Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
h
Júgóslavía:
Fímm bækur Djilas
verða gefnar út
Þessi mynd var tekin í sjúkrahúsinu í Blagovestjensk áríð 1981.
Viktor Davidov, sem var látinn laus áríð 1983, tókst að smygla
myndinni út úr sjúkrahúsinu og siðan úr landi. A myndinni hér til
hliðar er Kenne Fant.
Sænskur rithöfundur:
Raoul Wallenberg
var enn á lífi 1986
SÆNSKI stjómarerindrekinn
Raoul Wallenberg, sem hvarf i
Ungveijalandi í stríðslok, var
enn á Ufi í Sovétríkjunum áríð
1986, að sögn ríthöfundarins
Kenne Fant sem eytt hefur sex
árum í að safna efni i bók um
Wallenberg. Fant hefur rítað
Míkaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga
bréf og skýrt honum frá upplýs-
ingum sinum um öríög sænska
stjómarerindrekans, segir í
frétt Sænska dagblaðsins fyrír
skömmu.
í heimildarskáldsögu Fants um
Wallenberg, sem höftmdur hefur
gefið heitið „R“, er Wallenberg
látinn segja sjálfur sögu sfna eftir
að hann var handtekinn af sovésk-
um hermönnum i Búdapest árið
1945. Wallenberg tókst að bjarga
lífi um 100 þúsund ungverskra
gyðinga sem ella hefðu lent í gas-
klefum nazista.
Sovétmenn halda því fram að
Wallenberg hafi látist í júlí 1947
en fjöldi fólks segist hafa orðið
vart við hann í sovéskum fanga-
búðum eða sjúkrahúsum eftir þann
tíma. í bréfi Fants til Gorbatsjovs
rekur hann vitnisburð maigra sov-
éskra andófsmanna, er fengið hafa
leyfí til að yfirgefa Sovétyríkin,
þar sem þeir segja að árið 1978
hafi Wallenberg verið á sérstöku
geðsjúkrahúsi fyrir fanga f Blago-
vestjensk- í suð-austurhluta
Síberíu. Að sögn andófsmannanna
var forstjóri sjúkrahússins kona
að nafni Lúdmiila Bútenkova,
undirofursti að tign. Fant hvetur
Gorbatsjov til að fá Bútenkovu til
að skýra frá því sem hún veit um
örlög Wallenbergs.
Einnig hvetur Fant til þess að
qúklingaskýrslur stofnunarinnar
frá 22. desember 1986 verði birt-
ar. „Vitni, sem ég tel áreiðanlegt,
hefur skýrt frá því að meðhöndlað
hafi verið kal á hægri fæti fullorð-
ins stjómarerindreka frá Norður-
löndunum þann dag. Maðurinn
hafi á sínum tíma bjarjgað lífi
margra gyðinga í Ungverjalandi f
lok heimsstyijaldarinnar. Varla
getur hafa verið um annan að
ræða en Raoul Wallenberg, þótt
hann hafi vafalaust gengið undir
öðru nafni,“ segir Fant.'
Hann segist ekki þekkja vitnið
sjálfur en það sé búsett í Banda-
ríkjunum. Hann vilji ekki gera
nafn þess uppiskátt þar sem það
eigi aldraðan fóður á lífí f Sov-
étríkjunum. Hins vegar vitnar Fant
í sovéska andófsmanninn Viktor
Davidov, sem var lagður inn á
sjúkrahúsið í Blagovestjensk 1980
og heyrði þá minnst á „Svíann".
Vinur Nóbelsverðlaunahafans
Andrejs Sakharovs, Krónid Lú-
^xsovét-
Tural, RÍKIN
^~V J‘jaj)(a/-Mln^!®ajves,,^nsf
Irkútsk fS
\
T ••*•»*...
Ulan Bator
•
barskí, hefur einnig heyrt minnst
á „gamla Svíann" í sovéskum búð-
um. Fant segir Wallenberg hafa
gengið undir ýmsum nöfhum f
Sovétríkjunum, m.a. „sjvedskíj
040812“ (Wallenberg var fæddur
12.8. árið 1904), „Roni Boni“ og
„Norðurlandabúinn."
Kenne Fant segir í bréfi sfnu til
Sovétleiðtogans að Gorbatsjov og
(Tsjabarovsk
Gromyko núverandi forseti hafi
verið blekktir af foringjum í öiygg-
islögreglunni sem hafi látið Qar-
lægja öll gögn um Wallenberg og
sé þetta ástæða þess að hann hef-
ur ekki fundist. Rithöfundurinn
segir að meðan hann safnaði efni
S bókina hafi hann oft fengið meira
eða minna dulbúnar morðhótanir
frá óþekktum aðilum.
