Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 19 Kjörin könnuð á skiptibókamarkaðnum. Morgunbiaðið/KGA Skiptibókamarkaður Pennans: Kaupa notaðar kennslu- bækur á 40% af fullu verði deild RALA er til húsa á Hvann- eyri (búvélaprófanir, vinnurann- sóknir, húsvistarrannsóknir o.fl.). A Hesti í Borgarfirði er rekin til- raunastöð í sauðQárrækt (erfða- og ræktunarrannsóknir). Tilrauna- stöðin á Reykhólum í Reykhóla- sveit annast alhliða jarðræktartil- raunir og fjárstofn stöðvarinnar er nýttur til erfðarannsókna (ull og gærur) og ræktunartilrauna. Meg- in-verkefni tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum í Hörgárdal er rann- sóknir í tengslum við mjólkurfram- leiðslu, jarðræktartilraunir og kal- rannsóknir. Á Skriðuklaustri í Fljótsdal er áhersla lögð á jarðrækt- artilraunir og fóðrunartilraunir með sauðfé. Tilraunastöðin á Sámsstöð- um í Fljótshlíð sinnir einkum rann- sóknum í tengslum við jarðrækt svo sem komræktartilraunum, fræ- ræktartilraunum, áburðartilraunum og verkefnum tengdum uppgræðslu örfoka lands. Á Stóra-Armóti í Hraungerðishreppi eru að hefjast tilraunir í tengslum við mjólkur- framleiðslu. Tilraunastöðvamar á Möðmvöllum, Skriðuklaustri og Stóra-Ármóti em reknar í nánu samstarfi við viðkomandi búnaðar- sambönd. Stofnunin hefur náið samstarf við einstaka bændur og stofnanir, svo sem Landgræðslu ríkisins, til- raunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum, Garðyrkjuskóla ríkisins, Laxeldisstöðina í Kollafírði og fleiri. Þá er mikið samstarf við erlenda aðila einkum á Norðurlöndunum en einnig viðar, t.d. í Skotlandi og í Kanada, og hefur gildi þessarar samvinnu farið vaxandi. Áherslur í starfseminni Búháttabreytingar þær sem em að verða í íslenskum landbúnaði hafa aukið þörfína á rannsóknum, bæði til aðlögunar eldri greinum og til stuðnings hinum nýrri. Breyt- ingar á búvömmarkaði em örari en áður, en með hjálp rannsókna má aðlagast þeim greiðlegar. Vax- andi áhugi er á heilnæmi matvæla og meiri kröfur era gerðar til vinnu- umhverfís en áður. Starf Rannsóknastofnunar land- búnaðarins mótast mjög af þessum viðhorfum. Helstu áhersluþættir samkvæmt nýgerðri starfsáætlun stofnunarinnar em þessir: — Ný og aukin verkefni á sviði fóðurfræði, einkum vegna nýrra tegunda alidýra svo sem loðdýra og físka. — Ný og aukin verkefni á sviði erfðafræði og kynbóta á loðdýr- um og alifiski. — Rannsóknir á nýjum leiðum til landgræðslu og landnýtingar. — Rannsóknir á sviði matvæla- fræði sem miða að því að bæta samkeppnishæfni íslenskrar bú- vöra á matvælamarkaði. — Rannsóknir sem stuðla að auk- inni heimaöflun fóðurs. — Rannsóknir sem stuðla að því að landbúnaðurinn geti bmgðist við breytingum á loftslagi; kóln- andi loftslagi, með rannsóknum á ræktun við erfið skilyrði, og hlýnandi loftslagi, með rann- sóknum á ræktun við hagstæð skilyrði. — Aðlögun nýrra aðferða í rann- sóknum, svo sem líftækni, t.d. í tengslum við kynbætur plantna og dýra, fóðmn, nítumám plantna, fjölgun og heilbrigði plantna. — Efling eftirlits með aðföngum til landbúnaðar, einkum fóðri. Einnig efling á eftirliti með inn- flutningi á plöntum og plöntu- hlutum og hollustu