Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
7
Getum flutt
út hugbúnað
og þjónustu
- segir fram-
kvæmdastjóri Út-
flutningsráðs
Islands
MARKAÐSKÖNNUN Útflutn-
ingsráðs íslands bendir til þess
að íslensk fyrirtæki geti flutt út
bæði tiibúna hugbúnaðarpakka
og hugbúnaðarþjónustu, að sögn
Ingjalds Hannibalssonar ^ fram-
kvæmdastjóra ráðsins. í dag,
föstudag, hefst námsstefna fyrir
hugbúnaðarfyrirtæki um stefnu-
mótun og áætlanagerð varðandi
útflutning. Útflutningsráð ís-
lands og Félag íslenskra iðnrek-
enda standa fyrir námsstefn-
unni.
„íslensk hugbúnaðarfyrirtæki
hafa hingað til fyrst og fremst
starfað á heimamarkaði og sáralítið
flutt út,“ sagði Ingjaldur Hannibals-
son í samtali við Morgunblaðið.
„Hins vegar standa þau fyrirtæki,
sem byijuð eru á að flytja út, betur
að vígi en önnur ef til samdráttar
kemur í þjónustugreinum. Það
bendir margt til þess að Þýskaland
og Norðurlöndin séu heppilegur
markaður fyrir hugbúnaðarfyrir-
tækin til að byija með. Það virðist
vera skortur á hugbúnaði fyrir lítil
fyrirtæki erlendis, til dæmis fast-
eignasölur, tannlæknastofur og lítil
hótel,“ sagði Ingjaldur.
Flutningaskipið Helgafell afhent
Flutningaskipið Helgafell var formlega afhent Skipadeild Sam-
bandsins á þriðjudaginn síðastliðinn. Helgafell hefur mesta gáma-
flutningsgetu íslenskra kaupskipa, getur borið 426 gáma alls, þar
af 60 frystigáma. Það mun einnig vera eitt af gangmestu skipum
flotans. Á myndinni sést Jörundur Kristinsson, skipstjóri á Helga-
fellinu, draga íslenska fánann að húni í skipinu í fyrsta sinn.
Með honum fremst á myndinni er Ómar Hl. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar, en aðrir á myndinni eru samstarfs-
menn hans.
Kaupleigubílar:
Tjónagreiðslur til kaupanda um
hendur fj ármögiiunarfyrirtækis
ÞEGAR bíll sem keyptur er í
kaupleigu verður fyrir tjóni og
eyðileggst, gerir tryggingarfé-
lag upp við fjármögnunarfyrir-
tækið sem gerir síðan upp við
„eiganda" bílsins. Svo virðist
sem ekki hafi allir áttað sig á
hvað í þessu felst og hefur
Morgunblaðið haft fregnir af
fólki, sem taldi sig fara illa út
úr slíku uppgjöri. Sneri blaðið
sér til fulltrúa tryggingarfélags
og fjármögnunarfyrirtækis og
lagði fyrir þá dæmi um mann
sem keypti tiltekinn smábíl í
kaupleigu. Bíllinn eyðilagðist
og greiddi tryggingarfélag and-
virði hans samkvæmt kaskó-
tryggingu. Maðurinn hafði
greitt 200 þúsund krónur af
bílnum, en fékk aðeins 30 þús-
und i sinn hlut eftir tjónið.
Valgarður Zophaníasson hjá
Sjóvá sagði að svo margar stærðir
vantaði í dæmið að hann gæti
ekki sagt um það. Yrði algjört tjón
á bíl leysti tryggingafélagið til sín
bílinn samkvæmt markaðsverði
hans. Þá er miðað við gangverð
bíia sömu gerðar og í sambærilegu
ástandi. Sé bíllinn notaður að ein-
hveiju marki, hefur hann venju-
lega lækkað eitthvað í verði. Að
auki kemur sjálfsáhætta, sem get-
ur numið allt að eitt hundrað þús-
und krónum. Af þessum sökum
lækkar það verð, sem tryggingafé-
lagið greiðir vegna tjónsins, miðað
við upphaflegt kaupverð bílsins.
Þegar um er að ræða nýja bíla,
eða nánast nýja og lítið ekna, sagði
Valgarður að venjulega væri tjón
bætt með beiðni fyrir öðrum eins.
