Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 29 Indlandi: •• ________ Ofgamenn í Punjab myrða æðstaprest Amritsar, Bombay. Reutcr. Aðskilnaðarsinnar af trúflokki sikha í Punjab á Indlandi skutu i gær einn af fimm æðstuprestum sikhatrúarinnar og annan mann einnig, háttsettan starfsmann musterisráðsins í ríkinu. Þá tók ind- verski herinn að sér að gæta laga og réttar í ríkinu Gujarat og er ástæðan sögð sú, að lögreglan i ríkinu hafi verið i uppreisnarhug. Ráðist var á mennina í borginni Ludhiana og lést Sohan Singh, sem nýlega var skipaður æðstiprestur í Gullna hofinu í Amritsar, strax en Bhan Singh, starfsmaður must- erisráðsins, skömmu síðar á sjúkrahúsi. Þriðji maðurinn, einnig starfsmaður musterisráðsins, ligg- ur illa haldinn á spítala. Öfgamenn höfðu sakað Sohan Singh um samstarf við stjómina í Nýju Delhi vegna þess, að hann átti þátt í að helgihald var aftur tekið upp í Gullna musterinu eftir tíu daga umSátur hermanna í maí sl. Hafa þeir útnefnt æðstupresta úr eigin röðum. í Punjab hafa nærri 1.600 manns látið lífið það sem af er árinu í árásum öfga- manna og átökum þeirra við her- menn. Indverskir hermenn hafa tekið að sér löggæslu í Gujarat-ríki í Vestur-Indlandi en stjórnin þar sakar lögregluna um að hafa grip- ið til alls kyns óhæfu í launabarátt- unni. Formaður lögreglufélagsins og 20 lögreglumenn aðrir hafa verið handteknir fyrir „alvarlega glæpi" og 55 félagar þeirra reknir úr starfi. Reuter Danmörk: Naut drepur roskin hjón Bogense, Danmörku. Reuter. SÁ atburður varð í Bogense í Danmörku nú um helgina, að mannýgt naut varð roskn- um hjónum að bana. Voru þau að ganga sér til skemmt- unar en höfðu hætt sér inn fyrir girðinguna þar sem boli var geymdur. Hjónin, sem létust, Anna og Edvin Jörgensen, gengu mikið um nágrennið sér til heilsubótar en nautseigandinn segist hafa margvarað þau við að fara inn fyrir girðinguna þar sem nautið var og 20 aðrir gripir. Þau sinntu þeirri viðvörun ekki alltaf og í þetta sinn með þeim afleið- ingum, að nautið tróð þau und- ir sér og stangaði til bana. Norodom Ranariddh (t.h.), sonur Sihanouks, og fulltrúi skæruliðahreyfingar Sihanouks við friðarviðræð- urnar í Indónesíu, sést hér ræða við fulltrúa Rauðu khmeranna, Khieu Samphan, skömmu eftir komu þeirra til Djakarta, höfuðborgar Indónesiu, á sunnudag. Fyrstu viðræður striðandi aðila í landinu í tíu ár hófust á sunnudag. Viðræður hafnar um frið- arsamninga í Kambodíu Bojror, Indónesíu. Washincrton. Reuter. ^ J Bogor, Indóncsíu. Washington. Reuter. VÍETNAMSKIR sendimenn og fulltrúar frá ríkum Suðaustur- Asíubandalagsins, ASEAN, hófu í gær að taka þátt í óformlegum friðarviðræðum sem fjórir stríðandi aðilar í Kampbodíu byijuðu á sunnudag í Indónesíu. í Kambodíu berjast annars vegar hermenn leppstjórnar Víetnama sem hefur aðsetur i höfuðborginni Pnom Penh og er undir stjórn Hun Sen, hins vegar þijár skæruliðahreyf- ingar er beijast gegn sljórninni og hafa verið að nafninu til sam- einaðar. ana, sterkustu skæruliðahreyfing- una, um að reyna að ganga á milli bols og höfuðs á hinum tveim hreyf- ingunum. Rauðu Khmerarnir réðu lögum og lofum í landinu í nokkur ár. Stjórn þeirra varð fræg að endem- um fyrir grimmd og ofstæki; talið er að þeir hafi drepið meira en eina milljón af sjö milljónum íbúa lands- ins. Kínveijar hafa stutt Rauðu Khmerana gegn Víetnömum og leppstjórninni í Pnom Penh en Víet- Norodom Sihanouk, foringi næst-stærstu skæruliðahreyfingar- innar og áður var sameiginlegur forystumaður skæruliðahreyfing- anna, sagði nýlega af sér síðar- nefndu stöðunni og hætti á síðustu stundu við að taka þátt í viðræðun- um en sendi son sinn í staðinn. Hann hefur sakað Rauðu Khmer- namar gerðu innrás í Kambodíu í árslok 1978 og veltu Rauðu Khmer- unum úr sessi. Víetnamar hófu fyrir skömmu að flytja herlið sitt á brott frá landinu og segjast ætla að ljúka því verki fyrir 1990. Að undanförnu hafa kínverskir ráða- menn gefið í skyn að þeir æski þess ekki að Rauðu Khmeramir verði aftur einráðir í Kambodíu. Sihanouk er nú í opinberri heim- sókn í Indónesíu og ræðir við þar- lenda ráðmenn um möguleikaá friði í Kambodíu. í viðtali við bandaríska dagblaðið Washington Post, sem birtist í gær, segir Sihanouk að hann hafi sagt af sér forystu skæruliðahreyfinganna til að veikja og einangra Rauðu Khmerana. Hann sagði einnig að þau ríki sem styddu Rauðu Khmerana yrðu að taka á sig fulla ábyrgð á þeim fjöldamorðum sem hefjast myndu í Kambodíu ef Rauðu