Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
+ Bróöir minn, EIRÍKUR GUÐJÓNSSON - fÁsi, andaöist miðvikudaginn 31. ágúst. F.h. systkina minna og annarra aðstandenda, Guðrún Guðjónsdóttir.
+ EINAR VILHELM SKÚLASON brytl, Álftamýri 18, Reykjavík, andaöist í Landakotsspítala 1. september. Fyrir hönd aöstandenda, Erla Þóröar.
+ Eiginkona min, móöir okkar og tengdamóðir, ARNBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR fyrrv. Ijósmóöir, frá Stóru-Reykjum i Fljótum, andaöist ó heimili sínu, Skagfiröingabraut 1, Sauðárkróki, 1. sept. sl. Fyrir hönd sona okkar, tengdadætra og annarra vandamanna, Ásmundur Jósefsson.
+ Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR GRÉTA PÁLSDÓTTIR, Lambastekk 9, Reykjavfk, andaöist fimmtudaginn 1. september. Þórlr Bjarnason, Þóra Þórisdóttlr, Páll Þórisson.
+ Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON vélstjóri, Sundlaugavegi 10, Reykjavík, andaöist þann 1. september. Jarðarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Siguröardóttir.
+ Litla dóttir okkar, HLÍN, lést í Barnaspítala Hringsins 27. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Arna Einarsdóttir, Helgi Magnússon.
+ Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hásteinsvegi 43, Vestmannaeyjum, verður jarösungin frá Landakirkju í dag, laugardaginn 3. septem- ber, kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Faðir okkar, afi og langafi, MATTHÍAS KARLSSON, Berghólum, Keflavik, lést 28. ágúst. Jaröarförin fer fram í Keflavíkurkirkju, í dag 3. september, kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnarfélag fslands. Sigurður Hafsteinn Matthfasson, Guðmunda Júlfusdóttir, Óskar Júlfus Bjarnason, Hulda Sigrún Matthíasdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Benedikt Sveinsson, Laufey Hallgrfmsdóttir, Katarfnus G. Ingvason og börn, Dagbjört Hallgrfmsdóttir, Svanfríður Hallgrfmsdóttir.
Oskar Astmundur
Þorkelsson — Minning
Þriðjudagdnn 30. ágúst sl. var
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjayík elskulegur tengdafaðir
minn, Óskar Á. Þorkelsson.
Frá okkar fyrstu kynnum hefur
hann ætíð verið mér ákaflega góður
og elskulegur afi dætra okkar
Skarphéðins. Fjölskyldu sína mat
hann mikils og vildi hann allt fyrir
hana gera.
Við minnumst margra ánægju-
legra stunda með Sigríði tengda-
móður minni og Óskari á heimili
þeirra í Rauðagerði og í sumarbú-
staðnum þar sem hann átti mörg
handtökin, en hann var ákaflega
samviskusamur og vandvirkur við
hvaðeina sem hann tók sér fyrir
hendur.
Á liðnu sumri ferðaðist öll §öl-
skyldan saman, m.a. til Homaijarð-
ar þar sem endumýjuð voru kynni
bróður- og systurfólks Óskars.
Þessi ferð var honum mjög mikils
virði, og hafði hann orð á því hversu
ánægjulegt væri að sjá afkomendur
þeirra systkina samankomin í fal-
legu veðri og fögru umhverfi.
Kallið kom mjög óvænt því aldur
sinn bar Óskar mjög vel. Hann var
alla tíð hraustur, teinréttur og hvik-
ur í hreyfingum. Hann sofnaði útaf
við hlið Sigríðar sinnar sem hefur
verið honum stoð og stytta gegnum
öll þeirra hjúskaparár sem urðu
tæplega 58.
Við kveðjum hann með söknuði,
og þökkum honum um leið sam-
verustundimar sem við höfum átt.
Þakklát erum við fyrir hversu vel
Minning:
Þuríður Guðmunds-
dóttir, Vestmannaeyjum
Fædd 16. nóvember 1907
Dáin 23. ágúst 1988
í dag er til moldar borin ástkær
amma okkar, og langar mig og
systur minni að minnast hennar
hér. Það er erfitt að koma sínum
innstu tilfinningum niður á blað,
þegar svo ástkær fjölskylduvinur
hverfur úr raunvemleikanum. Við
systkinin ólumst upp okkar fyrstu
ár hjá ömmu okkar ásamt móður
okkar, og áttum við þar mjög góða
æsku.
Alveg frá því er við gátum gert
raunveruleikanum einhver skil í
æsku, stigið okkar fyrstu skref,
yfirstigið allar þær hindranir er
böm verða fyrir á unga aldri, þá
var alltaf ein manneskja til staðar
til að hjálpa okkur en það var hún
amma í Pétó. Hún þurfti oft að líta
eftir litlu villingunum er móðir okk-
ar vann hörðum höndum. Það var
aldrei leiðinlegt að vera hjá ömmu
því hún var ætíð með eitthvað í
pokahominu til að skemmta okkur,
og vom sögumar hennar alveg
ógleymanlegar. En þegar háttatími
kom sat hún amma yfir okkur og
fór með bænir, bænir sem hún
seinna kenndi okkur og við fómm
öll þijú með bænimar hátt og skýrt.