matvæla. — Kynning rannsóknaniðurstaðna og önnur miðlun þeirrar sér- þekkingar, er stofnunin býr yfír. — Samvinna við bændasamtökin, stofnanir landbúnaðarins og aðr- ar sérfræðistofnanir um lausn búfræðilegra rannsóknaverk- efna. í VERSLUNUM Pennans í Aust- urstræti og Hallarmúla i Reylqavík er nú starfræktur svo- kallaður Skiptibókamarkaður. Þangað er hægt að koma með notaðar kennslubækur, sem enn eru kenndar í skólum, og fá í staðinn innleggsnótu fyrir upp- hæð sem nemur 40% af fullu verði nýrra bóka. Notuðu bæk- urnar eru síðan seldar aftur á 60% af fullu verði. Skiptibókamarkaður Pennans hefur verið starfræktur á hverju hausti síðan 1983, og er þetta því sjötta árið. Gunnar Dungal, eigandi Pennans, sagði að markaðurinn hefði notið mikiila vinsælda. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem þjón- usta við viðskiptavinina. Margar kennslubækur em notaðar í mjög stuttan tíma, oftast eitt ár. Það em þvi margir sem vilja gjaman fá tækifæri til að koma þeim í verð aftur. Fólk kemur og leggur inn gömlu bækumar frá í fyrra og fær síðan inneignamótu. Það ræður því þá hvort það tekur í staðinn notað- ar eða nýjar bækur eða aðrar skóla- vömr. Fyrst þegar þetta byijaði var dálítið um að við urðum að neita að taka við bókum vegna þess að þær vom of iila með famar. Nú hefur þetta breyst mjög til batnaðar og bækumar koma inn í betra ástandi. Krakkamir hugsa meira um að fara vel með þær til að geta fengið þeim skipt. Bækur hafa hækkað mikið svo það geta orðið mikil fjárútlát hjá þeim sem kaupa allt nýtt, t.d. í menntaskólum þar sem bókakostn- aður er yfírleitt á annan tug þús- unda. Með því að nýta sér þennan kost er hægt að spara allt að 40%. Til þess að fylgjast með því hvaða bækur em f notkun höfum við haft samband við skólana sem láta okk- ur vita hvað verði kennt. Við hefð- um gjaman viljað byija fyrr með markaðinn en það heftir viijað drag- as að upplýsingar bæmst frá kenn- umum" sagði Gunnar. Skiptibókamarkaðurinn stendur út september. Hallgrímskirkja: Sr. Sigurður Pálsson leysir sr. Karl Sigur- björnsson af SÉRA Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, hefur fengið ársleyfi frá störfum og mun sr. Sigurður Pálsson leysa hann af fram á næsta sum- ar. Séra Sigurður Pálsson fæddist árið 1936, lauk kennaraprófi 1957, og útskrifaðist sem guðfræðingur 1986. Hann hefur starfað sem kennari, námsstjóri í kristnum fræðum hjá menntamálaráðuneyt- inu og veitt forstöðu námsefnasviði Námsgagnastofnunar sfðustu ár. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í starfí KFUM og kristilegu skólahreyfíngarinnar allt frá þvf á námsámm sínum. Sr. Sigurður tók prestsvígslu í júlí sl. og messar f fyrsta skipti í Hallgrimskirkju á sunnudaginn kl. 11. Séra Karl Sigurbjömsson stund- ar nám í Seattle í Bandaríkjunum í leyfi sínu. Sr. Sigurður Pálsson INNFLUTNINGSKUNNATTA VILTU VERÐA KUNNÁ TTUMAÐUR í INNFLUTNINGI OG MARKAÐSSÓKN? Þér gefst færi á eins vetrar námi til að ná því marki, — án þess að það komi niður á vinnunni. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓLIÍSLANDS THETctlANDIC íNSTITUTE OF MARKETING AND EXPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.