Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
Morgunblaðið/Júlíus
Kennarar kynna sér nýju Ijóðabókina Ljóðspor.
Ljóðspor:
Ný ljóðabók fyrir
grunnskólanema
Námsgagnastofnun annast end-
urútgáfu og útgáfu á nýju efni
til kennslu í grunnskólum lands-
ins og gefur út á bilinu 150-200
titlar árlega. Á þessu hausti ber
einna hæst útgáfa á nýrri Ijóða-
bók til kennslu i 4.-6. bekk, en
gömlu skólaljóðin hafa ekki
fengist siðan 1985. Ljóðspor
nefnist þessi bók með ljóðum
eftir íslensk 19. og 20. aldar
skáld. Það yngsta aðeins tvítugt.
Námsgagnastofnun hefur unnið
undanfarin tvö ár að útgáfu ljóða
fyrir grunnskóla þessa lands og e_r
Ljóðspor fyrsta bókin af þremur. Á
næsta ári er fyrirhugað að gefa út
ljóð fyrir 7.-9. bekk og þá fyrir 1.-3.
bekk. Kennararnir Kolbrún Sigurð-
ardóttir, Sverrir Guðjónsson og
Þórdís S. Mósesdóttir hafa annast
söfnun og samsetningu efnis bókar-
innar.
í Ljóðsporum eru ljóð eftir 138
skáld. Nútímaljóð og eldri ljóð eiga
að vera í nokkuð jöfnum hlutföllum
og ljóðformið breytilegt. Tekið var
tillit til þess fyrir hvað aldurshóp
verið var að velja. Aðstaðendur
bókarinnar segja hana vera óhefð-
bundið safn ljóða, en ekki ljóða-
úrval í bókmenntaiegum skilningi.
Ljóðunum er skipt niður eftir við-
fangsefnum skáldanna og fylgja
verkefni og orðskýringar hveijum
þætti hennar. í Ljóðsporum eru
myndverk eftir 11 íslenska mynd-
listamenn. Verk þeirra voru valin í
samræmi við efnisflokka. Forsíðuna
prýðir verk eftir Johannes Kjarval.
Meðal annarra nýrra bóka sem
koma út hjá Námsgagnastofnuninni
á þessu ári eru tvær bækur í móður-
málskennslu,_ Fallorð og Orðhákur
2. eftir Jón Ámason kennara. Fall-
orð er fyrir nemendur í 6.-9. bekk,
en Orðhákur 2. er verkefnabók,
fyrir 7.-9. bekk. Verkefnin fjalla
m.a. um margræðni orða, hlutstæð
og ólhlutstæð, víðtæk og sértæk,
samsett orð, nýyrði og tilfínninga-
orð. í bókinni Að syngja með tákn-
um er að fínna 25 algengar bamav-
ísar skráðar bæði með táknmyndum
og bókstöfum. Bókin er einkum
ætluð bömum með mikla mál- og
talörðugleika. Heilsubót er almenn
líkams- og heilsufræði ætluð nem-
endum í 8.-9. bekk grunnskóla. Hún
er þýdd úr dönsku og er m.a. fjall-
að um kynfærin og starfsemi þeirra,
getnaðarvamir, áfengi, tókabak,
ávana- og fíkniefni og skaðsemi
þessara efna.
Fleiri bækur mætti nefna s.s.
Heimabyggðin Reykjavík sem gefín
er út í samvinu við Skólaskrifstofu
Reykjavíkur í tilefni af 200 ára
afmæli Reykjavíkurborgar. Bókin
Sviss, ætluð til kennslu með náms-
efninu Á ferð um Evrópu-Rínarl-
önd, Sjálfstæði íslendinga 3 og
Kemur mér það við?.
Námsgagnastofnun gefur ekki
aðeins hún bækur heldur einnig
myndbönd. Notkun myndbands-
tækja til kennslu í öllum greinum
eykst stöðugt í skólum landsins.
Að sögn Ásgeirs Guðmundssonar
námsgagnastjóra eru nú til yfír 400
myndbandatitlar til útláns í lengri
eða skemmri tímá. Stærsti hlutinn
er aðkeypt efni, aðallega erlent.
