Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988
Misráðið að fresta verkaskipt-
ingn ríkis og sveitarfélaga
— sagði félagsmálaráðherra á fjórðungsþingi Norðlendinga
Húnavöllum. Frá Jóhönnu Ingvarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
JÓHANNA Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra telur að frest-
un á breytingum á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga um
eitt ár hafi verið misráðin og hún
m.a. leitt til 250 milljóna kr.
skerðingar á jöfnunarsjóði sveit-
arfélaga. Þetta kom m.a. fram i
máli ráðherrans á 30. þingi
Fjórðungssambands Norðlend-
inga sem sett var á Húnavöllum
í gær.
Jóhanna sagði að unnið væri að
breytingum á frumvarpinu til sam-
ræmis við ábendingar sem fram
hafa komið, einkum frá sveitar-
stjórnarmönnum, og væri málið í
höndum fulltrúa nokkurra ráðu-
neyta og Sambands ísl. sveitarfé-
laga. Ráðherrann sagði að sam-
staða sveitarfélaga skipti sköpum
um hvort breytt verkaskipting yrði
að veruleika.
Þær breytingar sem um ræðir
fela í sér að ríkið haldi áfram að
greiða beina styrki til íþrótta- og
æskulýðsfélaga, en í tillögunum
væri gert ráð fyrir að þetta verk-
efni færðist alfarið til sveitarfélag-
anna. Þetta felur m.a í sér að
íþróttasjóður yrði starfræktur
áfram og hefði með höndum styrki
til íþróttamannvirkja á vegum fé-
lagasamtaka. „Einnig er verið að
yfírfara tillögumar í heilbrigðismál-
um. Þar var reiknað með að verka-
skiptingin yrði í stórum dráttum
þannig að ríkið annaðist stofnkostn-
að og rekstur sjúkrahúsa en sveitar-
félögin stofnkostnað og rekstur
heilsugæslustöðva. Þar hefur rétti-
iega verið bent á að erfítt getur
verið að draga mörk á milli þessara
stofnana þar sem heilsugæslustöðv-
arnar eru oft reknar í beinum
tengslum við sjúkrahús. Þannig að
margir virðast telja að þessi rekstur
ætti allur að vera á vegum ríkisins
og yrði því þannig best komið í veg
fyrir árekstra," sagði ráðherra.
„Stærstu breytingar sem gert er
ráð fyrir eru á sviði menntamála
og heilbrigðismála. Auk breytinga
á sjálfri verkaskiptingunni er gert
ráð fyrir að sveitarfélögin hætti að
greiða hluta af kostnaði sjúkrafé-
laga, hluta af kostnaði við tann-
lækningar og framlög til atvinnu-
leysistryggingarsjóðs og ríkissjóður
taki við þessum skuldbindingum.
Fyrirhugaðar breytingar á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga eru
mikilvægur þáttur í því að færa
völd og áhrif til sveitarfélaganna
frá ríkisvaldinu. Þær ættu að geta
dregið úr betliferðum sveitarstjóm-
armanna í ráðuneyti og til alþingis-
manna þar sem uppskeran er oft
býsna fyr miðað við fyrirhöfn og
tilkostnað. Ef þið lítið á fjárlög yfír-
standandi árs þá sjáið þið þar m.a
lista jrfír 73 aðila, sem hafa fengið
úthlutað 5.000 kr. hver til undir-
búningsframkvæmda við skóla-
mannvirki. Mál er að þessum vinnu-
brögðum linni,“ sagði ráðherra m.a
á fjórðungsþingi í gær.
VEÐURHORFUR í DAG, 3. SEPTEMBER
1988
YFIRLIT í GÆR: Um 100 km suðsuðaustur af Hornafirði er hæg-
fara 973 mb lægð. Veöur fer lítið eitt hlýnandi.
SPÁ: Norðaustanátt um allt land — kaldi eða stinningskaldi. Rign-
ing eða súld austan- og noröanlands en víða smáskúrir í öðrum
landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG: Norðaustanátt, allsnörp um norðanvert
landið, en mun hægari annars staðar. Skúrir verða norðan- og
vestanlands, en úrkomulftið eða úrkomulaust í öðrum landshlutum.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norðangola vestanlands en annars staðar
hægviðri, smá skúrir, einkum norðanlands.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
f§|, Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* # *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V
Skúrir
V Él
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma
Akureyri Reykjavfk hltl 8 10 veöur alskýjaS alskýjað
Bergen 14 rigning
Helsinkl 16 alskýjað
Kaupmannah. 17 rignlng
Narssarssuaq S skýjað
Nuuk 2 þoka
Osló 15 rigning
Stokkhólmur 17 þokumóða
Þórshöfn 11 súld
Algarve 26 heiðskírt
Amsterdam 12 skúr
Barcelona 27 hálfskýjað
Chicago 16 alskýjað
Feneyjar 19 þrumuv.
