Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
St)örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Meyjan
í dag er röðin komin að hinni
dæmigerðu Meyju (23. ágúst
— 23. sept.). Lesendur eru
minntir á að hver maður á sér
nokkur stjömumerki sem öll
hafa áhrif. Hér er einungis
íjallað um sólarmerkið.
UppskerumerkiÖ
Meyjan er hlédrægt ogbreyti-
legt jarðarmerki. Árstími
Meyjunnar, lok ágúst og fyrri
hluti september, segir töluvert
um eðli hennar. í fyrsta lagi
er um árstíðaskipti að ræða,
sumri er að ljúka og haust
að nálgast. Á þessum tíma
hefst undirbúningur fyrir
haust og vetur. Meyjartíminn
er vinnutími, uppskeru sum-
arsins er komið fyrir, haust-
hreingeming er framkvæmd
í húsum, skólatöskur dregnar
fram og rykið dustað af heila-
sellunum eftir sumarfriið.
Vinna
Menn mótast eftir eðli náttúr-
unnar á fæðingarstund sinni.
Lífíð fyrir Meyjuna er því at-
hafnasemi, vinna og undir-
búningur fyrir það sem koma
skal. Það lýsir sér aftur t
ákveðinni varkámi og þeirri
spumingu sem Meyjan spyr
sig oft: „Er þessi hlutur gagn-
legur, kemur hann til með að
nýtast mér síðar?“ o.s.frv.
Alvörugefni
Kannski er það öll sú athygli
sem beinist að alvöru lífsins
sem gerir að Meyjan er ekki
talin sérlega létt í skapi. Við-
horf hennar eru heldur alvöru-
- gefín, þó vissulega séu til þær
Meyjur sem eru gamansamar.
Alvaran lýsir sér kannski best
t því að samviskusemi og
ábyrgð eru aldrei langt undan.
Gagnrýni
Meyjan er skörp og hefur
nokkuð þróaða athyglisgáfu.
Hún er því oft gagnrýnin og
þykir smámunasöm, þó skipt-
ar skoðanir séu um það hvað
séu smámunir og hvað ekki.
Það smáa og einstaka er ekki
stður mikilvægt en annað. Þar
sem Meyjan er raunsæ, tel ég
að við verðum að gefa henni
uppreisn æru og hætta að
tala t ttma og óttma um smá-
- munasemi.
Snyrtimennska
Hreinlæti og snyrtimennska
eru einkennandi fyrir Meyjar,
svo og það að vilja hafa röð
og reglu á málum stnum.
Þessi snyrtimennska og reglu-
þörf getur þó birst á ýmsum
sviðum. Verktaki í Meyjar-
merkinu gengur snyrtilega
frá eftir sig, þó t.d. klæða-
burður hans, sem er á áhuga-
sviði hans, sé ósköp venjuleg-
ur.
Slökun
Meðal veikleika Meyjunnar er
nöldur og tuð í garð vina og
samstarfsfélaga sem ekki
skilja fullkomnunarþörf henn-
ar né hafa áhuga á henni.
Óhófleg sjálfsgagnrýni háir
henni einnig oft á ttðum. Hún
hefur oft minnimáttarkennd,
vegna sjálfsgagnrýni og full-
komnunarþarfar og þess að
hún gerir allt of miklar kröfur
til stn. Það leikur enginn vafí
á þvt að Meyjan má vel við
þvf að slaka á og verða kæru-
lausari gagnvart sjálfri sér og
verkum stnum.
Raunsœi
Styrkur Meyjarinnar liggur t
dugnaði og samviskusemi.
Hún hefur oft skarpa greind,
er eftirtektarsöm og yfirleitt
hagsýn og útsjónarsöm. Meyj-
an er iðulega hjálpsöm og
greiðvíkin. Hógværð og raun-
sæí er einkennandi fyrir
.dæmigerða Meyju.
GARPUR
ý GöMGUfiJUM 'WÍ'RfíKVAR
---------'PÓBERT, ERTV
VJSS UM AÐ þ£ TTASÉ LEIÐ/N T/L
SMÁKAFMUS?