Tjónið er gert upp við fjármögn-
unarfyrirtækið þar sem það er
formlegur eigandi bílsins. Enn-
fremur er það fyrirtæki kaupandi
kaskótryggingarinnar. Valgarður
sagði að það væri hins vegar alfar-
ið mál fjármögnunarfyrirtækisins
og kaupanda bílsins að semja um
uppgjör sín á milli.
Ástrún Ágústsdóttir hjá Glitni
hf. sagði að fjármögnunarfyrir-
tæki fengi greitt tjón á bílum sem
selt er í kaupleigu. Síðan er gert
upp við kaupandann. Reiknuð er
út staða lánsins þann dag, sem
uppgjör fer fram. Þá er talið hvað
kaupandi bílsins hefur greitt af
láninu og hvaða vexti það á að
bera samkvæmt samningnum, frá
kaupdegi til uppgjörsdags. Fjár-
mögnunarfyrirtækið fær í sinn
hlut það sem á vantar að búið sé
að greiða lánið að fullu, daginn
sem uppgjör fer fram. Séu trygg-
ingarbætumar hærri en hlutur
fjármögnunarfyrirtækisins, fær
kaupandinn mismuninn, séu bæ-
tumar lægri, þarf kaupandinn að
greiða mismuninn.
Dæmið lítur þá þannig út: Fjár-
mögnunarfyrirtækið lánar kaup-
andanum fyrir bílnum og er jafn-
framt formlegur eigandi hans á
lánstímanum. Fyrirtækið tryggir
MIKLAR vaxtalækkanir á flest-
um tegnndum inn- og útlána
tóku gildi nú um mánaðamótin.
Er vaxtalækkunin allt að 16%
en í flestum tilvika á bilinu
10-12%. Er það í samræmi við
samþykkt ríkisstjórnarinnar
sem gerð var í kjölfar bráða-
birgðalaga og verðstöðvunar-
innar þann 27. ágúst sl.
Innlánsvextir lækka mest á
skiptikjarareikningum bankanna
eða um 13,5-15,7% að meðaltali,
þar er mesta lækkunin 17,8% ef
um óbundna skiptikjarareikninga
er að ræða. Vextir á almennum
sparisjóðsbókum lækka um 10,8%
og 5,8% af almennum tékkareikn-
ingum.
bílinn í kaskó, til þess að tryggja
endurgreiðslu lánsins, ef bíllinn
eyðileggst. Kaupandi bílsins hefur
skuldbundið sig til þess að greiða
lánið til baka með þeim vöxtum
sem kveðið er á um í kaupleigu-
samningnum. Kaupandi bílsins
tekur einnig þá sjálfsáhættu, sem
kaskótryggingin kveður á um, og
hann tekur einnig á sig öll afföll
sem kunna að verða á verði bílsins
á kaupleigutímanum. Mismuninn
á því sem eigandi smábílsins, sem
getið er um hér að framan, hafði
greitt og því sem hann fékk til
baka eftir tjónið, kann því að vera
unnt að skýra með vísan til sjálfs-
áhættu kaskótryggingar, verð-
lækkunar bílsins vegna aldurs
og/eða notkunar og þeirra vaxta
sem kaupandi þarf að greiða af
láninu fyrir þann tíma sem hann
notar bílinn.
Sem dæmi um lækkanir á útl-
ánsvöxtum má nefna að forvextir
víxla lækka um 9,5-10,5% hjá ein-
stöku bönkum en um 10,2% að
meðaltali. Munu forvextimir verða
hinir sömu hjá öllum bönkum eða
23,5%. Vextir almennra skulda-
bréfa lækka að meðaltali um
14,3% og verða þeir 25% frá 11.
september. Hvað skuldabréfin
varðar er sú starfsregla í gildi að
tilkynna um breytingar á vöxtum
þeirra með 10 daga fyrirvara og
þvílækka þeir 11. þessa mánaðar.
I kjölfar vaxtalækkana hjá við-
skiptabönkum og sparisjóðum hef-
ur bankastjórn Seðlabankans
ákveðið samsvarandi lækkun eigjn
vaxta og tók hún einnig gildi þann
1. september.
V axtalækkanir
hafa tekið gildi
Vextir lækka um allt að 17,8%
REYKJAVÍK
HÚSGAGNA-
SÝNING
NIESTA ÚRVAL LANDSiNS