__ Belgrad. Reuter.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa
út fimm bækur andófsmannsins
þekkta Milovans Djilas í Júgó-
slaviu. Verður þetta í fyrsta
skipti f 34 ár sem almenningi
gefst kostur á að kynna sér sjón-
armið Djilas sem féll f ónað eftir
að hafa gagnrýnt stefnu Titós
þáverandi leiðtoga júgóslav-
neska knmtnúniataflnkksins.
Djilas sagði í viðtali við Reuters-
fréttastofíina í gær að hann teldi
þetta merki um að stjómmála-
ástandið í Júgóslavíu væri að breyt-
ast einkum fyrir áhrif Sovétmanna.
Benti hann á að fjölmargir bann-
feerðir rithöfundar hefðu verið
„endurreistir" í Sovétríkjunum frá
því Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið-
togi komst til valda.
Djilas var náinn aðstoðarmaður
Josefs Tító, leiðtoga Júgóslavíu, en
árið 1954 var hann rekinn úr
kommúnistaflokknum eftir að hann
hafði gagmýnt stefnu yfírboðara
síns. Ritverk hans vom bönnuð og
honum var meinað að tala á opin-
bemm vettvangi. Bækur hans hafa
á hinn bóginn verið gefnar út á
Vesturlöndum og hann hefur flutt
fjölda fyrirlestra erlendis.
Fyrsta bók Djilas „Hin nýja stétt“
var gefín út í New York árið 1957.
Djilas var dæmdur f níu ára fang-
elsi vegna þeirrar bókar, sem vakti
mikla athygli. Honum var hins veg-
ar sleppt árið 1961 og hóf hann
þá að rita „Samræður við Stalín".
Hann var fangelsaður að nýju og
sakaður um að hafa birt ríkisleynd-
armál. í þetta skipti var Djilas
dæmdur til fjögurrar ára fangelsis-
vistar.
Ríkisfyrirtækið „Domus“ hyggst
nú gefa þessa bók út sem og „Land
án réttlætis" sem em æskuminn-
ingar Djilas, „Uppgangur og hnign-
un“ sem fjallar um ástandið í Júgó-
slavíu eftir síðari heimsstyijöldina,
og „Stríðstímar" en svo nefnast
minningar skáldsins frá ámm sfðari
heimsstyijaldarinnar. Fimmta bók-
in sem fjallar um skáldið Petar
Petrovic Njegos verður hins vegar
gefín út af óháðu fyrirtséki í
Belgrad.
Djilas sagði í samtali við frétta-
mann Reuters að afstaða júgóslav-
neskra sljómvalda til hans hefði
breyst á undanförnum tveimur
ámm. í júnímanuði flutti hann
fyrsta opinbera fyrirlestur sinn í
34 ár er hann ávarpaði ungliða-
hreyfíngu kommúnistaflokksins í
Slóveníu. Dagblöð í Slóveníu hafa
jafnframt birt nokkur viðtöl við
Djilas. „Ég er engin ógnun. Ég
stend einn og hef ekki skipulögð
samtök að baki mér,“ sagði Djilas
sem er 77 ára gamall.
Spánn:
Sjö tonn
af hassi
Alicante, Reuter.
SPÆNSK lögregluyfirvöld gerðu
f gær upptæk sjö tonn af hassi og
voru 14 manns handteknir vegna
þessa. Hassið fannst i gámi við
höfnina f Barcelona, en mennim-
ir, sem voru handteknir, voru
grípnir f Alicante og Benidorm,
sunnar f landinu. Þeirra á meðal
voru nokkrir útlendingar.
Þetta er önnur mesta aðgerð
spænsku lögreglunnar gegn fíkni-
efnasmyglumm í sumar, en Spánn
er nú orðin ein helsta ffkniefnamið-
stöð Evrópu. Þangað koma eiturlyf
frá Suður-Ameríku, Mið-austurlönd-
um, Afríku og Austur-Asíu.
Fyrir skömmu náði spænska lög-
reglan mesta eiturlyflafarmi, sem
gerður hefur verið upptækur f Evr-
ópu, en þá náðust 17 tonn af hassi
og eitt tonn af kókaíni. Þá var tveim-
ur stærstu hasshringjum heims
splundrað fyrir rúmum mánuði.
Að sögn Santiago de Torres, hátt-
sett embættismanns í Fíknieftiaráði
Spánar, hefur eiturlyftastraumurinn
til Evrópu aukist að undanfömu
vegna markaðsmettunar í Banda-
ríkjunum.
