Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 25 Sovétríkin: Leyniþjónustmenn hefta framkvæmd perestrojku - segja harðlínumenn innan kommúnistaflokksins Moskvu. Reuter. VIKTOR Chebrikov, yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar KGB, sagði í gær í viðtali við Prövdu, málgagn sovéska kommúnista- flokksins að vestrænir leyniþjón- ustumeon stjórnuðu ýmsum fé- lögum og hagsmunahópum Sov- étborgara og væri tilgangurinn sá að hefta framkvæmd umbóta- stefnu Míkhafls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Þá lýsti Jegor Lígatsjov, helsti hugmyndafræð- ingur kommúnistaflokksins og annar valdamesti maður lands- ins, yfir því að umbótastefnan fæli ekki í sér að hagkerfi Sov- étríkjanna yrði breytt til sam- ræmis við hagkerfi Vesturlanda. Þessir tveir menn eru taldir til harðlínumanna innan kommúnista- flokksins og er almennt litið svo á að þeir séu áhrifamestu andstæð- ingar Gorbatsjovs. Gorbatsjov er í sumarleyfi þessa dagana og hefur sú hefð skapast að harðlínumenn úttali sig um umbótastefnuna þegar leiðtoginn er fjarri Moskvu. Viktor Chebrikov neitaði því hins vegar að ágreiningur væri innan stjóm- málaráðs kommúnistaflokksins um gildi perestrojku eins og umbóta- stefnan er jafnan nefnd. Chebrikov sagði að vestrænir leyniþjónustumenn reyndu hvað þeir gætu til að hafa upp á óvinum ríkissins og fá þá til starfa í því skyni að grafa undan Sovétríkjun- um. Þannig hefði leyniþjónustu- mönnum þessum tekist að hafa áhrif á ýmis leyfíleg og_ óleyfíleg samtök Sovétborgara. A þennan hátt hefðu þeir náð að vinna umtals- verðan skaða á flestöllum sviðum þjóðlífsins. Sovéska leyniþjónustan hefði haft hendur í hári 20 „stór- hættulegra" leyniþjónustumanna auk þess sem 50 vestrænir blaða- menn og embættismenn hefðu verið reknir úr landi fyrir njósnir frá ár- inu 1986. Jegor Lígatsjov sagði á blaða- mannafundi í borginni Tula suður hinna ýmsu fylkja Vestur-Þýska- lands voru tregir til að fallast á að próf frá öðrum ríkjum Evrópu- bandalagsins yrðu viðurkennd í vestur-þýskum háskólum. Ráðherranefnd Evrópubanda- lagsins samþykkti fyrir nokkrum vikum að próf í öðrum starfsgrein- um yrðu viðurkennd innan Evrópu- bandalagsins. Menntamálaráð- herra Vestur-Þýskalands, Jurgen Möllemann, sagði: „Við verðum að viðurkenna að þær kröfur sem eitt aðildarríki setur um háskólanám eru jafngildar þeim sem annað að- ildarríki setur." Vestur-þýskur skipulagsfræð- ingur getur í framtfðinni sest að í Portúgal og ítalskur læknir starfað í Vestur-Þýskalandi. í nokkrum undantekningartilvikum þurfa há- skólamenntaðir menn þó að taka aukapróf eða fara á kynningar- námskeið, til að mynda lögfræðing- ar eða verkfræðingar sem hafa aðeins lokið þriggja ára háskóla- námi. í samkomulaginu um háskóla- prófín er að fínna annað sem varð- ar valdsvið einstakra ríkja og deilt hefur verið um. Samkomulagið vekur upp spumingar um hvort þegnar allra aðildarríkja Evrópu- bandalagsins geti gerst ríkisstarfs- menn í fylkjum Vestur-Þýskalands, til að mynda gerst málakennarar í fylkisskólum. Talið er að þetta geti haft áhrif á stöðu kennara sem' ríkisstarfsmanna í Vestur-Þýska- landi. Heimild: Ntimberger Nachrichten. af Moskvu að vestræn ríki þrýstu mjög á Sovétmenn um að taka upp kapítalískt hagkerfi. Slík myndi hins vegar óhjákvæmilega leiða til atvinnuleysis og félagslegs órétt- lætis á flestum sviðum. Hins vegar væri unnt að komast hjá atvinnu- leysi með því að laga ákveðna þætti markaðsbúskapar að sósílaískum framleiðslúháttum. Vestur-Sahara: Polisario krefst beinna viðræðna Túnis. Reuter. FULLTRÚAR Polisario-hreyfingarinnar hafa krafist þess að fram fari beinar viðræður þeirra og stjórnvalda í Marokkó í þvi skyni að koma á friði í eyðimerkurstríðinu í Vestur-Sahara, sem staðið hefur í tæp 13 ár. Báðar fylkingarnar hafa fallist á friðaráætlun Javiers Perez de Cuellars, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráð fyrir að íbúar Vestur-Sahara