Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B OG LESBOK
200. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ferðalög til Frakklands:
Norðurlöndin mót-
mæla áritunarskyldu
Stokkhólmi. Reuter.
NORÐURLÖNDIN fjögyr sem
eiga aðild að Evrópuráðinu, hafa
ákveðið að hundsa fundi ráðsins
hætti Frakkar ekki að krefja
Verkföllum
að mestu lok-
ið í Póllandi
Varsjá. Reuter.
LECH Walesa, leiðtogi hinna
bönnuðu verkalýðssamtaka Sam-
stöðu, lagði sig i gær í líma við
að fá verkamenn til að stöðva
aðgerðir sínar á þeim fáu stöðum
í Póllandi þar sem menn voru enn
í verkfalli. í Stettin voru strætis-
vagnastjórar enn i verkfalli og
námumenn í Slésiu heimtuðu að
fá tryggingu fyrir því að yfirvöld
rækju ekki menn úr starfi fyrir
að taka þátt i verkföllunum.
Walesa ók um 700 km leið til
Manifest Lipcowy-kolanámunnar 5
Slésíu til að ræða við nokkur hundr-
uð námumenn sem neituðu að hefja
störf fyrr en hann hefði átt fund
með þeim. Mikilvægi Walesa í augum
stjómenda landsins ræðst af því
hvemig honum gengur að fást við
eftirhreytur verkfallanna og sanna
þannig áhrif sín hjá verkalýðnum.
Ríkisstjómin hefur lofað að á
næstunni verði teknar upp viðræður
við fulltrúa Samstöðu og kaþólsku
kirkjunnar. Að sögn talsmanna
stjómarinnar verður m.a. fjallað um
möguleikann á auknum áhrifum
fólks utan kommúnistaflokksins i
ríkisstjóminni og á þingi með það
að markmiði að mynda breiðfylkingu
um pólitískar og efnahagslegar um-
bætur.
ferðamenn frá ríkjum utan Evr-
ópubandalagins um vegabréfs-
áritun. Finnar eru ekki i Evrópu-
ráðinu en styðja kröfu rfkjanna
fjögurra. Utanríkisráðherrar
Norðurlanda funduðu f Kiruna f
Sviþjóð á miðvikudag og var
ákvörðunin tekin þar.
„Við ákváðum að koma kröfum
okkar á framfæri við frönsku stjóm-
ina við fyrsta tækifæri, en höfum
ekki ákveðið með hvaða hætti það
verður gert,“ sagði Sten Andersson,
utanríkisráðherra Svíþjóðar, við
fréttamenn í gær. Frakkar hófu að
krefjast áritunar í september 1986
eftir að gerð höfðu verið mörg
sprengjutilræði í París. Fyrir utan
samstarfsríki Frakka í Evrópubanda-
laginu vom Sviss og Liechtenstein
einnig undanskilin.
í október síðastliðnum fordæmdi
Evrópuráðið áritunarskylduna og
sagði hana gera upp á milli þjóða
og valda gremju þeirra sjö þjóða sem
verða að hlíta skyldunni; Austurríkis,
Kýpur, íslands, Möltu, Noregs,
SvQíjóðar og Tyrklands.
Andófið í Búrma:
Reuter
Sverðin slíðruð
í Suður-Kóreu
Stjórnmálaflokkar í Suður-
Kóreu, stjórnarflokkurinn
jafnt og stjórnarandstöðu-
flokkarnir, lýstu yfir því í gær
að þeir hefðu ákveðið að snúa
bökum saman til að tryggja að
Ólympíuleikarnir, sem senn
hefjast f höfuðborginni Seoul,
fari vel fram. Pólitfskar deilur
verða lagðar á hilluna i einn
mánuð og hefur samkomulagið
orðið til að minnka ótta við að
harðlínumenn i stjórnarflokkn-
um fái stuðning við meint
áform sín um að leggja lýðræð-
isskipulag í landinu að velli að
loknum Olympíuleikunum. Roh
Tae-woo forseti hefur að und-
anförnu haldið fundi með leið-
togum stjórnarandstöðunnar
og fuUvissað þá um eindreginn
stuðning sinn við lýðræðið. Á
myndinni sést aldraður Kóreu-
maður halda Ólympfukyndlin-
um hátt á loft um leið og hann
er borinn á eins konar vagni
gerðum af bjálkum og reipum
við hátíðarhöld $ borginni
Kwangju f gær. Farið er með
kyndilinn um landið þvert og
endilangt og lýkur ferðinni í
Seoul 16. september, daginn
áður en leikarnir hefjast.
Kröfur um nýja stj órn er
taki við þegar í næstu viku
Rangoon. Reuter.
HÓPUR, er nefnist Yfirnefnd
stúdentahreyfingarinnar og veitt
hefur andófi gegn stjómvöldum f
Búrma forystu að undanförau,
sagðist f gær myndu hvetja til alls-
herjarverkfalls og stofna til enn
Skæruliðastríðið í Norður-frak:
Irakar segjast ekki beita
efnavopnum gegn Kúrdum
Talsmenn Kúrda saka íraskar hersveitir um fjölda-
morð á óvopnuðum borgurum í fjallahéruðum íraks
Bagdað, Istanbul, SÞ. Reuter.
