Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 13 Laugardalur: Samkeppni um listaverk Menntamálaráðuneytiðj Borg- arstjórn Reykjavíkur, _ Iþrótta- samband Islands og Ólympíu- nefnd bjóða félögum í Sambandi íslenskra myndlistarmanna til samkeppni um listaverk, sem staðsett verður við íþróttamið- stöðina i Laugardal í Reykjavík. Veitt verða peningaverðlaun fyr- ir þijár bestu tillögurnar, sam- tals að andvirði 850.000,00 kr. Frestur til að skila tillögum renn- ur út 1. mars á næsta ári. Að sögn Gísla Halldórssonar, formanns dómnefndar, er þetta í fyrsta skipti sem íþróttahreyfingin gengst fyrir samkeppni af þessu tagi, en hugmyndin að henni vakn- aði fyrir 6 — 7 árum. Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinn- ar (IOC) sýndi málinu áhuga, er hann var hér á ferð fyrir nokkrum árum og standa vonir til þess að nefndin taki einhvern þátt í kostn- aði vegna listaverksins. Verkinu verður komið fyrir á 25 sinnum 25 metra reit fyrir framan íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardalnum. Umfang þess á að miðast við stærð reitsins og má það vera allt að sex metra hátt. Val efnis í listaverkið er frjálst, en þar sem hér er um útilistaverk að ræða er ætlast til þess að það þoli veðrun um langa framtíð. Verkið á að tengjast íþrótt- . um og útiveru í táknmáli sínu. í dómnefnd eiga sæti Gísli Hall- dórsson, tilnefndur af Ólympíu- nefnd, Níels Hafstein og Sigurður Örlygsson, tilnefndir af Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Stefán Snæbjömsson, tilnefndur af Menntamálaráðuneytinu og Þor- valdur S. Þorvaldsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg. Ritari dóm- nefndarinnar er Gunnar B. Kvaran, en trúnaðarmaður og tengiliður milli útboðsaðila og dómnefndar er Jóhanna S. Einarsdóttir. Frestur til að skila tillögum renn- ur út þann 1. mars 1989. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun eru 450.000,00 kr., 2. verðlaun 250.000,00 kr. og 3. verðlaun 150.000,00 kr. Auk þess er dóm- nefnd heimilt að kaupa listaverk fyrir 150.000,00 krónur. Tillögum- ar verða sýndar á Kjarvalsstöðum í síðari hluta maí. Gísli Halldórsson segir, að ákveð- ið hafí verið að veita há verðlaun til þess að stuðla að góðri þátttöku í samkeppninni. Oft hefði brunnið við, að fáir sendu tillögur þegar efnt hefði verið til keppni af þessu tagi, en vegleg verðlaun ættu að hafa hvetjandi áhrif á listamennina. Eldur í Stálvík ELDUR kom upp í skipasmíða- stöðinni Stálvík í Garðabæ klukk- an 8.45 á fimmtudag. Verið var að vinna við logsuðu í bát og komst eldur í tjöru og rusl. Varð af eldur og mikill reykur en slökkvistarf tók skamma stund. Litlar skemmdir urðu á bátnum en nauðsynlegt gæti orðið að skipta um einangrun á hluta hans vegna reykskemmda. MARKAÐSÞEKKING ÚTFLUTNINGSKUNNATTA VILTU VERDA KUNNATTUMADUR í ÚTFLUTNINGIOG MARKADSSÓKN? Þér gefst færi á eins vetrar námi til aö ná því marki? -án þess aö þaö komi niður á vinnunni. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS ■ V UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKOLI ÍSLANDS TMf IC ( I ANDIC' INSTITUTt. OF MAtTKf TINC, AND EXPfTfÍr Ánanaustum 15-101 Reykjavík - Sími (91) 62-10*66 RÍÓ er alveg ekta... RlÓkaffipakkinn er harður og lofttæmdur því þannig helst RÍÓkaffið ferskt og bragðríkt alla leið í bollann þinn. Rjúkandi RÍÓ -hörkugott kaffí AUK hf. 93.3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.