Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
37
SÍÐASTA AFREKIÐ
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Síðasta afrekið („Le soleil des
voyous“). Sýnd í Regnboganum.
Frönsk. Leikstjóri: Jean Del-
annoy. Handrit: Alphonse Boud-
ard, byggt á sögu eftir J.M. Flynn.
Framleiðandi: Maurice Sacquin.
Helstu hlutverk: Jean Gabin og
Robert Stack.
Sumar myndir verða forvitni-
legir safngripir með árunum á
meðan aðrar eru best grafnar og
gleymdar.
Hér er t.d. Robert Stack,
bandaríski leikarinn sem dritaði
niður glæponana í hlutverki hins
dáða Eliots Ness í Hinum vamm-
lausu í kanasjónvarpinu, talandi
næstum fullkomna frönsku í
frönskum krimma og beijandi svo
léttilega á misindismönnunum að
hann gæti verið að lesa Vesaling-
ana á meðan.
Og hér er Jean Gabin, sá önd-
vegisleikari franskra kvikmynda,
dáður og elskaður af löndum
sínum og eitt frægasta andlit
frönsku kvikmyndanna um heim
allan, í gerfi efnaðs og virðulegs
eldri borgara sem hefur uppi
glæfraleg áform um að ræna
banka. Hveijum gæti dottið þetta
í hug; Jean Gabin og Robert Stack
saman í bíómynd?
Síðasta afrekið („Le soleil des
voyous"), sem endursýnd var í
Regnboganum í nokkra daga, en
var frumsýnd í Hafnarbíói á sínum
tíma, er frá 1966 og er algjör
þriðjaflokks krimmi á nútíma
mælikvarða og höfðar sennilega
ekki til annarra en kvikmyndaá-
hugamanna, það er varla farandi
á hana í dag nema fýrir forvitni
sakir.
Hún segir frá bíræfnu bankar-
áni en framkvæmd þess er hinn
ljómandi hápunktur myndarinnar.
Stack, sem engin leið er að sjá
að nálgast fimmtugsaldurinn í
myndinni, er hinn knái og kvens-
ami afreksmaður (myndin heitir
raunar „Action Man“ í enskri
þýðingu). Klæddur svörtum leður-
frakka með uppbrettan kragann,
að sjálfsögðu, stífur og snaggara-
legur virðist hann ósigrandi. Gab-
in, ímynd rólyndis og virðuleika,
fær hann í lið með sér í síðasta
afrekið, bankarán sem á að vera
lokaskemmtun gamals bófa sem
saknar gömlu dýrðardaganna í
velmegun ellinnar.
Það munar litlu að glæpir borgi
sig í þessu tilfelli. Stack og Gabin
eru engir alvöru glæpamenn held-
ur siðprúðir vinir að skemmta sér
og þegar allt fer úr böndunum
mæta þeir örlögum sínum með
stóískri ró. Leikstjórinn, Jean
Delannoy, sem var uppá sitt besta
á fímmta áratugnum, en þótti
hafa lítið að segja eftir það og
einbeitti sér m.a. að fagmannlega
gerðum krimmum á sjöunda ára-
tugnum, heldur vel utan um ágæt-
an söguþráðinn. Filmueintakið
var orðið gamalt og það var
huggulegur rauðleitur hjúpur yfir
myndinni allri.
Ástin á herragarðinum
Sherlyn og Tyson í myndinni Stefnumót á Two Moon Junction.
Stefnumót á Two Moon Junc-
tion („Two Moon Junction“).
Sýnd i Laugarásbíói.
Bandarísk. Leikstjórn og hand-
rit: Zalman King. Framleið-
andi: Donald P. Borchers. Tón-
list: Jonathan Elias. Helstu
hlutverk: Sherlyn Fenn, Ric-
hard Tyson, Louise Fletcher og
Burl Ives.
Annar af handritshöfundum og
framleiðandi kynbombunnar 9V2
vika, Zalman King, heldur mikið
til uppteknum hætti í myndinni
Stefnumót á Two Moon Junc-
tion(„Two Moon Junction"), sem
sýnd er í Laugarásbíói, og núna
er hann einráður, bæði handrits-
höfundur og leikstjóri.
Enn er viðfangsefnið heitar
ástríður tveggja ólíkra einstakl-
inga, núna niðrí sjóðandi Suð-
urríkjunum. Það er líklega engin
tilviljun að aðalkvenpersónan, hin
kynþokkafulla suðurríkjamilla-
mær, April (Sherlyn Fenn), er eins
og plastmódel af Madonnu og það
sést næstum því oftar í gljáandi
bringuna á svitastorknum Richard
Tyson, sem leikur vinnumanninn
og þarfanautið Perry, en andlitið
á honum.
Madonnueftirlíkingin og
Bringugljáinn laðast hvort að
öðru, að sjálfsögðu fyrir girndar
sakir, sem er altso voðalega slæmt
af því hún á að giftast vænum
milla og brúðkaupið er í nánd.
Þau eiga nokkra funheita ástar-
fundi sem eru ekkert„ótrúlega
djarfir" miðað við Landlæknis-
auglýsinguna. Það er sárafátt
annað en frygð og losti sem teng-
ir þau saman og hin stóra suð-
urríkjafjölskylda stelpunnar, sem
Louise Fletcher er fulltrúi fyrir í
hlutverki valdamikillar ömmu, er
ekkert ofboðslega hrifin af fengi-
tímalátunum í verðandi eiginkon-
unni og lætur suðurríkjalögguna,
sem ansi góður Burl Ives er full-
trúi fyrir, hrekkja Bringugljáann.
