Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
9
HAUSTSÝNING
Á
COMBI CAMP
TJALDVÖGNUM
Opið:
laugard. 3. sept. 14-17
sunnud. 4. sept. 14-17
mánud.-föstud. 5.-9. sept. 9-18
Ifetrargeymsla.
BENCO
Láffniiili 7, sími 84077.
KAUPÞING HF
Hítsi vershniarinnar, sítni 686988
VEXTIR Á
VERÐBRÉFAMARKAÐI
Víkan 28. ágúst — 3. sept. 1988
Vextir umfranr, Vextir
Tegund sktildabréfa verdtryggmgu % alls %
Einingabréf
Einingabréf 1 13.1 % 64,1%
Einingabréf2 9,6% 59,0%
Einingabréf3 12,6% 63,4%
Lífeyrisbréf 13,1% 64,1%
Skammtímabréf 8,0% áætiað
Spariskírteini ríkissjóðs
Iægst 7,0% 55,3%
hæst 8,0% 56,7%
Skuldabréf banka og sparisjóða
lægst 8,7% 57,7%
hæst 9,5% 58,9%
Skuldabréf stórra fVrirtækja
Lind hf. .11.5% 61,8%
Giitnirhf. 11,1% 61,2%
Verðtryggð veðskuidabréf
Iægst 12,0% 62,5%
hæst 15,0% 66,9%
Fjárvarsla Kaupþings mismunandi eftir samsetn-
ingu verðbréfaeignar.
Heildarvextir annarra skuldabréfa en Ðningabréfa eru sýndir
miðað við hækkun lánskjaravísitölu síðastliðna 3 mánuði.
Raun- og nafnávöxtún Einingabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd
miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði.
Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fVrirvara. Bn-
ingabréf er ínnieyst samdægurs gegn 296 innlausnargjaldi hjá
Kaupþingi og nokkrum sparisjóðanna. Spariskírteini eru seld á
2-3 dögum og fiest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í
Fjárvörslu Kaupþings er oftast hægt að losa innan viku.
=
Gódan dagirn!
Davíð og ríkisstjórnin
Davíð Oddsson, borgarstjóri, ræðir stöðu
efnahagsmála og stjórnarsamstarfsins við
Pressuna, hið nýja helgarblað Alþýðublaðs-
ins, í gær. Borgarstjóri segist ekki hafa trú
á því að niðurfærsluleiðin verði farin.
Stíórnarsamstarfíð
I upphafi viðtalsins við
Pressuna er Davíð Odds-
son spurður að þvi hvort
hann sé enn sömu skoðun-
ar ogf í viðtali við Heims-
mynd sl. vor þegar hann
sagði að sér myndi ekki
koma & óvart þótt stjórnin
spryngi og kosningar
yrðu í haust. Davíð svar-
an
„Ég held að þessi spá
min bafi verið ótrúlega
góð. Stjómarsamstarfið
hékk áreiðanlega á blá-
þræði á túnabili en nú má
segja að það sé hálfur
mánuður eða þijár vikur
i það hvort stjómin nái
saman eða ekki.“
Gefurðu rQásstjóminni
þtjir vikur?
„Það getur a.m.k.
brugðið til beggja vona á
þessum þremur vikum.“
Styðurðu ríkisstjóm-
in&?
„Ég get sagt að ég styð
Sjálfstæðisflokkinn sem
er í forystu fyrir stjóra-
inni og forsætisráðherra
þar með. Ummæli min i
viðtalinu sl. vor byggðust
á þvi að stjómin var þá
óveqjulega sundurþykk
og þá höfðu ákveðnir
menn innan hennar verið
með meldingar i garð
borgarinnar sem mér
fundust ósanngjamar og
þvi sagði ég að ef stjómin
héldi áfram i þvi fari væri
i sjálfu sér ekki eftirsjá i
henni. Ég held líka að
forsætisráðherra hafi
sjálfur orðað það svo i
viðtali að ef þessi stjóni
tæki sig ekki nnan í and-
litinu þá væri ekki eftirsjá
að hennL Það er enginn
ágreiningur á mflli okk-
ar.“
Sérðu meira samkomu-
Isg iunsn rfkisstjómsrinn-
ar nú fremur en i vor?
„Ég skal ekki um það
segja. Mér fundust t.d.
árásir formanns Fram-
sóknarflokksins á fjarver-
andi forsætísráðherra
ómaklegar. Það var ekki
dæmi um að þama væm
menn sem ætíuðu að
starfa saman. Nú virðast
þeir vera sáttír við
ákveðna leið i efnahags-
málum. Það er að visu
eftír að sýna fram á að
hún gangi upp en ef þeir
ná Mman nm einhveijar
kerfisbreytíngar i efna-
hagsmálum há hefur stað-
an breyst. Eg á eftír að
sjá það gerast."
