Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 45 „Hinir ómótstæðilegu . Brynhildur og Hjörtur í hlutverkum g'læpaparsins, Ástráðs og lagskonunnar. Björk Jakobsdóttir lék ein- stæðu móðurina og litli maður- inn er Birkir Freyr Þrastarson. „Kátir Piltar": LEGGJA LEIKLISTINA FYRIRSIG Kátir Piltar er hljómsveit sem kemur upprunalega úr Hafnarfirði. Þeir komu fram á sjónarsviðið í vor og gáfu þá út sína fyrstu hljómplötu sem bar titilinn „Einstæðar mæður“. Með- limir hljómsveitarinnar hafa ýmislegt annað fram að færa en músik og hafa nú lagt út á hála braut leiklistarinnar. Fyrsta kvikmynd þeirra „Hinir ómót- stæðilegu" var sýnd í sjónvarp- inu í júlímánuði. Þessi hálftíma kvikmynd byggir á minningum um lögregluforingj- ann Eliot Ness sem réði ríkjum í Chicago borg á þriðja áratugnum og lagði AlCapone glæpaforingja á kné. I myndinni, sem er auðvitað í léttum dúr er sagt frá alþjóðlegum glæpamanni, Ástráði Ástvaldssyni, sem á í höggi við lögregluforingjann Neliot S. og hans harðsnúna gengi. Ástráður þessi vekur á sér athygli með því að stela aleigunni frá ein- stæðri móður, það er að segja hann nappar bami hennar, og vinnur hylli móðurinnar að lokum. Til sög- unnar kemur einnig Addi Stuð, bjargvættur einstæðra mæðra. Nú eru hálfþessir kátu piltar að vinna að nýrri mynd í svipuðum dúr, með kímnina að leiðarljósi. Verður hún væntanlega sýnd í sjón- varpinu um jólaleytið. Þeir hyggja jafnframt á frekari plötuútgáfu, en hvort næsta plata verði tileinkuð giftum mæðrum, eða bara einstæð- um feðrum, er á huldu að svo komnu. Grímhildur grimma lét það flakka að Diana Ross ætti von á öðru barni sinu ntn ára- mótin. Hún og norski marg- milljónerinn, Arne Naess, eiga einn son fyrir og lifa mj ög ein- angruðu lífi, það er, þau eru ekki að flika fjölskyldu sinni fyrir framan myndavélar forvi- tinna. Bæði eiga hjónin þrjú börn af fyrra hjónabandi. Diana er sögð mjög ill vegna myndarinnar „Dream Girls“ sem verið er að gera um líf hennar, með Whitney Houston i aðalhlutverki. Hún hefur reynt með aðstoð lögfræðinga að stöðva framleiðslu á mynd- inni, en óvist er hvað verður. Þessar vinkonur eiga heima í Garðabæ og þar héldu þær hlutaveltu til stuðnings Félagsstarfi aldraðra þar i bænum og söfnuðu nær 2.000 kr. Telpurnar heita: Hrönn Jónsdóttir, Edda Rán Jónsdóttir og Jóhanna Arnaldsdóttir. — Og á myndinni til hægri er Erna Kristjánsdóttir. Símar 35408 og 83033 KOPAVOGUR Víðsvegarum bæinn AUSTURBÆR Rauðagerði Háahlíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.