Fyrsta bænin sem amma kenndi
okkur er sem greypt í huga okkar,
hún hljóðar svo:
Vertu nú yfir og alit um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Hðf. ókunnur.)
Amma okkar var einstaklega
lífsglöð manneskja, og fékk hún
þann eiginleika í vöggugjöf. Allt
það fólk sem þekkti hana á yngri
ámm segir hana alltaf hafa verið
svo lífsglaða og ánægða. Hvar sem
hún var, hvert sem hún fór, þá
geislaði lífsgleðin af henni og hreif
hún alla með sér, með alúð og
umhyggju sinni fyrir öllu og öllum.
Hún mátti ekki sjá neitt miður fara,
ef svo bar við þá var hún strax tilbú-
in að fóma sínu og bæta náungan-
um það upp ef hún gat. Þetta var
alveg einstaklega góð kona.
í hennar hús vom allir velkomnir
og var ósjaldan gestkvæmt hjá
henni ömmu í Pétó. En seinna flutt-
um við þijú, við systkinin og móðir
okkar, í okkar eigið húsnæði en
samt alltaf eftir skóla var farið
heim til ömmu til að fá eitthvað
gott að drekka, enda vom svo til
alltaf gestir þar á bæ er við komum
að í góðu yfírlæti hjá ömmu en
henni leið best meðal vina og ætt-
ingja.
Hún átti sína drauma eins og
hver annar en hún vildi ekki mikið
um þá tala. En einn af hennar
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma,
FANNEY GUÐJÓNSDÓTTIR,
Túngötu 24,
Eyrarbakka,
lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 25. ágúst sl. Útför hennar
hefur þegar farið fram í kyrrþey.
Þorvarður Ólafsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Alúöar þakkir fyrir samúö og hlýhug við andlát og útför bróöur
okkar, mágs og frænda,
HENNING HENRIKSEN.
Fyrir hönd aöstandenda,
Blrgit Henriksen,
Guölaugur Henriksen.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug
við fráfall og útför
HELGU PÁLSDÓTTUR GEIRDAL,
Laugarbraut 21,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahússins á Akra-
nesi.
Fyrir hönd aöstandenda,
Dætur hinnar látnu.
honum entist heilsa svo að hann
naut lífsins til hinstu stundar.
Blessuð sé minning hans.
Valgerður Björns-
dóttir og dætur.
draumum var, að við systkinin
myndum ganga menntaveginn og
læra eitthvað sem okkur langaði,
og var eitt takmarkið hjá henni að
sjá okkur með hvítu kollana sem
hún betur fer lifði að sjá.
Fyrir fáum árum fór heilsu henn-
ar að hraka og skiptust oft á skin
og skúrir í veikindum hennar, og
mátti hún þola ótrúlegar raunir en
hún var ekki á þeim buxunum að
gefast upp. Hún var ótrúlega mikil
baráttumanneskja og reyndi alltaf
að hylja sín veikindi með bros á
vör, því þrátt fyrir veikindi sín þá
hélt hún glaðlyndi sínu fram á
síðustu stundu. Að eiga slíka ömmu
eru forréttindi.
Sína síðustu mánuði dvaldi hún
á dvalarheimili aldraðra, Hraun-
búðum í Vestmannaeyjum, í góðu
yfirlæti, starfsfólkið reyndist henni
svo vel, viljum við bera þeim bestu
þakkir fyrir.
Svo kom sá dagur er allir höfðu
kviðið fyrir. Það var er við sátum
hjá henni á Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja að hún kvaddi þennan heim.
Það var eins og allt yrði svart og
geisiinn hennar ömmu hvarf og
værð kom yfir þreytt andlit hennar
— hún var farin.
Það er engan veginn hægt að
undirbúa sig undir dauðann, hann
bankar alltaf jafnskjótt á dyr. Hann
lætur aldrei vita af sér áður, hann
bara kemur og sigrar lífið. Við sem
reynum allt sem við eigum og get-
um til að sigra hann, en verðum
alltaf undir.
Við kveðjum ömmu okkar sárt
með miklu söknuði, en vitum að hún
amma er komin í nýjan heim og
betri heim, ! heim án sársauka sem
hún hafði mátt þola svo lengi. En
í sorg okkar er minningin um yndis-
legustu og bestu manneskju sem
við höfum nokkru sinni kynnst ljós
í huga okkar og mun ekki hverfa
þaðan meðan við lifum og heitum.
Með þessum orðum kveðjum við
ömmu okkar.
Guð veri með elsku ömmu.
Þinn hetjusöngur horfinn er.
Vér hljóðir störum eftir þér.
Ó, lát hana vakna á ljóssins strönd.
Þú lífsins mikla kærleikshönd.
(Höf. ók.)
Páll Jóhannesson og Þuríður.