblaðsins sl. laugardag við nokkra þátt- takendur á þessari ráðstefnu kom fram, að sóknin inn á þessi svæði verður stöðugt meiri og þörfin fyrir samstarf og rannsóknir því brýn. Oran Young, prófessor, við Dart- mouth-háskóla, er einn fremsti sérfræðingur Banda- ríkjamanna um norðurslóðir nú um stundir. Hann sagði m.a. í viðtali við Morgun- blaðið: „Áhrifín af vaxandi hemaðarumsvifum og auk- inni sókn í auðlindir verða ekki séð fyrir. Vistkerfi norð- urheimskautsins er ákaflega viðkvæmt og þau spjöll, sem þar eru unnin, mást aldrei burt. Því er mikilvægt, að menn fari sér hægt og kanni hlutina til hlítar.“ Kanadískur prófessor, Frank Griffith, sagði m.a.: „Tæknimenningin hefur rofið einangrun frumbyggja á norðurslóðum og gjörbylt lífi þeirra á skömmum tíma. Þessar öru breytingar valda félagslegum vanda og margir vísindamenn spyija sig, hvort ekki hafí verið teflt á tæpasta vað. Ibúar þessara svæða telja, að örlög þeirra séu í hendi ráðamanna, sem hafa lítinn sem engan skilning á aðstæðum." Bandarískur sérfræðingur, Melvin Conant, vakti athygli á því í samtali við Morgun- blaðið, hvað við Islendingar eigum mikilla hagsmuna að gæta. Hann sagði m.a.: „Við höfum verið ákaflega heppin og engin stórslys hafa orðið á norðurslóðum. í raun er ótrúlegt, að ekkert hafi kom- ið upp á. Eitt slys á borð við það, sem varð á borpalli í Norðursjónum á dögunum eða alvarlegur olíuleki mundi valda hræðilegum skaða á vistkerfinu, ef það gerðist á norðurhjara . . . Afkoma ykk- ar byggist á fiskveiðum og eitt slys gæti lagt efna- hagslífið í rúst. Það þyrfti ekki að gerast í grennd við ísland, því allt vistkerfið er samþætt og ástand hrygning- arsvæða, hafstraumar og margbrotin fæðukerfi hafa áhrif á vöxt fiskstofnanna við landið. Það er því full þörf á því, að íslendingar hugi að þessum málum og beiti áhrif- um sínum á alþjóðavettvangi, þar sem ákvarðanir eru tekn- ar um þessi mál.“ Hér á íslandi hafa ekki farið fram miklar umræður um norðurslóðir. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingis- maður, er sá íslenzkra stjóm- málamanna, sem helzt hefur beint athygli almennings, Al- þingis og ríkisstjórna að þess- um svæðum með tillöguflutn- ingi og umræðum á Alþingi. Ráðstefna sú, sem hér var haldin var ekki á vegum opin- berra aðila. Hún ætti hins vegar að verða til þess að auka áhuga okkar á að fylgj- ast með því, sem þarna er að gerast.. Eins og Melvin Conant bendir á eigum við mikilla hagsmuna að gæta. Þótt Vilhjálmur Stefáns- son hafi alið aldur sinn í út- löndum, leit hann á sig sem íslending og við lítum á hann sem íslending. Merkilegt ævi- starf hans ætti að verða okk- ur Islendingum hvatning til þess að láta okkur einhveiju skipta, það sem gerist á þess- um svæðum. Fordæmi hans ætti einnig að verða til þess að efla rannsóknir hér heima fyrir á heimskautasvæðun- um. Við ræðum það stundum, hvernig þessi litla þjóð geti bezt látið til sín taka á al- þjóðavettvangi og í samskipt- um þjóða. Málefni norður- slóða snerta beint og óbeint okkar hagsmuni. Þess vegna eru þau kjörin vettvangur fyrir okkur til þess að láta nokkuð að okkur kveða. mun þörfin á hrááli aukast um nokkur hundruð þúsund tonn á ári næstu tíu árin vegna auk- innar eftirspurnar og lokunar álvera. Innan Evrópubanda- lagsins er reiknað með að þörf- in