Stórátak þarf til að auka hlut inn-
lends efnis á myndböndum og sagði
Ásgeir að vonir væru bundnar við
Fræðsluvarpið hvað það varðar. Tvö
myndbönd um landafræði sem gefín
voru út í fyrra voru gefín út saman
á einu myndbandi á ensku í ár. Það
var sýnt á alþjóðlegri ráðstefnu í
Brussel þar sem það hlaut góða
dóma og var sagt uppfylla öll skil-
yrði góðrar fræðslumyndar. Stofn-
unin hefur einnig fengið gefíns efni,
s.s. frá Iðnaðarráðuneytinu í tengsl-
um við norrænt tækniár og frá Ál-
verinu um notkun áls.
04 1 CA f)ir\ LÁRUS Þ. VALDIMARSSOIM sölustjóri
L I I UU ” L I 0 / U LÁRUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Á úrvalsstað á Melunum
4ra herb. íb. af meöalstærö á 1. hæö f suðurenda. Sólsvalir. Sérhita-
veita. Góö langtímalán. Selst aðeins í skiptum fyrir stærri eign í nágr.
Á úrvalsstað í Garðabæ
nýlegt steinhús. Efri hæö um 200 fm, íbúöarhúsnæöi og 50 fm svalir.
Neðri hæð um 300 fm gott verslunar- og/eöa atvinnuhúsnæöi. Bílskúr
45 fm. Frág. lóð 1250 fm. Fjölbreyttir nýtingarmöguleikar.
Hagkvæm skipti
Um 150 fm sér efri hæð skammt frá sundlaugunum í Laugardal.
Skipti æskileg á góöu einb. eöa raöhúsi í borginni eða nágrenni.
Bjóðum ennfremur til sölu:
4ra herb. íb. í suðurenda viö Hvassaleiti. Góöur bílsk.
2ja herb. suöurib. í lyftuhúsi við Austurbrún. Laus strax.
4ra herb. hæö i þríbhúsi skammt frá Háskólanum.
3ja herb. þakíb. í gamla Austurbænum. Svalir. Kvistir.
2ja herb. suðuríb. í lyftuhúsi við Álftahóla. Fráb. útsýni.
Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti.
Opið í dag laugardag
kl. 11 til kl. 16.
AIMENNA
FASTEIGHASAIAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
fiOsigíM DQQfD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 451. þáttur
Kvarta ég með kvein stirt,
kvefið þvingar mjög nef
mun það maklegt þó.
Svo kvað Hallgrímur Péturs-
son, sá eini og sanni, í Vor-
kvæði. Þetta er með elstu dæm-
um bókfestum um orðið kvef í
máli okkar, og rímar þama við
nef, eins og óteljandi sinnum
síðan.
I hinni miklu upprunaorðabók
dr. Alexanders Jóhannessonar
er kvef þýtt á þýsku „erkált-
ung,“ en þess getið að uppruna-
lega muni kvef hafa verið þýð-
ing á latneska orðinu facies og
í því sambandi vitnað í Johan
Fritzner. Þar segir: „Kvef, n.
tjener til Oversættelse af lat.
facies paa det eneste Sted, hvor
Ordet forefindes.“ Og þessi eini
staður fommáls, sem Fritzner
hefur fundið á hvorugkynsorðið
kvef, er í Heilagramannasög-
um (II, 437): „ok rak framan í
kvefít þessi nýkomnu konu“.
Þama merkir þessi = þessari,
og latneska orðið facies t.d.
andlit (e. face) og sýnist kvef
í tilvitnuninni hjá Fritzner
merkja hið sama. En hvenær fór
kvef að merkja þann kvilla sem
það táknar nú? Spyr sá sem
ekki veit.
Um uppruna orðsins kvef er
lítill vafi. Það er skylt sögnum
eins og kæfa, kefja og kvefja,
sem hafa svipaða merkingu,
byijunarsögnunum (verba in-
coativa) að kafna og kvafna
og nafnorðum svo sem kóf,
kaf, kæfa og kafi (= reykj-
armökkur, þoka eða mikil
dögg). Kvef er þá þess konar
kvilli sem leitast við að kæfa
okkur.