greiði um það atkvæði hvort landsvæðið sameinist Marokkó eða stofnað verði sjálfstætt ríki. Þótt Hassan konungur Marokkó hafí fallist á áætlun framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, hefur hann ekki viljað samþykkja beinar friðarviðræður. Talsmenn skæru- liða segja hins vegar að einungis á þann hátt verði komið á friði. Vestur-Sahara var áður spænsk nýlenda en komst undir stjóm Mar- okkó árið 1976 er hersveitir Spán- veija héldu til síns heima. Skærulið- ar Polisario hófu þá vopnaða bar- áttu fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis, Arabíska alþýðulýðveldisins í Sah- ara sem hlotið hefur viðurkenningu 71 erlends ríkis. Abdlellatif Filai, utanríkisráð- herra Marokkó, sagði á blaða- mannafundi í Genf á þriðjudag að stjómvöld í Marokkó gætu ekki gengið til beinna friðarviðræðna við skæruliða. Þá greinir fylkingamar einnig á um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslunnar en skæmliðar krefjast þess að herafli Marokkó í Vestur-Sahara verði kallaður á braut áður en hún fer fram. Talið er að 150.000 stjómarhemmenn frá Marokkó séu í Vestur-Sahara. Bac- hir Mustapha Sayed, sem á sæti í framkvæmdanefnd Polisario-hreyf- ingarinnar sagði hins vegar í gær að skæruliðar hygðust ekki setja það sem skilyrði í væntanlegum friðarviðræðum að þúsundir Ma- Færeyjar: Vindmylla not- uð við f iskeldi Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyní, fréttaritara Morgunblaðsins í Færeyjum. EF ÞAÐ er eitthvað sem enginn hörgull er á í Færeyjum þá er það vindurinn. Hann blæs úr öUum áttum. Þar sem þvi verður ekki breytt er þá ekki ráð að beizla hann tU nytsamlegra hluta? Það er einmitt þetta sem aðstandendur fiskeldistöðvarinnar Pf. Laksá á HeUunum á Austurey létu sér detta f hug þegar þeir pöntuðu sér vindmyUu. Búast þeir við að fá ókeypis orku eftir nokkur ár. Eldistöðin hóf starfsemi fyrir fjór- um ámm og nemur ársframleiðsla stöðvarinnar 450.000 seiðum. Eig- endum stöðvarinnar fannst eldið vera ijárfrekt. Árleg orkunotkun var upp á 3,9 milljónir íslenzkra króna, sem jafngildir 4.000 - 5.000 lítra olíu- notkun á viku. Þess vegna ákváðu þeir að athuga hvort ekki væri hægt að fá ódýrari orku og niðurstaðan varð að kaupa danska vindmyllu af gerðinni Vind-Syssel. Vindmyllan er nú komin á sinn stað og kostaði hún 1,5 milljónir færeyskra króna eða jafnvirði um 10 milljóna íslenzkra. rokkóbúa sem sest hafa að á þess- um slóðum yrðu fluttar í burtu. Enn ert ekki ljóst hvenær lýst verður yfír vopnahléi í eyðimerkurstríðinu en talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að stefnt sé að því að hrinda friðaráætlun Javiers Perez de Cuellars í framkvæmd á þessu ári. Landamæri Tyrklands og Sovétríkjanna opnuð Landamæri Tyrklands og Sovétríkjanna voru opnuð á ný síðastlið- inn miðvikudag, en þau höfðu verið lokuð frá þvf að einræðis- herrann Jósef Stalin lét loka þeim árið 1937. Landmærastöðin er f þorpinu Sarp miðju, en þvf er skipt i tvennt milli ríkjanna. Til þessa hefur aðeins verið gengt til Sovétrfkjanna frá einu aðild- arriki Atlantshafsbandalagsins, Noregi, en nú er sumsé hægt að komast þangað þurrum fótum frá Tyrklandi líka. A myndinni sést tyrkneskur hermaður gæta landmæranna, en vinstra megin við hann er sovéskur landamæravörður. Til hægri sést svo tyrk- neskur borgari kanna málin með gát. IÐNLANASJOÐUR FLYTUR í ÁRMÚLA 7 Um helgina flytjum víö í ný húsakynni að Ármúla 7. Hentugt húsnæöi og bætt vinnuaðstaða auðvelda okkur að ná settum markmiðum í þjón- ustu við íslenskt atvinnulíf. Og nú verður ólíkt þægilegra að sækja okkur heim. I Ármúlanum eru næg bílastæði og uppi á þriðju hæðinni fer vel um viðskiptavinina meðan þeir sinna erindum sínum við okkur. Gjörðu svo vel að hafa samband við okkur ef þú óskar upplýsinga um starfsemi Iðnlánasjóðs. NÝTT SÍMANÚMER 680400 IÐNLÁNASJÓÐUR ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 680400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.