TALSMAÐUR Kúrdíska lýð-
ræðisflokksins sagði i símavið-
tali við fréttamenn Reuters í
gær að iraski herinn hefði
síðustu daga notað efnavopn
gegn kúrdískum skæruliðum í
Amadivah-héraði i Norður-
írak. Iraksher hefur einnig
verið sakaður um fjöldamorð
á óvopnuðum borgurum í hér-
uðum Kúrda. Ríkisstjórn íraks
vísar þessum ásökunum á bug.
Þúsundir kúrdískra flótta-
manna streyma enn yfir landa-
mæri rikisins til Tyrklands.
Kúrdfskur talsmaður sagði í
gær að íraskar hersveitir hefðu
hinn 28. ágúst drepið um 1.300
óbreytta, kúrdíska borgara,
þ. á m. konur og böm, í Dahuk-
héraði. Líkunum hefði sfðan verið
varpað í fjöldagrafir. Hann bætti
því við að 90.000 kúrdískir flótta-
menn hefðu komist til Tyrklands
en íraskar hersveitir hefðu stöðv-
að 43.000 manns, er ætluðu
sömu leið. Talsmaðurinn sagði
að harðir bardagar stæðu yfír
milli sveita Jalals Talabanis og
íraka rétt hjá tyrknesku landa-
mærunum, þar sem tyrknesk
yfirvöld hafa fjölgað í liði landa-
mæravarða.
Fulltrúi tyrkneska utanríkis-
ráðuneytisins, Nuzhet Kandemir,
sem rætt hefur við íranska ráða-
menn, segir að íranir séu reiðu-
búnir að taka við öllum kúrdísk-
um flóttamönnum frá írak.
Bandaríkjastjóm lætur nú
rannsaka staðhæfingar um að
írakar hafi notað eiturgas gegn
Kúrdum. Fulltrúar SÞ vilja ekk-
ert láta hafa eftir sér um stríð
íraka gegn Kúrdum, það er talið
innanríkismál íraka og þess
vegma álíta þeir ekki við hæfí að
samtökin skipti sér af því.
vfðtækari mótmælaaðgerða næst-
komandi fimmtudag ef herfor-
ingjastjóra landsins afsalaði sér
ekki völdum í hendur bráða-
birgðastjóraar f sfðasta lagi á mið-
vikudag.
Forystumaður yfimefndarinnar,
sjúkrahúsiæknir í höfuðborginni
Rangoon, er ekki vildi láta nafns sfns
getið af ótta við ofsóknir stjómvalda,
sagði fréttamönnum Reuters að
nefndin myndi sjá um að samræma
baráttuna fyrir lýðræði f Búrma.
Næstu daga yrðu stutt skæruverk-
föll skipulögð. Hann hélt því fram
að alls hefðu 111 samtök með nær
200 þúsund félaga samvinnu við
nefndina.
Aung San Suu Kyi, dóttir þjóð-
hetjunnar Aung San, sagði eftir ræðu
Maungs Maungs á fimmtudag að hún
efaði að almenningur myndi sætta
sig við stjóm hans þar sem engin
breyting hefði orðið til batnaðar.
Maung forseti hyggst kalla saman
fiokksráðstefnu 12. september f sós-
íalistaflokknum, sem er einráður í
landinu, og á þar að ræða breytingar
í lýðræðisátt. í ræðu sinni til þjóðar-
innar á fimmtudag sagði hann að
stjómarflokkurinn myndi fara með
völd þar til breytingamar yrðu í höfn.
Margir Búrma-búar álíta að sá bið-
tími gæti orðið langur.
Fámennir hópar stúdenta gengu
um götur Rangoon í gær með kröfu-
spjöld en verslanir og opinberar skrif-
stofur vora opnar og almennings-
farartæki óku samkvæmt áætlun.
Sjá nánar á bls. 26.
Reykingabann í flugvélum:
Brotlegum vísað út
Bonn. Reuter.
FLUGSTJÓRI bandarfskrar far-
þegaþotu vísaði nokkrum vestur-
þýskum ferðalöngum, sem reyktu
vindlinga f hinum reyklausa hluta
þotunnar, út f Alaska en þotan var
á leið frá Hawaii til Vestur-Þýska-
lands, að sögn sögn þýska dag-
blaðsins Bild f gær.
Blaðið sagði að tvíburasystram frá
Dortmund hefði mistekist að fá sæti
f reykingahluta farþegarýmisins áður
en flugferðin, sem varir í 15 klukku-
stundir, hófst. Þær ákváðu að reykja
samt, hvað sem liði andmælum ann-
arra farþega. „Konumar spörkuðu í
sætin fýrir framan sig, fleygðu mat
út um allt og móðguðu aðra farþega
og áhöfnina," sagði talsmaður flug-
félagsins Hawaiian Airways.
Hinir farþegamir fögnuðu ákaft
er systranum og flóram samferða-
löngum þeirra var vfsað út á
Anchorage-flugvelli. Ræðismaðui
Vestur-Þjóðveija á staðnum neitað:
tóbaksþrælunum um aðstoð.