Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 33 fyrir iðar r talsvert undir meðaltali miðað við leiðslugeta landanna innan þess áætluð um 1,5 milljón tonn á miðj- um næsta áratug. King segir að hin mikla eftirspurn muni ýta undir kröfur kaupenda um að toll- ur þessi verði afnuminn eða toll- frelsi veitt fleiri álframleiðslulönd- um svo sem Brasilíu eða Venes- zuela. „Afnám tollsins eða tollfrelsi til handa stórum samkeppnisaðilum á hrááli mun líklega verða talið skaða hagsmuni hráálsiðnaðarins innan Evrópubandalagsins. Þess- vegna verður það talinn vænlegri kostur fyrir iðnaðinn að auka inn- flutning frá hinum hefðbundnu tollfijálsu svæðum. Atlantal verk- efnið á Islandi mætir þessum kröf- um,“ segir King. Hagstædur rekstrarkostnaður I úttektinni er gerður saman- burður á rekstrarkostnaði Atlan- tal verkefnisins við sambærileg álver í heiminum á síðasta ári og gefið sem forsenda að álverið hafi verið í fullum rekstri á því ári. í ljós kemur að þessi kostnaður er mjög hagstæður Atlantal, talinn þó nokkuð undir meðaltali. Rekstrarkostnaður Atlantal sam- kvæmt úttektinni er sagður vera 864 dollarar á tonnið, FOB við álverið. Til samanburðar er rekstr- arkostnaður annara álvera á Vest- urlöndum að meðaltali um 1026 dollarar á tonnið. „Hluti af upplýsingunum um rekstrarkostnaðinn tekur mið af raforkuverðinu. Við áætlum að meðalverð á raforku til álvera á Vesturlöndum hafi verið 17,5 mill við lok ársins 1987. (1 mill er 4,5 aurar á kílóvattsundina, innskot blm.) Við lok ársins 1986 var þetta verð 15,5 mill. Aukningin er að mestu tilkomin vegna hækkunar á hráálsverðinu enda raforkuverð- ið í flestum tilfellum bundið við það,“ segir King. Hér má geta þess að orkuverðið sem ISAL greiðir er nú á mjög svipuðum Spá um eftirspurn á hrááli í Evrópu. Milljón tonn. [21 Öll Evrópulönd. n Evrópubandalagslöndin. Eins og sést á þessari mynd mun eftirspurn eftir áli stöðugt aukast á mörkuðum í Evrópu fram að aldamótum. getu mun um og eftir 1996 nema um tveimur milljónum tonna á ári. Líklegt að 6% tollurinn haldist í úttekt James F. King er rætt um þann toll sem er á innflutn- ingi á áli til ríkja Evrópubanda- lagsins en hann nemur 6% eins og fyrr greinir. Þrátt fyrir hina miklu eftirspurn sem verður á áli innan bandalagsins er fram- nótum eða um 17 mill og reiknað er með að það nái hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs, fari í 18,5 mill. í lok úttektar sinnar segir James F. King að þegar litið er á allar hliðar þessa máls komi í ljós að Atlantal standist vel saman- burð við önnur ný verkefni á þessu sviði og sé raunar hagstæðara að mörgu leyti er litið er til staðsetn- ingar þess og tengsla við Evrópu- bandalagsmarkaðinn. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Búrma: Ne Win er á förum - en hver er nógu sterkur til að taka við? ÞAÐ lýsir skýrt, hversu áhrif Ne Wins, hæstráðanda Búrma eru ótvíræð, þrátt fyrir að hann lýsti yfir vilja sínum til að hætta sem formaður búrmiska sósíalistaflokksins, að fulltrúar á aukaþing- inu, kallað saman í skyndingu, varð að taka sér tíma áður en hægt var að lýsa yfir, hvort þingfulltrúar treystu sér til að verða við beiðni Ne Wins. Þó hafði formaðurinn sagt í ræðu sinni, að hann teldi sig bera „að hluta“ til ábyrgð á uppþotum sem kost- uðu mannslíf, hann viðurkenndi að hið búddiska og sósíalíska fyrirmyndarríki sem hann ætlaði Búrma að verða þegar hann hrifsaði völdin 1962, væri hrunið. Efnahagurinn væri í molum og nauðsynlegt væri að endurskipuleggja efnahagskerfið upp á nýtt. Og til að kóróna allt reifaði Ne Win þá hugmynd, sem fram til þess síðasta hefði þótt fjarstæðukennd; að kannski væri ráð að leyfa starfsemi stjórnmálaflokka i landinu, létta eftirliti á fjöl- miðlunum, sem hafa búið við erfiðar aðstæður og sagt snautleg- ar fréttir og litaðar. Ekki hefur verið harðbannað að segja erlend- ar fréttir, en þær hafa þá venjulega snúist um afglöp og ill- mennsku viðkomandi. Ne Win sagði, að hann teldi fara best á því að hann axlaði ábyrgðina af mistökum sinum með því að hverfa af sviðinu. Hann lagði til - og það varð - að nokkrir nánustu samstarfsmenn sínir hættu einnig. En eins og mál horfa við fréttariturum nú er á hinn bóginn