Evropubandalagið og menntamál:
Tómatar og sardínur
njóta meira frelsis
JEAN Monnet, einn af fyrstu baráttumönnunum fyrír sameiningu
Evrópu, sagði eitt sinn: „Gæti ég hafið starfið á ný byijaði ég á
menntamálunum." í Rómarsáttmálanum, stofnskrá Evrópubanda-
lagsins, frá árinu 1957 er aðeins drepið á menntamál aftarlega í
textanum, f grein 128. Þessi grein kveður á um að starfsþjálfun
skuli vera mikilvægur þáttur f samstarfi Evrópuríkjanna. Það eitt
að greinin skuli hafa veríð sett aftarlega í textann sýnir hversu
lítils hún var metin. Hún var ekkert annað setning sem fól ekki f
sér neinar skuldbindingar.
Lftill áhugi var fyrir því að móta
sameiginlega stefnu í menntamál-
um. Litið var á þau sem eitt þeirra
sviða sem tilheyrði ríkisstjómum
einstakra landa - og þannig er enn
litið á skólamál.
Eftir þijá áratugi hafa menn
loks komist á þá skoðun að hug-
myndin um að borgarar aðild-
aiTÍkja Evrópubandalagsins njóti
sama réttar f öllum bandalagsríkj-
unum sé óframkvæmanleg meðan
flutningafrelsið nái aðeins til tóm-
ata og sardfna en ekki borgaranna,
eins og einn embættismaður Evr-
ópubandalagsins orðaði það eitt
sinn.
Með þessu átti hann við að þegn-
ar Evrópubandalagsins þyrftu að
geta menntað sig í hvaða aðild-
arríki Evrópubandalagsins sem er.
Fyrsta skrefíð í þá átt var tekið í
febrúar árið 1976. Menntamálaráð-
herrar aðildarríkja Evrópubanda-
lagsins
ákváðu þá að hefja herferð til sam-
hæfa menntakerfi landanna og
auka nemendaskipti milli háskóla.
Þessi ákvörðun var mikilvæg byrj-
un en breytti nánast engu.
Þótt samþykkt hafi verið að allir
þegnar Evrópubandalagsríkja eigi
að læra tvö tungumál annarra ríkja
innan Evrópubandalagsins hefur
það lítið sem ekkert breytt nám-
skrám skólanna. Þar sem fjármála-
ráðherrar aðildarríkjanna hafa ver-
ið með puttana í þessum málum
hafa áætlanir Evrópubandalagsins
í menntamálum ekki skilað nægj-
anlegum árangri, þótt mikils sé að
vænta af sumum þeirra.
Nemenda- og kennaraskipti
Sameiginleg menntastefna
bandalagsríkjanna varð í raun fyrst
að veruleika fyrir tveimur til þrem-
ur árum - og það má aðallega
þakka áformunum um innri markað
bandalagsins. COMETT-áætlunin
var samþykkt í lok ársins 1986,
en henni er ætlað að auka nem-
enda- og kennaraskipti háskóla f
bandalagsríkjunum til að styrkja
samkeppnisstöðu þeirra á heims-
markaðinum. „Erasmus“-áætlunin
fylgdi í lqölfarið árið eftir, en henni
er einnig ætlað að auka nemenda-
skipti innan Evrópubandalagsins.
Einungis 1,2 af hundraði sex
milljóna stúdenta í aðildarríkjum
Evrópubandalagsins stunda nám í
öðru aðildarríki. Þessi tala ætti að
minnsta kosti að vera komin í tíu
prósent árið 1992.
Augljóslega þurfa mennta- og
fjármálaráðherrar ríkjanna að veita
miklu hærri fjárhæð en 150 milljón-
um þýskra marka, sem úthlutað
hefur verið til menntamála hjá
Evrópubandalaginu til þessa.
Framkvæmdanefnd Evrópubanda-
lagsins er þeirrar skoðunar að 90
af hundraði nemenda frá aðild-
arríkjum bandalagsins skuli fá fulla
námsstyrki nemi þeir í öðru banda-
lagsríki. Ennfremur þarf að taka
afstöðu til þess hvemig fylgja beri
reglum um nemendaskiptin án þess
að auka námstímann frekar.
Háskólapróf viðurkennd
Mestum árangri hefur til þessa
verið náð í viðræðum um hvort eitt
aðildarríki skuli viðurkenna há-
skólapróf frá öðru bandalagsríki.
Arkitektar ruddu brautina, komust
að samkomulagi árið 1985, eftir
17 ára viðræður, um námstíma og
námssvið. Læknar og lyfjafræðing-
ar fóru strax að dæmi þeirra.
Þessir þrír starfshópar komust
að samkomulagi um að móta sam-
eiginlega stefnu - sem er ekki svo
lítill árangur þegar tillit er tekið
til þess að menntamálaráðherrar