Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 'T Risamjaðurt Garðamaríustakkur Að þurrka blóm I Við verðum víst að viðurkenna þó ekki sé það ljúft, að óðum dregur að lokum þessa sumars þó vissulega séu enn eftir all- margar vikur — a.m.k. eftir al- manakinu — sem ræktunarfólk getur notið garða sinna og gróð- urhúsa og mun vafalaust gera það í lengstu lög með ýmsu móti. Ráð, sem ýmsum hefur gefist vel til þess að viðhalda minningunni um liðið sumar, er að þurrka blóm og geyma til vetrarins. Blóm, þó þurrkuð séu, sem sprottin eru úr mold ef til vill í okkar eigin garði bera ótvír- ætt með sér sérstakan andblæ frá gengnu sumri, sem gerviblóm hvort sem þau eru úr plasti eða einhverju öðru eru gersneydd. Fjöldinn allur af jurtum er hæfur til þurrkunar, og margar tegund- ir halda lit sínum og lögun furðu 'vel um langt skeið og á það við um fjölærar, tvíærar og einærar jurtir sem heita má að til séu í hvers manns garði. Mun nú vikið nokkrum orðum að þurrkun blóma og þeim skil- yrðum sem þurfa að vera fyrir hendi ef sæmilegur árangur á að nást. Ákjósanlegast er að þurrka blómin í hlýju, dimmu herbergi með góðri loftræstingu. Loftræstingin er allmikið atriði við þurrkunina og sé hún ekki í góðu lagi má bæta hana með rafmagnsviftum því að kyrrstætt loft er ekki heppilegt fyrir þessa iðju. Yfirleitt eru öll blóm, sem tek- in eru til þurrkunar, látin snúa höfðunum niður á við á meðan á þurrkun stendur, en merki þess að blómin séu fullþurrkuð er að þau „haldi höfði“ og á það að taka 1—5 vikur. Góð regla er að stijúka blöðin af stönglin- um fljótlega eftir að blómin eru tínd, búnta þau síðan, smeygja teygju utanum leggina og hengja í lítilli vírlykkju (t.d. meðalstórri pappírsklemmu) á snúru. Eins og áður var tekið fram þurfa blómin mislangan tíma til að þoma, en allt veltur á því að „hálsliðurinn", ef svo mætti að orði komast, sé orðinn svo þurr og stinnur að blómið drúpi ekki höfði. Verður nú minnst á nokkr- ar fjölærar jurtir sem reynst hafa vel til þurrkunar og byijað á þeim hvítu: Silfurhnappur (Achillea ptarmica) ber litla þétta blóm- kolla í júlí/ág. Hæð 40—60 cm. Ekki eins algengur í görðum nú og áður var. Snækollur (Anaphalis margar- itacea). Blómstrar í ág./sept. litl- um hvítum körfum í sveip. Blöð- in eru gráleit, lítil eitt hærð. Danir kalla jurt þessa „perluk- örfu“ og nota óspart í þurrar skreytingar. Mjallhæra (Luzula nivea) 40—50 sm hátt skrautgras, sem blómstrar í júlí. Takist snemma á blómgunartímanum því axinu hættir við að gulna þegar frá líður. Brúðarvefur (Filipendula vulg- aris/hexapetala) ber mjólkur- hvíta blómklasa í júlí/ág. Þá eru stóru frænkur hans RISA- og ROÐAMJAÐURT (F.camtsc- hatica rosea) glæsilegar þegar þær bera blóm síðla sumars. Alpafífils — Edelweiss var að nokkru getið í síðustu grein. Jurtir sem bera gul blóm: Rænfang (Tanacetum vulgare) er með allra elstu garðplöntum hér á landi og mjög harðgerð. Blómstrar síðsumars. Gýgjarkollur (Cephalaria tat- arica)_getur orðið allt að 3 m á hæð. Á endum þessara gríðarháu stöngla eru daufgular blómkörf- ur fremur smáar. Blómgast í ág./sept. Garða-Maríustakkur (Alchem- illa major) ber stóra gulgræna blómskúfa í júlí/sept. Hæð um 50 sm. Verður fallegastur með því að hver blómstilkur fyrir sig sé hengdur upp svo að blómið klessist ekki saman heldur fái að breiða vel úr sér og þoma þannig. Af rauðblómstrandi jurt- um má nefna: Morgunroði (Heuchera sangu- inea) 30—40 sm á hæð, blómstr- ar ummitt sumar. Rauður litur fíngerðra klukkulaga blómanna heldur sér vel við þurrkun og sama má segja um: Dögglingskvist (Spirea dou- glasi) sem er uppréttur runni um það bil 1 m á hæð og blómstrar rauðbleikum blómum í ág./sept. Blóðkollur (Sanguisorba off.) hefur um áraraðir verið ræktað- ur í görðum en vex