En þeir vita sem séð hafa vinnu-
mannamyndirnar frá Suðurríkj-
unum að sá bringuberi er ekki í
neinni hættu.
Hér er sumsé komið enn eitt
afbrigðið af suðurríkjaást herra-
garðsstelpunnar og bringubera
vinnumannsins. Það er dapurlega
kunnuglegt efni og Zalman King
er með svo ófrumlega sögu í hönd-
unum að myndin hæðist óvart að
sjálfri sér. En hann hefur auga
fyrir fallegum leikurum og kann
að stilla þeim fallega upp í fallegu
umhverfi. Sherlyn Fenn og Ric-
hard Tyson eru ósköp sætt par,
töff og smart, en samræður eru
ekki þeirra sterka hlið. Undir
stjórn Zalman Kings er sterka
hliðin þeirra alltaf lárétt.
Talaðu við
ofebur um
eldhústæbi
SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89
Talaðu
við
okkur
á heimilis-
sýningunni
í Laugar-
dalshöll
1.-11. sept.
Míele
«
' " I
SUNDABORG 1 S. 6885 88 -688589
Talaðu við
okkur um
uppþvottavélar
«T#• • wt , m • . fm •. >T • • , Moiminblaðið/Julíus
Nybyggmg Vesturbæjarskolans við Hrmg-braut.
Vesturbæjarskóli:
Nýbyggingin til-
búin í næstu viku
NÝBYGGING Vesturbæjarskól-
ans í Reykjavík, kemst I gagnið
í lok næstu viku, þegar kennsla
í grunnskólum landsins hefst.
Hafist var handa við bygginguna
vorið 1987 og hljóðar kostnað-
aráætlun á núvirði í heild upp á
150 milljónir króna. Þá er verið
að ljúka við kennslurými í 2.
áfanga Foldaskóla í Grafarvogi.
„Það verður mikil bragarbót að
fá þetta hús," sagði Kristín Andrés-
dóttir, skólastjóri Vesturbæjarskól-
ans, í samtali við Morgunblaðið.
„Nú verður öll kennsla undir sama
þaki, en við höfum verið á tveim
stöðum, á Öldugötunni og í Mið-
bæjarbamaskólanum. Að vísu verð-
um við áfram með kennslu í íþrótt-
um og heimilisfræðum í Miðbæjar-
bamaskólanum. Húsnæði fyrir það
er í 2. áfanga, sem kemst í gagnið
næsta skólaár.“
Nemendur verða 310 talsins frá
forskóla upp í 6. bekk, sem er nokk-
ur fjölgun, sérstaklega í yngri
bekkjardeildum, að sögn Kristínar.
Nemendur í Foldaskóla verða um
760 talsins í vetur, að sögn Am-
finns Jónssonar, skólastjóra. „Þetta
ætlar að ganga upp á síðasta degi
því kennslurýmið á að verða tilbúið
á mánudaginn, daginn áður en
kennsla hefst."
Farymann
Smádíselvélar
5.4 hö við 3000 SN. .
8.5 hö við 3000 SN.
Dísel-rafstöðvar
3.5 KVA
■Lc-^U
Söyifflmagiiuiir
tJ)(6xni®©®ira ©cs)
Vesturgötu 16,
sími 14680.
LEITIN ENDAR
HJÁ OKKUR!
Úrval Lflokks notaðra bila í okkareigu.Allir skoðaðirog yfirfarnir.
SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ;
MAZDA3231.3
Árgeró ’87. Rauöur.
Ekinn 21 þ/km.
MAZDA323
STATION
Árgerð’87. Rauóur.
Ekinn 25 þ/km.
SUBARU TURBO
STATION
Sjálfskiptur. Árgeró ’87.
Beige. Ekinn 29 þ/km.
HONDA
PRELUDE
Árgeró’87.
Sjálfskiptur. Grár. Ekinn
15 þ/km.
MAZDA 3231.5
Árgcró’87. Hvítur. Ekinn
22 þ/km.
MAZDA3231.5
Árgerö’87. Gnír. Ekinn
29 þ/km.
MAZDA6262.0
Árgerð ’87. Blár.
MAZDA6262.0
Árgcrfl ’85. Grár. Ekinni
80 þ/km.
___Ny hagstæð
___greiðslukjör:_
Helmingur
lánaóur11 ár
með 8% ársvöxtum
- ÁN VERÐ-
TRYGGINGAR!!
MAZDA929
HT2.0
Árgcrð '83. Sjálfskiptur.
Grænn. Ekinn 90 þ/km.
NISSAN SUNNY
STATION
Árgerð ’84. Rauður.
Ekinn 70 þ/km.
DAIHATSU
CHARADE
Áigerð ’88. Blár.
NÝR-ÓEKINN.
TOYOTA CARINA
Árgerð ’84. Grann.
Ekinn 60þ/km.
BMW520Í
Sjálfskiptur. Árgeró ’84.
Blágrár. Ekinn 70 þ/km.
FORDESCORT
Árgeró ’87. Beige.
Ekinn 22 þ/km.
MAZDA323
GTi 1.6
Árgerð ’86. Svartur.
Ekinn 26 þ/km.
SUBARU
STATION
Árgeró’82. Hvítur.
Ekinn 90 þ/km.
VOLVO340
Árgeró ’86. Grár.
Ekinn 26 þ/km.
MAZDA 626 2.0
Árgeró’83. Grár.
Ekinn 70 þ/km.
Fjöldi annarra bíla
á staönum.
Opið laugardaga
frá kl. 1-5
mazoa
BÍLABORG H.F.
FOSSHÁLS11. SfMI 68 12 99