Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 TENNIS / BANDARIKIN Becker og McEnroe úr leik Óvænt úrslit í 2. umferð opna bandaríska meistaramótsins TVEIR af allra þekktustu tenn- isleikurum heims, Vestur-Þjóð- verjinn Boris Becker og Banda- ríkjamaðurinn John McEnroe, töpuðu báðir gegn lítt þekktum tennismönnum í 2. umferð opna bandaríska meistara- mótsins ítennis ecker náði sér aldrei á strik gegn Ástralíumanninum Darr- en Cahill og sá síðamefndi sigraði auðveldlega, 6-3, 6-3, 6-2. Cahill er algjörlega óþekktur og kom þessi sig^ur hans og slök frammistaða Beekers mjög á óvart. Það var einnig Ástralíumaður, Mark Woodforde, sem sló McEnroe út úr mótinu. Leikurinn var spenn- andi en lauk 7-5, 4-6, 6-7, 6-3, 6-1. Svo skemmtilega vill til að Ástralíumennimir, sem slógu báðir svo frækilega í gegn, eru æskufé- lagar. McEnroe, sem þekktur er fyrir skapvonzkú í garð dómara, hélt uppteknum hætti i leiknum og með- al annars gekk hann einu sinni til yfírdómarans og sagði: „Gerði ég þér eitthvað í fyrra lífí áður en við komum hingað? Sovézka stúlkan Natalia Zvereva, sem er ein fremsta tennis- kona heims, er dottin úr keppni í einliðaleik kvenna. Bandaríska stúlkan Kim Steinmetz sigraði hana strax í 1. umferð, 4-6, 6-3, 6-4. Borls Becker — úr leik í 2. umferð opna bandaríska meistaramótsins. KNATTSPYRNA Forsala hafin á Evrópuleiki Vals og Fram Forsala aðgöngumiða á Evr- ópuleiki Vals og Fram eftir helgina verður i dag í Kringl- unni milli kl. 11.00 og 16.00 og á mánudag í Kringlunni og í Austurstræti milli kl. 11.00 og 18.00. Miðaverð er kr. 750 f stúku, 500 í stæði og 200 fyrir böm. Sértilboð á stúkumiðum er í gangi og gildir eingöngu í forsöl- unni. Stúkumiðar á báða leikina kosta 1.200 krónur í stað 1.600, sem þeir kosta annars. GLÍMA / BRETLAND Arnar Marteinsson sigraði í axlatökum ÍSLENZKIR glímumenn gerðu góða ferð til Bretlands á dög- unum. Þeir fóru þangað til að sýna íslenzka glímu og keppa í fangbrögðum en Morgun- blaðið hafði áður greint frá, að það vœri á döfinni. Amar Marteinsson sigraði í opnum flokki í axlatökum á móti í Rothesay í Bretlandi og varð þar Bretlandsmeistari. Aðrir glímu- menn stóðu fyrir sínu í ferðinni, þótt engum þeirra tækist að sigra nema Tryggva Héðinssyni en hann sigraði í axlatökum í flokki yngri en 15 ára á móti í Burton. Þrettán íslenzkir glímumenn fóm utan og með þeim tveir fararstjór- ar. Auk þess að keppa í Rothesay og Burton, sýndu þeir og kepptu á nokkmm öðmm mótum í Skotlandi og N-Englandi. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Mörg eriend lið vilja fá íslenska leikmenn 7 ÍSLENSKU landsliðsmennirn- ir í handknattleik hafa ekki aðeins verið í sviðsljósinu hór heima að undanförnu heldur einnig víða erlendis. Mörg félög hafa sýnt áhuga á að fó íslenska leikmenn og eftir að Ijóst var að Atli Hilmarsson fœri til Spánar eftir Ólympíu- leikana í Seoul má segja að símalínur hjá HSÍ hafi verið rauðglóandi. Askrifstofu HSÍ fengust þær upplýsingar að einkum félög í Frakklandi, Portúgal og Spáni hefðu spurst mikið fyrir um lands- liðsmennina og á Spánarmótinu í síðasta mánuði fengu margir þeirra gimileg tilboð. Samkvæmt reglum geta íslenskir leikmenn, sem leika með íslenskum liðum, ekki skipt yfír í erlend félög eftir 31. júlí ár hvert. Árangur íslenska landsliðsins hef- ur hins vegar vakið mikla athygli og einkum sækja Spánverjar stíft að styrkja lið sín. Á Spáni hefur handknattleikurinn þegar fengið gífurlegar ijárhæðir til uppbygg- ingar fyrir Ólympíuleikana 1992, en þeir verða haldnir í Barcelona. Stefnan er að gera veg hand- knattleiksins sem mestan og fyrsta skrefíð í þeirri uppbygg- ingu er að styrkja 1. deildar liðin, sem síðan á að skila sér í sterk- ara landsliði. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Barcelona keypti leikmenn fyrir 757.5 miljónir ísl. kr. BARCELONA kemur til íslands, í Evrópuieikinn gegn Fram í nœstu viku, með hvorki meira né minna en ellefu nýliða - leik- menn sem félagið þurfti að greiða „litlar11757.5 millj. ísl. króna fyrir. Eftir sl. keppn- istímabil voru miklar breyting- ar gerðar hjá Barcelona og ákveðið var að Johann Cruyff fengi það hlutverk að gjör- breyta liðinu. ÆV Íkjölfarið fóru forráðamenn fé- lagsins að leita eftir nýjum leik- mönnum og þegar upp var staðið voru þeir búnir að kaupa ellefu þekkta leikmenn, sem flestir hafa klæðst spænska landsliðsbúingin- um. Þeir leikmenn sem Barcelona þurfti að borga mestu peningaupp- hæð fyrir, komu frá nágranaliðinu Espanol, en Barcelona mætir ein- mitt Espanol á morgun í fyrstu umferð spænsku 1. deildarkeppn- innar. Þetta eru leikmennimir Miguel Soler, sem kostaði 157.5 millj. ísl. kr. og Emesto Valverde, sem kostaði 77.5 millj. Eftirtaldir leikmenn voru keyptir til Barcelona - nöfn, félög og pen- ingaupphæð í millj. fsl: króna: MiguelSoler.......Espanol 157.5 Valverde..........Espanol 77.5 Baquero.....Real Sociedad 67.5 Serma.............Sevilla 62.5 Unzue.............Osasuna 57.5 Goicoechea............... 57.5 Eusebio....Atletico Madrid 57.5 Salinas....Atletico Madrid 57.5 BeguiristainReal Socieddad 57.5 Requarte...Real Socieddad 52.5 Hierro.........Valladolid • 52.5 Það er ekki mörg félög sem geta státað af ellefu nýjum leikmönnum - leikmönnum í fremsta flokki, þegar nýtt keppnistímabil hefst. - HANDKNATTLEIKUR Mistök og misskilningur hjá KA - segirJón Hjaltalín Magnússon um þjálfaramál félagsins Eg ræddi við KA-menn á Akur- .i eyri meðan á Flugleiðamótinu stóð og þá kom í ljós að þjálfar- inn, sem þeir höfðu ráðið og feng- ið upplýsingar unn var ekki sá sem þeir vildu ráða. Eg benti þeim á að þeir höfðu gert mistök og bauðst til að fá staðfestingu júgó- slavneska handknattleikssam- bandsins á því sem og ég gerði. Aðalsteinn Jónsson, formaður handknattleiksdeildar KA, fer því með rangt mál í Morgunblaðinu í gær og vil ég að hið rétta komi frarn," sagði Jón Hjaltalín Magn- ússon, formaður HSÍ, við Morgun- blaðið. Jón hafði samband við blaðið vegna fréttar um þjálfaramál KA og sagðist ósáttur við að sitja undir ásökunum Aðalsteins. „KA. hafði samband við júgóslavneska sambandið í sumar og bað um upplýsingar um Miskovic. Sá eini sanni er mjög þekktur og KA- menn fengu upplýsingar um hann, en ekki þann sem þeir réðu. Sá ræddi við okkur Ingvar Viktors- son á HM unglinga í Júgóslavíu í fyrra, ekki í sumar, og óskaði eftir starfí á íslandi. Ég sinnti því ekki frekar þvi ég taldi hann ekki þeim hæfíleikum búinn til að þjálfa íslenskt félagslið. Bambir kvennalandsliðsþjálfari hafði í sumar samband við Ivan Snoj, formann landsliðsnefndar Júgó- slavíu, sem sagðist hafa sagt KA að hann bæri enga ábyrgð á við- komandi þjálfara, og í framhaldi af því sagði Bambir mér frá mis- tökunum og ég lét KA-menn vita. Þetta er leiðinlegur misskilningur og verst að KA-menn sáu ekki í gegnum þetta strax, þar sem við- komandi þjálfari hafði komið til íslands og rætt við þá persónu- lega,“ sagði Jón. TOPPLEIKUR I DAG VALUR - VÍKIIMGUR kl. 17.00 á Hlídarenda O heppnir áhorfendur ... fá einn kassa af Pepsi hver 1 o heppnir áhorfendur . fá einn Pepsibolta hver 1Ö heppnir áhorfendur .. fá eina Pepsitösku hver Það verður sannkölluð Pepsistemning á Hliðarenda Allirá iföllinn Knattspyrnufélagið Valur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.