Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
23
Erfðaraimsóknír afla okkur aukínn-
ar þekkingar á algengum sjúkdómum
-■ segirÓlafur
Jensson yfir-
læknir Blóð-
bankans
NORRÆNN fundur um læknis-
fræðilegar erfðafræði var
haldinn í fyrsta skipti hér á
landi í lok síðasta mánaðar. Þar
voru kynntar niðurstöður rann-
sókna í læknisfræðilegri erfða-
fræði. Að sögn Ólafs Jensson-
ar, yfirlæknis og forstöðu-
manns Blóðbankans, hafa
slíkar rannsóknir mikið gildi
bæði vegna þekkingaröflunar
um einstaka erfðasjúkdóma og
einnig vegna þekkingar sem
þær veita um ýmsa algenga
sjúkdóma sem meðal annars
eiga rót að tekja til erfðaþátta.
Til fundarins komu 15 norræn-
ir vísindamenn, þar af 10
íslenskir.
„Á fundinum voru flutt 35 er-
indi um það sem er efst á baugi
í rannsóknum í erfðafræði, til
dæmis erfðaefnis- og litninga-
rannsóknjr og rannsóknir á efna-
skiptasjúkdómum, “ segir Ólafur
Jensson um efni fundarins. „Innan
Norðurlandanna er talsverð sam-
Morgunblaðið/Emilía
Undirbúningsnefnd fundar um læknisfræðilega erfðafræði. Talið frá vinstri: Leifur Þorsteinsson,
Alfreð Arnason, Ástríður Pálsdóttir, Sif Jónsdóttir, Ragnheiður Fossdal og Ólafur Jensson.
vinna um rannsóknir af þessu
tagi og hafa íslendingar átt marg-
háttaða samvinnu við erlenda
vísindamenn á þessu sviði. Árang-
ur þessarar samvinnu endurspe-
glaðist í erindum fundarins. Til
dæmis flutti dr. Flemming Giittl-
er, frá Kennedy Institute í Kaup-
mannahöfn, erindi um rannsóknir
danskra vísindamanna og tveggja
íslenskra lækna, þeirra Péturs
Lúðvígssonar og Þrastar Laxdal,
á tveimur sjaldgæfum arfgengum
efnaskiptasjúkdómum."
„Þetta var kærkomið tækifæri
fyrir íslenska fræðimenn til þess
að kynna niðurstöður áralangra
rannsókna á þessu sviði,“ segir
Ólafur. „Mesta athygli vöktu nið-
urstöður rannsókna á sviði arf-
gengra heilablæðinga en dr.
Ástríður Pálsdóttir flutti erindi
um erfðaefnisrannsóknir á þeim
sjúkdómi. Einnig fluttu starfs-
menn Rannsóknarsofu Háskóla
Islands við Barónsstíg erindi um
litningarannsóknir og erfðaefnis-
rannsóknir á brjóstakrabbameini.
Enn fremur flutti Alfreð Ámason
fyrirlestur um arfgengi klofins
góms og tunguhafts í íslenskri
ætt. Þær rannsóknir hafa verið
gerðar í samvinnu Blóðbankans,
Lýtalækningadeildar Landspítal-
ans og rannsóknarstofu St. Mar-
y’s sjúkrahússins í Lundúnum."
Ólafur Jensson segir miklar
framfarir hafa orðið í erfðafræði
á undanfömum ámm. „Það er
erfítt að halda í við þróunina og
ómögulegt að bjóða upp á allt það
besta á þessu sviði á einum stað.
Með nánu samstarfi við rannsak-
endur í nágrannalöndunum má
þó sífellt bæta þekkingu okkará
þessu sviði. Rannsóknir á sjald-
gæfum erfðasjúkdómum afla okk-
ur aukinnar þekkingar á ýmsum
algengum sjúkdómum þar sem
erfðaþættir koma við sögu, til
dæmis sykursýki, gigtar- og
hjartasjúkdómaum, krabbameini
og öldrunarsjúkdómum svo sem
Alzheimer."
Ólafur sagði að lokum að yfír-
völd heilbrigðismála í velferð-
arríkjum hefðu á síðustu árum
lagt sig fram við að styrkja lækn-
isfræðilegar erfðarannsóknir,
enda skiptu þær höfuðmáli fyrir
framþróun læknavísindanna.
Daníel Óskarsson og Anna Gurine. Morgunblaðið/Þorkell
Hjálpræðisherinn:
Nýr yfirmaður
tekur til starfa
DANÍEL Óskarsson verður settur
I starf yfirmanns Hjálpræðis-
hersins á íslandi og í Færeyjum
á fagnaðarsamkomu sunnudaginn
4. september. Eiginkona hans
Anna Gurine mun starfa með
honum. Þau hafa áður unnið hjá
hernum i Reykjavík, en sl. 3 ár
• •
Olvaður á
stolnum bíl
í árekstri
25 ÁRA maður, grunaður um ölv-
un, lenti í árekstri á stolnum bil
á mótum Bokhlöðustígs og Lauf-
ásvegar um klukkan 16 á fimmtu-
dag.
Maðurinn hafði stolið bílnum,
Lada-jeppa, á bílastæði við Kringl-
una skömmu áður. Þar höfðu lykl-
amir verið skildir eftir í bílnum.
Maðurinn ók í átt að miðbænum og
lenti þar í árekstri á fyrrgreindum
gatnamótum. Hvorki hann né öku-
maður bílsins, sem hann ók á, slasað-
ist. Maðurinn hefur margsinnis áður
komið við sögu lögreglu.
hafa þau búið í Noregi þar sem
þau voru æskulýðsleiðtogar
Hjálpræðishersins i Ösló.
Daniel Óskarsson og Anna Gurine
eru bæði kapteinar í Hjálpræðis-
hemum. Þau störfuðu hér á landi
frá árinu 1980 til 1985 er þau héldu
til Noregs. Daníel var þá einnig yfír-
maður. Hann er fæddur í Reykjavík
árið 1947, sonur Óskars Jónssonar
og Ingibjargar Jónsdóttur, sem bæði
hafa starfað sem foringjar innan
Hjálpræðishersins í mörg ár. Anna
Gurine er frá Noregi. Þau eiga þijú
böm.
Daníel verður vígður til starfsins
á fagnaðarsamkomu á sunnudags-
kvöld kl. 20.30. Stjómandi verður
Odd Tellefsen fulltrúi umdæmis-
stjóra Hjálpræðishersins yfír um-
dæminu Noregur, ísland og Faereyj-
ar. Sama dag kl. 17.30 verður sam-
sæti til heiðurs Daníel og Önnu fyr-
ir hermenn og fjölskyldur þeirra.
Fagnaður verður á Ákureyri um
næstu helgi.
Daníel og Anna taka við af hjón-
unum Emst Olson og Dóm Jónas-
dóttur sem fara á eftirlaun. Anna
tekur við starfi ritara Heimilasam-
bandsins á íslandi og í Færeyjum.
Heimiliasambandið er alþjóðleg
kvennahreyfíng innan vébanda
Hjálpræðishersins.
Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111