á innfluttu áli muni nema um 2 milljónum tonna árið 1996 samanborið við 1 milljón tonn 1986. Hefðbundnir fram- leiðendur eins og Noregur geta á engan hátt annað þess- ari auknu þörf og því verður Evrópubandalagið að leita út fyrir álfuna eftir áli,“ segir m.a. í niðurstöðum úttektar sem breskur sérfræðingur James F. King hefur gert um þróunina á álmörkuðum í heiminum fram til ársins 2001. Úttekt þessi var gerð fyrir ATLANTAL verkefnið en svo nefnist hópur þeirra fjögurra álfyrirtækja sem nú vinna að hagkvæmniskönnun fyrir nýtt álver í Straumsvík. Úttekt þessi hefur að geyma ýmsar athyglisverðar upplýsingar sem gefa ítarlega til kynna áhuga þann sem er á byggingu eins álvers eða fleiri hérlendis á næstu árum. I niðurstöðum úttektarinnar segir svo: „Við þessar kringum- stæður verða tollar mikilvægara atriði í kostnaðarmyndun álsins en þeir voru í fortíðinni. Aukinn innflutingur á áli frá tollfijálsum svæðum verður því mjög áhuga- verður fyrir kaupendur. A heildina litið eru markaðsaðstæður fyrir Atlantal verkefnið hagstæðar." í þessu sambandi má nefna að 6% tollmúr er um innflutning á áli til Evrópubandalagsríkjana en þar sem Atlantal fyrirtækin eru að hluta innan bandalagsins myndu þau sleppa við þann toll. Úttekt sú er hér er flallað um var gerð fyrir Atlantal-hópinn í fyrra. í henni kemur fram að á tímabilinu 1987 til 1996 er búist við að töluverðum fjölda álvera í Evrópu og Bandaríkjunum verði lokað sökum mikils framleiðslu- kostnaðar, mengunarvandmála og fleira. Þessi þróun er þegar komin á skrið í Bandaríkjunum þar sem nokkrum fjölda álvera hefur verið lokað og nefna má að eitt af Atl- antal fyrirtækjunum, Austria Metall, er með í verkefninu þar sem það neyðist til að loka álveri sínu f Ranshofen innan næstu þriggja ára. Aukin eftirspurn næstu tíu árin Samkvæmt úttekt James F. King er áætlað að eftirspum eftir áli á Vesturlöndunum muni stöð- ugt aukast næstu tíu árin og að þau álver sem áformað er að byggja innan þeirra á þessu tíma- bili muni hvergi nærri anna þeirri eftirspum. Reiknað er með að munurinn milli framboðs og eftir- spumar nái hámarki á árinu 1992 og verði þá um 1 milljón tonn. Undir lok aldarinnar er síðan reiknað með að jafnvægi komist á aftur þar sem innflutningur á áli frá svæðum eins og Miðaust- urlöndum og Suðaustur Asíu komi inn í dæmið. Tímasetningar á byggingu álvera á þessum tveimur svæðum eru hinsvegar of óljósar til að hægt sé að segja nákvæmar fyrir um hvenær jafnvægi næst. Nokkur af löndum Evrópu eins og Noregur, Holland, Spánn, Júgóslavía og ísland eru útflytj- endur á hrááli. Þrátt fyrir þetta er Evrópa nú á heildina litið inn- flytjandi á áli og nemur sá innflut- ingur tæpri hálfri milljón tonna á ári. Til samanburðar má nefna að árið 1981 flutti álfan út meira af áli en hún flutti inn. Hér skal tek- ið fram að ríki Austur Evrópu eru ekki meðtalin. Sem fyrr segir er reiknað með að eftirspurn umfram framleiðslugetu muni nema mill- jón tonnum árið 1992. Þessi tala lækkar aðeins er frá líður og verð- ur 900.000 tonn árið 1996. James F. King reiknar með að sú tala haldist svo stöðug í framtíðinni. Ef núverandi aðilar að Evrópu- bandalaginu eru teknir út úr myndinni kemur í ljós að eftir- spum þeirra umfram framleiðslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.