Orðið kvef kemur fyrir í okk-
ar merkingu í málfræði eftir
Runólf Jónsson (d. 1654).
Fræðimennska hans hefur ekki
alltaf fengið háar einkunnir, en
það er önnur saga. Þá segir í
Ritum þess íslenska Lærdóms-
listafélags (X, 26, 1791) í skrá
um íslensk sjúkdómaheiti:
„Qvefsótt, qvef (febris cat-
harralis), er ein af landfarsótt-
um, er stíngr sér niðr haust og
vor, og optar við veðrabrigði.
Þegar nasir og framhöfuð verðr
altekit þar af, heitir stibba
(coryza), og fýlgir þar optast
með sífellt rennsli af þunnri
vatnsglætu."
Þá var prentuð í Viðey 1834
„Stutt og einföld Ávísan um
meðhöndlan Qvef-Landfar-
sóttar, af J. Thorsteinsen Land-
physicus". Ekki verður annað
sagt en kvef sami sér vel með
q-i, og ekki meira um það í bili.
★
Þá er enn komið að Jakob
Bjömssyni í Reykjavík. Hann
skrifar mér langt bréf um orðið
þota. Hann vitnar til orða minna
í 435. þætti, en þá sagði ég m.a.
í vörn fýrir þotuna: „Mér er
óskiljanlegt hvernig sá maður
hugsar sem ekki tengir þegar í
stað orðið þota við sögnina að
þjóta.“ Og J.B. spyr: „Hvað í
ósköpunum kemur sögnin að
þjóta við enska orðinu ,jet“ í
því sambandi sem hér um ræð-
ir?“
Síðan lýsir J.B. tilurðarsögu
enska orðsins jet vel og skil-
merkilega. Hann rekur samband
þess við frönsku jeter = kasta
og vísar síðan á latínukunnáttu
umsjónarmanns um frekari ætt-
færslu. Jú, jú, latneska móður-
sögnin er iacio (ieci, iactum,
iacere) = kasta. Frægust hefur
hún líklega orðið af orðum Ces-
ars: „Iacta est alea“ = teningn-
um er kastað, áður en hann fór
yfir Rubico-fljót.
Þá rekur J.B. ýtarlega hvem-
ig jet er stytting úr ,jet prop-
elled plane“, og um nafnorðin
Jet propulsion" segir hann:
„Þrátt fyrir „þotuna" höfum við
enn ekkert íslenskt heiti á því
hugtaki svo mér sé kunnugt.“
Hann lýsir síðan nákvæmlega
þeirri athöfn sem á ensku heitir
eins og áður sagði og öllum ferli
sem varð til þess, að til urðu á
íslensku orðin þrýstiloft og
þrýstiloftsflugvél, sem honum
fínnst engu betra en þota. Síðan
segir bréfritari að ,jet propulsi-
on“ mætti kannski þýða með
orðinu „kastsnúningur" og bætir
við: „Þegar minnst er áður-
nefndrar merkingar frönsku
sagnarinnar ,jeter“, móður
enska orðsins ,jet“, sést að aðr-
ir hafa hugsað þetta heiti á sama
veg. Orðið kastsnúningur má því
kallast réttnefni. „Jet plane“,
eða ,jet“, er þannig flugvél
sem knúin er kastsnúningi,
„kesta“(?).“
Lokaorð Jakobs eru: „Heitið
,jet“, eða ,jet plane“, vísar
þannig til grundvallaratriðis í
aðferðinni við að knýja flugvél-
ina áfram. „Jet plane“ eða ,jet“,
kastknúin flugvél, kesta(?), er í
grundvallaratriðum frábrugðin
„propeller plane", skrúfuvél.
Ég varpaði í upphafi fram
þeirri spurningu hvað sögnin að
þjóta hefði að gera með enska
orðið ,jet“ í þeirri merkingu sem
hér um ræðir. Svarið er augljóst
af því sem að framan er rakið.
Alls ekkert. Ekki nokkurn skap-
aðan hlut! Jafnlítil eru hugsunar-
tengslin milli orðanna „þota“ og
,jet“. „Þota“ er þannig gersam-
lega vanhugsað orð í þessu sam-
hengi; út í loftið."