Frankfurt 14 skúr
Glasgow 12 skúr
Hamborg 18 alskýjað
Las Palmas 25 skýjað
London 12 skúr
Los Angeles 17 heiðskírt
Lúxemborg 15 skýjað lóttskýjað
Madríd 24
Malaga 30 láttskýjað
Mallorca 28 lóttskýjað
Montreal New York 17 léttskýjað
París 16 rignlng
Róm 28 skýjað
San Diego 19 þokumóða
Wlnnlpeg 13 léttskýjað
Morgunblaðid/Einar Falur
Á sýningunni „Veröldin ’88“ i Laugardalshöll má m.á. sjá þennan
18 metra langa Cadillac Eldorado.
Veröldin ’88:
Búist við 35 til 40
þúsund gestum
BÚIST er við milli 35 og 40 þús-
und gestum á sýninguna „Ver-
öldin ’88“ í Laugardalshöllinni.
Hún var opnuð fimmtudaginn
1. september og er aðsókn i sam-
ræmi við vonir aðstandenda
hennar. Sýningin er álika stór
og síðustu ár, að sögn Þorsteins
Fr. Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra hennar, en um það bil
hundrað aðilar auglýsa þar vör-
ur sinar og þjónustu.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Þorsteinn, að sýningin hefði farið
vel af stað; aðsókn væri í samræmi
við áætlanir og gestimir virtust
ánægðir. Dvalarheimili Jakobs
Magnússonar og Ragnhildar Gísla-
dóttur hefur vakið mikla athygli,
en þar hafa þau valið húsbúnað í
230 fermetra íbúð. Hinn 18 metra
langi Cadillac Eldorado, sem komið
hefur verið fyrir á sýningarsvæð-
inu, hefur líka vakið áhuga margra.
Gamanleikhúsið skemmtir gestum
tvisvar til fjórum sinnum á dag og
njóta sýningar þess á söngleiknum
„Kötturinn sem fer sínar eigin leið-
ir“ mikilla vinsælda.
Þorsteinn býst við mikilli aðsókn
nú um helgina, enda mun reynslan
vera sú, að allt að 65% gesta komi
um helgar. „Veröldin ’88“ er opin
frá 13 til 23 um helgar, en frá 16
til 23 á virkum dögum. Sýningunni
lýkur þann 11. september.
Stéttarsambandsfundur:
Felld var tillaga
um aðstoð við
minni sláturhús
Akureyri. Frá Halli Þorsteinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
Á AÐALFUNDI Stéttarsam-
bands bænda var felld tillaga um
að skora á landbúnaðarráðherra
að breyta nýútgefinni reglugerð
um úreldingu sláturhúsa þannig,
að það fjármagn, sem samkvæmt
henni kæmi til ráðstöfunar, verði
lánað til að koma minni slátur-
húsum í viðunandi ástand.
Samdráttur
í nýskrán-
ingu bifreiða
TALSVERÐUR samdráttur hef-
ur orðið í nýskráningu bifreiða
það sem af er þessu ári miðað
við sama tíma i fyrra. Á fyrstu
átta mánuðum 1988 hefur Bif-
reiðaeftirlit ríkisins nýskráð
11.850 bifreiðir samanborið við
16.162 árið 1987.
í ágúst á þessu ári nýskráði Bif-
reiðaeftirlitið 1.154 bifreiðir, en í
júlímánuði voru nýskráðar bifreiðir
1.176. Af þessum 1.154 bifreiðum
voru 1.007 fluttar inn nýjar en 147
notaðar. í ágúst 1987 voru 1.593
bifreiðar nýskráðar.
Harðar umræður urðu um tillög-
una, og bentu fylgismenn hennar á
að þegar sláturhús eru lögð niður,
þá leggjast jafnframt niður störf í
viðkomandi byggðarlagi. Þá benti
Halldór Þórðarson flutningsmaður
tillögunnar á að ríkjandi stefna í
öðrum löndum væri að hafa slátur-
hús lítil, því það hafí sýnt sig að
þau skili verðmætari framleiðslu.
Þeir sem á móti tillögunni voru
sögðu, að í samþykkt hennar fælist
„ávísun á aukin útgjöld". Tillagan
var felld með 367 atkvæðum gegn
7.
Strákar með
lögguhúfur
TVEIR ungir piltar urðu á vegi
lögreglu á Álfabakka um klukk-
an hálfþijú í gær. Vakti það at-
hygli lögreglumannanna að þeir
skrýddust lögregluhúfum með
fullum einkennum.
Haft var tal af piltunum og hald
lagt á húfumar en ekki er vitað
hvemig þeir komust yfir þær.
Stálvík hf.
boð í smíði
Skipasmíðastöðin Stálvík hf. í
Garðabæ tekur þátt í lokuðu út-
boði á smiði 14 togara fyrir er-
lenda aðila og ljóst verður um
næstu áramót hvort stöðin fær
verkefnið, að sögn Jóns Gauta
Jónssonar framkvæmdastjóra
Stálvíkur.
gerir til—
14 togara
„Kaupendur togaranna eru frá
landi utan Evrópu og hugsanlegt
er að íslenskir skipstjórar og vél-
stjórar fari með togurunum til að
kenna kaupendunum á þá,“ sagði
Jón Gauti í samtali við Morgun-
blaðið.