MUAO HELDURDU AÐ ÉG Sé..
sp/FTAR/ Fy/e/F BEiNArýeeysnj
M£fS,KLEM/VII AlE/STAR.t.1
stutt A eft/R Þe/aa...
MUNDU AE> V/O þUFFU/W &AFA
.ABF/USAÐ TEFJA FUFlR PE/M .
' BE/N/ l/!L L AE> 6AEPUE /cOM/ ÞEW
TíL BJARGAR !
GRETTIR
(pglPSA/yiUR RAGOf?
SEM HEFURIUL-
U AN ENOI,EF
‘ ÞÚWÆ.TTU?
AP.KXÓRa
/MERA/ÍÍA&.
ANUM
DYRAGLENS
UOSKA
PACSUR! UAKNAÐU! PAP
ER OKÐlU FRAMORÐI£>r
|l
HVB FKAM -)
^ ORPID^
'-ir
FTZEMUR FRAMOKPiíM
h MJÖG FRA/VloePlPrfl11
. BÐA OFSA LEGAj
FERDINAND
Hvað er um að vera?
Þeir eru að sækja þig fyr- Þú verður orðinn alveg Ég hefi aldrei á ævinni
ir uppskurðinn með lið- jafngóður eftir nokkrar verið jafngóður!
spegli... vertu óhrædd- vikur ...
ur...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Bobbamir frægu, Hamman
og Wolff, voru nýlega slegnir út
í Spingold-keppninni af sveit
undir stjóm Jeffs nokkurs
Akers. Aker og sveitarfélagar
hans eru lttt þekktir spilarar
utan Bandarikjanna, en greini-
lega engar liðleskjur þrátt fyrir
það. Hér er sjálfur foringinn á
ferð í fimm laufum, með Wolff
sér á vinstri hönd:
Austur gefur; AV á hættu:
Vestur
♦ G873
♦ ÁK102
♦ D6
♦ 862
Norður
♦ 9
♦ G98643
♦ K874
♦ D7
Austur
♦ ÁD1065'
♦ D7
♦ G92
♦ 4
Suður
♦ K
♦ 5
♦ Á1053
♦ ÁKG10954
Vestur Norður Austur Suður
— — 3 spaðar 4 lauf
4 spaðar 5 lauf Pass Pass
Pass
Utspil: hjartaás.
Wolff gat ekki séð hvar
hjartadrottningin var niðurkom-
in og ákvað að spila litlu hjarta
í öðrum slag í þeirri von að
makker ætti einspil.
Aker nýtti sér tækifæri til
fulls. Hann trompaði hátt og
spilaði strax litlu laufi á sjöu
blinds! Þannig fékk hann við-
bótarinnkomu til að verka hjart-
að. Hann trompaði hjarta, fór
inn á laufdrottningu og felldi
hjartakónginn með enn einni
hjartatrompun. Tígulkóngurinn
var enn í borðinu sem innkoma
á tvö fríhjörtu.
Vel gert, en ijögurra stiga tap
samt, því sagnhafi á hinu borð-
inu lék sama leikinn í dobluðum
fímm laufum!
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
i ungversku deildakeppninni
síðasta vetur kom þessi staða upp
i skák hinna þekktu stórmeistara
Andras Adoijan og Lajos Port-
isch, sem hafði svart og átti leik.
29. - Dc2!, 30. Hc3 - Dxb2! og
hvítur gafst upp, því drottning
svarts er friðhelg vegna máts í
borðinu. Ungverjar eru mikil
skákþjóð og hefur einum tekist
að slá Sovétmönnum við á
Ólympíumóti. Það var í Buenos
Aires 1978, en síðan hafa Sovét-
menn ávallt orðið ólymptumeistar-
ar. Fremstu stórmeistarar Ung-
vetja eru einnig þekktir sem mikl-
ir byijanasérfræðingar. Þrír
þeirra tefla í heimsbikarkeppninni
og verða þeir allir, Portisch, Ribli
og Sax, á heimsbikarmótinu í
Reykjavik í október.