Khmerarnir tækju þar aftur öll völd eftir brott- flutning víetnamska hernámsliðs- ins. Forsætisráðherra leppstjórnar- innar í Pnom Penh, Hun Sen, lýsti því yfir í gær að stjórn hans vildi að Sihanouk yrði í fosæti nefndar stríðsaðilanna ijögurra er skipu- leggja skyldi kosningar í landinu. Setja skyldi á laggirnar alþjóðlega nefnd til að hafa umsjón með vænt- anlegu friðarsamkomulagi þar sem kveðið væri á um brottflutning alls víetnamska herliðsins fyrir mars 1990. Hann ítrekaði fyrri kröfur um að skæruliðaher Rauðu khme- ranna yrði leystur upp. Reutcr Júmbóþota Air France stórskemmd á flugvellinum í Nýju Dehlí eft- ir misheppnað flugtak. Engan sakaði þótt flug- takið misheppnaðist Nýju Dehlí, Reuter. ENGAN sakaði þegar júmbóþotu franska flugfélagsins Air France hlekktist á í flugtaki frá flugvell- inum i Nýju Dehli á Indlandi á sunnudag. Hætti flugstjórinn við flugtak með þeim afleiðingum að þotan rann útaf brautinni og stór- skemmdist. Um borð í þotunni voru 260 fare- þegar og 15 manna áhöfn og kom- ust þeir á svipstundu út um neyðar- dyr flugvélarinnar. Hún var á leið frá Peking til Parísar með viðkomu í Nýju Dehlí. Eldur kviknaði í einum fjögorra hreyfla þotunnar í flugtaksbruninu og ákvað flugstjórinn þá að hætta við flugtak. Talsverðar skemmdir urðu á skrokk og vængjum flugvél- arinnar þegar hún rann útaf flug- brautinni og rifnuðu hreyflarnir m.a. af vængjunum. Hjóiiaskilnaðir á Ítalíu: Fékk skilnað eftir 27 ár Eiginkonan sem var vildi ekki lögskilnað og tók lög- fræðipróf í háskóla til að geta farið í kringum lögin. Frá Hrynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins. „ÉG er kaþólsk og samþykki því ekki skilnað sem lausn á hjóna- bandi," segir Arneodo Severina 60 ára gömul kona sem í 27 ár hefur komið í veg fyrir lögskilnað við fyrrverandi eiginmann sinn. í síðustu viku var hjónabandinu hins vegar opinberlega slit- ið og getur Felice Alleda nú loksins kvænst sambýliskonu sinni, Önnu Maríu Bongioanni, en þau hafa búið saman í 25 ár og eiga 22 ára gamlan son. Fyrrverandi eiginkonan, sem er læknir og sérfræðingur í barnalækningum, barnasálfræði og með háskóla- gráðu i almennri sálfræði, settist á skólabekk eftir að hún skildi að borði og sæng. Hún ákvað að leggja stund á lögfræði og læra að „fara í kringum lögin“ til að komast hjá lögskilnaðinum. Hjóna- leysin hafa hins vegar leitað til Evrópudómstólsins í Strasborg og hyggjast höfða mál á hendur ítalska ríkinu sem þau telja að hafi sýnt fram á „ótrúlega óreiðu og skriffinnsku" sem hafi „skað- að þau andlega og fjárhagslega." Sumum finnst ótrúlegt að þau til (lögskilnaður var löggiltur efir Felice og Anna María skuli ekki láta hér við sitja, gifta sig og lifa áfram í sátt og samlyndi í stað þess að halda áfram endalausum réttarhöldum í þessu lengsta skilnaðarmáli á Ítalíu. Arneodo Severina, sem nú er sextug, gift- ist Felice árið 1960, fyrir 28 árum. Eftir aðeins eins árs hjónaband slitu þau samvistum og Felice tók saman við Önnu Maríu tveimur árum síðar. „Þegar við giftum okkur, voru lög um skilnað ekki þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1976). Þess vegna giftum við okkur, sannfærð um að hjóna- bandið entist til æviloka,“ segir Arneodo Severina og bætir við: „Þó lögum sé breytt, á hugsunar- háttur fólks ekki að breytast í þá veru að loforð séu svikin." „Það er hneykslanlegt að í vest- rænu þjóðfélagi skuli svona lagað geta gerst á 20. öld,“ segir Anna María, sem innan skamms mun giftast Felice hjá borgardómara. Hjónaleysin búa í Róm, en Ame- odo Severina býr ásamt sjötugum bróður sínum í Tórínó. „Hún sagði við mig, þegar við skildum að borði og sæng að hún myndi aldr- ei gefa mér eftir skilnaðinn," seg- ir Felice. „Og henni hefur tekist vel upp í þetta skipti. En við höf- um ákveðið að leita til mannrétt- indadómstóls Evrópu því við vilj- um benda á þetta mál, alla þessa lagalegu flækju sem tekið hefur 27 ár. Svona lagað á ekki að geta átt sér stað,“ segir hann mæðu- lega. Felice er læknir eins og fyrr- verandi eiginkona hans, en Anna María er hjúkrunarfræðingur. Sonur þeirra er í lögfræðinámi auk þess sem hann þykir mjög efnilegur tenórsöngvari. Hljóðið í fyrrverandi eiginkon- unni, lækninum, sálfræðingnum og lögfræðingnum Ameodo Se- verinu er dauft þessa dagana. „Ég samþykki ekki þennan skilnað. Italska ríkið hefur svikið mig, en verstu svikin voru þegar Felice yfirgaf mig fyrir 27 árum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.