Niðurfærslan
Pressan spyr Davið
næst hvort ekki sé verið
að snúa af áratugalangri
frjálsræðisbraut Sjálf-
stæðisflokksins með fryst-
ingu verðlags og síðan
niðurfærslu. Davíð svar-
ar:
„Ég skal viðurkenna að
það em ákveðnir þættír
sem rætt er um í tengslum
við niðurfærsluaðgerðina
sem em i andstöðu við það
sem Sjálf stæðisflokkurinn
vill beijast fyrir i þjóð-
félaginu og það er öllum
ljóst. Líka þeim sem shja
i rfldsstjóminni fyrir
flokkmn. En menn velta
þvi fyrir sér hvort aðstæð-
uraar séu ðlknr að þær
réttíætí slíkt timabundið
inngrip - tímahundna aft-
urför. Enn hef ég ekki
verið sannfærður um það
sjónarmið og ég hef held-
ur ekki fengið sannfær-
ingu fyrir þvi að þessi leið
verði farin þvi annmark-
amir sem blasa við em
margir.“
Borgarstjóri er þá
spurður hvort hann sjái
einhveija aðra leið en nið-
urfærsluna:
„Nei, ég sé enga patent-
lansn sem enginn hefur
áður kynnst. Eg hef þó
mlnar efasemdir nm að
menn eigi að láta berast
fyrir öllum áföUum at-
vinnulifsins. Ég efast um
að við séum komin í þær
miklu ógöngur sem menn
vftja vera láta, þó víða séu
fyrirtæki vissulega á
brauðfótum. Hversu oft á
lika að gripa inn i illa rek-
inn fyrirtækjarekstur?
Við þurfum einhvem
tímann að ganga í gegn-
um það að láta þá sem
reka fyrirtæki sin illa
súpa seyðið af þvi. Við
erum líka að koma að þvi
núna eftír tiu ára verð-
txyggingartímabU að
menn em hættir að geta
snapað sér peninga á út-
sölu eða fyrir kunnings-
skap. Það þarf að liða
ákveðinn tími þar tfl heil-
brigðisafleiðingar
breyttra tíma koma fram.
Þá mega menn heldur
ekki grfpa tfl sömu úr-
ræða og áður. Þess vegna
ættu menn ekki að ætla
sér að taka neinar koU-
steypur núna heldur rétta
aðeins af þá hættí sem
standa gegn eðlilegum
rekstri. Ekki fara koU-
steypur til að bjarga von-
liiiisiiwi skussum.“
Samstöðuleysi
Undir lok viðtalsins er
Davfð Oddsson spurður
hvort hann sé sáttur við
hvemig Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi stýrt þessari
ríkisstjóm. Davið svarar:
„Ég tel að það sé ekk-
ert áhlaupaverk að stýra
þessari stjóm. Ég vil
halda þvf fram að aðal-
galli hennar felist i þvi að
formenn flokkanna
þriggja standi ekki saman
né treystí hver öðrum.
Það rfldr veruleg tor-
tryggni á meðal þeirra og
ég tel reyndar að forsætis-
ráðherrann eigi þar
minnsta sök.“
Gæti hann gert eitthvsð
sem liðkaði til í hópnum ?
„Ég er auðvitað ekki
dagsdaglega með augun á
þvi sem er að gerast á
stjómarheimilinu en ég
þekki best til forsætisráð-
herra og ég veit að hann
viU vera sanngjam og er
það. Stundum er fundið
að þvi að hann sé of linur
af því að hann er sann-
gjam. Það tel ég ekki
vera réttan dóm, þvi það
þarf oft að hleypa { sig
vissri hörku tfl þess að
geta verið eftirgefanlegur
á réttu augnahliki. Á hinn
bóginn má segja að það
fer Sjálfstæðisflokknum
ekki vel að vera i stjóra
eins og þessari, þvi hann
hefur ímynd festu og.ein-
drægni i þessu landi. Og
ef hann verður of lengi i
stjóra, sem hefur þennan
losarabrag á sér, getur
það akaðað hann.M
Vestur-þýsk vegghúsgögn
Borðstofuhúsgögn
Borð og 6 stólar
Verð frá
kr. 79.800
Húsgögn fyrirfagurkera.
Opið í dag frákL 10-14.
Rauðarárstíg 14, Reykjavík,
sími 91-622322