★
Umsjónarmaður þakkar J.B.
vönduð, fróðleg og vel stíluð
bréf. En hann er ekki sammála
síðasta ræðumanni, nema um
orðin „út í loftið". Þotan þýtur
út í loftið, hvað sem hver segir.
Hún snýst nú samt, sagði mað-
urinn. „Kesta“ er svo sem ekki
galið orð, en hér er það alltof
seint fram komið. Auðvitað fer
þotan í loftköstum, en einkum
þaut hún inn í mál okkar, og
er skólabókardæmi um góð ný-
yrði. Höfundur orðsins, Högni
Torfason, hlaut maklegt lof fyr-
ir.
Hlymrekur handan kvað:
Sagði Tinna í Tómasarhaga:
Já, te finnst mér gaman að laga.
Ég læt það í te
og læt það í té
sem hollast er munni og maga.
Orkuvinnsla í heitum höfum
Raunvísindi
Egill Egilsson
Orkuspár segja fyrir um að á
næstunni vaxi orkunotkun örar í
þróunarlöndunum en í iðnríkjum
heimsins. Þessi svæði eru mann-
mörg, og aukningin verður mikil.
Hvar á að taka orkuna? Þessi spurn-
ing á enn frekar við þegar olía fer
að ganga til þurrðar eftir þijá aldar-
fjórðunga.
Hver er lausnin?
Einmitt á þessum svæðum er að
finna mikla orkulind, og mengunar-
vandi sem fylgir virðist einnig leys-
anlegur. Hér er um að ræða varma-
orku heitu hafanna.
Varmaorka er ekki nýtanleg í
sjálfu sér, heldur aðeins ef einnig
er fyrir hendi kaldara efni en það
sem nýta á varmann úr. Hitabeltis-
höfin bjóða einmitt upp á slíkan
hitamun. Nærri yfirborði er hitinn
gjarnan yfír tuttugu og fimm gráð-
um. Aðeins um kílómetra neðar er
hann meira en tuttugu gráðum
lægri. En kaldur sjór leitar með
botni frá heimskautunum yfír á
hlýrri svæði.
Aðferðin
Vinnslan byggist á sömu aðferð
og notuð er í ísskáp. Aðeins er ferl-
inu snúið við, og atburðarásin er
öfug. við í skápnum. Hann notar
orku til að búa til hitamun. Orku-
verið nýtir sér hitamuninn til að búa
til raforku. Einni hugsanlegri að-
ferð er lýst gróflega á myndinni:
Um er að ræða lokaða hringrás
amóníaks eða freons, rétt eins og
í ísskáp. Heita yfirborðsvatnið er
notað til að láta vökvann gufa upp.
Gufan fer gegnum hverfil, og þrýst-
ingsfallið er notað til að snúa hon-
um. Undir lægri þrýstingi í vinstra
hólfínu þéttist gufan. Kaldur djúp-
sjór er notaður til þéttingarinnar.
Hann er sóttur niður á um eins
kílómetra dýpi.
Einna erfiðast hefur reynst að
búa til nógu stór rör til að ná þessu
vatni. En vatnsmagnið sem þarf er
allverulegt. Það jafnast á við ofur-
litla íslenska á, ef um er að ræða
orkuver sem dregur.
Verið má staðsetja á strönd nærri
djúpsævi. Ennfremur er verið að
íhuga að hafa það fljótandi, svo að
það hreyfist yfir hafsvæði og nýti
orkuna á nýjum og nýjum stöðum.
Aðferðin hefur þegar verið reynd
og er framkvæmanleg tæknilega.
Framleiðslan er ekki samkeppnis-
hæf enn sem komið er við orku úr
olíu eða kolum. En enginn vafi eij
á að þetta kemur sterklega til
greina þegar minnka fer um olíu-j
lindir á næstu öld.
Reynist orkulindin hagkvæm á
annað borð, er eftir miklu að slægj-j
ast. En mælt með þeirri stiku sem1,
vanalega er notuð þegar orká
mannkyns er annars vegar er húnj
nánast óþtjótandi.