allt í óvissu um, hver gæti tekið við. Meðal þeirra sem buðust til að segja af sér var Aye Ko, aðalritari flokksins, ásamt nokkr- um öðrum háttsettum, þar á með- al San Yu, forseta. Aye Ko viðr- aði þær hugmyndir að gefa yrði frá sér algera þjóðnýtingu í þeim mæli sem hún hefur verið fram- kvæmd í landinu. Hann og San Yu — sem í eina tíð var talinn hugsanlegur arftaki Ne Wins — sögðu, að nauðsynlegt væri að hinn opinberi geiri, samvinnugeir- inn og einkageirinn yrðu jafnrétt- háir. Aðkallandi væri að skipu- leggja framleiðslu landsins frá grunni, en hún hefur dregist sam- an, verðlag fokið upp úr öllu valdi og skortur á nauðsynjum orðið æ alvarlegri. Þó er Búrma fijósamt land og auk þess auðugt af olíu og málmum. Ekkert af því sem landið á í handraðanum hefur nýst eftir að Ne Win stakk út stefnu sína sem hann kallaði „leið Búrma til sósíalisma“ árið 1962. Ættbálkadeilur hafa aukist, landið hefur einangrast æ meira á alþjóðavettvangi og erlend fyrir- tæki sem hafa látið í ljós áhuga á að fjárfesta í landinu hafa naumar undirtektir fengið. Svo var því komið á síðasta ári, að alþjóðastofnanir kölluðu Búrma vanþróaðasta land í heimi og máttu menn muna aðra tíð, er landið var eitt hið auðugasta í þessum hluta heims og kallað „hrísgijónakista Asíu“. En það er ekki nóg með að efnahagskerfi landsins og fram- leiðsla séu hrunin, fullkomið óstand er í menntunarmálum og þar af leiðandi mjög há prósenta ungs fólks ólæst og óskrifandi, enda lítil hvatning sem ungt fólk fær til að mennta sig. Heilbrigðis- mál Búrma eru í þvílíku rusli, að þeir sem skár eru settir leita sér lækninga í Thailandi, hinir fá svo að deyja drottni sínum, ef þeir hafa ekki efni á að fara. Að vísu eru sjúkrahús nokkur í landinu og búrmískir læknar, þótt fáir séu, hafa á sér ágætt orð. Á hinn bóginn er aðbúnaður á sjúkrahús- unum afleitur og ekki hefur verið lagt fé I að afla tækja til að hægt sé að gera þar einfaldar aðgerðir hvað þá heldur meira. Svartamarkaðsbrask og hvers kyns spilling blómstrar í landinu. Smygl er stundað í eins stórum stíl og menn komast upp með, hvort sem um er að ræða bátsvél- ar frá Thailandi eða vopn . frá Kína. Þá gæta þeir fáu ferðamenn sem fá að koma til landsins þess að hafa í fórum sínum sígarettur og áfengi og má bæði nota það til að múta embættismönnum, ell- egar gera reyfarakaup á forn- munum sem er bannað að flytja úr landi. Segja má að undanfarin ár hafi algert stjórnleysi verið f Búrma og í sjálfu sér þarf ekki að koma að óvörum, hveija stefnu allt málið hefur nú tekið. Skæru- liðar sem hafa barist gegn Rango- on-stjórninni, einkum í Shan- héraði í Austur-Búrma hafa verið aðsópsmiklir, en það eru ekki að- gerðir þeirra sem ráða úrslitum. Það virðist einsætt að langlund- argeð hins óbreytta borgara hafi loks verið þrotið. Það eru fyrst og fremst námsmenn og verkafólk sem hafa staðið fyrir þeim andófs- aðgerðum sem hafa leitt til þeirra breytinga sem hafa nú orðið og virðast geta orðið margþættari en nokkurn óraði fyrir. En auðvitað er ekki þar með sagt, að allt falli nú í ljúfa löð. A meðan svipast er um eftir þeim sem gætu tekið við stjórnartaum- unum, mun Ne Win áreiðanlega láta herinn hafa gætur á öllu. Hann sagði einnig að ekki yrði hikað við að láta herinn beita valdi ef með þyrfti. Margir vest- rænir sendiráðunautar og sér- fræðingar um búrmísk mál tóku ræðu formannsins um helgina með nokkrum fyrirvara til að byija með. Minnt var á að hann hefði áður leikið þann leik og síðan komið til skjalanna á nýjan leik, er hann þóttist hafa fullreynt að enginn væri fær um að valda hlut- verkinu. Þó eru flestir á því að meiri alvara fylgi máli nú, Ne Win er kominn hátt á áttræðisald- ur og er farinn að heilsu. „Það er hugsanlegt að hann sjái, að hans tími er liðinn, en Búrmar eru samt kvíðnir. Ne Win hefur gætt þess að halda öllum þráðum valds- ins í gömlum höndum sínum og það er í augnablikinu ómögulegt að átta sig á, hver verður fram- vindan í málinu,“ sagði búrmiskur fréttamaður í Rangoon í viðtali við Far Eastern Economic Review. Heilsugæslan í Búrma er ekki beint fullkomin. Hér er ein aðaltann- læknastofan í Mandalay. Sölukonur á Inla-vatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.