einnig villtur hér á landi. Blómstrar rauð- brúnum blómkollum eða axi í júlí/ág. Hæð 30—50 sm. Á Rósa- kolli (S.tenuifol.) sem er erlend tegund er axið rósrautt. Frh. í næstu viku. Slétt hár og hrokkið Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Hún er undarleg sú árátta mann- anna að sækjast sífellt eftir því sem ekki er, vilja jafnvel breyta ásjónu sinni eins og þegar slétthært fólk vill hafa hár sitt liðað og þeir hrokk- inhærðu slétta úr sínu. Svona er þetta og hefur lengi verið, það hef- ur alltaf þótt sjálfsagt að hressa ögn upp á útlitið með mismunandi aðferðum sem þekktar hafa verið á hveijum tíma. f upphafí sumars birtist marg- sinnis bókarauglýsing í sjónvarpi og höfundurinn, bandarísk kona, var sagður hafa fundið upp perman- entið. Vel má vera að fyrmefnd kona hafi komið fram með ein- hveijar nýjungar á þessu sviði — en hún fann ekki upp permanentið. Það varð annar til þess og fyrir hennar tíma. Charles Nestle, hárskeri af þýsk- um ættum, gerði fyrst tilraunir til að setja permanent í hár á fyrsta áratug aldarinnar. Það hafði tíðkast á seinustu áratugum fyrri aldar að konur í Evrópu og Bandaríkjunum fóru á hárgreiðslustofur til að láta Ieggja „bylgjur" í hár sitt blautt, en þær hurfu auðvitað við næsta hárþvott. En það var einmitt það sem Charles Nestle vildi bæta úr, hann taldi að hægt væri að setja varan- lega (permanent) liði í hár til að hárgreiðslan entist lengur, nokkurs konar eilifðarbylgjur. Lengi hafði sú aðferð verið notuð til að krulla hár að vefja hveijum lokk fyrir sig upp á heitt krullu- jám, hitað á glóð, og vitneskjan er um að slíkt þekktist meðal menn- ingarþjóða fyrri tíma, Fyrsta tilraun Nestle til að setja varanlega liði í hár fór heldur illa, mestur hluti hárs viðskiptavinarins var sviðinn og skemmdur eftir með- ferðina. En það litla sem eftir var af hárinu var liðað. Eftir endurbæt- ur með einhveijum kemiskum efn- um varð permanentið að veruleika árið 1906. Með því var lagður gmnnur að þeirri meðferð við hárliðun sem margar kynslóðir kvenna nutu góðs af en breytingar hafa orðið miklar á þessu sviði sem öðmm hin síðari ár. Starfsbræður Charles Nestle í hárgreiðslunni töldu sér ógnað með þessari uppfinningu á sínum tíma, þeir áttu allt eins von á því að starf þeirra yrði aflagt. Annað átti þó eftir að koma á daginn eins og kunnugt er. Það em líka til efni til að slétta snarhrokkið hár þó ekki sé vitað hvort þau séu notuð hér á landi. Nokkrir áratugir em síðan að aug- lýsingar þess efnis urðu áberandi í bandarískum tímaritum og var þá sérstaklega höfðað til þeldökkra kvenna þarlendis. Þegar hin fagra dans- og söngkona Josephine Baker (en hún var þeldökk Bandaríkja- kona) kom í kjölfar jassins til París- ar á þriðja áratug aldarinnar var svart hár hennar strengt rennislétt frá andlitinu. Aðferðin sem hún notaði til að slétta kmllur sínar var sögð vera að smyija eggjahvítu í hárið. Eftir myndum að dæma hef- ur það tekist vel og stimir á svart, slétt hár hennar. Nafnið „permanent", eins og slík hárliðun er nefnd daglega, er ekki að finna í íslenskri orðabók en hef- ur trúlega engu að síður verið notað hér frá fyrstu kynnum við slíka hármeðferð. Nafnið hefur sjálfsagt verið tekið í fóstur úr dönsku, eins og fleiri orð sem viðkoma fegmn og snyrtingu, því hefur verið skellt í hvorugkyn og síðan ekki hugsað meira um það. Orðið permanent er komið úr latínu inn í mál næstu nágranna- þjóða okkar, það merkir varanlegt, það sem endist. Við enska orðið „permanent wave“ í ensk/ ísl. orða- bók er skýringin: eilífðarbylgja, föst hárliðun. Það þætti áreiðanlega saga til næsta bæjar ef við hringd- um á hárgreiðslustofu og pöntuðum tíma fyrir eilífðarbylgjur í staðinn fyrir permanentið! V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.